Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Borðtennis England Góður árangur hjá Stjömunni Eignaðist fyrstu íslandsmeistarana Frammistaða unglinga úr Stjörnunni í Garðabæ vakti sér- staka athygli á fyrri hiuta íslands- meistaramótsins í borðtennis sem haldið var í Laugardalshöliinni um helgina. Stjarnan tók þátt í mótinu í fyrsta skipti og eignaðist íslandsmeistara í þremur flokk- um - Halldór Björnsson sigraði í einliðaleik pilta 10-13 ára, Gunn- ar Valsson í einliðaleik sveina 13- 15 ára og Gunnar og Anna Sigur- björnsdóttir urðu síðan íslands- meistar í tvenndarkeppni ung- linga yngri en 17 ára. Hörður Birgisson, UMSB, varð íslandsmeistari í einliðaleik hnokka yngri en 10 ára - Trausti Kristjánsson, Víkingi, í einliða- leik drengja 15-17 ára, Fjóla María Lárusdóttir í einliðaleik telpna 10-13 ára, María Hrafns- dóttir, Víkingi, í einliðaleik stúlkna 13-17 ára, Valdimar Hannesson og Kjartan Briem, KR, í tvíliðaleik sveina yngri en 15 ára, Trausti Kristjánsson og Hermann Bárðarson, Víkingi, í tvíliðaleik drengja 15-17 ára og Sigríður Þorsteinsdóttir og Fjóla Lárusdóttir, UMSB, í tvfliðaleik stúlkna 15-17 ára. Seinni hluti íslandsmótsins fer fram í Laugardalshöllinni 20.-21. apríl en þá verður keppt í karla- og kvennaflokki. Skíðafélagið Spurs lá heima! Tapaði 1-2 fyrir Man. Utd. Frammi fyrir 43 þúsund áhorf- endum missti Tottenham af tæki- færinu til að komast á topp 1. deildar ensku knattspyrnunnar í gærkvöldi með því að tapa 1-2 á heimavelli fyrir Manchester Unit- ed. Mark Hughes og Norman Whiteside komu Man.Utd í 0-2 en Mark Falco svaraði fyrir Tott- enham fímm mínútum fyrir leiks- lok. Sanngjörn úrslit í hröðum, opnum og skemmtilegum leik. Staða Everton styrktist við þetta, liðið hcfur 56 stig, Tottenham 54 og Man.Utd 52. Tveir aðrir leikir voru í 1. deild. Stoke og WBA gerðu markalaust jafntefli og Sunder- land og Watford skildu jöfn, 1-1. í 2. deild vann Carlisle óvæntan sigur á Birmingham, 2-1, Charlton vann Wolves 1-0, Portsmouth sigraði Leeds 3-1 og Shrewsbury vann Huddersfield 5-1. -VS Aðgerðaleysi? Þvert á móti! Skíðafélag Reykjavíkur hefur sent ÞjóðvUjanum cftirfarandi greinargerð: Vegna ummæla um aðgerðar- leysi Skíðafélags Reykjavíkur leyfir stjórn félagsins sér að birta skrá yfir skíðamót sem haldin voru á vegum Skíðafélags Reykjavíkur á síðastliðnu starfs- ári, veturinn 1984: 29. jan. - Toyota göngumót á Miklatúni. 12. feb. - Barna- göngumót á Miklatúni. 3. mars- Meistaramót Reykjavíkur í 15 km göngu á Vatnsendahæð. 4. mars - Meistaramót Reykjavíkur í boðgöngu í Hveradölum. 11. mars - Fjölskyldudagur í tilefni af afmæli SR. 17. mars - Fram- haldsskólamót í flokkasvigi og boðgöngu í Hveradölum. 21. mars - Miillersmót í göngu í Hveradölum. 31. mars - Þing- vallagangan, Hveradalir-Þing- vellir. 28. aprfl-Bláfjallagangan, Bláfjöll-Hveradalir. 2. maí - Miillersmót í svigi í Bláfjöllum. 6. maí - Sportvalsgangan í Bláfjöll- um, 13 bikarar veittir. 16. maí - Innanfélagsmót SR í Bláfjöllum. Öldungamót íslands í göngu á Akureyri, 11 manns fóru frá SR, flestir höfnuðu í verðlaunasæ- tum. Tilsögn í skíðagöngu á veg- um SR var haldin á Miklatúni og í Hveradölum flestar helgar. Þetta ætti að vera nægilegt til að sýna framá að ekki er um að- gerðaleysi að ræða hjá Skíðafé- lagi Reykjavíkur - Þvert á móti. Undankeppni HM Naumt hjá Uruguay Uruguay marði nauman sigur á Ec- uador, 2-1, í fyrsta leik Suður- Ameríkuliða í undankeppni HM í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Leikið var í Montevideo og skoraði Ramoz sigurmark heimamanna þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. E1 Salvador, sem lék í lokakepp- ninni á Spáni 1982, varð fyrir miklu áfalli í Mið/Norður-Amerísku undan- kepninni á sunnudaginn, tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Hondúras, sem einn- ig lék á Spáni og stóð sig frábærlega. Þessar nágrannaþjóðir hafa oft eldað grátt silfur sín á milli og árið 1969 varð leikur þeirra í undankeppni HM til þess að styrjöld braust út á landamær- unum. -VS Ivar Webster gæti rétt eins verið að skalla knöttinn að sið knattspyrnu- manna á þessari bráðskemmtilegu mynd sem E.