Þjóðviljinn - 02.03.1985, Side 12

Þjóðviljinn - 02.03.1985, Side 12
KVIKMYNDIR Tarkovskí, að gefnu tilefni Aandrei Tarkovskí er væntanlegur hingað til lands í þar-næstu viku. Hópur aðdáenda hans hefur boðið honum að koma hingað og stefnt er að því að allar myndir hans verði sýndar í reykvísku kvikmyndahúsi á næstunni. Fyrir þá sem sáu Stalker, Spegilinn, Solaris eða Andrei Rúbljov á sínum tíma hlýtur þetta að vera mikil gleðifregn - það verður sannarlega spennandi að endurnýja kynnin af þessum afbragðsgóðu listaverkum og sjá það sem T arkovskí hefur gertsíðan, þ.e. ítölsk-frönsku myndina Nostalgía. Fyrir hina, sem ekki hafa séð þessar myndir, er þetta kjörið tækifæri til að kynnast einum af merkustu kvikmyndastjórum samtímans. Tarkovskí er án efa sá kvik- myndastjóri sovéskur og núlif- andi sem þekktastur er utan heimalands síns. Hann tilheyrir þeirri kynslóð sovéskra lista- manna sem hófu feril sinn í „hlák- unni“ skammlífu kringum 1960. Myndir hans hafa vakið gífurlega atirygli, umtal og deilur innan So- vétríkjanna sem utan. Hann lauk námi við kvikmyndaháskólann í Moskvu (VGIK) árið 1961. Að- alkennari hans í þeim skóla var Mikhaíl Romm, einn af meistur- um eldri kynslóðarinnar og sá þeirra sem heiðarlegast uppgjör gerði við Stalíntímann. Til loka- prófs gerði Tarkovskí stutta mynd í samvinnu við skólabróður sinn Andrei Kontsjalovskí-Mik- halkov, sem einnig er þekktur leikstjóri og hefur starfað mest á Vesturlöndum undanfarin ár. Prófmyndin þeirra hét Valtarinn og fiðlan og var ákaflega falleg og ljóðræn mynd um vináttu ungs drengs og valtarastjóra. Myndin fór víða og var verðlaunuð m.a. í New York. Hlákumynd Árið eftir, 1962, var frumsýnd fyrsta kvikmynd Tarkovskís af fullri lengd: Bernska ívans, en hún segir frá 12 ára deng sem missir foreldra sína í stríðinu og herflokkur tekur hann uppá sína arma. Hann er notaður sem njósnari og fer margar ferðir yfir víglínuna þar til Þjóðverjar ná honum og senda hann í fanga- búðir þar sem hann lætur lífið. Bernska ívans var dæmigerð hlákumynd, og með þeim betri, en þessar myndir mörkuðu tíma- mót í sovéskri kvikmyndasögu. Hér var komin til skjalanna ný kynslóð listamanna, sem sögðu skilið við þann „sósíalíska real- isma“ er verið hafði eina opinber- lega viðurkennda stefnan í so- véskum listum frá 1930. Ef til vill er réttara að segja að þeir hafi gefið þessari stefnu nýtt inntak og hafnað kreddum hennar. Formið varð frjálsara, kvikmyndavélin var notuð á nýstárlegan hátt, hún fór að hreyfast og „tala“ sjálf, og tákn voru notuð til að auðga veruleika myndefnisins. Inni- haldið breyttist líka. Bæði lista- menn og áhorfendur voru fyrir löngu orðnir þreyttir á „já- kvæðum hetjum", goðsögnum og veruleikafölsunum sem ein- kenndu sósíalískan realisma eins- og hann var iðkaður í sovéskri kvikmyndagerð. Tímarnir höfðu breyst. Stalín var dauður og menn áttu von á róttæku uppgjöri við fortíðina. Að vísu brugðust þær vonir harkalega, en í nokkur ár ríkti það ástand sem kallað hefur verið hláka. Þá voru gerðar kvikmynd- ir og gefnar út bækur sem áður hefðu ekki séð dagsins ljós, og má t.d. nefna söguna „Dagur í lífi fvans Denisovits“ eftir Solsjinits- in, sem prentuð var í tímaritinu Noví Mír 1962. Og Bernska ívans ber hlákunni einnig ljóst vitni: stríðið er þar ekki vettvangur vaskra hetja, heldur fyrst og fremst vettvangur ómældra mannlegra þjáninga. Hróflað við