Þjóðviljinn - 23.03.1985, Side 16
IMENNING
Leikfélag
Hafnarfjarðar
frumsýnirí
kvöld
heimatilbúinn
söngleik
Söngkennarinn
(Hallgrímur
Hróðmarsson) ásamt
kórfélögum hlustar
eftirundarlegu þruskií
salnum. Mynd:eik.
Kristín Gestsdóttir t.v. og Anna María Einarsdóttir komnar á fulla ferð í rokkinu.
Mynd: eik.
Stelpurnargerasig
klárar fyrir svíðiö.
Mynd:eik.
Unnið í
leiksmiðju
Eins og áður sagði er þetta verk
unnið í svokallaðri leiksmiðju þar
sem allir taka þátt í að skapa bæði
eigin hlutverk og verkið í heild.
„Þetta er búið að vera mjög
erfitt en einnig mjög gaman,“
segir Hallgrímur Hróðmarsson
kennari sem er í sama hlutverki í
söngleiknum. „Menn hafa verið
mjög ráðandi um eigin persónur.
Þetta var allt mjög nýstárlegt
fyrir okkur í upphafi en eftir á þá
erum við mjög ánægð með árang-
í kvöld frumsýnir Leikfélag
Hafnarfjarðar í Bœjarbíói í
Gaflarabœ nýjan frum-
saminn söngleik „Rokkhjart-
að slœr“. Höfundar eru yfir 20
félagar í leikfélaginu sem
undanfarna tvo mönuði
hafa undirstyrkri stjórn Þór-
unnar Sigurðardóttur leik-
stjóra spunnið upp hressi-
lega sögu um tóninga ó
sjötta óratugnum pegar
rokkið hélt innreið sína í
dœgurheiminn.
„Þetta er ansi skemmtilegt
tímabil sem við tökum fyrir í
þessu verki. Hér liggja skilin á
milli rómantíkur eftirstríðsár-
anna og svo harða rokksins þegar
unglingafyrirbærið kemur fyrst
almennilega í ljós með nýjum
kröfum, töffheitum og ófull-
nægju,“ segir Þórunn leikstjóri
þegar blaðamaður nær loks að
króa hana af á einni af síðustu
æfingunum nú í vikunni.
„Þetta er eiginlega upphafið að
einhverju meiru. Við reynum að
nálgast þessa stemmningu en
meðal þeirra sem taka þátt í sýn-
ingunni eru nokkrir sem upplifðu
sín unglingsár einmitt á þessum
tíma.
Söguþráðurinn er einfaldur,“
segir Þórunn. „Leikurinn gerist í
skóla þar sem verið er að undir-
búa árshátíð. Strákarnir eiga að
sjá um kórsönginn en stúlkurnar
að sýna dans. Þetta er hátíðleg
stund en þegar líður á dagskrá
hátíðarinnar fer ýmislegt að
verða með öðru móti en áður var
ætlað.
Tónlist skipar mikinn sess í
verkinu og 5 mamma rokkhljóm-
sveit undir stjórn Jóhanns Mora-
vek heldur uppi fjörinu með bæði
nýútsettum og frumsömdum
lögum.
urinn og tvímælalaust tilbúin að
prófa þetta aftur. Það hefur ekki
skipt minnstu máli hversu vel
Þórunn hefur haldið utan um
þetta allt sarnan."
„Það hefur tvímælalaust marga
kosti að hópurinn getur byggt
svona mikið á sjálfum sér, en það
kostar líka að menn verða að
leggja mjög hart að sér,“ segir
leikstjórinn og bætir við: „Þetta
eru mjög metnaðarfullir og harð-
ir krakkar og þessi sýning er
tæknilega mjög stór fyrir atvinnu-
leikhús, hvað þá fyrir áhuga-
mannaleikhús. Þetta er mikil
áhætta en ég finn að dæmið er að
ganga upp og ég vona það besta.“
Til Mónakó
í sumar
En Gaflarar láta sér ekki nægja
að frumsýna nýtt frumsamið verk
í heimabyggðinni heldur ætlar
hópurinn að leggja land undir fót
í sumar og halda alla leið til Món-
akó þar sem „Rokkhjartað slær“
verður flutt á alþjóðlegri leiklist-
arhátíð áhugaleikhúsa.
„Það verða um 20 leikfélög frá
aðallega Evrópulöndum sem
sýna á þessari hátíð og við verð-
um fyrstu fulltrúar íslands á þess-
ari hátíð,“ segir Ragnhildur Jóns-
dóttir formaður Leikfélags Hafn-
arfjarðar. Um 20 manna hópur
fer utan og er þegar kominn
nokkur ferðahugur í fólk. Skyldi
engan undra.
Frumsýning á „Rokkhjartað
slær“ er í Bæjarbíói í kvöld, laug-
ardag kl. 20.00 en næstu sýningar
eru á þriðjudag, fimmtudag og
sunnudag kl. 20.30. - Ig.