Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Nýr leiðtogi í Sovét Mannaskipti á valdastólum Kremlar sæta ávallt miklum tíðindum. Konstantín Tsjernenkó liggur nú á líkbörunum innan múra þessa gamla virkis Sovétstjórnarinnar, og við stöðu hans hef- ur tekið Míkhaíl Gorbatsjof. Þar með má segja, að lokið sé eins konar millibilsástandi sem hefur ríkt í stjórn Sovétríkjanna frá því Brjesnef lést árið 1982. Tsjernenkó var þegar orðinn aldraður maður þegar hann tók við stjórnartaumunum fyrir rösku ári síðan við andlát Júrís Andrópovs. Stjórnartíð hans varð skammvinn, hann átti þar að auki við erfiðan sjúkdóm að stríða, þannig að á ferli hans sáust lítil merki um breytingar frá stefnu forvera hans í embættinu. Val Gorbatsjovs í æðsta embætti Sovétríkj- anna kom í sjálfu sér engum á óvart, en það er eigi að síður merkilegt fyrir þá sök að hann er einungis 54 ára, sem einnig á mælikvarða Vesturlanda er ungur aldur fyrir svo háttsett embætti. Það er auðvitað erfitt að spá hvort Gorbatsjof mun beita sér fyrir breytingum á stefnu Sovétr- íkjanna utanlands sem innan. Eigi að síður hef- ur hann þegar lýst því yfir, að hann muni vina að því að koma á afvopnun í veröldinni. Það eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi, því fátt varpar í dag jafn löngum skugga yfir heiminn og ótti fólks af öllum þjóðum við gereyðingu af völdum kjarn- orkusprengjanna sem stórveldin tvö, Sovétríkin og Bandaríkin, eiga nú í ómældu magni. Því má jafnframt gera skóna að hugur fylgi máli hjá Gorbatsjof því staðreyndin er sú, að Sovétríkin eyða nú þegar gífurlegum upphæðum í herg- agnaframleiðslu sem væri mun betur varið í nytsamlega uppbyggingu. Á meðan Banda- ríkjamenn halda áfram gífurlegri aukningu eigin herafla er þess hins vegar trauðla að vænta að Sovétmenn verði tilleiðanlegir til að fækka eigin vígtólum. Með því að falla frá fyrri skilyrðum sínum um áframhald Genfarviðræðna hafa So- vétmenn þó sýnt viðleitni, og við getum að minnsta kosti leyft okkur þann munað að vona að Gorbatsjof verði forverum sínum þar ekki síðri. Vísast má einnig gera ráð fyrir að Gorbatsjof muni beita sér fyrir batnandi lífskjörum sovésks almennings og margir telja að hann muni ekki hika við að notfæra sér hugmyndir sem hann hefur heyjað sér á ferðalögum um Vesturlönd. En fyrir íbúa Sovétríkjanna skiptir ekki síður máli, að Gorbatsjof beiti sér fyrir verulega auknu lýðræði innan Sovétríkjanna. Stað- reyndin er sú, að í dag eru margvíslegar hömlur á frelsi almennings í Sovétríkjunum, sem blygð- unarlaust brjóta í bága við alþjóðlegar sam- þykktir sem sovétstjórnin er aðili að. Slíkt er að sjálfsögðu óverjandi og það er einkum og sérí- lagi hlutverk og skylda allra þeirra sem telja sig sósíalista að gagnrýna einmitt þennan skort á lýðræði. Meðan alræði flokksins er jafn algert í Sovétríkjunum og í dag, þá er hins vegar ólíklegt að mikil breyting verði þar á. í þessu sambandi væri Sovétmönnum hollt að líta til fordæmis systurflokks síns til dæmis á Ítalíu, sem hefur varpað fyrir róða hugmyndinni um alræði kommúnistaflokksins og tekið upp stuðning við fjölflokkakerfi. Alræði eins flokks eða eins hugmyndakerfis getur aldrei leitt til lýðræðis. Hvort Míkhaíl Gor- batsjof tekst að - eða vill - minnka miðstýrinu og létta alræði kommúnistaflokksins í Sovétríkj- unum er enn óvíst. En við getum að minnsta kosti leyft okkur að vona. Kvartmiljón og tugmiljón Mörgum finnst þaö átakanlegt /að oftlega látum vér íslendingar einsog við séum tugmiljónaþjóð en ekki sú kvartmiljón sem við erum. Umræðan um sjónvarps- og útvarpsstöðvar hefur ein- kennst mjög af þessari áráttu þar- sem samanburður er gerður við stærstu þjóðir og líkingar títt dregnar sérstaklega í markaðs- málum af því sem er að gerast á markaði miljónanna. Markaðs- dýrkendurnir eru að sjálfsögðu lakastir í þessu efni, því þeir neita að horfast í augu við sérstöðu hins litla þjóðfélags. Hins vegar bregður oft fyrir skilningi í Morg- unblaðinu á þessu atriði, sérstak- lega í menningarmálum. Lítið þjóðfélag, lítil menning- arheild er að sjálfsögðu mun við- kvæmari fyrir hvers kyns þjóðfé- lagsbreytingum en stærri þjóðfé- lög. Eitt dæmi um þessa öfug- snúnu mikilmennsku er umræðan og þróunin í áfengismálum þjóð- arinnar. Nú skulum við staldra við fáein atriði. Takmarka söluna Fjölmiðlar eru nú ekki stofn- ana bestir, þegar „umræða“ fer af stað, eða er öllu heldur hleypt af stokkunum af blöðunum. Þeir þurfa endilega að drífa upp svo- kölluð skammdegismál, hunda- mál, draugatrú, bjórmál. Hvað