goðsögn Næstu árin vann Tarkovskí að gerð nýrrar myndar, stórmyndar- innar um helgimyndamálarann Andrei Rúbljov. Hún var lengi í sköpun og kostnaðurinn við gerð hennar var gífurlegur. Mörg ár liðu frá því handritið var tilbúið þangað til myndin sá dagsins ljós fullgerð. Pá tók ekki betra við: myndin þurfti að fá viðurkenn- ingu kvikmyndaeftirlitsins til þess að hægt væri að sýna hana. Sú viðurkenning reyndist ekki auðfengin. Myndin um Andrei Rúbljov vafðist fyrir yfirvöldun- um árum saman, þeim þótti hún „of löng, of natúralísk og of myst- ísk“ og sögðu að í henni væru sögufalsanir, og vildp klippa. Tarkovskí neitaði að klippa. Ekki lá myndin þó allan þennan tíma og rykféll, heldur var hún sýnd á lokuðum sýninum út um alla Moskvu og var um fátt annað meira rætt þar sem menntafólk og listamenn komu saman. Þetta endaði svo með því að Andrei Rúbljov birtist allt í einu í Cann- es, var sýnd þar utan keppni og hlaut mikið lof. Loks var hún frumsýnd í kvikmyndahúsum Moskvu í janúar 1972. Rúbljov er frægasti helgi- myndamálari Rússa. Lítið er vit- að um ævi hans, nema að hann var uppi á 15. öld, að hann málaði helgimyndir í Vladimir, Novgor- od og Moskvu og að hann var munkur. En verk hans tala: í þeim ríkir upphafin heiðríkja samhliða þjóðlegum hefðum sem ekki áttu mikið skylt við myrkar og formfastar hefðir kirkjulistar samtímans. Listamaðurinn Rú- bljov hefur því fengið á sig mynd í sovéskum kennslubókum sem tákn rússneskrar þjóðareiningar og þeirrar snilligáfu sem alþýðan fæðir af sér. Þessari goðsögn hafnar Tarkovskí. Rúbljov er í hans útgáfu þjáður maður, fullur af efasemdum, maður sem lifir á voðalegum tímum og snilligáfa hans fæðist í þjáningunum, upp- lausninni og óttanum. Á tímum Rúbljovs var Rúss- land umsetið óvinum, innrásar- herir ruddust inn í landið úr austri og vestri. En óvinir þjóðarinnar voru ekki allir erlendir. Kirkjan og yfirstéttin, landeigendurnir, áttu einnig stóran þátt í þjáning- um fjöldans snauða. Menn geta svo leikið sér að því að vild að finna hliðstæður milli þessa á- stands og samtíma Tarkovskís, milli listamannanna Rúbljovs og Tarkovskís. „Hoppaðu af“ 1973 var næsta mynd Tarkov- skís, Solaris, frumsýnd með við- höfn í Moskvu. Solaris er byggð á vísindaskáldsögu eftir Pólverj- ann Stanislav Lem og gerist að mestu leyti í geimstöð fjarri jörðu. Þarna er um að ræða inn- legg í háalvarlega umræðu um manninn og framtíð hans á jörð- inni og í geimnum. Takast þar á vísindin annarsvegar og tilfinn- ingarnar hinsvegar. Hvert skal vera hlutverk þeirra rannsókna sem við stundum í vísindanna nafni, hver er tiigangur þeirra, færa þau okkur nær sannleikan- um um okkur sjálf? Fjórða mynd Tarkovskís, Spegillinn, vakti ekki mikla hrifn- ingu í Sovétríkjunum. Hún var frumsýnd í Moskvu í apríl 1975 og fékk þá dóma þar að hún væri „óskiljanleg, innhverf og leiðin- leg“. Á Vesturlöndum hlaut hún hinsvegar lofsamlega dóma, enda er hún margslungið listaverk og merkur áfangi á ferli listamanns- ins, en myndin er mjög persónu- leg, byggð á bernskuminningum hans sjálfs. Nú liðu fjögur ár milli mynda. Stalker var frumsýnd 1979. Hún hefur verið sýnd hér á kvik- myndahátíð. Stalker er gerð eftir vísindaskáldsögu, einsog Solaris, og gerist í framtíðinni, en þó á jörðu niðri. Framtíðarsýnin er nöturleg, en myndrænn kraftur og heimspekileg dýpt láta ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn