Þjóðviljinn - 02.03.1985, Page 6
BÚDRÝGINDI í
FR Y STIKISTUN A
Nautahakk..............kr. 215,- kg.
Nautagúllas............kr. 352,- kg.
Nautasnitsel...........kr. 399,- kg.
Kindahakk..............kr. 181,- kg.
Kindasnitsel...........kr. 397,- kg.
Folaldahakk............kr. 145,-kg.
Folaldagúllas..........kr. 179,- kg.
Folaldaframhryggir......kr. 155,-kg.
Reyktir folaldahryggir.... kr. 179,- kg. ■
ÓSOÐNAR, SALTAÐAR OG ■
KRYDDAÐAR RÚLLUPYLSUR J
KR. 97,- KG. I
REYKTAR RÚLLUPYLSUR, ■
AÐEINS KR. 97,- KG.
GÓÐ VARA Á
GÓÐU VERÐI
MATVÖRUBÚÐIN GRÍMSBÆ,
KREDITKORT
k
Efstalaná' 26, Fossvogi.
Sími 686744.
Blindrabókasafn íslands
Lausar stöður
Staða tæknimanns í Tæknideild. Próf í rafeinda-
virkjun. Reynsla við framleiðslu hljóðbóka og blindra-
letursbóka æskileg.
Staða við umspólun og frágang hljóðbóka í
Útláns- og upplýsingadeild
Til eins árs:
Starf deildarstjóra Tæknideildar. Próf í rafeinda-
virkjun eða reynsla við framleiðslu hljóðbóka og
blindraletursbóka.
Laun skv. kjarasamningi ríkisins og BSRB.
Skriflegar umsóknir skulu sendar Blindrabókasafni ís-
lands, Hamrahlíð 17, 125 Reykjavík fyrir 15. mars nk.
Sími686922.
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar
starf fulltrúa við innheimtu. Verslunarskóla- eða
sambærileg menntun áskilin.
Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf send-
ist deildarstjóra starfsmannahalds fyrir 15. mars nk.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi118
105 Reykjavík
Útboð
Tilboð óskast í að smíða biðskýli fyrir Strætisvagna
Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík gegn kr. 1000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19.
mars n.k. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fiikirk|uvegi 3 Simi 25800
Notum ljós
í auknum mæli
— í ryki, regni,þoku
og sól.
UMFERÐAR
RAÐ
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. mars 1985
Kvennaframboðið
Hafha viðræðum
Kvennaframboðið íReykjavík ísvari til
Alþýðubandalagsins: Lausnin á vandaþjóðarinnar
ekkifólgin ísamvinnu stjórnarandstöðunnar
„Að vel athuguðu máli vlll
Kvennaframboðið í Reykjavík
vekja athygli Alþýðubandalags-
ins á að lausn á vanda íslensku
þjóðarinnar, sérdeilis vanda ís-
lenskra kvenna er ekki í því fólgin
að stjórnarandstöðuflokkarnir
fjórir „nái nægilega saman til að
krefjast forystu á sviði lands-
stjórnar“,“ segir
Kvennaframboðið í Reykjavík
m.a. í svari sínu til Alþýðubanda-
lagsins, sem fór fram á viðræður
við hina stjórnarandstöðuflokk-
ana nýtt landstjórnaraíl.
f svarinu segir Kvennafram-
boðið m.a. að það hafi orðið til
vegna þess að „hópur kvenna
gerði það endanlega upp við sig,
að þær breytingar sem nauðsyn-
legar eru til að konur og aðrar
geti lifað mannsæmandi lífi á ís-
landi, yrðu ekki fyrir tilstilli
stjórnmálaflokkanna, hvorki Al-
þýðubandalagsins né annarra
stjórnar- eða stjórnarandstöðu-
flokka. Kvennaframboðið í
Reykjavík hefur ekki orðið vart
við þær breytingar hjá flokkun-
um, er gefi tilefni til aukinnar
bjartsýni í þessum efnum“.
