Þjóðviljinn - 22.03.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 22.03.1985, Side 5
SJÁVARÚTVEGUP Kristján Pálsson útgerðarstjóri Ólafsvík: : 1111! mmmmm ,;V.x ÍÍIÍíiii 1111 í/XÍ-ÍWXváí ■íí:5:jM;X:Xv.: ÍÍÍvSví IvXvíXvX ■ iiiiiilp SSSSiÝiwi mmrnmm ....... Eina leiðin til bjargar skuldugu togurunum að breyta þeim í frystitogara, segir Kristján Pálsson og bendir á skuttogarann Má frá Ólafsvík því til sönnunar Það blasir við gjaldþrot Ef við fáum ekki að breyta togaranum Má SH-127 ífrystiskip — Dollaralánin að gera útaf við okkur eins og aðra Málið er í raun ósköp einfalt, ef við getum ekki breytt togaranum okkar Má SH 127 í frystiskip, þá er útgerðin gjaldþrota. Frystitog- ari er það eina sem getur bjargað okkur. Við erum með lán í dollur- um eins og fleiri útgerðaraðilar og það eru þessi. dollaralán sem eru að gera útaf við okkur. Verði útgerðarfélagið gjaldþrota, þá munu eigendur þess einnig verða gjaldþrota, þar sem þeir eru með sjálfskuldarábyrgð vegna lán- anna. Eigendur eru Ólafsvíkur- bær 40%, þrjú fískvinnslufyrir- tæki í Ólafsvík með 15% hvert og þrjú útgerðarfyrirtæki á Helliss- andi með 5% hvert. Ég hef verið hér í Reykjavík til að reyna að fá lán tii að breyta togaranum í frystiskip, en það hefur ekki gengið enn, þar sem Byggðasjóð- ur vill fá öruggt veð fyrir láninu en það eigum við ekki til. Það er Kristján Pálsson útgerð- arstjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Útver h.f. í Ólafsvík sem hér hef- ur orðið. Hann var spurður hvaða áhrif það myndi hafa á atvinnulífið í Ólafsvík ef togaran- um, sem keyptur var þangað til að styrkja atvinnulífið á staðn- um, yrði breytt í frystitogara. Hrun atvinnu- lífsins Ég tel að atvinnulífið í Ólafsvík myndi hrynja ef við breyttum skipinu ekki. Það er ekki bara að bæjarfélagið, sem á 40% í togar- anum, yrði fyrir óskaplegu skakkafalli, heldur líka þau 3 út- gerðarfyrirtæki sem eiga 15% hvert. Þau myndu ekki rísa undir því. Og það er líka spurning hvort íbúar Ólafsvíkur eru tilbúnir til að greiða það sem á bæjarfélagið félli, ef útgerðarfyrirtækið yrði gjaldþrota. Togarinn Már kom með að landi 4 þúsund lestir til Ólafsvík- ur í fyrra en alls bárust á land 18 þúsund lestir í Ólafsvík. Því tel ég að þótt honum yrði breytt í frysti- skip mætti stýra veiðum bátanna á þann veg að ekki þyrfti að koma til atvinnuleysis, enda mætti nota togarann til að koma með afla að landi þegar minnst veiðist hjá bátunum. Hvað eru skuldir togarans miklar? Þær eru um 200 miljónir króna, sem þýðir að engin leið er til þess að hann afli fyrir afborgunum, vöxtum og afskriftum meðan hann er ísfisktogari. Skipið var smíðað í Portúgal á sínum tíma og það var ríkið sem stóð fyrir þeirri smíði og við gengum svo inní samninginn og 80% af kaupverð- inu var í dollaralánum, sem þá var mælt með að við tækjum. í dag er staða Más SH ekkert betri en þeirra skipa sem nú eru að fara á uppboð. Það er rétt að menn hafa talað um að skuldbreyta úr dollurum í aðra mynt. Það er bara orðið of seint og leysir engan vanda fyrir okkur. Við sætum þá bara með 200 miljón króna skuld í annarri mynd og gætun ekki borgað vexti og afborganir. Okk- ar eina von er að dollarinn fari að lækka. Þreföldun afla- verðmœtis En hvernig lítur þá dæmið út varðandi frystitogara? Við höfum reiknað það út að ef Kristján Pálsson togrinn heldur áfram að vera ís- fisktogri og miðað við þann kvóta sem skipið hefur verða eftir 7 miljónir króna á þessu ári fyrir afborgunum, vöxtum og afskrift- um. Ef hann væri frystitogari þar sem væri flakað um borð yrðu eftir 13 miljónir króna miðað við sama aflamagn en ef hann væri frystiskip sem