Þjóðviljinn - 22.03.1985, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.03.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI Forsendur samninga brostnar Þegar átök standa um laun á vinnumarkaði sameinast ríkisvald og atvinnurekendur um þá kröfu, að viðsemjendur þeirra séu það sem kall- að er „ábyrgir”. Ábúðarmiklir ráðherrar og fjöl- miðlar þeirra leggja málin þannig upp að þeir sem semji um lág laun séu „ábyrgir”, en kröfur um miklar kauphækkanir eru að sama skapi „óábyrgar”. Síðan fá úrtölumenn og þeir sem semja um lágu launin fyrir hönd launafólks góð- látlegt klapp á kollinn í Morgunblaðinu og af hálfu ráðherranna ef væntingar þeirra ganga upp. Á hina setur Mogginn bæði horn og hala. Þegar gengið er til samninga undir þessum formerkjum reyna ráðherrarnir og fjölmiðlar þeirra að réttlæta lágu launin með því sem kall- að er „fagleg rök”. Þá er vísað til ýmiss konar talna sem eiga að sýna að þjóðarbúið þoli ekki nema svo og svo miklar kauphækkanir, að svig- rúmið sé takmarkað o.s.frv. Meðal þeirra aðila, sem sjá um að koma tölum um takmarkað olnbogarými til kauphækkana á framfæri, er Þjóðhagsstofnun. í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur sú stofnun svikalaust framleitt slíkt fóður fyrir ráðamenn þjóðarinnar, sem hafa óspart notfært sér tölurn- ar. Jarðvegurinn fyrirsamninga um lág laun á sl. ári var plægður með allra handa áróðri ríkis- stjórnarinnar á fyrsta stjórnarári hennar, 1983. í Þjóðhagsáætlun haustið 1983 er spáð að á ár- inu 1984 dragist þjóðarframleiðsla saman um 2.4% og þjóðartekjur um svipað. í janúarmán- uði 1984 skömmu fyrir samninga á almennum vinnumarkaði spáir Þjóðhagsstofnun í ágripij sínu samdrætti í þjóðarframleiðslu uppá hvorki meira né minna en 4.4% og samdrætti þjóðar- tekna um 3.7%. Ríkisstjórnin og Vinnuveitendasambandið með dyggri aðstoð Morgunblaðsins og fylgimiðla notaði þessar tölur í áróðri sínum fyrir lágum launum. Það er heldur ekkert launungarmál að í febrúarsamn- ingunum í fyrra var samið um sama kaupmátt og var í upphafi síðasta ársfjórðungs 1983, sem var þá um 74 miðað við 100 árið 1980. Ef gert er ráð fyrir því, að forsendur kjara- samninga á almennum vinnumarkaði séu m.a. þjóðartekjur og þjóðarframleiðsla, þá hlýtur hver maður að viðurkenna, að eftir síðustu upp- lýsingar frá Þjóðhagsstofnun séu forsendur allra þeirra samninga sem gerðir voru í fyrra brostnar. í Ijós hefur nefnilega komið að þjóðarfram- leiðsla dróst ekki saman um 4.4% á árinu 1984 einsog spáð var í upphafi árs 1984, heldur jókst þjóðarframleiðsla um 2.5%. Og þjóðartekjur drógust ekki saman um 3.7% einsog spáð var, heldur jukust þær um 2.8%. Þetta þýðir að olnbogarými til kauphækkana var mun meira þegar á árinu 1984, heldur en ríkis- stjórn og atvinnurekendur vildu vera láta. Og hvað má þá ekki segja um svigrúmið til kauphækkana í dag? ( hinni nýju fréttatilkynningu Þjóðhagsstofn- unar kemur fram að á sl. ári jókst útflutnings- framleiðslan um tæplega 12% að raunverulegu verðgildi. Sl. ár var því með þeim allra gjöfulustu í íslandssögunni. Svigrúmið til kauphækkana hefur sjaldan verið meira, en samt var kaup- máttarskerðingunni fram haldið. Þjóðhagsstofnun spáir nú loks áfram vaxandi þjóðartekjum og að þjóðarframleiðslan vaxi um 1 %, sem er ekki svo lítið þegar bölsýnisstofnun einsog Þjóðhagsstofnun á í hlut. Hinar nýju gleðitölur frá Þjóðhagsstofnun, væntingar fiskifræðinga um meira sjávarfang með hlýnandi sjó.fallandi gengi ríkisstjórnarinnar í skoðanakönnunum;allt gefur þetta tilefni til vaxandi bjartsýni hjá íslenskri launaþjóð. Allar hrakspár og úrtölur ríkisstjórnarinnar reyndust rangar. Það þarf að koma ríkiSstjórn svartsýninnar burt og setja markið með mikilli bjartsýni á að launafólk endurheimti launin sín. Forsendur núgildandi kjarasamninga eru allar brostnar. Það er svigrúm til mikilla kauphækk- ana á þessu ári. KUPPT OG SKORIÐ Utvarpslaga- meinloka Friðrik Sophusson tekur til máls um útvarpslagafrumvarp í grein í DV í gær. Hann er, eins og menn vita, mikill talsmaður auglýsingasjónvarps. Þegar hann hleypur eina ferð yfir afstöðu þingflokka til málsins kemur hann við hjá Allaböllum með þessum hætti hér: „Auðvitað er Alþýðubandalag- ið á móti auglýsingum. Fjölmiðl- un er hvorkifróðleikur né afþrey- ing í hugum Alþýðubandalags- manna. Fjölmiðlun er eingöngu áróður eins og afkvæmi slíkrar hugsunar, Þjóðviljinn, sannar“. Látum þetta Þjóðviljaskot vera - enginn er dómari í eigin sök. En hitt er víst að setningin er einhver undarlegasta meinloka sem sést hefur í útvarpsumræð- unni, og hafa þó margir sótraftar verið á þann sjó dregnir. Friðrik segir, að Abl. sé auðvitað á móti auglýsingum og framhaldið