Þjóðviljinn - 22.03.1985, Qupperneq 15
ÍÞRÓTTIR
„ Vona að Olafur sé að gera mistök í þessu máli“
segir Alfreð Þorsteinsson formaður lyfjaeftirlitsnefndar
„Enginn íslenskur íþróttamaður neytir olöglegra lyfja“
segir Ólafur Sigurgeirsson formaður kraftlyftingasambandsins
Ólafur og Alfreð teknir á beinið í helgarblaði Þjóðviljans
Hafnarfjarðarhasar
Var búið?
Njarðvík og Haukar leika íþriðja sinn á
morgun eftir 76-75 sigur Njarðvíkur
eftir framlengingu. Sigurkarfan um-
deild. Dómarahneyksli, segir Einar
Bollason. Ótrúleg spenna.
Njarðvíkingar tryggðu sér
aukaleik, þ.e. hreinan úrslitaleik
um Islandsmeistaratitilinn í
körfuknattleik, með því að leggja
Hauka að velli í Hafnarfirði í
gærkvöldi. Að loknum venju-
legum leiktíma var staðan jöfn
68:68 og íþróttahúsið nötraði
undan hvatningarópum stuðn-
ingsmanna liðanna sem troðfylltu
húsið. Haukar höfðu forystuna
mest alla framlenginguna, en
Njarðvíkingar sóttu á og um leið
og bjallan gall skaut Valur Ingi-
Helgar-
sportið
Handbolti
Víkingur-Barcelona í undan-
úrslitum Evrópukeppni bikarhafa
í Laugardalshöllinni kl. 20.30 á
sunnudagskvöldið er að sjálf-
sögðu viðburður númer eitt um
helgina. Annars hefst úrslita-
keppni íslandsmótsins í neðri
hluta 1. deildar, 2. deild og 3.
deild um helgina í kvöld kl. 20.
Neðri hluti 1. deildar í Digranesi,
efri hluti 2. deildar á Akureyri,
neðri hluti 2. deildar í Seljaskóla
og 3. deild á Akranesi. Leikið
verður áfram á morgun og á
sunnudag.
Körfubolti
Úrslitaleikir í yngri flokkunum
fara víða fram um helgina, í
Keflavík, Njarðvík, Kópavogi,
Hafnarfirði og Reykjavík. Tvö ef-
stu lið 1. deildar karla, ÍBK og
Fram, leika í Keflavík kl. 20 í
kvöld og á mánudagskvöldið
verða þau bæði í eldlínunni í
undanúrslitum bikarkeppninnar.
Pá leika KR og ÍBK í Hagaskóla
kl. 20 og Haukar-Fram í Hafnar-
firði kl. 20.30.
Frjálsar íþróttir
Innanhússmót öldunga verður
haldið í Baldurshaga og íþrótta-
húsi KR um helgina. Mótið hefst
kl. 14 á morgun, laugardag, í
Baldurshaga og heldur áfram kl.
14 á sunnudag í KR-húsinu.
Sund
íslandsmótið í sundi fatlaðra
hefst í kvöld í Sundhöll Reykja-
víkur og verður það sett kl. 19.
Keppni heldur síðan áfram kl. 17
á morgun, laugardag, en lokahóf
mótsins fer fram í Fáksheimilinu
kl. 21 á laugardagskvöldið.
Skíði
Þingvallagangan, frá Hvera-
dölum að Þingvöllum, fer fram á
morgun, laugardag, og verður
lagt af stað kl. 12 á hádegi.
Bikarmót í alpagreinum full-
orðinna fer fram í Bláfjöllum um
helgina, bikarmót í alpagreinufii
unglinga 15-16 ára á Dalvík og
bikarmót í stökki fullorðinna í Ól-
afsfirði.
mundarson. Boltinn dansaði
nokkra stund á körfuhringnum
og fór síðan ofaní og Njarðvíking-
ar höfðu sigrað með 1 stigs mun,
75:76.
En var tíminn búinn? Um það
deildu menn hart eftir leikinn.
Ekki skal lagður dómur hér á það
hvort klukkan hafi verið komin á
0 þegar Valur skaut, en aftur á
móti hafði gleymst að setja
klukkuna af stað eftir að Valur
tók vítaskot og 1 mín. 39 sek.
voru eftir. Við það bættust lík-
lega nokkrar sekúndur við
leikinn.
Andrúmsloftið var þrúgað
spennu í upphafi leiks. Það voru
leikmenn líka og kom það niður á
leik þeirra. Haukar hefðu staðið
uppi sem íslandsmeistarar ef þeir
hefðu unnið og Njarðvíkingar
þurftu að vinna til þess að tryggja
sér hreinan úrslitaleik. Fyrri hálf-
leikurinn var hnífjafn allan tím-
ann, en Haukar þó oftar yfir og í
hálfleik var staðan 29:27 fyrir þá.
ívar Webster hafði tekið 11
fráköst í fyrri hálfleik, en fékk
síðan aðra og þriðju villu á síð-
ustu 2 mínútunum og hóf seinni
hálfleikinn eins. Þ.e. með 2 vill-
um á fyrstu 2 mínútunum og þurf-
ti að yfirgefa völlinn með 5 villur.
Áður höfðu Haukar misst Svein
Sigurbergsson útaf vegna
meiðsla. Haukar létu þetta ekk-
ert á sig fá og leikurinn hélst j afn.
Njarðvíkingar náðu þó 5 stiga
forustu 44:49 þegar 7 mín. voru
liðnar, en Haukar jöfnuðu strax
og komust yfir 50:49.
