Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.03.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR TORGIÐ Hafrannsóknir 5 togarar á fullu Samstarfsverkefni útgerðar, sjómanna og hafrannsóknarstofnunar. 5 togarar teknir á leigu. Toga á 600 stöðum allt íkringum landið Samstarfsverkefni sjómanna og Hafrannsóknarstofnunar um rannsóknir á helstu botnfiskstegundum hér við land sem verið hefur í undirbúningi frá því sl. haust er nú komið á fulla ferð. Hafrannsóknarstofnun tók á leigu 5 skuttogara, sem allir eru af sömu gerð. Um boð í hverjum togara eru auk áhafnar 5 starfs- menn stofnunarinnar. Verður togað á 600 stöðum umhverfis landið frá grunnslóð og út á 500 m dýpi. Hafa skipstjórarnir valið helming togslóða en fiskifræðing- ar hinn helminginn. Tilgangurinn með þessu verk- efni er m.a. að fá meiri vitneskju um þorskstofninn og aðrar botnfiskstegundir en nú eru fyrir hendi, auk þess sem sjómönnum er gefinn kostur að fylgjast með og taka þátt í rannsóknar- störfum. Togararnir sem leigðir voru til verkefnisins eru: Arnar HU-1, Drangey SK-1, Hoffell SU-80, Páll Pálsson ÍS-102 og Vestmannaey VE-54. Leiðang- ursstjórar eru þeir Viðar Helga- son, Sigfús A. Schopka, Guðni Þorsteinsson, Ólafur K. Pálsson og Einar Jónsson. -*g- Eg heyrði í sjónvarpinu í gær- kvöldi að Davíð hefði fundið upp nýja aukabúgrein: raforku- framleiðslu. Væri þá ekki rétt að leggja hana undir landbún- aðarráðuneytið? 8. mars Glæsilegur fundur Geysileg stemmning Gegn launastefnu stjórnarinnar Söngur, Ijóð og dans Vá, þetta er eins og á 17. júní, sagði lítil hnáta við mömmu sína þegar hún kom á baráttu- fundinn í Félagsstofnun þann 8. mars. Það voru orð að sönnu, því svo fjölmennt var að staðið var útúr dyrum á sainum. Geysileg stemmning ríkti, og þegar Gladys Baez, fulltrúi nicar- agúönsku þjóðarinnar, hafði lok- ið ræðu sinni stóð fundarfólk upp sem einn maður og fagnaði henni með dynjandi lófataki. Margir lögðu hönd á plóginn, og stemmningin var þannig að öliu var vel tekið. Yfirskrift fund- arins var „Gegn launastefnu ríkis- stjórnarinnar“ og stuttar, en þeim mun snjallari ræður voru fluttar í þeim anda. Listagóður söngur var á boðstólum og af- bragðs ljóð voru flutt af höfund- um sínum. Verulega vel heppn- að, var dómur aðstandenda kvöldsins. Á eftir stigu menn dans fram eftir nóttu og létu ölv- ast af baráttustemmningu og ef til vill einhverju öðru.... -ÖS Ályktanir sem samþykktar voru á fundinum eru birtar hér til hlið- ar. Mjög fjölmennur baráttufundur var haldinn fyrir tilstilli Samtaka kvenna á vinnumarkaði og annarra kvennasamtaka að kveldi 8. mars, alþjóðlegs baráttudags kvenna. Húsfyllir varð, og fjölmargir þurftu að standa frammi á gangi. Mynd Á.Bj. Skoðun okkar er óbreytt: Við teljum að hemlakerfi bifreiðar eigi ávallt að vera í lagi, ekki aðeins þegar kemur að hinni árlegu skoðun. Við bjóðum original hemlahluti í allar tegundir bifreiða á ótrúlega lágu verði. Þjónusta fagmanna tryggir öryggi þitt. Sérversíun með hemlahluti O] Stillinq Skeifunni 11 Símar 31340 oa 82740 Stuðningur við fiskvinnslufólk Baráttufundur, haldinn í Félagsstofnun stúdenta 8. mars 1985, fordæmir þaö atvinnuóöryggi sem fiskvinnslufólk býr við. Enn á ný er frystihúsum lokað - núna vegna verkfalls sjómanna - og fiskvinnslu- fólk neytt á atvinnuleysisbætur. