Þjóðviljinn - 22.03.1985, Page 7
& Oates
tónlistin sem við lékum á þessum
tíma gerði okkur kleift að fara
yfir landamæri milli hvítra og
svartra og við teljum okkur hafa
átt þátt í því að svartir tónlistar-
menn hlutu viðurkenningu í
hvítum útvarpstöðvum“. „Við
vorum brautryðjendur á þessum
Myrku Tímum þegar það var
bannað að fara yfir landamæri
hvítra og svartra. En við fórum
samt yfir. Og ruddum meðal ann-
ars Michael Jackson leið til
frama. Við stuðluðum líka að því
að svartir tónlistarmenn hlutu
viðurkenningu hvítra tónlistar-
manna og öfugt, segir Hall.
Hvað sem því líður þá eru
áhorfendur á tónleikum Hall og
Oates bæði svartir og hvítir, ungir
og aldnir. Þeir félagar eru
ánægðir með áhorfendaskarann
en... „Ég hata þá aðdáendur sem
vilja eiga mann eins og litla
dúkku, segir Oates. „Þannig eru
margar 12-ára stelpur. Þú lítur út
á vissan hátt á plötuumslagi og á
því næsta ertu kannski búinn að
skipta um jakka og þá segja þær:
„Þú sveikst mig, af hverju
breyttistu,,,, Þeir aðdáendur sem
langar til að taka Hall og Oates
með sér heim sem leikfang eða
lífsförunaut geta gleymt og grafið
„Frægðin,“segir Daryl Hall
„kemur að góðum notum í um-
ferðinni. Ef löggan stoppar þig og
þú réttir henni ökuskírteinið, þá
er viðkvæðið: Ó, jæja strákar,
allt í lagi, sjáumst síðar. Þá er
gaman að vera rokkstjarna“.
Söngdúettinn Hall og Oates
hefur selt fleiri plötur en nokkur
annar dúett, þar með taldir
Símon og Garfunkel og Everly
Brothers. Hall og Oates eiga að
baki sér 4 platínuplötur, 8 gull-
plötur, og 5 af litlu plötunum
þeirra hafa náð efsta sæti vin-
sældalista. Þó að þeir sjálfir gefi
h'tið út á frægð sína þá er líf þess-
ara 35-ára gömlu söngvara óra-
leið frá hversdagslegu
brauðstriti, rafmagnsreikningum
og rykkornum og lágstéttarupp-
runi þeirra hvergi sýnilegur
lengur.
Móðir Halls, sem var tónlist-
arkennari leiðbeindi honum
fyrstu sporin á tónlistarbrautinni.
Hún þröngvaði honum til að læra
á píanó og syngja. „En ég lærði
meira af Smokey Robinson"
segir Hall og brosir. Hann er
samt þakklátur foreldrum sínum
stuðning þeirra við tónlistar-
metnað hans. „Ég var aldrei
spurður hvenær ég ætlaði að fá
mér almennilega vinnu, bætir
hann við. John Oates hefur sömu
sögu að segja, foreldrar hans
studdu hann líka. „Það var ann-
aðhvort þetta eða vinna í gúm-
mífabrikku Firestone" segir Oat-
es. Tónlistarferil sinn byrjuðu
þeir með því að leika í ýmsum
hljómsveitum svo sem eins og
„The Avalons", „The Tempton-
es“ og „The Masters“. Þeir voru í
glansandi silki-jökkum og spil-
uðu í litlum næturklúbbum í
þær hugleiðingar. Oates er giftur
Nancy Hunter sem er sýningar-
stúlka og Hall hefur síðustu 10 ár
búið með Söru Allen, lagasmið.
Þegar viðtalið við Hall og Oat-
es var tekið voru þeir að taka upp
myndband við lagið „Method of
modern love“ í gömlu og niður-
m'ddu fyrrverandi leikhúsi. Hall
var þreytulegur og sagði að svona
upptökur væru ekki sérlega
skemmtilegar en ef árangurinn
væri góður væru þeir ánægðir.
„Flestir tónlistarmenn eru ekki
leikarar og vilja ekki vera það.
