Þjóðviljinn - 22.03.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.03.1985, Blaðsíða 5
Það skiptir mestu máli nú að þjóðin geri sér grein fyrir því að tvær meginandstæður tak- ast á í íslenskum stjórnmálum. Það er annars vegar launa- menn, yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, og hins vegar - lítill minni hluti - klíka fjár- magnseigenda sem nú ræður landinu. Þessi andstæðu öfl eiga sér skipulag í verkalýðs- samtökunum á einn bóginn og Verslunarráðinu og Vinnu- veitendasambandinu á annan. í stjórnmálum birtast þessar andstæður í Alþýðubandalag- inu annars vegar og Sjálfstæð- isflokknum hins vegar. Þetta eru stéttaandstæðurnar í ís- lenska þjóðfélaginu. Yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar, launamenn, eiga ekkert að selja nema vinnuafl sitt. Þessi meirihluti á því samleið. Alþýðu- bandalagið á erindi við þennan meirihluta. Þetta erindi höfum við nú flutt á um 30 fundum frá áramótum auk vinnustaðafunda í flestum kjördæmum landsins og Miðjumoð myndar ekki mótvægi við hægri stefnuna Nú erað rekaflóttann, sem Steingrímur Hermannsson tilkynnti í vikunni Eftir Svavar Gestsson, formann Alþýðubandalagsins fengið sterkar undirtektir. Minnihlutinn, fjármagnsklíkan, ræður ríkisstjórn landsins um þessar mundir. Þessi minnihiuti hefur nú reynt að stjórna landinu í tvö ár gegn meirihlutanum. Nið- urstaðan er sú að hvarvetna blasa við sjúkdómseinkenni í íslensku þjóðlífi. Niðurstaðan er sú að í lýðræðisríki er ekki hægt að stjórna meirihlutanum gegn hagsmunum hans. Ríkisstjómin reynir að kenna fyrri ríkisstjómum um vandann. Það er augljós fjarstæða: Ríkis- stjórnin hefur gert allt sem hún hefur viljað og hefur haft öll tæki- færi til þess að koma stefnu sinni í framkvæmd lið fyrir lið. Niður- staðan er stórfelld stéttaátök. Upplausn Mótmæli Dagsbrúnar fyrir réttu ári vom fyrstu öflugu við- brögðin gegn stefnu ríkisstjórn- arinnar af hálfu verkalýðshreyf- ingarinnar. Verkfall Bandalags starfs- manna ríkis og bæja sýndi að launafólk er tilbúið til að berjast og leggja á sig fómfreka baráttu fyrir stefnumálum sínum. Sjómannaverkfallið á háver- tíðinni var tímamótaviðburður. Kennaradeilan er angi á sama meiði. Fyrir nokkru birti Morgun- blaðið skoðanakönnun Hag- vangs um stærsta efnahagsvanda- málið á íslandi. Þar svöruðu flest- ir til um verðbólgu og erlendar skuldir. Hvorttveggja er stórfellt vandamál. En alvarlegasta efna- hagsvandamálið á íslandi er ríkis- stjórnin sjálf og stefna hennar. Þetta vandamál kemur fyrst og fremst fram í vaxtaokrinu sem sligar húsbyggjendur, leggur landbúnaðinn í rúst og sendir tog- arana á nauðungaruppboð.Vaxta- okrið er til orðið vegna þess að lögmál fjármagnsins ráða og þau Framhald ábls. 6 Föstudagur 22. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.