Þjóðviljinn - 22.03.1985, Qupperneq 3
FRETTIR
Kjaradómur
Hjólinu snúið til baka
Kristján Thorlacius formaður HÍK: Málflutningur Indriða H. Þorlákssonar
fyrir Kjaradómi fœrir málið aftur á byrjunarstig.
Bréf fjármálaráðherra frá í gœr gert að marklausu plaggi
Kristján Thorlacius formaður
HÍK sagði í samtali við Þjóð-
viljann að loknum munnlegum
málflutningi fyrir Kjaradómi í
gær, að málflutningur Indriða H.
Þorlákssonar fulltrúa fjármála-
ráðuneytisins hefði verið með
þeim hætti að málið væri aftur
komið á það stig sem það hófst á.
Hann talaði fyrir Kjaradómi ná-
kvæmlega eins og hann gerði í
upphafi þessarar deilu. Því er
greinilegt að bréf Alberts Guð-
mundssonar fjármálaráðherra
frá í gær er marklaust plagg,
sagði Kristján.
Margir kennarar telja þó að
Albert telji sig hafa slæma ráð-
gjafa í deilunni og að hann vilji í
raun leggja sig fram um að leysa
deiluna og skáka þar með Ragn-
hildi menntamálaráðherra.
Kristján bætti því við, að með
því að lýsa því yfir að kennarar
yrðu leystir frá störfum á mánu-
daginn kemur, væri menntamála-
ráðherra að staðfesta að upp-
sagnir kennara hefðu verið lög-
Að loknum málflutningi í Kjaradómi í
gær. Kristján Thorlacius formaður
Hins íslenska kennarafélags og Ind-
riði H. Þorláksson formaður samn-
inganefndar ríkisins ræða málin.
Ljósm. eik.
legar, en hún hefur haldið því
gagnstæða fram.
Einnig sagði Kristján það furð-
ulegt að á meðan aðrir ráðherrar
væru að leita leiða til að leysa
málið, þá kæmi Ragnhildur Helg-
adóttir með einleik í málinu og
hleypti öllu í bál og brand.
„Mér er kunnugt um að málið
var til umræðu á ríkisstjórnar-
fundi í morgun og það eina sem
gæti bjargað einhverju eftir
ósköp dagsins væri að nkisstjórn-
in í heild legði fram einhverjar
skýrar línur til lausnar málinu,"
sagði Kristján Thorlacius.
Utanríkisráðherra
Hæpið að láta íbúana raða
Miklar umrœður um hernaðarratsjárstöðvarnar á Alþingi í gœr
Nýju ratsjárstöðvarnar eru mál
alþjóðar og það er hæpið að
láta það eftir íbúum afmarkaðra
svæða að ráða því hvar þær verða
reistar. Ef um valkosti er að ræða
er þó sjálfsagt að velja stað þar
sem íbúar eru ekki mótfallnir,
sagði Geir Hallgrímsson utan-
ríkisráðherra m.a. í umræðum á
alþingi í gær um þingsályktunar-
tillögu þeirra Steingríms J.
Sigfússonar og Kolbrúnar Jóns-
dóttur um að fallið verði frá
öllum hugmyndum um að reisa
nýjar hernaðarratsjárstöðvar
hérlendis.
Steingrímur fylgdi tillögunni úr
hlaði og sagði m.a. að það sam-
rýmdist ekki almennum friðar-
vilja að heimila aukin hernaðar-
umsvif hérlendis. Ratsjárstöðv-
Póstur og sími
Meðherinn
inni á gafli
Bandaríski herinn hefur um
nokkurt skeið fengið að hafa ýmis
konar fjarskiptabúnað tengdan
tækjum í stöðvum Landsímans á
nokkrum stöðum á landinu.
Steingrímur J. Sigfússon vék
að þessu atriði í umræðum á al-
þingi í gær, en hann hefur lagt
fram fyrirspurn til samgönguráð-
herra um hvort ráðuneyti hans
hafi gefið út heimild til Pósts og
síma til að setja búnað frá banda-
ríska herliðinu í stöðvar Land-
símans. Hvers eðlis þessi búnað-
ur sé og hvaða tilgangi hann
þjóni. -|g.
arnar væru þýðingarmikill áfangi
í vígvæðingu Bandaríkjamanna í
norðurhöfum.
Hann sagði aðdraganda þess-
ara framkvæmda hafa einkennst
af rangfærslum um notagildi
stöðvanna, yfirbreiðslum og
blekkingum og reyndin væri sú
um allar hernaðarframkvæmdir
hérlendis. Þá lýsti hann hlutverki
fýrirhugaðra ratsjárstöðva og
hvernig þær tengjast hernaðar-
neti Bandaríkjanna og NATO í
Evrópu og N-Ameríku.
Kolbrún Jónsdóttir sagðist
vera andsnúin allri uppbyggingu
hernaðar hér og ratsjárstöðvarn-
ar væru hernaðartæki. Við ættum
að taka sjálfstæðar ákvarðanir í
þessum málum en ekki láta segja
okkur fyrir verkum.
Páll Pétursson lýsti andstöðu
sinni við ratsjárstöðvarnar og
sagði að hér væri tvímælalaust um
hernaðarframkvæmdir að ræða
og slíku ætti ekki að nauðga uppá
fólk.
Þá lýsti Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir yfir andstöðu
kvennalistans við ratsjárstöðv-
arnar en þeir Eiður Guðnason,
Húsavíkurmótið
Lein enn efstur
í gæi var tefld 6. umferð á al-
þjóða skákmótinu á Húsavík.
Staðan eftir hana er þannig að
Lein er áfram efstur með 5 vinn-
inga, en Jón L. Árnason hefur
skotist upp í 2. sætið með 4 vinn-
inga.
13.-5. sæti koma svo Helgi Ól-
afsson, en hann átti ólokið bið-
skák við Guðmund Sigurjónsson
þegar síðast fréttist, Lombardy
og Zuckermann með 3.5 vinn-
inga hver.
Björn Dagbjartsson, Magnús
Reynir Guðmundsson og Karl
Steinar Guðnason lofuðu fyrir-
hugaðar framkvæmdir og sagði sá
síðastnefndi m.a. að hér væri um
smámál að ræða. -Ig-
Hemadarframkvœmdir
Orrustu-
vélum
fjölgað
Hefur koma nýrra orrustuílug-
véla til Keflavíkurflugvallar og
jafnframt fjölgun þeirra úr 12
véium í 18 verið samþykkt í ríkis-
stjórninni? er ein fyrirspurna sem
Steingrímur J. Sigfússon hefur
beint til utanríkisráðherra og
lögð var fram á alþingi í gær.
Steingrímur spyr Geir Hall-
grímsson einnig hvort ríkisstjórn-
in hafi gefið heimild til að reisa
fleiri sprengjuheld flugskýli á
Keflavíkurflugvelli til viðbótar
' þeim 9 sem þar eru í byggingu og
hvenær gefin var heimild til að
byggja. Hvort stjórnvöld hafi
gefið heimild til að byggðir verði
2. og/eða 3. áfangi olíubirgða-
stöðvar í Helguvík. -Ig.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður
haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík,
á morgun laugardaginn 23. mars 1985 og hefst
kl. 13.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð
fram tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins
verða afhentir í aðalbankanum, Bankastræti 7,
í dag svo og á fundarstað.
Bankaráð Samvinnubanka íslands hf