Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 1
2 apríl 1985 þriðju- dagur 77. tölublað 50. örgangur UOÐVIUNN HEIMURINN MANNLÍF ÍÞRÓTTIR Samningaviðrœður Verðbætur á laun! GuðmundurJ. GuðmundssonformaðurVMSI: Kaupmáttartrygging verðurfyrsta og síðasta krafan. Kristján Thorlaciusformaður BSRB: Grundvallaratriði afokkar hálfu. Benedikt Davíðssonformaður Sambands bygginga- manna: Krafan verðursett á oddinn. Stefán Ólafssonformaður launamálaráðs Bhm: Hljótum aðfáfram tryggingu. Miðstjórn Alþýðubandalagsins: Verðtrygging nauðsynlegri en nokkru sinnifyrr. ÞingASl: Ófrávíkjanlegkrafa. Það sem við leggjum kapp á í næstu samningum er að ná fram kaupmáttartryggingu í ein- hverju formi. Það þarf ekki endi- lega að vera nákvæmlega gamla kaupgreiðsluvísitalan en það Bandaríkin Áætluðu innrás 1949 Öryggismálaráð Bandaríkj- anna samþykkti 1949 að ráðist yrði á ísland, ef til valdatöku ,4iommúnista“ kæmi. Til vara var áformað að smygla inn vopn- um og fá skandinavíska foringja til aðstoðar andkommúnískum öflum hér á landi. Ef slík valda- taka andkommúnista hefði mis- tekist, var komin réttlæting fyrir innrás í landið. Frá þessu segir í bandaríska vikublaðinu Nation í sl. viku. Blaðið getur þessa í því sam- hengi að íslensk stjórnvöld hafi ekki verið látin vita af áformum Bandaríkjastjórnar, eins og þeg- ar áætlanir voru gerðar um að flytja hingað 48 kjarnorku- sprengjur (sem Arkin sýndi fram á). Blaðið dregur þá ályktun af þessum málum, að þó áform stjórnvalda geti breyst, þá sé hroki bandarískra skipuleggj- enda ávallt sá sami. -6g Sjá bls. 19. Blaðakönnun Þjóðviljinn einn bætti við sig Fyrir tveimur árum var gcrð könnun á lestri blaða hér á landi. Þá sögðust 16% aðspurðra lesa Þjóðviljann. í nýlegri könnun Hagvangs, þar sem m.a. var spurt að þessu sama kom í Ijós að 19% aðspurðra les nú Þjóðvilj- ann. í könnuninni fyrir tveimur árum sögðust 29% lesa Tímann en nú segjast 26% lesa arftakann NT. Jafn margir sögðust lesa Morgunblaðið nú og í fyrri könn- un en mun færri sögðust lesa DV nú en áður, nemur það um 10% minnkun hjá DV. Þjóðviljinn er því eina blaðið sem bætir við sig lesendum. Þjóð- viljinn er á mikilli uppleið. -S.dór verður hins vegar að vera þannig að það sem um er samið verði ekki af okkur tekið aftur innan viku. Það verður fyrsta og síðasta krafan. Þetta sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambandsins í viðtali við Þjóðviljann í gær. Ljóst er að innan verkalýðshreyfingarinnar er nú að myndast einhugur um að setja á oddinn í komandi kjara- samningum kröfu um kaupmátt- artryggingu í einhverju formi. Þegar spurt var um afstöðu BSRB til kröfunnar um verðbæt- ur á laun sagði Kristján Thorlací- us, formaður bandalagsins að hann teldi óhjákvæmilegt „vegna allra aðila í þjóðfélaginu að tekin verði upp verðtrygging launa í einhverri mynd. Af hálfu BSRB er það grundvallaratriði að semja um einhvers konar verðtryggingu á laun.