Þjóðviljinn - 22.03.1985, Síða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
MðDVIUINN
Föstudagur 22. mars 1985 68. tölublað 50. örgangur
Dagvist
Reglur þverbrotnar
Einstœtt foreldri: Dagmœður hafa leyfi fyrir 4 börnum en eru með 8
Það er greinilegt að borgin
leysir dagheimilisvandann
með því að hrúga börnunum inn á
dagmæður. Umsjónarfóstrur
veita dagmæðrum leyfí í umboði
barnaverndarnefndar og hver
dagmóðir má aðeins hafa 4 börn,
en þær eru með upp undir 8 til 10
börn, sagði einstætt foreldri í
samtali við Þjóðviljann í gær.
- Það er ekki haft neitt eftirlit
með fjölda bama í gæslu, og þó
skattstjóri fái lista yfir dagmæður
sem hafa leyfi, er fjöldi barna
sem er í gæslu ekki gefinn upp.
DeildarstjóriDagvistunar barna
gefur þá skýringu að það væri að
bregðast trúnaðartrausti dag-
mæðra. Einstæðir foreldra eiga í
vandræðum með að koma börn-
um sínum í gæslu og margar dag-
mæður vilja ekki taka við börn-
um okkar vegna niðurgreiðsla á
dagvistunarkostnaði sem þarf að
gefa upp tilskatts. Hjá umsjón-
arfóstru míns hverfis fékk ég þær
upplýsingar að aðeins væri um 2
konur að ræða sem tækju böm
einstæðra foreldra, önnur var
með 7 böm fyrir, hin með 9, ann-
að stóð barni mínu ekki til boða,
sagði foreldrið.
Hjá framkvæmdastjóra Dag-
vistarheimila bama fengust þær
upplýsingar að erfitt væri og við-
kvæmt mál og hafa eftirlit með
fjölda barna í gæslu hjá hverri
dagmóður og ekki þeirra mál að
fara ofaní saumana á samningi
sem foreldrar gera við dagmæð-
ur.
Sagði hann ennfremur að
fjöldi barna einstæðra foreldra
sem væm hjá dagmæðrum hetði
aldrei verið meiri. Það sýndu nið-
urgreiðslur sem væm um 230.
Auðvitað væri. fyrst og fremst
um að kenna skorti á dagheimilis-
plássi. Aðspurður um tilfelli eins
og greint er frá hér að ofan sagð-
ist hann telja þetta undantekn-
ingu og mjög óvenjulegt.
- aró
Ratsjárstöðvar
Páll P.
ámóti
„Mér fínnst það persónulega
óþægilegt að einstakir þingmenn
Framsóknarflokksins séu sífellt á
móti einu og öðrum málum sem
okkar ráðherrar leggja hér fram.
Það ætti kannski að flýta fyrir að
ieysa þá undan þeirri áþján að
sitja með okkur í stjórn,“ sagði
Björn Dagbjartsson þingmaður
Sjálfstæðismanna við umræður
um ratsjárstöðvamálið á alþingi í
gær eftir að Páll Pétursson hafði
lýst andstöðu sinni við þessi hern-
aðarmannvirki.
„Björn getur haft sínar skoð-
anir á því en hann ákveður ekkert
fyrir mig,“ sagði Páll Pétursson
aðspurður hvort farið væri að
hrikta iliilega í stjórnarsamstarf-
inu. - lg.
Sjá bls. 3
Þjóðleikhúsið
20% hækkun
Á miðvikudagskvöld tókust
samningar milli lausráðins lista-
fólks og Þjóðleikhússins. Meðal-
hækkun sýningarlauna er um
20%.
- Auk launahækkunar voru
ýmsar lagfæringar gerðar. En
leikmyndateiknarar hafa ekki
samið ennþá. Þeir voru teknir út
úr myndinni þar eð svo mikið bar
í milli að við vildum gefa okkur
betri tíma en samningsumleitanir
halda áfram, sagði Sigurður
Karlsson formaður Félags ís-
lenskra leikara í gær. - aró
Loftpressuvinna
Reykjavíkurborg
er sökudólgurinn
Fyrirtœki Reykjavíkurborgar neita
að greiða nema einum manni einfait
kaup við loftpressuvinnu
Fjölmargir aðilar, bæði loft-
pressueigendur ogmenn sem
vinna á loftpressum höfðu sam-
band við Þjóðviljann í gær vegna
fréttar í blaðinu um brot á vinnu-
verndarlöggjöfinni varðandi
loftpressuvinnu. ÖUum sem
höfðu við okkur samband bar
saman um að það væru fyrirtæki
Reykjavíkurborgar sem væri
sökudóigurinn í þessu máli.