En því miður neyðumst við til að
gera svona annars flokks hluti
bætir hann við. Hvorugur þeirra
hefur nokkurn áhuga á að verða
kvikmyndastjarna né heldur hafa
þeir áhuga á að verða rokkstjörn-
ur. „Að vera stórstjarna, að selja
fullt af plötum það er bara titt-
lingaskítur,“ segir Oates með
fyrirlitningu. Þeir eru heimakærir
menn á fertugsaldri og sinna
áhugamálum sínum eins og kapp-
akstri, tennis, sundi og skíðum,
áhugamálum sem losa þá við
streitu og lyfta af þeim hvunn-
dagsáhyggjum tónlistarbransans.
Þeir eru áhugamenn um heilsu-
rækt og líka miklir lestrarhestar.
Hall er að lesa sögu Hinna Myrku
Miðalda og Oates er að lesa ævi-
sögu Litla Richards. Þeir segja
einum rómi að það sé markmið
þeirra að forðast glys og glaum
frægðarinnar. „Við erum lítið
hrifnir af viðtölum og við forð-
umst staði sem frægt fólk sækir.
Það er fullt starf að halda sér í
sviðsljósinu. Sumir eyða í það
tíma sínum, en við, við erum að
vinna“ segja Hall og Oates og
halda áfram vinnu sinni.
Þýtt og endursagt
aró
Hall
skuggahverfum. Á þessum árum
fengu svartar hljómsveitir bara
að spila á vissum stöðum en Hall
og Oates létu kynþáttafordóma
ekki aftra sér frá því að blanda
geði við félaga svartra hljóm-
sveita. Þannig kynntust þeir og
eignuðust vini í hljómsveitum
eins og til dæmis „The Temptati-
ons“. Þess á milli sóttu þeir tíma í
Temple-háskóla (en guð má vita
hvað þeir lærðu).
„Fólk hélt að við værum svert-
ingjar, segir Oates. „Fyrstu litlu
plötumar sem við tókum upp
voru líka bara spilaðar í „svört-
um“ útvarpsstöðvum. Soul-
Færð þú
vinnu að
loknu námi?
Talið er að á næstu 15 árum,
eða fram til aldamóta, þurfi að
skapa atvinnutækifæri fyrir um
30.000 manns. Hvar eru þessi at-
vinnutækifæri? Er ungt fólk á
réttri braut í undirbúningi fyrir
framtíðina?
JC Reykjavík gengst fyrir
fundi þar sem fjallað verður um
atvinnumöguleika ungs fólks í
náinni framtíð og leitað svara við
ofangreindum spurningum.
Fundurinn verður haldinn í
Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi laugardag, 23. mars og
hefst kl. 13. Hann er einkum ætl-
aður ungu fólki á framhalds-
skólastigi, svo og öllum þeim sem
áhuga hafa á málefninu. Að-
gangur er ókeypis.
Fyrirkomulag fundarins verð-
ur þannig að fyrst verða flutt stutt
framsöguerindi. Þeir sem tala
eru:
Ingjaldur Hannibalsson talar
um nýja möguleika í atvinnulífi á
næstu árum.
Þráinn Þorvaldsson um iðnað og
útflutning;
Sigurður Guðmundsson um
stofnun smáfyrirtækja;
Gerður Pálmadóttir um Reynslu
af fyrirtækjarekstri;
Páll Jensson um hugbúnaðar-
iðnað;
Guðmundur Einarsson um líf-
tækniiðnað;
Birgir Ómarsson 18 ára atvinnu-
laus um möguleikar ungs fólks.
Að loknum framsöguerindun-
um verða almennar umræður.
Ritgerðarkeppni
um skaðsemi vímuefna
I tilefni af alþjóðlegu ári
æskunnar 1985 hefur Stórstúka
íslands og Átak gegn áfengi
ákveðið að efna til ritgerða-
keppni meðal 14-16 ára unglinga
um skaðsemi vímuefna.
Skilafrestur er til 31. desember
1985. Ætlunin er að gefa bestu
ritgerðirnar út í bókarformi, auk
þess verða veitt bókaverðlaun.
Þá gengst Stórstúkan fyrir sam-
keppni um bestu unglingaskáld-
söguna. Skilafrestur handrits er
til 31. desember 1985. Handrit
skal merkt dulnefni. Þriggja
manna nefnd mun dæma um
handritin. Verðlaun verða 100
þúsund kr. að viðbættum venju-
legum ritlaunum.
- MJÓLK ER GÓÐ