um það, - almenningur á afskap- lega auðvelt með að mynda sér skoðun út frá gefnum fyrirsögn- um: „Mikill meirihluti með bjór“, og allir geta verið annað hvort með eða á móti. Skoðanakannanir fjölmiðl- anna rífa svo upp stemmninguna: 70% með bjór, - eða einsog var í Mogganum á dögunum: 75,1 % KUPPT OG SKORIÐ Islandsmethafinn í vínveitingaleyfum. •fylgjandi sölu bjórs hér á landi. Þegar maður sér slíkar fyrirsagn- ir, þá fæðist ný spurning: hvaða kverúlantar eru eiginlega á móti bjórnum auk mín og Halldórs frá Kirkjubóli? í þessu tilfelli var Mogginn að segja frá niðurstöðum skoðana- könnunar Hagvangs um afstöðu fólks til bjórsins. Kannski var það ekki fréttnæmast sem sagði í of- angetinni fyrirsögn, heldur kem- ur fram í þessari frétt að 78,4% sem eru fylgjandi sölu bjórs vildu takmarka söluna við ATVR og vínveitingahúsin. Móta stefnu í áfengismálum Hvaða afstöðu sem menn nú hafa til áfengismála, þá eru flestir á einu máli um að stjórnvöld og vor elsku þjóð þurfi að búa við einhverja heildarlöggjöf í áfeng- ismálum og að til þurfi að vera einhver fastmótuð áfengisstefna. Alþingi íslendinga samþykkti árið 1982 að skipa nefnd til að móta þessa stefnu og átti hún að miða störf sín við markmiðið að minnka heildarneyslu áfengis hér á landi. Nær allir þingmenn sam- þykktu þessa stefnumótun, líka þeir sem nú standa að tillögu- flutningi um aukna neyslu. Nefndin sem skipuð var til að móta þessa stefnu er enn að störf- um og hefur skilað áfangaskýrslu til ríkisstjórnarinnar. Á dögun- um kom þetta mál til umræðu á alþingi lítillega og spurðist Svav- ar Gestsson þá fyrir um hver hefðu verið viðbrögð ríkisstjórn- arinnar við þessar áfangaskýrslu og krafðist þess að þingmenn fengju að sjá hana. Ráðherrar kváðust vera að skoða málin bet- ur, en meðan það er að gerast verða örar breytingar í svoköll- uðum „áfengiskúltúr" fslendinga sem máske eru til ills eins. Garðar Sigurðsson sagði við þetta tækifæri að ölsalan í þartil- gerðum krám væri ólögleg og dómsmálaráðherra bæri að stöðva söluna til að farið yrði að lögum. Stjórnarþingmaðurinn Ólafur Þórðarson sagði að ríkissaksókn- ari hefði að hans mati brugðist því trausti sem lögin settu honum varðandi embættisskyldur í af- skiptum af áfengismálum. Jón Helgason dómsmálaráðherra kvaðst hafa beðið hina ráðherr- ana að taka afstöðu sem fyrst, en búið er að leggja fram áfanga- skýrsluna fyrir löngu fram í ríkis- stjórninni. Úthlutun vínveitingaleyfa Á meðan ráðherrarnir eru að þæfa álit nefndarinanr sem þeir samþykktu sjálfir að setja á lagg- irnar, hefur Jón Helgason gerst íslandsmethafi í vínveitinga- leyfum. í árslok 1982 voru 48 vín- veitingahús í landinu. 26. febrúar voru þau orðin 89 talsins, sam- kvæmt upplýsingum frá Áfengis- varnarráði. Á rúmlega einu ári frá 1. jan. 1984 til 22. febrúar 1985 var vínveitingahúsum fjölg- að um 26 talsins. Þetta gerir Jón Helgason án þess að stjórnvöld hafi í raun fjallað um breytta á- fengismenningu og á sama tíma og stjórnvöld leggja í salt álit nefndar sem þau sjálf settu á laggirnar um mótun áfengis- stefnu. Ekki náttúrulögmál f þessu sambandi skiptir ekki máli hvort menn séu með eða á móti bjór, - heldur hitt að unnið sé með eðlilegum hætti að mál- um. í minnisatriðum sem Áfeng- isvarnarráð sendi allsherjarnefnd neðri deildar alþingis um bjórinn segir m.a.: „Fjölgun vínveitinga- húsa er ekki náttúrulögmál. Ráð- herra veitir leyfin og hefur heim- ild til að afturkalla þau eða tak- marka...“. Þarerm.a. sagtumþá hæpnu fullyrðingu að fátækt dragi úr drykkjuskap: „Þó að kaupgeta færi þverrandi á árinu 1984 og áfengissölur væru þá um tíma lokaðar vegna verkfalls op- inberra starfsmanna dró ekki úr drykkju. Þvert á móti óx heildarneysla vínanda á hvert mannsbarn". -óg DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviíjans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljó8myndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbrelð8lu8tjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgrelðslustjórl: Baldur Jónasson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Sfmavarsia: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Ðergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjórl: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, síml 81333. Umbrot og sotning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. • Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓOVILJINN j Mlftvikudagur 13. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.