Reykjavíkurborg á fáar eða
engar loftpressur en fær loft-
pressueigendur, sem eru margir,
til að vinna fyrir sig. Borgarfyrir-
tækin neita síðan að greiða nema
einum manni laun á hverja loft-
pressu, þótt lögin segi að þeir eigi
að vera tveir. Viðmælendum
okkar bar saman um að aðrir s,em
keyptu loftpressuvinnu færu ekki
svona að.
Þá bentu menn á að borgarfyr-
irtækin væru langstærsti vinnu-
veitandi loftpressueigenda og
þau notfærðu sér það á þann hátt,
að ef eigendurnir ekki gæfu svo
og svo mikinn afslátt frá vinnu-
vélataxta, þá yrði ekki við þá
skipt.
Loftpressueigendur gætu ekki
annað en gefið afsiátt, allt uppí
50%, dæmi eru til um meira, til
þess að fá vinnu. Samkeppnin
væri svo hörð að um annað væri
ekki að ræða. - S.dór
Söluskattur
Holræsi í Snorrabrautinni bilaði fyrr í vikunni og unnu starfsmenn
Reykjavíkurborgar alla nóttina á eftir við að komast fyrir
meinsemdina. Stífla hafði myndast og þegar reynt var að ná henni
úr leiðslum sprungu þær á kafla enda gamlar og slitnar. Verður
unnið við það næstu daga að höggva upp malbikið og koma fyrir
nýjum leiðslum. Ljósm. eik.
Hafnarfjörður
Er LUXUS
menningarrit?
Meðal þeirra 12 timarita sem
sótt hafa um og fengið und-
anþágu frá söluskatti síðustu 3
mánuði, gefur að líta tímaritið
Luxus. Heimild til undanþágu frá
Hrikalegt atvinnuástand
Á þriðja hundrað Hafnfirðingar atvinnulausir. Guðríður Elíasdóttir
formaður Framtíðarinnar: Sé ekki að neina vinnu sé að fá fyrir fólkið
Petta er alveg hrikalegt ástand
og ég get ekki séð að neina
vinnu sé að fá fyrir þessar konur á
næstunni eins og sakir standa,
segir Guðríður Elíasdóttir for-
maður Framtíðarinnar og vara-
forseti ASI, um atvinnuástandið í
Hafnarfírði.
Hátt á þriðja hundrað manns
eru á atvinnuleysisskrá í bænum
þar af yfir 100 konur sem störf-
uðu áður í Bæjarútgerðinni. Öllu
starfsfólki BÚH hefur verið sagt
upp störfum og fyrri loforð um að
ráða fólkið til starfa hjá nýstofn-
uðu Útgerðarfélagi Hafnfirðinga
hafa verið dregin til baka. Jafn-
framt hefur forseti bæjarstjórnar
lýst því yfir að Útgerðarfélagið
taki ekki til starfa næstu mánuð-
ina.
„Okkur var sent bréf um síð-
ustu mánaðamót þar sem sagði
að 10. mars yrði starfsfólkið ráðið
til Útgerðarfélagsins og sennilega
yrði farið af stað með starfsemina
fyrir miðjan mánuðinn. Síðan er
tilkynnt að vandinn sé mun meiri
en áður var áætlað og allt dregið
til baka. Þetta er ekki annað en
ósvífni að ræða ekki við starfs-
fólkið fyrst búið var að senda því
orðsendingu uppá fyrirhugaða
ráðningu. Það er ekki fyrr en
verkalýðsfélögin þrýsta á um svör
að ákveðið er að halda fund með
starfsfólkinu,“ sagði Guðríður
Elíasdóttir.
-lg-
söluskatti er í lögum frá 1960.
Upphaflega var hún veitt þeim
blöðum og tímaritum sem ekki
voru gefín út í ágóðaskyni en að-
sögn Snorra Ólafsonar hjá fjár-
málaráðuneytinu eru núorðið
þau tímarit undanþegin sölu-
skatti sem tengjast menningar-
eða atvinnumálum og koma út að
minnsta kosti einu sinni á ári.
Aðspurður sagði Snorri að það
væri stórmál að áætla hvað það
væru miklir peningar sem ríkis-
sjóður missir á þennan hátt og
ekki hægt að skjóta á neina tölu
af viti en að öllum líkindum þýddi
niðurfelling á söluskatti það að
stór hluti þessara blaða og tíma-
rita héldi áfram að koma út.
- Hin tímaritin 11 sem fengið
hafa undanþágu eru: Vegurinn,
Fréttabréf meinatækna, Skóla-
blað Stjórnunarfélagsins, Vél-
sleðinn, Framsýnar fréttir,
Tannlæknablaðið, Tirna, Rit
Kvenfélags Lágafellssóknar,
Framtak, Árbók vélsleðamanna
og Vélabrögð. Þess má geta að
lokum að sótt var um undanþágu
fyrir tímaritið Samúel en hún
ekki veitt. - aró