ÓI. tók í leik Vals og Hauka í kvöld. En þarna er hinn hávaxni miðherji islenska landsliðsins rétt búinn að leggja knöttinn í Valskörfuna. Hann hefur gert 47 stig í leikjunum tveimur við Val. Haukar-Valur Hvor flýgur hærra í kvöld? Leikið í Firðinum kl. 20 Eitt stig skildi að Hauka og Val í Hafnarfírði fyrir viku. Eitt stig, eftir framlengingu, skildi að Val og Hauka í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Hvað gerist f Hafnarfirðinum í kvöld þegar félögin mætast í þriðja og síðasta sinn í undanúrslitum úrvalsdeildarinn- ar í körfuknattleik? í kvöld fæst úr því skorið hvort félagið leikur til úrslita um íslandsmeistaratitilinn við Njarðvíkinga. Leikurinn hefst kl. 20 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, og, eins og siður er í körfuknattleik, það verður leikið til þrautar. Liðin eru afskaplega áþekk að getu og, eins og einn leikmanna sagði eftir leikinn í fyrrakvöld, þá væri rétt eins hægt að kasta upp um úrslitin. Þau hafa nú leikið sex sinnum í vetur, Haukarnir hafa sigrað fjórum sinnum en Valsmenn tvisvar. En það eru leikirnir í undanúrslitunum sjálfum sem gilda - þar hafa liðin unnið sinn leikinn hvort. Hvor flýgur hærra í kvöld, Haukurinn eða Valur- inn? -VS Évrópuknattspyrnan Barcaþarf tvotil Ajax og Anderlecht styrkja stöðuna Sigurður Byrjaöur í 1. deild Sigurður Jónsson, landsliðs- maður frá Akranesi, lék sinn fyrsta leik í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar á laugardaginn. Hann tók stöðu Andys Blairs á miðjunni hjá Shcffield Wednes- day sem tapaði 3-1 á Filbert Street í Leicester. Þetta er mikill áfangi hjá Sigurði sem stóð fyrir sínu í leiknum og átti m.a. skot í þverslá. Lokastadan I forkeppni 1. deildar karla f handknatt- lelk sem lauk I fyrrakvöld varö þessi: FH...... 14 13 1 0 387-318 27 14 8 4 2 319-294 20 14 7 3 4 342-316 17 14 6 3 5 307-289 15 14 5 4 5 345-341 14 14 4 2 8 300-318 10 14 3 0 11 271-334 6 14 1 1 12 292-353 3 Brynjar Kvaran landsliðsmarkvörður í handknattleik var í fyrradag útnefndur [þróttamaður Garðabæjar fyrir árið 1984. Brynjar lék í marki Stjörnunnar og með íslenska landsliðinu í handknattleik, m.a. á Ólympíuleikunum í Los Ange- les. Myndina tók -eik- við afhendingu bikarsins í fyrradag. Barcelona heldur sínu ellefu stiga forskoti í spænsku deildar- keppninni í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Malaga um helgina. Barcelona, sem er stýrt af Eng- lendingnum Terry Venables, þarf nú aðeins fjögur stig úr síðustu sex leikjunum til að tryggja sér meistaratitilinn, sigrar í tveimur þeim næstu myndu gera endan- lega út um keppnina. Atletico Madrid er næsta lið og vann Se- villa 4-2. Mexíkaninn Sanchez skoraði tvö markanna. Anderlecht er líka áfram með yfirburðastöðu í Belgíu eftir 1-0 sigur á Gent um helgina. Ander- lecht hefur enn ekki tapa leik en enn eru þó eftir 12 umferðir af belgísku 1. deildinni. Bikarinn var á dagskrá í Frakk- landi og þar unnu topplið 1. deildarinnar, Bordeaux og Nant- es, sína leiki. Bordeaux sigraði Lille 3-1 og Nantes fór létt með 2. deildarlið Sete, 6-0. Helst komu á óvart skeilir Brest og Marseilles gegn 2. deildarliðum - Brest tap- aði 3-0 fyrir Mulhouse og Mars- eille 1-0 gegn Valenciennes. Ajax styrkti stöðu sína í Hol- landi með því að bursta Breda 6-1 á meðan keppinautarnir, PSV og Feyenoord, háðu 2-2 jafntefli. Ajax er þá með 35 stig, PSV 32 og Feyenoord 27 stig. -VS Markahæstlr: Kristján Arason, FH................102 Páll Ólafsson, Þrótti...............84 Þorbergur Aöalsteinsson, Víkingi....84 HansGuðmundsson, FH.................82 Jakob Jónsson, KR...................82 Viggó Sigurðsson, Vfkingi...........74 GuðmundurÞórðarson.Stjörnunni.......70 SverrirSverrisson, Þrótti...........67 Björn Jónsson, Breiðabliki..........65 BirgirSigurðsson, Þróttir...........64 Staða fjögurra efstu liða sem lelka um melstaratltlllnn er þessl: FH ...............6 5 1 0 164-140 11 Valur..............6 2 3 1 109-113 7 KR.................6 1 1 4 133-142 3 Vikingur...........6 1 1 4 116-127 3 Uerdingen vann Bremen Lárus Guðmundsson og félagar í Bayer Uerdingen unnu góðan sigur ó Werder Bremen, 2-1, í vestur-þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Liðin höfðu áður skilið jöfn í Bremen. Miðvikudagur 13. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 1 15 80 Allir með Steindóri! ALLAR STÆRÐIR SENDIBÍLA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.