er, að það líti ekki á fjölmiðlun sem fróðleik eða skemmtun. Samkvæmt þessu er eðlilegt að álykta, að Friðrik telji, að einmitt í auglýsingum sé hin besta afþreying og hin sanni fróðleikur fólginn. Hann segir svo, að Allaballar líti á fjölmiðl- un sem áróður. Það var og. Spyrja mætti í staðinn: er nokkur áróður til ómengaðri en sá áróður fyrir kóki, kexi, tannburstum, bflum og öðrum varningi sem rekinn er í auglýsingum? Eitt rekur sig á annars horn.... Glistrup píslarvottur Þess eru mörg dæmi heima og erlendis, að þegar menn eru helst til fátækir að málefnum, þá reyna þeir að hamast á einhverjum utanaðkomandi óvini. Til dæmis virðist það einna mest tíska nú um stundir hér heima að sýna sem mestan gikkshátt Norður- landabúum. Spánnýtt dæmi um þessa að- ferð til að vekja á sér athygli kem- ur frá Danmörku. Þar var látinn laus úr tugthúsi eftir að hafa af- plánað helming dóms fyrir skatt- svik Mogens Glistrup, formaður Framfaraflokksins svonefnda. Glistrup er, eins og menn vita, frægur fyrir að hafa stundað skattsvik og stært sig af, síðan byggði hann upp allmikinn flokk gegn skattheimtu yfirleitt og tryggði honum verulegt fylgi, meðal annars með ýmsum „veí heppnuðum" trúðlátum. En smám saman urðu Danir leiðir á öllu saman, og Framfaraflokkur- inn, sem um skeið var víst annar stærsti flokkur landsins, hefur hangið á horriminni að undan- förnu. Glistrup lét það verða sitt fyrsta verk þegar hann kom úr fangelsi að hamast sem mest hann mátti í samtölum við fjöl- miðla á flóttamönnum frá fran sem hafa leitað til Danmerkur að undanförnu. Einhverjir menn rifjuðu það þá upp, að til er í dönskum hegningarlögum ákvæði um að það sé refsivert að blása til kynþáttahaturs í landinu. Og nú er búið að kæra Glistrup fyrir ummælin. Danska blaðið Information fjallar um þetta mál í leiðara og þykir miður að Glistrup hafi ver- ið stefnt. Glistrup hefur nefnilega játað fyrir sama blaði að hann hafi vitað ofurvel hvað hann var að gera þegar hann heimtaði í fjölmiðlum að flóttamenn séu reknir heim. Og að hann viti vel að hann sé að brjóta lög. Blaðið segir þá: þetta var það sem mað- urinn vildi, hann þarf að vekja athygli á sér og flokki sínum, helst að verða sér úti um smápísl- arvætti sem verndari „hreinnar" Danmerkur. Hann veit að t.d. í Frakklandi er hægt að fá drjúgan slatta af atkvæðum með því að hamast gegn erlendu láglauna- fólki sem hefur leitað til Frakk- lands og hann ætlar að róa á svip- uð mið. Mogens Glistrup er semsagt kominn í blöðin aftur.Eins gott kannski fyrir íslendinga að hér eru flóttamannavandamál ekki af þeirri stærð, að þau dugi and- legum ættingjum hans hérlendis í þeirra pólitíska framabraski. Besti vinur mannsins Heim snúum við aftur og flett- um upp í Víkurblaðinu á Húsavík sem er flestum bæjarblöðum fjör- legra. Þar er að finna skemmti- lega frétt sem mætti hér fjúka með svo sem framlag til hund- aumræðunnar og ber hún fyrir- sögnina „Hundur gerðarþola beit fulltrúa sýslumanns": „Sá fáheyrði atburður átti sér stað þegar fulltrúi sýslumanns Þingeyinga, ásamt lögfræðingi, voru á ferð á Svalbarðsströnd um daginn, til þess að gera fjárnám, að hundur gerðarþola beit full- trúa sýslumanns! Bit þetta var miður gott og eins og tíðkast um hundsbit þá fór sá sem bitinn var strax til læknis til þess að láta gera að sárum sínum, sem reyndust sem betur fór ekki alvarleg. Oft hefur verið talað um besta vin mannsins, hundinn, og fá- dæma tryggð hans við húsbændur sína og eru margar sögur til sem sanna þetta. Þessi hugðnæmi at- burður er enn ein sönnun fyrir því að hundurinn er besti vinur mannsins, jafnvel betri en eigin- konan, því hver hefur heyrt um konu sem reynt hefur að varna fjárnámi hjá eiginmanni með því einfaldlega að bíta útsendara lög- regluyfirvalda! Vonandi verður þessi atburður þó ekki til þess að þeir fjölmörgu sem um þessar mundir eru skuldum vafnir, eyði síðustu krónunum í kaup á hundum sem hafa sérstaklegt antipat á rukkur- um og fulltrúum sýslumanna!“ DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviíjans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rlt8tjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karisson. Utllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbrelðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýslngastjóri: Ragnheiður öladóttir. Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Asdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baidur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjórl: ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Askriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN, Föstudagur 22. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.