Þjóðviljinn - 23.03.1985, Side 12

Þjóðviljinn - 23.03.1985, Side 12
 DÆGURMÁL Jagger Hress og Ijúfur She’s the boss Steinar h/f Það er margt sem hjálpast að við að gera sólóplötu Micks Jagger svo góða sem hún er: góðarmelódíur, hugmynda- ríkir textar, söngurkappans, og síðast en ekki síst einvala lið tónlistarmanna sem við sögu koma á She’s The Boss. Það er ekki heiglum hent að búa til góða sólóplötu, sér í lagi ef staðið er í sömu sporum og fræg- ur söngvari úr frægri hljómsveit og hættan á endurtekningum fyrirhendi. Fáum músíköntum úr frægum grúppum hefur tekist vel upp í gerð sólóplatna, það er því undantekning þegar slíkt hendir. Mick Jagger sannar regluna. Það var þó ekki seinna vænna að Jagger slægi til að gera plötu án félaganna úr Rolling Stones, margir undrast eflaust að hún skuli ekki komin út fyrir löngu, hafa beðið spenntir, en geta nú fagnað ærlega. Jagger er í fínu formi, kannski aldrei verið betri. Samur við sig vitaskuld í söngnum samsvarar hann sér einhvernveginn betur í túlkun skemmtilegra texta (eftir hann sjálfan) en áður. Lögin öll eru eftir hann, utan þriggja laga er hann semur í samvinnu með öðrum; eitt með Keith Richards, Lonely at the Top, sem jafnframt er hraðasta lag piötunnar, og tvö í samvinnu við C. nokkurn Alom- ar, Lucky in Love og She’s the Boss, sem er þrælfyndinn texti um kúgaðan karl og konu sem öllu ræður, hinum hefðbundu hlutverkum snúið við. Jagger tal- ar við „húsbóndann". „Viltu að ég lagi á þér hárið? Ég skal laga á þér hárið. Á ég að elda kvöldmatinn? Ég skal elda ofan í þig. Á ég að vaka fram eftir? Ég skal vaka fram eftir, ekkert mál. Þú ert húsbóndinn. Ég skal þegja. Ég verð heima. Viltu gera hvað? Nei, ekki núna, ég er með hausverk. Viltu gera það strax? Já, en ég þarf að þvo á mér hárið... Þú veist að ég er á mánaðarperíó- dunni... Alltílagi, alltílagi... Ég skal gera sem þú segir... “ Þó svo að nokkrar gamlar stjörnur í bransanum séu hér að skemmta sér saman, angar platan af eins nútímalegum frískleika og hægt er að finna á plötum í dag. Hér eru kempur á borð við Jeff Beck, sem „leikur á gítar jafnt Iétt og hringja bjöllu" (eins og annar góður gítarleikari), Pete Townsend gítarleikari The Who, Herbie Hancock á hljómborð (orgel og fairlight), yngri stjörnur á borð við Sly Dunbar, sem hefur m.a. barið húðir fyrir Grace Jon- es og Nonu Hendryx, Robbie Shakespeare bassaleikari, Eddie Martinez á gítar, Ray Cooper á kongabumbur ofl. ofl. ofl. góðir. Ekta danslög á borð við Runn- ing out ofLuck, þar sem áberandi talager — ®,a Grandagaröi 3 jegnt Ellingsen) höfum opnaö illabuxur jogging- l0- TöO Sona bux«?390. S;'?290-490. payaur . 90—750. ha|j| |ág tzSXSvr* ■M' artim< vr''rjaqa9irá Vi. iaugan>»9» < ti er bassaleikur Robbies Shake- speare, Lucky in Love, þar sem J eff Beck fflar sig í botn, taktf ast- ur rokkari Lonely at the Top og svolítið diskófönklegt Turn the Girl Loose, þar sem Mikki nýtur smáaðstoðar söngkonunnar Alfa Anderson, eru aldrei leiðigjörn. Önnur lög á plötunni eru þó ívið efnismeiri, og sannar Jagger hér að hann kann að semja sígildar ballöður, angurværar, tragískar, fagrar. (Mér hefur alltaf þótt vænst um rólegu lögin Rolling- anna). Jagger fer á kostum í laginu Hard Woman, ljúfum blús. Ljúfur Jagger. Klassískur rokkari er Half a Loaf þar sem spilar m.a. Nile Rogers á gítar og Bernard Edwards á bassa, en þeir félagar voru í hljómsveitinni Chic á sínum tíma. Þá er Secrets með betri lögunum, skemmtilega sunginn lunkinn textinn. Lakasta lag plötunnar finnst mér það lag sem fyrst barst okkur til eyrna á öldum ljósvakans, nefnilega Just Another Night. Það er ófrumlegast laganna, og þungur einhæfur takturinn þótti mér ekki boða gott áður en ég heyrði alla plötuna. Reyndar kom í ljós að lagið er mun skárra ef ekki eitt sér. En ástæðan til að örvænta rauk út í veður og vind þegar hlýtt var á alla plötuna, heildarsvipur hennar er sterkur og þótt ótrúlegt megi virðast þá verður hún betri og betri við hverja hlustun, þangað til hún getur ekki orðið betri. Þetta er plata sem getur ekki verið betri. ? 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.