Leikurinn var jafn það sem
eftir var. Árni Lárusson Njarð-
víkingur fór útaf með 5 villur þeg-
ar 2 mín. voru eftir og Haukar
misstu Kristin Kristinsson. Hálf-
dán Markússon kom Haukum
yfir 68:66 þegar 1 mín. var eftir.
Valur brenndi af víti en jafnaði
síðan og 24 sek. eftir. Hálfdán
braust í gegn og fékk vítaskot
þegar 3 sek. voru eftir. Hann
fékk eitt skot, en hitti ekki. Jafnt
68:68 og því framlengt.
Teitur Orlygsson kom sunnan-
mönnum yfir en Pálmar Sigurðs-
son jafnar. Reynir Kristjánsson
kom síðan Haukum yfir með 2
vítaskotum og góðri körfu. Stað-
an 74:70 og rúmar 3 mín. eftir.
Njarðvík missti ísak Tómasson
útaf, Jónas Jóhannesson
minnkaði muninn með einu víta-
skoti. Henning Henningsson jók
muninn aftur með því að hitta úr
einu vítaskoti. Þá klikkaði Valur,
en Teitur hinn ungi stóð og hittu
úr tveim vítaskotum, og staðan
75:73. Haukar misstu boltann og
náðu honum aftur en þá læddi
Jónas sér inn í sendingu og brun-
aði upp. Pálmar braut á honum
og fékk sína 5. villu. Jónas hitti
ekki úr vítaskotunum. Það kom
ekki að sök því að Hálfdán braut
af sér á leið í sóknina og fór útaf.
Teitur örlygsson í harðri baráttu við varnarmenn Hauka í gærkvöldi. Á innfelldu myndinni segir Einar Bollason þjálfari
Hauka Sigurði Val dómara og starfsmönnum öðrum til syndanna. Á milli þeirra sést Rob lliffe, enski dómarinn. Myndir:
EÓI.
46 sek. eftir, staðan 75:73 og
Haukar búnir að missa 5 menn
útaf. Valur skorar úr vítaskoti og
Haukar héldu boltanum þar til 30
sek. sóknartíminn var liðinn og
reyndu skot en hittu ekki. Njarð-
víicingar náðu frákastinu þegar 3
sek. voru eftir, gáfu langa send-
ingu fram á Teit sem blakaði bolt-
anum á Val sem skaut með áð-
urnefndum árangri þannig að
Njarðvíkingar stóðu uppi sem
sigurvegarar og fögnuðu mikið,
því þeir fá aukaleik í Njarðvík
kl. 16:00 á laugardag.
Leikurinn var ekki góður, en
allan leiktímann við blossamark-
ið í spennu. Ólafur Rafnsson var
besti maður Hauka í þessum leik,
en allir börðust þeir vel og stóðu
sig vel í heild.
Njarðvíkingar voru ekki síður
.undir mikilli pressu og voru þar
Gunnar Þorvarðar og Jónas, sem
tók 8 fráköst í s.h. bestir ásamt
Val eftir að hann fann leiðina í
körfuna. ísak ogTeitur áttu einn-
ig góðan leik ásamt öðrum, því
allir héldu þeir áfram að berjast
þó að á brattann hafi verið að
sækja.
Dómarar voru þeir Sigurður
Valur og Rob Iliffe og virtust þeir
þola spennuna öllu verr en leik-
mennirnir.
Stigin: Haukar Ólafur 24, Pálmar 16
Reynir og Ivar 8, Henning 7, Hálfdán 9 oo
Kristinn 3.
UMFN: Valur 26, Jónas og Gunnar 15,
Teitur 9 Isak 4, Helgi Rafns 3, Árni og
Hreiðar 2.
„Þetta eru bestu liðin hér á
landi í dag og sigurinn gat lent
hvoru megin sem var,“ sagði Jón-
as Jóhannesson eftir leikinn og
bætti við: „en nú er engin spurn-
ing, þeir fara fýluferð suðureftir
á laugardag“. Gunnar Þorvarð-
arson sagði þetta ánægjulegan en
erfiðan sigur, „þetta hafðist á
baráttunni og verður jafn erfitt á
laugardag þegar bæði mæta eins
og grenjandi ljón“.
Olafur Rafnsson sagði að sér
hefði fundist Haukar betri þó
leikurinn hefði endað eins og
hann gerði, „við börðumst vel og
sönnuðum það að breiddin er góð
i liðinu“. Einar Bollason þjálfari
Hauka hafi sitt álit á deiknum:
„Algjört dómarahneyksli. Það er
algjör óþarfi að flytja inn menn til
að sjá um svona lagað. Ég vona
bara að körfuboltinn beri gæfu til
þess að við fáum aðra menn til að
dæma á laugardaginn“. - gsm
Föstudagur 22. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15
Víkingur - Barcelona
Forsala í dag
í dag kl. 17 hefst forsala fyrir
leik Vfkings og Barcelona í und-
anúrslitum Evrópukeppni bikar-
hafa í handknattleik sem fram fer
í Laugardalshöllinni á sunnu-
dagskvöldið.
Byrjað verður að selja miða í
Laugardalshöllinni kl. 17 og þeir
seldir til kl. 20. Ef eitthvað verð-
ur eftir, hefst forsalan á ný á
morgun, laugardag, í Höllinni og
stendur frá kl. 13 - 16. Á sunnu-
dag verður síðan byrjað að selja
miða þar kl. 17 en sjálfur leikur-
inn hefst kl. 20.30.
Ráðlegt er að verða sér úti um
miða tímanlega því áhugi fyrir
leiknum er gífurlegur og allt útlit
fyrir troðfulla höll. Það er ekki á
hverjum degi sem íslenskt lið á
möguleika á að komast í úrslit í
Evrópukeppni.