heilfrysti aflann þá yrðu eftir 22 miljónir til að greiða með þessar sömu greiðslur. Það kostar um 32 miljónir króna að breyta skipinu þannig að hægt sé að flaka um borð, en ekki nema 18-20 miljónir að breyta honum þannig að hægt sé að heilfrysta. Þar við bætist svo að hlutfall olíu- kostnaðar myndi lækka úr 30% niður í 14%. Þegar þetta allt kemur saman geta allir séð að hagstæðast er að heilfrysta um borð og að því stefnum við. Auðvitað vilja allir gera allt sem hægt er til að halda fullri at- vinnu í landi og það var markmið- ið með skipakaupunum, en lána- byrðin eykst og gjaldþrot blasir við. Ég get nefnt sem dæmi að árið 1981 sýndi skipið hagnað sem nam 1,5 miljónum króna en í fyrra var miljónatuga tap á því vegna gengisbreytinga. Sá aðili er ekki til sem getur staðið undir út- gerð þessara skipa, þau verð að gera það sjálf, geti þau það ekki verður að breyta til og það er ein- mitt það sem við erum að gera núna. Þjóðhagslega hagkvœmt Ég er ekki í neinum vafa um að það er þjóðhagslega hagstætt að breyta bestu togurunum okkar í frystiskip. Verð fyrir sjófrystan fisk er mjög hátt, enda um besta hráefni að ræða, sem völ er á. Ég tel einmitt að gæðamálin séu það sem mest hefur verið að hjá okk- ur íslendingum í fiskvinnslunni. Ég held að það sé alveg ljóst að við fáum ekki betra hráefni hjá ísfiskiskipunum, nema stytta út- haldstíma þeirra verulega, og vandinn með netabátana verður ekki leystur nema með því að skylda þá til að koma með netin í land hverju sinni. Þriggja nátta fiskur eða þaðan af eldri er bara verðlaust rusl. Það er enginn vandi að selja 1. flokks fisk á háu verði og það hefur aldrei verið vandamál. Vandamálið er aftur á móti ruslið, sem alltof mikið er af og engin leið að selja á góðu verði. Þegar menn tala um að fullvinna sjávarfang hér á landi vil ég benda á að 1. flokks fiskur er fullunninn hér heima. Hann fer í neytendapakkningar sem segja má að sé fullvinnsla. Þolir enga hið Þótt ég hafi fyrst og fremst ver- ið að tala um okkar vandamál hjá Útveri h.f. þá er ljóst að dollara- lán, sem fjölmörg útgerðarfyrir- tæki hafa verið að taka á síðustu 4-5 árum, eru að leggja útgerð á íslandi í rúst. Það eru ekki bara þessir togarar sem eru komnir á uppboð eða á leið á uppboð, sem vandamálið snýr að. Mjög margir bátaeigendur hafa á síðustu árum látið lagfæra báta sína, lengja þá, skipta um vélar eða gera aðrar lagfæringar og til þessara fram- kvæmda hafa þeir tekið lán í doll- urum. Þessir aðilar allir eru að kikna undan lánunum. Mönnum hefur alltaf verið ráðlagt af bankastjórum og öðrum pen- ingasérfræðingum að taka lán í dollurum. Ástæðan er sú að þeir sem með peningamál fara um all- an heim hava alltaf verið að búast við falli dollarans, allt frá árinu 1981. Þá sögðu sérfræðingar að dollarinn gæti ekki farið hærra, en allir sjá hvað hefur gerst. Segja má að ef þeir sem tekið hafa lán í dollurum hefðu getað selt sínar fiskafurðir í dollurum, þá væri þetta ef til vill í lagi. En þessu er bara ekki að heilsa. Stór hluti af okkar fiskútflutningi er til Evrópulanda og þá fáum við greitt í gjaldmiðli sem sífellt er að falla gagnvart dollar, svo sem pund og mörk. Það er í sjálfu sér ekki hægt að ásaka neinn fyrir að ráðleggja mönnum 1980 til 1981 að taka lán í dollurum, allir bjuggust þá við falli hans og eng- inn gat séð þessa þróun fyrir. Þess vegna eiga menn ekki að vera að velta því fyrir sér hverjum þetta er að kenna eða hvers vegna lánin voru tekin. Menn eiga að ein- henda sér í að bjarga því sem bjargða verður, áður en það verður of seint. -S.dór. Föstudagur 22. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.