hjá Tarkovskí. Hin síðustu ár hefur Tarkovskí starfað á Vesturlöndum og gerði þar sem fyrr segir myndina Nost- algía sem fékk mjög góða dóma. Og nú er hann „hoppaður af“ einsog sagt er - sestur að í Vestur- Evrópu og kominn í tölu land- flótta andófsmanna. Vonandi tekst honum að halda sínu striki og þeim háa sessi sem hann með réttu skipar í kvikmyndalist samtímans. Einhvern tíma verða vegirnir óþarfir Rœtt við Fnðnk Þór Fnðriksson um nýjuslu „ Viö tókum þessa mynd á þremurdögum, ókum hringinn á rúgbrauði sem á varfest kvikmyndatökuvél meö víöri linsu. Hún var tölvutengd viö hraöamælinn og tók 1 ramma á 12 metra fresti. Það samsvarar því að við ökum hringveginn á hljóðhraða, þe. uþb. 1.250 km hraða á klukkustund". Sá sem hér talar er Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðar- maður og hann er að lýsa gerð myndarinnar „Hringurinn" sem verður frumsýnd í Háskólabíó kl. 16 í dag. Og hann heldur áfram: „Fyrst var ætlunin að taka myndina snemma sumars til að nýta birtuna allan sólarhringinn. Svo var því breytt og ákveðið að taka myndina að hausti til. Enda er myndin ákaflega falleg, gulir og rauðir litir ríkjandi. Það hafa fáir séð landið á þessum tíma, fólk hættir yfirleitt að ferðast í ágúst. Við tókum eingöngu í birtu nema þegar við komum í Hval- fjörðinn, þá fór að skyggja og maður sér ljósin í borginni þegar komið er fyrir Esjuna. Þetta er ákveðin stemmning sem er mér í barnsminni. Þetta voru einu skiptin sem manni þótti reglulega vænt um borgina og gat sætt sig við að búa í henni. Enda á mynd- in að miðla von og eftirvæntingu. Hugmyndin að myndinni er gömul. Sigurður Filippusson eldsmiður sagði við okkur: „Ein- hvern tíma verða vegirnir óþarf- ir, fólkið svífur heldur yfir þeim“. Þessi mynd sýnir hve stutt er í þann veruleika. Það hefði verið hægt að fara hringinn á miklu meiri hraða og samt njóta lands- lagsins (já, þetta er hrein og klár landslagsmynd) en við ákváðum ÍA^kmynd Steypunnar þennan hraða. Myndin tekur 80 mínútur í sýningu og það felur í sér ákveðna tilvísun £ Ffleas Fogg“. Það er íslenska kvikmynda- samsteypan (í daglegu tali Steypan) sem framleiðir Hring- inn. Kvikmyndatöku önnuðust Einar Bergmundur Arnbjörns- son og Gunnlaugur Þór Pálsson. Lárus H. Grímsson hefur samið tónlistina við myndina og kemur hún út á hljómplötu hjá Gramm- inu í næstu viku. Það hefur gengið á ýmsu í fjármálunum hjá Steypunni. Rokk í Reykjavík gekk ekki eins og skyldi og Kvikmyndasjóður sýndi mikla aðhaldssemi þegar þeir Steypumenn fóru fram á styrk við hana og enn meiri þegar þeir vildu fá styrk til að gera Eld- smiðinn sem sýnd var í sjónvarp- inu á sínum tíma. Til þess að redda fjárhagnum fóru þeir að gera auglýsingamyndir og gekk vel. Þangað til einn þeirra stærsti kúnni, Magasín, fór á hausinn og skildi Steypuna eftir ábyrga fyrir greiðslum fyrir allar auglýsinga- birtingar í sjónvarpi. „Við feng- um ekkert fyrir þessar auglýsing- ar og nú eru lögfræðingar út- varpsins á eftir okkur. En svona er lífið, sumir fá Gullbagga, aðrir skuldabagga“, segir Friðrik og dæsir. Ef Hringurinn gengur vel von- ast Steypan til að geta lokið við heimildarmynd um Bubba Mort- hens sem búið er að fjárfesta í. „Það tæki svona tvo mánuði og eftir það tæki við leikin mynd. Við erum komnir með handrit", segir Friðrik og er hvergi bang- inn. -ÞH Sena úr Hringnum. INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.