Þá segir „að sundurþykkja og
skortur á afdráttarlausri stefnu-
mörkun innan samtaka launa-
fólks, þ.e. máttleysi íslenskrar
verkalýðshreyfingar er tilkomin
ekki síst vegna íhlutunar og
hrossakaupa gömlu stjórnmála-
flokkanna í forystu þessara sam-
taka. Alþýðubandalagið hefur
ekki látið sitt eftir liggja í þessum
pólitísku hrossakaupum og bera
á þeim sína ábyrgð."
í ljþsi þessa telji Kvennafram-
boðið ekki vænlegt til „þess ár-
angurs, er við sækjumst eftir, að
taka þátt í því samstarfi sem hér
er boðið uppá“. Undir þetta rita
fyrir hönd Kvennaframboðsins í
Reykjavík: Helga Thorberg,
Guðrún Ólafsdóttir, Hjördís
Hjartardóttir og Magdalena
Schram. _ óp
Minning:
Jón Pálsson
Fœddur 5. febr. 1904 Dáinn 26. febr. 1985
Jón var fæddur að Prestbakka-
koti í Hörglandshreppi í Vestur-
Skaftafellssýslu. Foreldrar hans
voru Páll Þorleifsson, d. 22. janú-
ar 1906 og Guðrún Halldórsdótt-
ir, d. 1952. Þau systkinin voru
fimm. Sólveig f. 1897, á heima í
Svínafelli, Ingibjörg f. 1900, d.
1970,bjóáHofi,ogHallaf. 1902,
d. 1923, átti heima á Hofi. Jón
varfjórðiíröðinni. Yngst Pála,f.
1906, bjó á Hofi.
Eins og á þessu sést dó Páll frá
fjölskyldunni sama árið og yngsta
barnið fæddist og dreifðist þá
hópurinn en leiðir þeirra allra
lágu austur í Öræfi.
Nonni var þrjú ár á Keldunúpi í
sinni fæðingarsveit en fór þá að
Svínafelli til Páls Jónssonar og
Guðrúnar Sigurðardóttur í
Austurbænum. Lengi býr að
fyrstu gerð og ekki er vafamál, að
nokkuð gott hafa þessi hjón lagt
drengnum í brjóst eins og hann
ávallt bar með sér. Kominn að
tvítugu var hann eitt ár hjá Veigu
systur sinni og árið 1924 var hann
í Reykjavík við smíðar. Meistar-
inn hans þar vildi gera við hann
námssamning en eitthvað var
það, sem togaði í hann í Öræfin
og af eiginlegu smíðanámi varð
ekki.
Að Svínafelli kom Nonni í
vinnumennsku árið 1925 til föður
míns, sem þar var sóknarprestur
og bóndi. Lágu leiðir þeirra sam-
an meðan báðir lifðu.
Ég gæti trúað því, að Nonni
hafi komið í heimsókn að Sand-
felli einhverju sinni nokkru áður
en hann kom alkomin. Ég hefi þá
verið á öðru ári. Þetta er mín
fyrsta minning. Hann var með
hvítan poka á bakinu eða undir
hendinni. Þegar hann hafði leyst
fyrirbærið kom í ljós eitthvert
undratæki, sem ég hafði aldrei
fyrri séð. Seinna komst ég að því,
að þetta hét harmónika.
Það má segja, að undir þessu
formerki kynnti Nonni sig hvar
sem hann kom ævilangt. Þegar
hann knúði dyra þá lét hann allra
manna minnst yfir sér með poka á
baki. En þegar hann leysti fyrir
bandið þá var aldrei að vita hvað
upp úr pokanum kæmi. í hóg-
værð sinni og yfirlætisleysi kom
hann manni ávallt á óvart með
ríkidæmi mannkosta sinna. Ég
ætla að stikla á örfáum kostum
hans Nonna.
Nonni var afkastamaður við öll
hin algengustu sveitastörf, hvort
sem var við heyskap eða skepnu-
hirðingu. Þá var hann hagleiks-
maður bæðiátré ogjárn. Hús gat
hann byggt hvort sem var úr torfi
og grjóti, timbri eða steinsteypu.
