Þjóðviljinn - 23.03.1985, Qupperneq 3
FRÉTTIR
Ferðafélagið
Fimm
lengri
ferðir
Húsverðir taka á móti
ferðafólki í Landmanna-
laugum á páskum
Ferðafélag íslands efnir til
fimm lengri ferða um bænadaga
og páska en auk þess verður boð-
ið upp á dagsferðir. Meðal ann-
ars verður farið í Landmanna-
laugar og bryddað upp á þeirri
nýbreytni að húsverðir munu
gæta sæluhússins í Laugum og
taka á móti ferðafólkinu. Þeir
ferðamenn sem ætla að gista
skálann þurfa að hafa samband
við félagið og panta gistingu.
Auk Landmannalaugaferðar
sem tekur fimm daga verður
gengið á Snæfellsjökul, gengnar
nýjar slóðir í Króksfirði og ná-
grenni og þá verða farnar tvær
Þórsmerkurferðir.
Nánari upplýsingar um ferð-
irnar er að fá á skrifstofu Ferðafé-
lagsins og þar eru einnig seldir
farmiðar. - v.
Kennarar
Ganga út á mánudag
Yfirlýsing menntamálaráðherra um lausn frá störfum hefur þjappað kennurum saman í órofa fylkingu.
Aðeins einn skólameistari fór að boðum menntamálaráð herra að hringja í alla kennara skólans.
Amánudaginn kemur mun öll
kennsla falla niður í fram-
haldsskólum landsins. Þeir fáu
kennarar sem enn starfa munu þá
halda fundi og er talið víst að þeir
muni síðan allir ganga út og hætta
kennslu. Eins eru nemendur að
bræða með sér að mæta ekki
meira í skólana fyrr en deilan hef-
ur verið leyst.
Yfirlýsing Ragnhildar Helga-
dóttur menntamálaráðherra í
fyrradag um að hún ætli að leysa
alla kennara frá störfum sem ekki
mæta á mánudag hefur hleypt
þvílíkri hörku í kennara að sam-
staðan hefur aldrei frá því deilan
hófst verið jafn mikil. Nokkrir
kennarar höfðu tekið ákvörðun
um að mæta á mánudaginn en
eftir yfirlýsinguna hafa þeir allir
sem einn lýst því yfir að ekki
komi til greina að mæta á mánu-
daginn.
bréfi sem stjórn HÍK sendi
menntamálaráðherra í gær segir
m.a. að hún ætti að hefjast handa
um að finna lausn á því að ljúka
vorönn frá þeim degi að deilan
leysist og séu kennarar samstarfs-
fúsir í því máli. ítrekað er í bréf-
inu að kennarar sem sögðu upp
frá 1. mars sl. hefðu allir sem einn
ákveðið að annað hvort færu þeir
allir inní skólana aftur eða eng-
inn.
Menntamálaráðherra gaf
skólameisturum fyrirskipun um
að þeir hringdu hver fyrir sig í alla
sína kennara og reyndu allt sem
hægt væri til að fá þá aftur til
kennslu. Aðeins einn skóla-
meistari fór að boðum Ragnhild-
ar, skólameistarinn í Garðabæ.
Allir hinir hunsuðu þessa dag-
skipun. _ S.dór
Verkafólk
Askonin á alþingi
Starfsfólk ífiskiðnaði á Akranesi og Eskifirði sendir Alþingi áskorun.
Frumvarp um kauptryggingu verði samþykkt. Guðmundur J. Guð-
mundsson: Geysilega þung gremja í fólki.
Fiskverkunarfólk á Akranesi og
á Eskifirði hefur sent Alþingi
áskorun um að þingið samþykki
Dagmœður
Eftirlit er okkar hagur
Gjaldkeri Samtaka dagmæðra: Barnaverndarnefnd ákveður
leyfisveitingu
Frétt Þjóðviljans í gær um brot
á reglum um leyfi dagmæðra
til barngæslu vakti mikil við-
brögð. Meðal þeirra sem höfðu
samband við Þjóðviljann var
Kristín Ingólfsdóttir gjaldkeri
Samtaka dagmæðra í Reykjavík.
Vildi hún vekja athygli á því að
leyfi sem dagmæður fengju til að
hafa 4 börn í gæslu ætti við um 4
heilsdagsbörn og þær gætu því
verið með 8 börn í gæslu, þeas. 4
fyrir hádegi og 4 eftir hádegi.