“ Um helgina hélt miðstjórn Al- þýðubandalagsins fund þar sem samþykkt var ályktun, þar sem tekið var heils hugar undir kröfur um verðbætur á laun og bent á að bann núverandi ríkisstjórnar við verðbótum á laun hafi leitt yfir landið mögnuðustu kjaraskerð- ingu sem þekkst hefur í sögu lýð- veldisins. Þar var jafnframt ítrek- að að „kjarasamningar án verð- bóta hafi reynst afar haldlítil vörn fyrir launafólk... kröfur um verð- bætur á laun eru nú nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr.“ Benedikt Davíðsson, formað- ur Sambands Byggingarmanna, tjáði Þjóðviljanum að í gær hefði einmitt verið fundur í fram- kvæmdastjórn sambandsins þar sem rætt hefði verið um verð- tryggingarkröfuna: „Það er ein af okkar meginkröfum að laun séu verðtryggð. Þessi krafa verður sett á oddinn.“ „Við höfum vonda reynslu af því að hafa kjarasamninga ó- tryggða," sagði Stefán Ólafsson, formaður launamálaráðs BHM, Forystumenn samtaka launafólks einhuga um nauðsyn verðtryggingar. Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSl, Krisfján Thorlacius formaður BSRB og Stefán Ólafsson formaður launamálaráðs BHM. „og í kjarasamingum hljóta menn að reyna að fá fram einhverjar tryggingar gegn verðbreytingum, hvort sem það er bein vísitölu- binding eða annað“ Það er því ljóst af viðtölum Þjóðviljans við forystumenn í samtökum launafólks að krafan um verðbætt laun nýtur mikils og víðtæks fylgis. Þess má að lokum geta að á síðasta þingi ASÍ var samþykkt tillaga þar sem sagði að „kröfur um verðbætur hljóti að verða ó- frávíkjanlegar samningum.“ næstu kjara- -ÖS/m/óg Sjá bls. 3, leiðara bls. 4 og miðstjórnarályktun AB á bls. 13. Vatnajökull Fengu ekki að bjarga heimönnum Björgunarsveitarmenn áttu stutt ófarið til hermannanna á Vatnajökli. Skipað að snúa til baka. „Fengum engarskýringará þessari undarleguskipun“ Þegar við áttum eftir um 1 Vi ■ yym sjómílu á staðinn þar sem amcríkanarnir höfðu gefið upp staðarákvörðun á jöklinum feng- um við allt í einu skilaboð um að fara aftur heim. Þetta fannst okk- ur mjög skrýtið og fengum engar skýringar á þessu,“ segir Baldur Pálsson formaður björgunar- sveitarinnar Gróar á Fjótsdals- héraði sem vann að björgunar- störfum á Vatnajökli um helgina. Eftir að hafa bjargað Akur- eyringunum þremur frá jökul- sprungunni á laugardagskvöld var ákveðið að ná í bandarísku hermennina fjóra sem höfðu slegið upp tjaldi á jöklinum og komust hvergi vegna skafrenn- ings. Er snjóbílar björgunar- manna voru rétt ókomnir að á- kvörðunarstað var þeim vísað til baka. „Þessi skipun kom frá ein- hverri yfirstjórn, mér skilst að Flugbjörgunarsveitin hafi stjórn- að þessu. Okkur fannst þetta ansi undarlegt að snúa tveimur bílum frá sem voru nánast komnir á leiðarenda. Það vissi enginn hvernig veðrið þróaðist. Við óskuðum eftir skýringum á þess- ari skipun en fengum enga skýr- ingu,“ sagði Páll. Ingvar F. Valdimarsson for- maður Flugbjörgunarsveitarinn- ar í Reykjavík sagði í gær að þessi skipun hefði ekki verið frá hon- um komin og hann vissi ekki hver hefði gefið hana. „Ég kannast ekki við þessa skipun. Banda- ríkjamenn stjórnuðu sínum gjörðum á jöklinum alveg sjálf- ir,“ sagði Ingvar. Hermennirnir hírðust í tjaldi sínu um nóttina en morguninn eftir sótti þyrla frá hernum þá á jökulinn. Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.