Þjóðviljinn - 22.03.1985, Qupperneq 1
HMHMUINN
Aukin fræösla er það eina
sem bætt getur ástandið í
öryggismálum sjómanna
og hana ber okkur að efla,
segir siglingamálastjóri
Magnús Jóhannsson m.a.
í viðtali á bls.
Við unnum í happdrætt-
inu, þegar minnsti hrygn-
ingarstofn sem vitað er um
hjá loðnunni skilaði af sér
þeim stóra stofni sem nú er
verið að veiða úr, segir
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur. Sjá bls.
Það blasir gjaldþrot við 30
til 40 togurunum ef þeim
verður ekki breytt í frysti-
skip segir Kristján Pálsson
útgerðarstjóri í Ólafsvík.
Sjá viðtal á bls.
Norðmenn hafa náð langt
með að rækta fisk af laxa-
ættinni í köldum sjó í N-
Noregi. Þetta og margt
fleira skrifar Jóhann J.E.
Kúld um í þættinum Fiski-
mál á bls.
Vandi fiskvinnslunnar
verður ekki leystur meðan
fiskvinnslufólki er haldið á
lágum launum, menntun
þess í starfi lítil sem engin,
segir Guðmundur J. Guð-
mundsson formaður VMSÍ
í grein á bls.
Hráefni - Fullvinnsla
Fískveidar og fiskvinnsla munu um ókomna framtíð
verða undirstaða lífsafkomu okkar eins og hingað til.
Hvaða leiðir eru færar tilað auka verðmæti íslensks sjávarafia?
Hvernig getum við nálgast disk neytandans og þar með aukið verðmætið?
Með hvað hætti getum við
nálgast disk neytandans og þar
með aukið að mun verðmæti þess
sjávarafla sem við drögum á
land? Þannig spurði Guðmundur
J. Guðmundsson alþingismaður í
einhverri athyglisverðustu ræðu
sem flutt hefur verið á Alþingi um
árabil. í ræðu sinni fjallaði Guð-
mundur um ónýtta möguleika
okkar Islendinga til að fullvinna
okkar fisk og þar með margfalda
verðmæti sjávaraflans. Guð-
mundur benti þar á ýmsar leiðir
og með þeim hætti að 8 alþingis-
menn úr öllum stjórnmálaflokk-
um stóðu upp og þökkuðu honum
ræðuna og tóku undir allt sem
hann sagði. Við viljum benda á
grein í þessu sjávarútvegsblaði
sem Þjóðviljinn bað Guðmund að
skrifa um þetta mikilvæga mál-
efni.
Um nokkurn tíma hefur það
verið til siðs hér á landi þegar illa
árar að segja sem svo: Sjávar-
útvegurinn getur ekki meira, nú
verðum við fslendingar að snúa
okkur að stóriðju einhverskonar!
Þetta er bábilja. í sveltandi heimi
getur þjóð sem býr við matforða-
búr ekki leyft sér að halda þessu
fram. Sannleikurinn er sá að í
veiðimannaþjóðfélögum eiga sér
alltaf stað sveiflur. Þannig hefur
það alltaf verið. Þeir sem halda
því fram að stóriðja, þar sem við
þurfum að flytja allt hráefni inn
og meira að segja þekkinguna
geti tekið við eða eigi að taka við
af sjávarútvegi okkar, fara villur
vegar. Okkar stóriðjumöguleikar
liggja á sviði fiskvinnslu. Af ein-
hverjum orsökum hafa menn
ekki viljað snúa sér að þeirri stór-
iðju, en látið útlendingum hana
eftir og sent þeim hráefni til
vinnslunnar. Það er löngu tíma-
bært að við snúum okkur að
þeirri fullvinnslu sjávarafurða
sem við höfum látið öðrum eftir.
Möguleikarnir eru allir okkar. Til
þess að við nýtum þessa mö’gu-
(eika þarf vilja. Einnig þurfum
við að tileinka okkur nýtísku
sölutækni á erlendum mörkuð-
um, en þar höfum við setið eftir.
Sölumálin hafa verið í molum og
er þá vægt til orða tekið. Til þess
að vinna markaði fyrir íslenskar
sjávarafurðir úti í hinum stóra
heimi, í allri þeirri miklu sam-
keppni sem þar ríkir, þarf sér-
fræðinga. Það er til lítils að senda
einhverja menn frá íslandi, með
litla eða afar takmarkaða þekk-
ingu á þjóðlífi, lífsháttum, siðum
. og venjum þeirra þjóða sem selja
á afurðirnar. Það þarf færustu
heimamenn í hverju iandi fyrir
sig til að annast þessi mál. Það
hefur ekki verið gert.
Annað þarf einnig að fylgja
með í dæminu, en það er hugar-
farsbreyting hjá okkur sjálfum
varðandi umgengni vð sjávaraf-
urðir. Við erum með matvæli í
höndunum, ekki skít. Það er
ömurlegt að horfa uppá menn í
klofháum stígvélum traðka á og
troðast um í fiskkös hvort heldur
er á bílpalli við höfnina eða í fisk-
móttökum fiskvinnsluhúsanna
eða um borð í fiskiskipum. Það er
einnig ömurlegt til þess að vita að
skipstjórnarmenn skuli láta
kapphlaup um tonn blinda sig
svo, að þeir komi með slæmt eða
hálfónýtt hráefni að landi. Það er
ömurlegt til þess að vita að hvað
eftir annað skuli koma kvartanir
erlendis frá yfir lélegum fiski frá
íslandi. Það er slæmur dómur
sem kom frá yfirmanni fiski-
verksmiðju SH í Bandaríkjunum
að gæði íslenska fisksins hafi ekki
batnað í 20 ár þrátt fyrir alla
tækni. Það er alvarlegt mál þegar
það hendir þann vísi að
fullvinnslu sjávarafurða sem til er
í landinu, niðurlagningarverk-
smiðjurnar, að senda út afurðir
sem eru að drulla ein, þegar dós-
irnar eru opnaðar. Þetta hefur
gerst of oft. Einu sinni er of oft,
þegar um jafn viðkvæman mark-
að er að ræða og matvælamark-
aðurinn er og þar sem eins hörð
samkeppni ríkir og raun ber vitni.
Þjóðviljinn hefur á undanförn-
um árum gefið út mörg sérblöð
um sjávarútveg og fiskvinnslu.
Við höfum leitast við að benda á
leiðir til að auka gæði hráefnis, til
þess að henda ekki verðmætum
uppá hundruð miljóna í hafið,
eins og gert er með lifur, til þess
að fullvinna okkar sjávarafurðir.
Enn einu sinni gefur Þjóðviljinn
út sérrit um sjávarútvegsmál, þar
sem fjallað er um þetta og raunar
margt fleira sem við kemur sjáv-
arútvegi. Við vonum að okkar
lóð verði ti' þess að ýta við þeim
aðilum sem málið varðar. Allir
virðast sammála um að tími sé til
kominn að við snúum okkur að
fullvinnslu sjávaraflans okkar,
, meira að segja þingmenn allra
flokka, en samt gerist alltof lítið.
Ef til vill verður ræða sú sem
Guðmundur J. Guðmundsson
flutti á Alþingi á dögunum til þess
að menn taka við sér. Alla vega
megum við ekki missa vonina.
-S.dór.