Sagði Rristín að það vildi
brenna við að ráðist væri á dag-
mæður og þær gerðar að söku-
Skákmótið
Jant hjá Lein og Askatli
Úrslitin í 7. umferð alþjóðlega
skákmótsins á Húsavík, urðu
þessi: Jón L. og Helgi gerðu jafn-
tefli í baráttuskák, Helmers og
Tisdall gerðu jafntefli, Karl vann
Pálma, Lombardy vann Sævar,
Zuckerman og Guðmundur
skildu jafnir, og Áskell Örn
Kárason náði nöfnu með svörtu
mennina gegn Lein. Áskell er
Húsvíkingur og tekur nú í fyrsta
sinn þátt í alþjóðlegu skákmót-
i. Staða efstu manna: 1. Lein
með 5Vi vinning, 2.-4. Helgi, Jón
L. Lombardy 4Vi.
Fjórar umferðir eru eftir af mót-
inu og verður teflt á hverjum
degi, sú áttunda í dag, laugardag.
dólgum. Sagði hún ennfremur að
það væri sjálfsagt að hafa eftirlit
með fjölda barna í gæsiu hjá dag-
mæðrum og andmælti því sem
haft er eftir framkvæmdastjóra
Dagvistunarheimila Reykjavík-
urborgar að slíkt eftirlit væri erf-
itt í framkvæmd enda hefðu þær
ekkert að fela og það væri þeirra
hagur að eftirliti væri framfylgt.
Samtök dagmæðra gefa út spjald-
skrá sem farið er eftir og sagðist
Kristín sem gjaldkeri samtak-
anna ekki kannast við að dag-
mæður neituðu að taka við börn-
um einstæðra foreldra enda dag-
mæðrum sem og öðrum skylt að
gefa tekjur sínar upp til skatts.
Varðandi leyfisveitingu dag-
mæðra vildi hún taka fram að all-
ar umsóknir um leyfi væru lagðar
fyrir Barnaverndarnefnd sem
tæki ákvörðun um leyfisveitingu.
- aró
þingsályktunartillögu Guðmund-
ar J. Guðmundssonar og fleiri
þingmanna að breytingar á
lögum um heimild til uppsagnar
kauptryggingar. Tillagan gerir
ráð fyrir að ekki megi segja upp
kauptryggingu verkafólks í fiski-
ðnaði nema í mesta lagi 160 klst. á
ári og aldrei meira en 80 klst. í
einu.
Starfsfólkið í fiskvinnslufyrir-
tækjum á Akranesi og Eskifirði
safnaði sjálft undirskriftum undir
áskorunina til alþingis og skrif-
uðu allir undir sem til náðist.
Þjóðviljinn hefur fregnað að
byrjað sé að safna samskonar
undirskriftum meðal fiskvinnslu-
fólks víðar um land.
„Það er geysilega þung gremja
í fólki. Flestum sem starfa í fisk-
iðnaði hefur verið sagt tvisvar
upp frá áramótum og sumu
starfsfólkinu einkum konum er
búið að segja upp þrisvar og
jafnvel fjórum sinnum frá því í
haust. Fjöldinn allur hefur verið
atvinnulaus svo vikum skiptir og
það er hreinlega að sjóða uppúr
hjá þessu fólki og skyldi engan
undra,“ sagði Guðmundur J.
Guðmundsson aðspurður um
þessar undirtektir verkafólks við
þingályktunartillögunni. - lg.
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3
Fiskiskip
12 á uppboði
Fiskveiðisjóður óskar uppboðs 3ja togara og 9 vél-
skipa. Ekki ólíklegt að fleiri uppboðsbeiðnir verði
lagðar fram
Fiskveiðisjóður hefur óskað
eftir uppboði á 12 fiskiskipum
þar af þremur skuttogurum,
Sölva Bjarnasyni BA-65, Kol-
beinsey ÞH-10 og Sigurfara II
SH-105.
Þessar upplýsingar koma fram
í svari sjávarútvegsráðherra við
fyrirspurn Skúla Alexanders-
sonar um uppboðsbeiðnir á veg-
um Fiskveiðasjóðs.
Vélskipin sem sjóðurinn hefur
óskað uppboðs á eru: Helgi S KE
og Freyja GK, bæði yfir 100 lést-
ir. Hin eru: Jón Ásgeir ÍS, Víðir
KE, Aron RE, Þorsteinn HF,
Már NS, Eva Lind ÍS og Sæunn
ÓF. -lg.
Bækur á Bessastaði
Fjöldi gesta kom á hinn glæsi-
lega bókamarkað Félags ís-
lenskra bókaútgefenda, sem opn-
aði í gær. Þeirra á meðal var for-
seti íslands Vigdís Finnbogadóttir
og að sögn Onnu Einarsdóttur
forstöðumanns markaðarins
keypti forsetinn margar bækur,
bæði fyrir sjálfa sig og forseta-
setrið.
Anna sagði í spjaili við Þjóð-
viljann í gær að á markaðnum
væru þúsundir titla og margir
þeirra kostuðu innan við 100
krónur. Lífleg sala var í gær, en í
dag er bókamarkaðurinn í kjall-
ara Vörumarkaðarins á Eiðis-
granda Seltjarnarnesi opinn frá
kl. 10.00-16.00. Á morgun sunn-
udag er markaðurinn opinn frá
kl. 13.00-18.00. Bókamarkaðn-
um lýkur mánudaginn 8. aprfl.
- v.
Vigdís Finnbogadóttir forseti ís-
lands skoðar úrvalið á bókamark-
aði Félags íslenskra bókaútgef-
enda með aðstoð Önnu Einars-
dóttur forstöðumanns markaðar-
ins. Ljósm. E.ÓI.