Ferðamaður var hann með slík-
um afbrigðum, að hann átti fáa
sína líka þegar hann var upp á sitt
besta. Þessi upptalning gæti verið
lengri en síðast vil ég undirstrika
það hvað glaðsinna hann var þeg-
ar það átti við og barngóður.
Ég veit það vel, að þessi mann-
lýsing, sem ég hef hér dregið upp
gæti átt við fjölda marga
Skaftfellinga á tímabilinu, sem
hér um ræðir. Þeir urðu hver fyrir
sig og með stuðningi hvers annars
að leysa öll sín vandamál í lífsbar-
áttunni, þ.e.a.s. það voru ekki
vandamál eins og öllum eru nú
fremst á tungunni, þetta voru við-
fangsefni. Það, sem gera þurfti,
var gert. Ef bóndinn gat unnið
verkið og lokið því upp á eigin
spýtur þá gerði hann það. Ef að-
stoðar annarrra þurfti við þá bár-
ust boðin um það með vindinum
með stundvísi, sem tekur ör-
tölvutækni fram, voru menn
mættir á staðinn með þau amboð,
sem með þurfti. Þetta vitum við
Öræfingar sem komnir erum til
ára, en það er á engan hallað þótt
sagt sé, að Nonni stæði í fremstu
röð sinna jafningja.
Árið 1931 fluttist foreldrar
mínir með sitt fólk frá Sandfelli
og austur í Hornafjörð. Full-
orðna fólkið með litlu krakkana
var þrjá daga á leiðinni. Kindurn-
ar og kýrnar voru eitthvað lengur
að labba þetta, ég man hvað við
fögnuðum kúnum þegar þær
komu austur. Þarna yfirgaf
Nonni sína æskusveit og ættingja.
Hann tók þátt í þessum flutning-
um með sínum öruggu höndum.
í Bjarnanesi hélt hann framan-
af óbreyttri stöðu á heimilinu en
síðar sem lausamaður. Vann
hann heimilinu ótalið gagn en
eignaðist með tímanum eigin
gripi og kartöflugarða, sem var
mikill atvinnuvegur í Hornafirði
og er enn. Einnig eignaðist hann
fljótlega flutningabifreið, sem
hann hafði með tímanum vaxandi
vinnu af. Einn af þeim
mállleysingjum, sem hann Nonni
kom með úr Öræfunum og átti,
var hann Tígull. Nonni átti marga
hesta um ævina, Tígul tók þeim
öllum fram, duglegur góðhestur
og fallegur.
Eftir fráfall föður míns árið
1954 dvaldi Nonni áfram í
Bjarnanesi, fyrst hjá séra
Rögnvaldi Finnbogasyni, síðar
hjá séra Skarphéðni Péturssyni
eða þar til Skarphéðinn féll frá
með sviplegum hætti árið 1974.
Fluttist Nonni þá út í Höfn til
móðursystur minnar, Ástu
Oddbergsdóttur, og manns henn-
ar, Marteins Einarssonar. Síð-
ustu árin var hann vistmaður á
elliheimilinu á Höfn.
Við, sem nutum samvista við
Nonna, þökkum samfylgdina,
verkin hans, vinsemdina og glað-
værðina. í huganum sé ég hann
hrók alls fagnaðar og við syngjum
„Glad sá som fágeln í morgon-
stunden" og syngjum af innlifun.
Ég sé hann ríðandi á Tígli, golan í
Hornafirðinum lyftir faxi hestsins
og leikur í hári mannsins.
Að síðustu lítil saga, sem lýsir
Nonna e.t.v. betur en þessi mín
fátæklegu orð.
Það var lítil stúlka í Bjarna-
nesi, sem fór með foreldrum sín-
um af bæ í kunningjaheimsóknir.
Þar hitti stúlkan fyrst jafnöldru
sína og tókst með þeim fljót-
sprottin barnavinátta. Síðan
komu foreldrar vinkonunnar.
Mikil ósköp, gott var nú að vita
það, en þá sagði barnið:
„Já, en hvar er Nonninn henn-
ar?“
Oddbergur Eiríksson