Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 1
ÞJÓÐMÁL MENNING Eldra starfsfólki og trúnaðarmönnum sagt upp. Trúnaðarmaður: „vilja stúlkur á unglingakaupi í störf okkar“. Hagfrœðingur Verslunarmannafélagsins: Lögleysa og siðleysi. Sigríður er félagi í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur og á sæti í trúnaðarmannaráði þess. Auk hennar hefur m.a. trúnaðar- kona starfsfólksins í Glæsibæ einnig fengið uppsagnarbréf. Umræddar uppsagnir voru til- kynntar starfsfólkinu bréflega þann 28. febrúar síðastliðinn án þess að talað væri við það um málið. Okkur, sem fengum uppsagn- arbréf um mánaðamótin, þykja þetta dónalegar aðfarir, sagði kona með yfir 10 ára starfsaldur, sem fengið hafði uppsagnarbréf um mánaðmótin. Það hefur ekki verið kvartað undan minni vinnu hér, og þetta fólk sem sagt var upp er allt saman gott starfsfólk með mikla starfsreynslu sem hef- ur þjónað fyrirtækinu lengi. Þeir láta ekki einu sinni svo lítið að tala við okkur, heldur senda okk- ur bara bréf. Eg er búin að vinna hér í 12'/2 ár og er ein þeirra 6 sem fengu uppsagnarbréfið þann 28. febrú- ar síðastliðinn, sagði Sigríður Sigurðardóttir afgreiðslukona í SS-versluninni í Garðabæ. Við sem urðum fyrir þessu erum allar konur með langan starfsaldur sem erum komnar á fullt kaup. Þeir virðast ætla sér að ráða ung- linga á litlu kaupi i staðinn. Þetta er víst liður í endurskipulagningu verslunarinnar hérna. Lögleysa og siöleysa Samkvæmt lögum er bannað að segja upp trúnaðarmönnum, þeir eiga að vera þeir síðustu sem ganga út, sagði Sigfinnur Sigurðs- son hagfræðingur hjá Verslunar- mannafélaginu í samtali við Þjóð- viljann í gær. Við lítum það mjög illum augum ef rétt er að verið sé að segja upp eldra starfsfólki til þess að ráða yngra fólk í staðinn. Það kann að vera Iöglegt, sagði Sigfinnur, en það er alla vega sið- laust. Starfsmannastjóri SS vildi ekki gefa upp hversu mörgum hefði verið sagt upp í verslunum félags- ins, en samkvæmt heimildum Þjóðviljans mun það hafa verið um 20 manns og er ekki vitað til að þeim hafi verið boðin önnur störf. Að sögn starfsmannastjór- ans starfa nú um 600 manns hjá SS í Reykjavík, á Selfossi og Hvolsvelli. -úlg. Teitur Lárusson starfsmanna- stjóri hjá Sláturfélaginu sagði að uppsagnir þessar væru liður í endurskipulagningu á verslunum félagsins. Hann sagði að sumum væru boðin önnur störf, en í öðr- um tilfellum vildu þeir skipta um starfsfólk. Sigríður Sigurðardóttir trúnaðarmaður VR hjá SS í Glæsibæ: sent uppsagnarbróf eftir 121/2 árs starf. Strandir Mannlíf á ný í Djúpuvík Fimm manna fjölskylda sest þar að.Ætlar að stunda fiskirœkt og reka gististað Djúpavík á Ströndum hefur verið í eyði um nokkurt skeið, en nú verður þar breyting á. Fimm manna fjölskylda úr Kópavogi er að flytja vestur og ætlar að setjast þar að. Það eru hjónin Ásbjörn Þorgils- son og Eva Sigurbjörnsdóttir ásamt þremur börnum sínum sem flytja vestur. Ásbjörn sagði í samtali við Þjóðviljann að þau ætluðu að stunda fiskirækt þar vestra og myndu norskir sérfræðingar koma í vor til ráðgjafar í málinu. Ætlunin er að vera með laxeldiskvíar í víkinni. Þá sagði Ásbjörn að þau hefðu gert upp bragga frá síldarárum staðarins, svokallaðan „Kvennabragga“ og þar ætluðu þau hjónin að vera með vísi að hóteli. Ferðamannastraumur er mikill til Djúpuvíkur yfir sumarið og full þörf á matsölu og gistiaðstöðu á staðnum. Þá sagðist Ásbjörn vera þess fullviss að fleira fólk myndi setjast að í Djúpuvík á næstunni, jafnvel svo margt fólk að hægt yrði að taka upp skólahald á staðnum fyrir börn heimamanna. -S.dór Verslunin Græddi 2 miljarða Sjávarútvegsránið 6 miljarðar á tveimur árum Verslunargróðinn 2 miljarðar á einu ári Fjármálaráðherra svaraði fyr- irspurn Svavars Gestssonar á Alþingi um hagnað verslunar og banka á árinu 1983. í svari ráð- herrans koma fram að 1297 fyrir- tæki í smásöluverslun hefðu hagnast um 254 miljónir, 1047 fyrirtæki í heildverslun hefðu hagnast um 318 miljónir, 10 skipafélög um 234 miljónir og 7 bankar um 222 milj. Hagnaðurinn er samtals 1028 miljónir króna. Hér er um að ræða nettóhagnað. Heildarhagn- aður bankanna og skipafélag- anna á umræddu ári er hins vegar 854 miljónir og heildarhagnað smásöluverslunarinnar má ætla um 500 miljónir og heildverslun- arinnar um 600 miljónir. Samanlagður heildarhagnaður þessarar starfsemi á árinu 1983 var því hvorki meiri né minni en tæpir tveir miljarðar. Svavar Gestsson vakti athygli á þeirri staðreynd að þessi upphæð svaraði til árslauna sex til sjö þús- und verkamanna. Núverandi rík- isstjórn hefði algerlega sleppt þessum aðiljum lausum, með þeim væri nú að kalla ekkert eft- irlit, en þar að auki hefði ríkis- stjórnin komið á alls kyns breytingum sem veittu fyrirtækj- unum vaxandi möguleika til að sleppa við að greiða til sam- neyslunnar. „Þarna eru pening- arnir“, sagði Svavar Gestsson þegar svör ráðherra lágu fyrir. Til samanburðar við þessar upplýsingar er rétt að rifja upp tölur um afkomu sjávarútvegsins sem birtust í Þjóðviljanum í gær og Kjartan Ólafsson hefur tekið saman úr gögnum frá Seðlabank- anum. Fyrir fjórum árum voru skuldir sjávarútvegsins 45% af eignum en eru nú orðnar 66% af eignum. Eignaupptakan í sjávar- útveginum er því um sex miljarð- ir króna á sama tíma sem hagnað- ur verslunar, banka og skipafé- laga er um tveir miljarðar á árinu 1983 einu saman. hágé.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.