Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Togarauppboð Sölvi að fara undir hamarinn Uppboð Sölva Bjarnasonar frá Tálknafirði þingfest ll.apríl. Sigurfari boðinn upp 18. apríl og Kolbeinsey síðar í vor Nauðungaruppboð á skuttog- aranum Sölva Bjarnasyni BA- 65 frá Tálknafírði verður þingfest þjá sýslumanni Barðastrandar- sýslu 11. aprfl nk. Stefán Skarphéðinsson sýslu- maður Barðstrendinga sagði í gær að hann gæti ekki gefið upp hversu háar kröfur væru gerðar í togarann en uppboðsbeiðandi er Fiskveiðasjóður. Sölvi Bjarnason er fjórði tog- arinn sem fer undir hamarinn nú á skömmum tíma. 18. apríl verð- ur fyrsta uppboðið á Sigurfara II frá Grundarfirði og síðar í vor verður Kolbeinsey frá Húsavík boðin upp að kröfu Fiskveiða- sjóðs. í desember sl. var Bjarni Herjólfsson frá Þorlákshöfn boð- inn upp að kröfu Landsbankans. Þá liggur núna fyrir bæjarfó- getanum í Keflavík krafa frá Fiskveiðasjóði um uppboð á fiskiskipinu Helga S KE-236, sem er yfirbyggt 236 lesta stálskip sem Heimir h/f í Keflavík gerir út. -•g- A Gauki á Stöng Kjamorioibið- stöðin í Kef lavík r Iheiminum í dag eru tvær meg- instefnur ráðandi í öryggis- og varnarmálum, afvopnunarstefn- an og vígbúnaðarstefnan, og Is- lendingar hafa skipið sér í hóp þeirra þjóða sem aðhyllast víg- búnaðarstefnuna, sagði Ólafur Ragnar Grímsson á fundinum um öryggis- og varnarmál á Gauki á Stöng á sunnudag. Ólafur sagði jafnframt að skipta mætti herstöðvum í heiminum í þrjá flokka, her- stöðvar til varna í hefðbundnum átökum, kjarnorkubiðstöðvar sem hefðu búnað til að taka við kjarnorkuvopnum og gegndu því árásarhlutverki og að síðustu kjarnorkustöðvar sem hefðu þann megintilgang að gera kjarn- orkuárásir. Keflavíkurstöðin til- heyrir kjarnorkubiðstöðvum, sagði Ólafur. I upphafi fundarins flutti Gunnar Gunnarsson starfsmaður öryggismálanefndar erindi þar sem hann sýndi fram á það hvern- ig herbúnaðurinn í Keflavík teng- ist kjarnorkuvígbúnaði Banda- ríkjanna í N-Atlantshafinu og jafnframt hvernig hin nýja sókn- arstefna Bandaríkjanna hefði Bókagerðarmenn Aðild að ASt? Atkvœðagreiðsla á nœstunni Þegar þrjú verkalýðsfélög runnu saman í Félag bóka- gerðarmanna árið 1980 var ákveðið að hið nýja félag stæði utan heildarsamtaka verkafólks. Aðild að ASÍ hefur þó verið til umræðu í FBM frá stofnun, og er nú í ráði að kanna hug félags- manna um málið í allsherjarat- kvæðagreiðslu. Að sögn Magnúsar E. Sigurðs- sonar formanns FBM hefur kjör- dagur ekki verið ákveðinn, en at- kvæðagreiðslan verður þó „frek- ar fyrr en seinna", jafnvel í lok þessa mánaðar. Á sunnudag var félagsfundur um ASÍ-aðildina og mælti Ólafur Björnsson, Prenti, með aðild en Ársæli Ellertsson, Dagsprenti, gegn henni. Magnús sagðist engu spá um úrslit. Ýmis sjónarmið væru uppi meðal félagsmanna, - margir óhressir með Alþýðusambandið, margir teldu hinsvegar nauðsyn- legt að verkalýðsfélögin eigi sér sameiginlegan vettvang. _m flutt átakalínuna norður í Bar- entshaf og hvaða aukning hefði orðið á vígvæðingu undir Norðurpólsísnum. Birgir ísleifur Gunnarsson tal- aði um hættuna af slökunarstefn- unni og nauðsyn samstöðunnar meðal Atlantshafsbandalagsríkj- anna. Fundurinn var fjölsóttur og urðu umræður fjörugar. -ólg. Fjörugar umræður urðu um örygg- ismálin á fundinum á Gauki á Stöng á sunnudaginn. Tófuvinafélagið Styður Jón Baldvin Ályktun forseta Tófuvinafélagsins: Hið kjarkbólgna frumkvœði Jóns Baldvins til heilla íslensku þjóðinni og tófunni Eins og einatt áður lýsir Hið ís- lenska tófuvinafélag yfir full- um stuðningi við Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismann og formann Alþýðuflokks Islands. Á