Þjóðviljinn - 23.03.1985, Side 4
LEIÐARI
Dagsverk í þágu réttlausra
Á undanförnum misserum hafa oddvitar ríkis-
stjómar hvítra manna í Suður-Afríku einatt talað
eins og þeir væru með allan hugann við um-
bótastarf, sem ætti smám saman að draga úr
afleiðingum apartheid, aðskilnaðarstefnunnar,
eins og pólitík kynþáttakúgunar heitir þar í landi.
Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa afhjúp-
að þennan fagurgala mjög rækilega. Dagsfréttir
skýra frá því, að lögreglan hafi drepið varnar-
laust fólk í kröfugöngum - ekki alls fyrir löngu
fólk sem var að mótmæla nauðungarflutningum
svartra manna frá heimilum þeirra. En
nauðungarflutningar þessir eru einhver svart-
asti bletturinn á apartheid. Þeir eru liður í því
landráni hvítrar yfirstéttar sem lengi hefur fram
farið og dæmir mikinn meirihluta landsmanna til
örbirgðar - nú síðast á að smala sem flestum
saman í gerviríkjum, svokölluðum bantústan.
Janframt þessum morðum gera yfirvöld harða
hríð gegn breiðum samtökum, Sameinuðu lýðr-
æðisfylkingunni, sem unnið hefur með friðsam-
legum hætti gegn apartheid, og fangelsa ýmsa
forystumenn samtakanna.
Umbótahjalið reynist semsagt blekking, sem
ætlað er að fela fyrir almenningsáliti um víðan
heim þá staðreynd, að kynþáttakúgarar halda
fast við höfuðmarkmið stefnu sinnar: að halda
yfirgnæfandi meirihluta Suður-Afríkubúa í fá-
tækt, svipta þá flestum þeim réttindum sem
hvítir menn njóta. Þeim mun brýnna er, eins og
Tutu biskup, handhafi friðarverðlauna Nobels,
hefur lagt áherslu á, að apartheidstjórnin verði
fyrir öflugum þrýstingi utan frá, þrýstingi sem
hún getur ekki hundsað. Eitt er að fordæma þá
stjórn almennum orðum - annað er að koma
höggi á hana með viðskiptabanni, eða með því
sem nú <=£ talið enn áhrifameira: með banni við
fjárfestingum.
Síðastnefnda aðferðin hefur breiðst út að
frumkvæði ýmissa samtaka og lífeyrissjóða í
vestrænum löndum, sem hafa ákveðið að taka
fé sitt úr fyrirtækjum sem eru með rekstur í
Suður-Afríku.
íslendingar hafa varla staðið að ráði í fjárfest-
ingum í Suður-Afríku. En það er full ástæða til
þess, að við gerum ekki minna en að taka undir
frumkvæði sem meirihluti fékkst fyrir á danska
þinginu á dögunum: það er fólgið í tilmælum um
að ríkisstjörnir Norðurlanda taki höndum saman
um viðskiptalegar refsiaðgerðir gegn Suður-
Afríku - fylgdi og með samþykkt um bann við
nýjum fjárfestingum þar syðra af Dana hálfu.
Það ætti og að vera brýning stjórnmálahreyf-
inga sem einstaklingum, að ungt fólk hér á landi
stendur nú að verkefni til stuðnings baráttu
suðurafrískrar æsku gegn kúgun og óréttlæti.
Nemendasamtök hér á landi og á öðrum Norð-
urlöndum vinna í samvinnu við hjálparstofnanir
kirkna að verkefni sem kallast „Norrænt dags-
verk“. Hápunktur verkefnisins verður 28. mars:
þá verður vinnuveitendum og einstaklingum
boðinn vinnukraftur námsfólks gegn greiðslu
lágmarkslauna og mun því fé, sem safnast hér
og í Færeyjum, verða veitt til uppbyggingar í
menntamálum. En gífurlegt misrétti bundið kyn-
þáttum kemur í Suður-Afríku ekki síst fram í því,
að menntakerfið er látið vinna að því að tryggja
forréttindi hvítra: til dæmis að taka er ellefu
sinnum meira fé varið til að mennta hvern hvítan
einstakling en til skólagöngu hvers svarts
barns.
Þetta framtak íslenskrar skólaæsku er mjög
til fyrirmyndar og mætir vonandi nauðsynlegum
jákvæðum skilningi meðal fyrirtækja og al-
mennings. Því miður er það svo, að pólitísk
andúð og samúð ruglar menn einatt í ríminu
þegar þeir eru spurðir um afstöðu til þeirra
margvíslegu brota gegn mannréttindum sem
framin eru í heiminum. Hið suðurafríska dæmi
er hinsvegar svo skýrt og ótvírætt að það ætti
ekki að vefjast fyrir neinum - það ætti því að
geta haft sameinandi áhrif í þá veru, að menn
skildu betur og gerðu sér nákomnara hlutskipti
allra þeirra sem búa undir misrétti og harð-
stjórn.
Ó-ÁUT
„Veist’ ekki að ég er
lögreglumaður!?
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritatjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritatjórnarfuiltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guömundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljó8myndir: Einar ólason, Einar Karlsson.
Utllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkaieatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlf8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðsluatjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgrelð8lu8tjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Askriftarverð á mánuði: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. mars 1985