Þjóðviljinn - 22.03.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.03.1985, Blaðsíða 8
GLCTAN fjölbrautaskóla Suðurnesja í haust. Dansinn sem ég dansaði í keppnjnni samdi ég sjálf og æfði sjálf en hafði aðstöðu í félags- heimilinu. Dansinn er nafnlaus en lagið sem ég dansaði eftii heitir „Tour de France". Þetta ei diskódans og meira svona dill en t.d. jassballett. £g sýndi dansinn í leikhléi á leik Njarðvíkur og Hauka fyrr i vikunni og svo hef ég verið beðin að sýna á árshátíð skólans en ann- ars er framtíðin óráðin sagði Bryndís íslandsmeistari sem í sumar heldur í sólina á Ródos. Allar með dansbakteríu Sigurvegarar í hópdansi voru að æfa af fullum krafti þegar Glætan náði tali af þeim í Tónabæ á dögunum. Stúlkurnar 5 sem hópinn skipa eru Eydís Eyjóiís- dóttir, 16 ára nemi í fjölbrauta- skólanum í Ármúla. Guðrún E Pórhannesdóttir, 15 ára nemi í Langholtsskóla. Jóhanna Birnir 15 ára nemi í Áltamýrarskóla. Ólafía Einarsdóttir, 14 ára í Hlíðaskóla, Katrín Ólafsdóttir 15 S 8ÍDA - MÓDVHJMN FoaKida^ur 22. mvi 1M5 Nú er 4. fslandsmeistara- keppnin í frístældönsum um garð gengin. Segja kunnugir að undir- búningur, aðsókn og þátttaka hafi aldrei verið betri og hafi þetta allt endurspeglast í gæði dansanna. Alls kepptu tæplega 200 unglingar víðs vegar af landinu um íslandsmeistaratitil- inn og ekki skorti áhorfendur. Úrslit keppninnar urðu þau að: Sigurvegari í einstaklingsdansi var Bryndis Einarsdóttir, 2. varð Sigurður Kjartansson og 3. sætið hreppti Ágústa Björnsdóttir. Hópdansinn vann Cameo, en hópinn skipa Eydís Eyjólfsdóttir, Guðrún E Þórhannesdóttir, Jó- hanna Birnir, Ólafía Einarsdóttir og Katrín Ólafsdóttir. í öðru sæti varð Flash - Bryndís Jónsdóttir, Brynja Ástráðsdóttir, Guðrún Benediktsdóttir, Ólöf Óladóttir, og í 3. sæti Tour de France - Dýr- leif Örlygsdóttir, Eva Ström, Guðrún Kaldal, Unnur María. Verðlaun Bryndísar var sólar- landaferð til eyjarinnar Ródos í gríska Eyjahafinu. En Eydís, Guðrún, Jóhanna, Ólafía og Katrín hlutu að launum 15.000 kr fataúttekt frá tískuversluninni Goldie. Langar út í dansnám Bryndís Einarsdóttir, íslands- meistari unglinga 1985 er 15 ára gömul Njarvíkurmær. Þar eð Glætanerekkimeðneinn frétta- ritara íNjarvík varð hún að láta sér nægja að slá á þráðinn til Bryndísar. Hún var létt í lund sem vonlagt er og sagðist alltaf hafa haft áhuga á dansi. -Ég byrjaði í dansi hjá Heiðari Ástvaldssyni en er núna í jass- ballett hjá Birnu Magnúsdóttur í Njarðvík. Já, ég haf haft áhuga á dansi alveg frá því að ég var lítil. Og gæti alveg hugsað mér að gera dansinn að atvinnu. Mig langar líka að fara út og læra, annað- hvort til Danmerkur eða Banda- ríkjanna, ég hef heyrt að þar séu góðir skólar. En það verður ekki í bráð, fyrst verð ég að klára skólann. Ég er í 9. bekk og ætla í ára nemi í Hlíðaskóla. Þær eru í óða önn að æfa nýja dansa undir stjórn Kolbrúnar Aðalsteinsdótt- ur hjá Dansnýjung. Eydís, Guð- rún og Katrín voru í hópnum „Mistake" sem þó virðist ekki hafa verið mikil mistök því þær ásamt ungum pilti Hauki að nafni unnu íslandsmeitarakeppnina í fyrra. Við semjum dansana sjálfar en Kolla samæfir okkur. Við höfum flestar verið í dansi eða ballett frá því við munum eftir okkur og áhuginn aldrei verið meiriDans- inn sem við dönsuðum núna heitir Cameo sem er nafn á frum- skógardansi og hópurinn dregur nafn sitt af honum. Frístældans er eiginlega sam- bland af jassballett, diskódansi, sóul, fönki og fleira. Diskódans er hins vegar einfaldari, meir að dilla sér. Við erum byrjaðar að æfa nýtt prógram og það er meiningin að hafa alltaf 4 til 5 dansa á pró- gramminu. Hópurinn breytir um nafn með nýjum dönsum. Það var tildæmis alveg ómögulegt að heita Mistök, þá var alltaf eitthvað að bila. Það er alveg óráðið hvar við sýnum en það verður örugglega farið út í það. Við förum þó ekki út á land meðan við erum í skól- anum. Framtíðin? Ja, það fer allt eftir því hvernig gengur hvort maður leggur þetta fyrir sig en við erum með dansbakteríuna sem er bráðsmitandi, segja þær stöllur brosandi og Kolbrún bætir við: - Þær hata tvimælalaust sýnt að þær hafa hæfileika. Þær eru allar mjög efnilegar og hafa framtíðina fyrir sér. Dansnýjung Dansskólinn Dansnýjung er dansskóli Kolbrúnar Aðal- steinsdóttur. Og er þetta 2. vetur- inn sem hann starfar. Kolbrún sagði að aðsókn í skólanum væri meiri en hún gæti annað. - Dansáhugi íslendinga er mik- ill, og sem dæmi má nefna að í einum hópnum eru nær eingöngu strákar 18 til 20 ára. Cameo hóp- urinn er hluti af sýningarhóp skólans. í sýningarhópinn er val- ið eftir því hvað dansarinn er til- búin til að leggja mikið á sig því dansinn krefst vinnu. Ég kenni enga samkvæmisdansa heldur eingöngu frístældans eða réttara sagt nýja dansa, þaðan er nafnið Dansnýjung komið. Þetta er eini dansskólinn sem kennir nútíma- dansa eingöngu og því mikilvægt að fylgjast með því sem er að ger- ast út í hinum stóra heimi. Núna er ég að þjálfa Katrínu og Eydísi og þær byrja að kenna hjá mér næsta haust. Ungar? Nei, þær eru 15 og 16 ára og sjálf byrjaði ég að kenna dans 15 ára, segir Kolbrún og snýr sér að því að æfa þessa efnilegu dansara. -aró íslandsmeistarar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.