undanförnum mánuðum hefur Jón Baldvin sýnt og sannað að honum einum er treystandi til að verja og efla íslenska þjóðar- vitund og þjóðarhag svo sæmandi sé íslenskum tófuvinum og öðru góðu fólki. í utanríkismálum hefur Jón Baldvin einn þorað að standa uppi í hárinu á Danskinum. Hann einn hefur hótað að sparka fyrr- verandi forsætisráðherra Noregs í Reykjavíkurhöfn. Hann einn manna á Norðurlöndum hefur þorað að ympra á heyrnardepru sænska utanríkisráðherrans. Hann einn hefur haft dug að segja Finnum sannleikann um Finnlandiseringu og Afgönu- hlaup þeirra. Hið íslenska tófuvinafélag ítrekar því einlægan stuðning sinn við Jón Baldvin Hannibals- son og lýsir auk þess megnustu vanþóknun á ítrekuðum ummæl- um Páls Péturssonar, alþingis- manns, fjárbónda og forseta Norðurlandaráðs, er hann hefur við haft um hið kjarkbólgna frumkvæði sem Jón Baldvin hef- ur tekið til heilla íslensku tófunni og raunar þjóðinni allri. F.h. Hins íslenska tófuvinafélags, Sigurður Hjartarson, forseti H.Í.T. Skuldaskipti Beðið í ofvæni Það hefur enn engin ákvörðun verið tekin um framhald mála þegar skuldaskipin svokölluðu, sem nú eru að fara á uppboð, hafa verið boðin upp, að því er Davíð Ólafsson formaður stjórnar Fisk- veiðasjóðs tjáði Þjóðviljanum í gær. Sem kunnugt er sendi ríkis- stjórnin Fiskveiðasjóði bréf, þar sem þess var farið á leit að ef skipin yrðu boðin upp, og Fisk- veiðasjóður eignaðist þau, þá yrði fundið svokallað viðmiðun- arverð og heimamenn látnir ganga fyrir með kaup á skipunum að öðru jöfnu, eins og það var orðað. Nú eru nokkur skip þegar að fara á uppboð en ákvörðun um framhaldið ekki verið tekið. Að sjálfsögðu bíða heimamenn á þeim stöðum sem skipin eru nú gerð út í ofvæni eftir því hvað gert verður í málinu. Davíð Ólafsson sagði að ákvörðun um framhald- ið yrði tekin í samráði við sjávar- útvegsráðherra einhvern tímann á næstu dögum. -S.dór Vestur-Pýskaland Vinstrimenn unnu í Saarlandi Sósíaldemókratar unnu hrein- an meirihluta í kosningum til fylkisþings í Saarlandi um helgina en þar hafa Kristilegir demókrat- ar og frjálslyndir verið við stjórn. Sósíaldemókratar í Saarlandi og forystumaður þeirra, Oskar Lafontaine, eru öðrum krötum róttækari í landinu. Lafontaine hefur t.d. verið einn helstur bar- áttumaður gegn nýjum eldflaug- um í Þýskalandi. Sósíaldemó- kratar í Saarlandi vildu helst draga sig út úr hernaðarsamstarfi við Nató. Þeir boða og aukna op- inbera aðstoð við iðnað þessa gróna iðnaðarhéraðs, sem mjög hefur fengið að kenna á kreppu undanfarinna ára. Einnig var kosið til borgar- þings í Vestur-Berlín. Þar héldu Kristilegir velli. Sósíaldemókrat- ar töpuðu nokkru en Hinn listinn (Græningjar) bættu allmiklu við sig. í Saar fengu Græningjar hins- vegar aðeins 2,5% atkvæða. Frjálslyndir stóðu sig betur en spáð hafði verið, en þeir hafa víða verið í þeirri hættu að fá minna en 5% atkvæða og detta þar með út af fylkjaþingum. -áb Miðvikudagur 13. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3 Laxaveikin Engin ákvörðun tekin um aðgerðir Fisksjúkdómanefnd hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvað gert verður vegna laxasjúkdóms- ins sem kom upp í Kollafjarðar- stöðinni, að því er Sigurður Helgason físksjúkdómafræðing- ur sagði í gær. Sem kunnugt er var allt skorið niður í fiskeldisstöðinni í Höfnum eftir að sjúkdómurinn kom þar upp, en talið er að hann hafi borist þangað frá Kollafjarð- arstöðinni. Ég á von á því að það líði ekki langur tími þar til Fisksjúkdóma- nefnd ákveður hvað gera skuli, alla vega verður það í þessum mánuði, sapði Sigurður Helga- son. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.