Þjóðviljinn - 19.02.1985, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Þrlðjudagur 19. lebrúar 1985 41. tölublað 50. árgangur
ÞJÚÐVIUINN
Kjararánið
Lægri laun en í haust
Björn Björnsson hagfrœðingur ASÍ: Kaupmáttur launa mun
rýrna um V2-I % á mánuði verði ekkert að gert
Nú er svo komið að launamenn
búa við lakari kaupmátt en
hann var fyrir kjarasamningana
sl. haust. Ef hinsvegar er tekið
með í reikninginn að laun eiga
eftir að hækka um 2.4% tvívegis
fram á vorið, þá mun kaupmátt-
urinn haldast í jafnvægi næstu
mánuðina. Frá og með sumar-
byrjun eða svo mun svo
kaupmátturinn rýrna um '/2-!%
á hverjum mánuði, verði ekkert
að gert. Þetta sagði Björn Björns-
son hagfræðingur ASI í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Nokkur skriður er nú kominn á
undirbúning að gerð nýs kjara-
samnings milli félaga innan Al-
þýðusambandsins við atvinnu-
rekendur. Fulltrúar Alþýðus-
ambandsins og VSÍ hafa haldið
nokkra fundi að undanförnu til
að undirbúa samningaviðræður.
Þegar samningar voru gerðir á sl.
hausti var gert ráð fyrir því að
hægt yrði að framlengja heildar-
samninginn með samkomulagi
milli Alþýðusambandsins og
Vinnuveitendasambandsins ef
nýrir samningar tækjust fyrir 25.
júní.
„Við höfum haldið þrjá undir-
búningsfundi með fulltrúum
Vinnuveitendasambandsins, þar
af tvo í síðustu viku og er ætlunin
að fjórði fundurinn verði nú í vik-
unn“, sagði Björn. „Eðli málsins
samkvæmt er fullt tilefni til að
ræða atvinnumál, skattamál,
húsnæðismál, vexti og verðtrygg-
inguna svo eitthvað sé nefnt“.
Verða gerðir heildarsamning-
ar?
„Það mál er alveg órætt innan
verkalýðshreyfingarinnar. og allir
möguleikar opnir í því efni,
vegna þess að Alþýðusambands-
þing tók ákvörðun um að fram-
lengja ekki samningana sam-
eiginlega. Einstök félög eða sam-
bönd geta þess vegna gert sína
sérsamninga bæði fyrir og eftir
25. júní.“
hágé.
Kjaradómur
Aukinn
ójöfnuöur
Ásmundur
Stefánsson:
Stefnt til öfugrar
áttar í Kjaradómsúr-
skurði um BHM.
Áhrif á kröfugerð á
almennum vinnu-
markaði
Það er auðvitað alveg ljóst,
sagði Ásmundur Stefánsson
forseti ASÍ, að af þessari
launatöflu í úrskurði Kjara-
dóms verður ekki dregin nein
endanleg ályktun um niður-
stöðu þeirra sérkjarasamn-
inga sem framundan eru. Það
er hinsvegar einsýnt þegar
þessi launatafla er athuguð að
það er verið að stefna í aukinn
ójöfnuð milli háskólamanna
innbyrðis og aukinn ójöfnuð í
samfélaginu í heild. Hér er
stefnt til öflugrar áttar, sagði
Ásmundur.
„Mamma er meistari!" Hin 10 mánaða gamla Hólmfríður Samúelsdóttir klæddist Breiðabliksbúningnum í Laugadalshöllinni um helg-
ina. Það reyndist happadrjúgt - móðir hennar, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, varð Islandsmeistari í innanhússknattspyrnu með
Breiðabliki eftir sigur á ÍA eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum. Erla Rafnsdóttir er vínstra megin, Sigríður Jóhannsdóttir fyrirliði
Breiðabliks hægra megin. Mynd: - eik.
Húsnœðismálin:
Sjá bls. 9-12
Alexander vísar öllu á
Hann sagði að það sem nú
gerðist í málefnum háskóla-
manna hlyti að hafa áhrif á kröfu-
gerð og samninga á almennum
vinnumarkaði á árinu. „Það er
mín skoðun að þá hljóti menn að
snúa til hinnar áttarinnar og lyfta
þeim sem lægstir eru“, sagði for-
seti ASÍ að lokum.
— m
Húsnæöisstofnun vantar nú 185
miljónir til að standa í skilum
við þá sem áttu fullan rétt á lánum
á síðasta ári. Alexander Stefáns-
son félagsmálaráðherra sagði á
þingi í gær að hann gæti ekki
svarað því hvenær þetta fé yrði af
hendi reitt. Það lægi nú í fjár-
málaráðuneytinu til ákvörðunar.
Svavar Gestsson rifjaði upp
kosningaloforð ríkisstjórnarinn-
ar í húsnæðismálum og sagði fé-
Drengirnir sem fórust í brunanum í Hafnarfirði aðfararnótt sl. laugardags,
Fannar Karl og Brynjar Freyr.
Bræður fómst
í eldsvoða
Tveir ungir bræður létu lífið í
bruna í Hafnarfirði aðfaranótt
laugardags. Drengirnir hétu
Fannar Karl Guðmundsson,
fæddur 1976 og Brynjar Freyr
Guðmundsson, fæddur 1980.
Föðurbróðir þeirra sem þeir
dvöldu hjá þessa nótt var hætt
kominn við að bjarga þeirn en er
nú talinn úr lífshættu.
Það var klukkan rúmlega fimm
aðfaranótt laugardags sem
slökkviliðið í Hafnarfirði kom að
íbúðarhúsinu Arnarhrauni 42 þar
í bæ. Logaði þá eldur á neðri hæð
hússins. Húsmóðurinni hafði tek-
ist að forða sér ásamt ungabarni
en við leit fannst heimilisfaðirinn
og bræðurnir tveir meðvitundar-
lausir á efri hæð hússins. Þegar á
sjúkrahús var komið voru dreng-
irnir úrskurðaðir látnir en hús-
ráðandinn komst til meðvitundar
um hádegi á sunnudag.
Að sögn Rannsóknarlögreglu
ríkisins eru eldsupptök ókunn.
Albert
lagsmálaráðherra hafa gott lag á
því að tryggja útgjöldin og lofa
gulli og grænum skógum. Hins
vegar gleymdi hann því, að það
væri líka verkefni ráðherra að
tryggja tekjurnar: Ráðherrar
ættu ekki að gefa stærri loforð en
þeir gætu staðið við.
Þá sagði Svavar útilokað að fél-
agsmálaráðherra kæmist upp
með það aftur og aftur að vísa á
fjármálaráðherra í umræðum um
húsnæðismálin.
Það var Jón Baldvin Hanni-
balsson sem hóf utandagskrár-
umræður í neðri deild í gær vegna
neyðarkalls Byggung til alþingis,
en félagið telur sig eiga inni 44
miljónir hjá Húsnæðisstofnun.
Umræðan tók allan tíma deildar-
innar í gær og verður fram haldið
á miðvikudag. -ÁI
Sjá bls. 3.