Þjóðviljinn - 23.03.1985, Síða 13
MENNING
Hlaupvídd sex
í Kópavogi
(kvöld, laugardag, frumsýnir
Leikfélag Menntaskólans í
Kópavogi leikrit Sigurðar
Pálssonar Hlaup.vídd sex
Hjáleigunni, litlum sal í kjall-
ara Félagsheimilis Kópavogs.
Sigurður samdi leikritið fyrir
einum átta árum handa Nemend-
aleikhúsinu og leikstýrði Þórhild-
ur Þorleifsdóttir þeirri sýningu.
Hún heldur einnig um stjórn-
völinn í Kópavoginum núna.
Leikritið fjallar um það fræga og
umdeilda „ástand” á stríðsárun-
um og hvernig það lék þjóðina.
Koma þar við sögu íslenskar
stúlkur og strákar og fulltrúar er-
lends hernáms á ýmsum aldri og
virðingarþrepum. Einnig birtist
svokölluð Ástandsnefnd sem
skipuð var af yfirvöldum (að
sjálfsögðu karlkyns) til að kanna
siðferðisástand íslenskra kvenna
og samskipti þeirra við setuliðið.
Leikendur í Hlaupvídd sex eru
átján talsins en alls koma 28
manns nærri verki. Tónlist er
eftir Ara Einarsson sem nýtur að-
stoðar Skarphéðins t>. Hjartar-
sonar við undirleik. Eins og áður
sagði verður frumsýningin í kvöld
kl. 20.30 en sýningar verða áfram
eins og aðsókn og tími leikenda
leyfir.
-ÞH
Tvær komnar úr síldinni á Sigló á mölina í Reykjavík- og á hraðri leið í braggamenninguna. Jóhanna Pálsdóttir (tv.) í
hlutverki Stellu og Ragnhildur Ástvaldsdóttir í hlutverki Elísabetar norður-þingeyings sem talar við fjöll. (Mynd: E.ÓI.)
Kennsluafmœli
Námskeið í 30 ár
Sígurður Demetz Franzson heldurtónleika með
nemendum sínum í vor og haust
í sumar verða liðin 30 árfrá
þvíTýról-búi að nafni Vinc-
enzo Maria Demetz kom
hingað til lands í því skyni að
haldasöngnámskeið. Nú
heitir þessi maður Sigurður
Demetz Franzson og erorð-
inn íslendingur-ennám-
skeiðiðstendurenn.
í tilefni af 30 ára kennsluaf-
mæli Sigurðar verður efnt til
söngtónleika á nokkrum stöðum í
vor og haust. Á þeim koma fram
sex núverandi nemendur Sigurð-
ar í Nýja tónlistarskólanum,
undirleikararnir Vilhelmína Ól-
afsdóttir, Bjarni Þór Jónatansson
og Ragnar Björnsson og loks
Sigurður í hópi nemenda sinna, frá vinstri: bræðurnir Gunnar og Guðbjörn
Guðbjarnarsynir, Sigurður, Oddur Sigurðsson, Sigríður Elliðadóttir og Björn
Björnsson. A myndina vantar Höllu Jónsdóttur sem einnig kemur fram á
afmælistónleikunum. (Mynd: -eik)
mun Sigurður sjálfur syngja tvo
dúetta með nemendum sínum.
Sigurður Demetz kom hingað
til lands fyrir milligöngu Svan-
hvítar Egilsdóttur sem þá var
nemandi hans í Mílanó en er nú
prófessor við Vínarakademíuna.
Sigurður fyllti raðir þeirra út-
lendinga sem komu hingað um og
eftir stríð og lagt hafa íslensku
tónlistarlífi ómetanlegt lið. Sig-
urður hefur kennt mörgum helstu
söngvurum íslendinga og má þar
nefna nöfn á boð við Kristján Jó-
hannsson, systurnar Sigurveigu
og Ingveldi Hjaltested, Jón Sig-
urbjörnsson, Ólaf Þ. Jónsson og
Snæbjörgu Snæbjarnardóttur.
Fyrst eftir komu sína rak hann
eigin skóla, Söng- og óperu-
skólann í Reykjavík, í tólf ár, síð-
an var hann jafnlengi kennari á
Akureyri en síðustu sex árin hef-
ur hann kennt við nýja Tónlistar-
skólann.
Tónleikarnir hefjast nú á
sunnudag á Akranesi, þeir næstu
verða á fimmtudaginn í Keflavík
og einnig verða tónleikar í Mos-
fellssveit í þessari lotu en dag-
setning er óákveðin. í haust verð-
ur svo farið til Akureyrar, ísa-
fjarðar, Siglufjarðar, Húsavíkur
og víðar. Tónleikarnir verða
haldnir í tónlistarskólum stað-
anna. Selt verður inn á þá og
rennur allur ágóði til að styrkja
efnilega nemendur á hverjum
stað.
-ÞH
N0RRÆN SAMVINNAIVERKI:
20% IÆKKUN Á ELECIROLUX
BW 200 UPPÞVOTTAVÉLUM
Kt:26.900t
Vörumarkaðurinn og Electrolux hafa með samvinnu
sinni lækkað allverulega verð á hvítum uppþvottavélum
af gerðinni Electrolux BW 200 - sem kemur per til góða.
Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin á
markaðnum - frábær þvottakerfi (með sparnaðarrofa) - öflugar
vatnsdælur sem þvo úr 100 ltr. á mínútu - þrefalt yfirfallsöryggi. -
á nurð. - Rúmar
urð. -
þvc
Ryðfrítt 18 8 stál í þvottahólfi. - Barnalæsing a
borðbúnað fyrir 12-14 manns.
Fullkomin Electrolux BW 200 uppþvc
verði sem þú trúir tæpast - og ekxert vit í að hafna.
á tilboðs-
VÖRUAAARKÁDURINN föj ÁRMÚLA1A SÍMI686117
BJAKM OAGUR/AUGl HWiSIOfA