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fiskvinnslufólk búi við sama rétt og annað verkafólk hvað varðar uppsagnarfrest. Berjumst fyrir leiðréttingu á þessari ósvinnu með oddi og egg. Stuðningur við kennara Baráttufundur, haldinn í Félagsstofnun stúdenta8. mars 1985, lýsir yfirfullum stuðningi við kjarabaráttu framhaldsskólakennara. Neyðar- aðgerðir kennara eru eina svarið sem þeir eiga gegn öfgastefnu ríkisstjórnarinnar í launamálum. Sigur kennara væri mikilvægur stuðn- ingur við allt launafólk í baráttu fyrir mannsæmandi launum. Sjávarútvegstilfœrslan Hræðileg niðurstaða Guðmundur H. Garðarsson: Alvarleg tíðindi Stœrðfrœði- keppni Úrslita- keppnin á laugar- daginn Undanrás í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna er nú lokið. Keppnin var í því formi, að dreift var verkefnum með tíu dæmum í alla framhaldsskóla Iandsins og nemendum gefinn kostur á að skila úrlausnum fyrir ákveðinn tíma. Alls bárust 14 lausnir og skiptust þær þannig milli skóla: 5 úr MR, 3 úr MS, 3 úr MK og ein úr MH, Verslunarskólanum og Tækniskólanum á ísafirði. Dóm- nefnd skipuð þeim Jóni Magnúss- yni, Reyni Axelssyni og Sven Sig- urðssyni sem allir starfa við Há- skóla íslands hefur nú metið lausnirnar og var ákveðið að bjóða sjö keppendum til úrslitak- eppni. Þeir eru: Agnar R. Agn- arsson MS, Ágúst Sverrir Egils- son MR, Bjarni Gunnarsson MR, Hákon Guðbjartsson MR, Rögnvaldur Möller MH, Sigurð- ur Áss Grétarsson MR og Vil- mundur Pálmason MK. Úr- slitakeppnin fer fram í húsakynn- um Verkfræði- og raunvísinda- deildar HÍ laugardaginn 16. mars kl. 9 - 12. Keppendur munu þá spreyta sig á þriggja tíma loka- verkefni. Keppnin er haldin af Félagi raungreinakennara f framhalds- skólum og íslenska stærðfræðafé- laginu, en kostuð af IBM á ís- landi. etta er hræðileg niðurstaða, sagði Guðmundur H. Garð- arsson hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins er Þjóðvilj- inn leitaði álits hans á upplýsing- um um stórfellda eignaupptöku í sjávarútvegi síðustu árin. í grein Kjartans Ólafssonar í Vest- firðingi og segir frá í frétt Þjóð- viljans í gær kemur m.a. fram að sjávarútveginn hafi verið rændur 6 miljörðum króna á síðustu tveimur árum. - Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir íslenskt atvinnulíf, fyrir þá sem eru í atvinnugreininni, og sér- staklega fyrir allt fólk sem lifir beint af sjávarútvegi. - Fyrir fólkið í landinu skiptir það mestu máli hvaða forgangs- röð sjávarútvegur er settur í í at- vinnulífinu. Ef menn gera sér ekki grein fyrir því að stöðug lífs- afkoma sjávarútvegsins er undir- staða alls annars atvinnulífs í landinu þá eru þeir illa staddir. Ef menn missa sjónir af þessu með þeim afleiðingum sem birtast í hinni athyglisverðu grein Kjart- ans þá eru menn illa staddir hvar í flokki sem þeir standa, sagði Guðmundur H. Garðarsson. -óg Borgin Spurt um Á borgarráðsfundi í gær lögðu fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn fram fyrirspurn um hvað liði svari við lóðaumsókn Búseta. Alllangt er síðan hús- næðissamvinnufélagið bað um fjölbýlislóðir í Grafarvogi en svar hefur enn ekki borist. Fyrir- spurninni verður væntanlega svarað á næsta fundi ráðsins á þriðjudag. Þá var fundinum úthlutað 30 lóðum í Grafarvogi norðanverð- um undir einbýlishús og fengu þær Húsasmiðjan og Ármanns- fell í sameiningu. _n, 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.