Þjóðviljinn - 19.02.1985, Page 1
VIÐHORF
MANNLÍF
ÍÞRÓTTIR
HEIMURINN
ísland
Hemaðarframkvæmdir
Heildaráætlun nemur
12 milliörðum króna!
„Hugmyndir um nýjar ratsjár-
stöðvar eru nátengdar öðrum
framkvæmdum og áætlunum,
sem varða Keflavíkurstöðina eins
og byggingu á styrktum flug-
skýlum í Keflavík, endurnýjun
þeirra orrustuflugvéia sem þar
eru, byggingu olíugeyma í Helgu-
vík o.fl.“, scgir í skýrslu Örygg-
ismálancfndar eftir Gunnar
Gunnarsson sem ber heitið Kefla-
víkurstöðin: Aætlanir og fram-
kvæmdir og kom út í gær.
„Allt tengist þetta loftvörnum
á einn eða annan hátt. Út frá
hernaðarlegu sjónarmiði er því
eðlilegra að h'ta á þessar áætlanir
sem eina heild, áður en litið er á
hvert einstakt atriði fyrir sig“,
segir í skýrslu nefndarinnar.
Flestar áætlanirnar og fram-
kvæmdirnar eru byggðar á endur-
skoðun sem bandaríska herfor-
ingjaráðið framkvæmdi í júlí og
nóvember 1980. Sumar þeirra
hafa einungis verið til meðferðar
á vegum bandarískra hernaðaryf-
irvalda og bandaríska þingsins en
aðrar hafa komist til umræðu hjá
íslenskum yfirvöldum, þó loka-
ákvarðanir liggi þar ekki fyrir.
Meðal þess sem felst í áætluð-
um framkvæmdum eru: olíu-
geymar, olíuhöfn, bygging
styrktra flugskýla, bygging
styrktrar stjórnstöðvar. Hinsveg-
ar er kostnaðurinn við flugstöð-
ina og einhver hluti ratsjárstöðv-
anna ekki inní heildarupphæð-
inni sem hér er nefnd að ofan.
Getið er um fjölgun nýrra orr-
ustuflugvéla af gerðinni F-15
Eagale hér á landi og um stjórn-
stöðinaerm.a. sagt: „Stjórnstöð-
in á að vera þannig útbúin að
starfslið á að geta verið innilokað
í stöðinni í sjö daga án nokkurs
sambands við umheiminn nema í
gegnum talstöðvar. Hreinsi-
stöðvar og útbúnaður vegna
mengunar frá eiturefna- og lífefn-
avopnum verður innbyggður í
stöðina. Heildarkostnaður vegna
byggingar og kaupa á stjórnunar-
útbúnaði fyrir loftvarnir er áætl-
aður 55 miljónir bandaríkja-
dala“. Þá er og getið um hugsan-
lega fjölgun AWACS ratsjárvéla
um tvær, en talið mögulegt að
annað ratsjárkerfi verði byggt
hér upp. - óg
Fréttir á
blaðsíðum,
2, 3,13,19 og 20
Mikið af loðnu hefur nú borist á land í Vestmannaeyjum sem og annars staðar en nú stöðvast
loðnuflotinn í dag og á morgun. Þessi mynd var tekin í Vestmannaeyjum í gær. Ljósm. E.ÓI.
að hefur nákvæmlega ekk-
ert gerst á samningafund-
unum um heigina og í gær. Út-
gerðarmenn hafa hafnað
öllum sáttatillögum okkar, án
þess að koma með neitt í stað-
inn sjálfír, sagði Hafþór Rós-
mundsson hjá Sjómannasam-
bandi íslands í samtali við
Þjóðviljann í gærkvöldi.
Hafþór sagði að sumir sjó-
menn hefðu verið óánægðir
með hvað samninganefnd sjó-
manna teygði sig langt með
sáttatilboðinu sl. sunnudag
sem útgerðarmenn höfnuðu
þá um kvöldið. Það kæmi
sjálfsagt engum á óvart þó hlé
yrði gert á samningafundun-
um, eftir daginn í dag, svo
mikið ber á milli, sagði Haf-
þór.
í samtökum forystumanna
sjómanna og ráðherra í gær
gerðist ekki neitt markvert og
ekkert frá ríkisstjórninni
komið varðandi þau mál sem
að henni snýr.
Um miðja vikuna verður
allur bátaflotinn stopp vegna
verkfallsins og stói hluti tog-
araflotans.
í dag kl. 10 hefur verið boð-
aður sáttafundur í deilunni.
- S.dór
Kjaradómur
í öfuga
átt?
Úrskurður Kjaradóms frá
laugardegi um aðalkjarasamn-
inga Bandalags háskólamanna og
ríkisins hefur ekki orðið forystu-
mönnum BHM tilefni mikilla
yfirlýsinga. „Ekkert um hann að
segja“ segir formaður launamál-
aráðs BHM, „hef varla neina
skoðun“ segir oddviti kennara, en
bætir við að úrskurðurinn hafl
ekki áhrif á kennarauppsagnirn-
ar! Formaður samninganefndar
ríkisins segir líka „ósköp Iítið“, -
þeir telja allir að ekki komi til
stykkisins fyrrcn í sérkjarasamn-
ingum sem nú hefjast loks í al-
vöru.
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ telur að þótt ekki verði dreg-
in endanleg ályktun um niður-
stöðu af þessum úrskurði sé með
honum stefnt „til öfugrar áttar“ -
til aukins ójafnaðar meðal há-
skólamanna innbyrðis og í samfé-
laginu öllu. - m
Sjá bls 2 og 20
Skákin
6. umferð á afmælisskákmóti
Skáksambands íslands var tefld í
gærkvöldi.
Úrslit urðu þessi:
Spassky - Van der Wiel: V2-V2
Larsen - Hort: Bið
Karl - Jón L.: V2-V2
Helgi - Guðmundur: V2-V2
Margeir - Hansen: Bið
Jóhann - Jusupov: 0-1
Staðan eftir 6 umferðir:
1. Larsen 4 + biðskák
2. Spassky 4
3. Margeir 3'/2 + biðskák
4. Jusupov 3Vi
5. Van der Wiel 3'/2
6. Guðmundur 3
7. Jóhann 2V2
8. Helgi 2*/2
9. Karl 2V2
10. Hort 2 + biðskák
11. Jón L. 2
12. Hansen 1 + biðskák
Sjá bls, 8