Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Þriðjudagur 2. april 1985 77. tölublað 50. örgangur
DJOÐVIUINN
Lánsfjárlög
Erlendar skuldir 64%
Albert œtlaði að segja afsér ef erlendar skuldir fœru yfir 60%! Ríkisstjórnin gengur bak orða sinna um 1000 miljóna
niðurskurð. Reynist aðeins verða 385 miljónir. Ragnar Arnalds gagnrýnir skerðingu á framlögum til Fram-
kvœmdasjóðs fatlaðra, félagsheimilasjóða, þjóðvega íþéttbýli á landsbyggðinni og til Kvikmyndasjóðs.
Ríkisstjórnin hyggst taka tæpa
7 miljarða króna í erlendum
lánum á þessu ári og verður hlut-
fall erlendra skulda af þjóðar-
tekjum þá komið í 64% um næstu
áramót að mati Seðlabankans. I
umræðum um lánsfjáráætlun á
alþingi í gær var Albert Guð-
mundsson minntur á fyrri yfirlýs-
ingar sínar um að ef farið yrði
1. apríl
Bjordosir og
hræódýrt flug
I gær var fyrsti apríl, og slegnar
ýmsar falskar nótur af því tilefni.
DV sagði frá reka á Laugarnes-
ljöru: „kaldur og svalandi Carls-
berg beint úr sjónum“. Utvarpið
skýrði frá því í hádcgisfrcttum að
svissneskt flugfélag byði fimm-
þúsundkróna farmiða til Zúrich
hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn og
tnunu hafa verið miklar annir hjá
Útsýnarmönnum allan gærdag.
í sjónvarpinu var brugðið á
það ráð að segja fólki, að ísinn
:em kvaldi nágranna okkar við
Eystrasalt sl. vetur væri á leiðinni
hingað til lands. Kváðust sjón-
varpsmenn sjá ísinn við suður-
ströndina og fékk fréttin á sig hið
nauðsynlega vísindalega yfir-
bragð með viðtali við Braga Jóns-
son veðurfræðing.
Þjóðviljinn kom ekki út í gær, á
mánudegi, en við tókum forskot
á daginn með frétt um nýtt holl-
ustulyf úr grásleppugrút í sunnu-
dagsblaðinu.
NT kom hinsvegar út í gær.
Eftir rækilegan lestur komust
starfsmenn Þjóðviljans að því að
aprílgabb blaðsins hafi verið for-
síðufrétt um skoðanankönnun
þarsem Framsóknarflokkurinn á.
að hafa aukið fylgi sitt um heil
3,6%. Brandari dagsins!
-m/lg
Háskólinn
Rektors-
kjör í dag
I dag kjósa starfsmenn og nem-
endur Háskóla íslands nýjan
rektor. Guðmundur Magnússon
hefur beðist undan endurkjöri og
eru fjórir prófessorar í óformlegri
kosningabaráttu: Þeir Páll Skúla-
son, Sigmundur Guðbjarnason,
Jónatan Þórmundsson og Júlíus
Sólnes.
Formlegt kjörgengi hafa skip-
aðir prófessorar við skólann, 77
talsins. Atkvæðisrétt hafa allir
háskólamenntaðir fastir starfs-
menn skólans (um 330) og allir
um 4370 greiddu atkvæði stú-
denta gilda sem þriðjungur
heildaratkvæða.
í prófkjöri sem fram fór í mars-
byrjun fékk Páll Skúlason 30,6%
atkvæða (49 atkvæða starfs-
manna, 345 atkvæði stúdenta),
Sigmundur Guðbjarnason 30,5%
(80-118), Jónatan Þórmundsson
11,6 (17-141), Júlíus Sólnes 10,5
(25-60), aðrir minna.
-m
yfir 60% markið myndi ríkis-
stjórnin segja af sér!
í janúar gaf ríkisstjórnin út
yfirlýsingu um að dregið yrði úr
erlendum lántökum sem næmi
1000 miljónum króna á þessu ári.
í gær kom í ljós að niðurskurður-
inn frá fyrri áætlun nemur aðeins
385 miljónum, og þar af eru 316
miljónir vegna minni fram-
kvæmda hjá Landsvirkjun. „Hér
Við gerum okkur grein fyrir því
að löglega var staðið að þess-
ari iðgjaldahækkun, en við
drögum í efa og teljum þau gögn
sem tryggingafélögin lögðu fram
máli sínu til stuðnings ófullnægj-
andi og þess vegna mótmælum við
var eingöngu um áróðurshjal og
frómar óskir að ræða,“ sagði
Ragnar Arnalds við umræðuna í
gær.
Ríkisstjórninni hefur ekki tek-
ist að ná samkomulagi um svo-
kallað„þróunarfélag“, sem átti
skv. upphaflegri áætlun að fá 500
miljónir króna í erlendu lánsfé í
ár. f gær var þróunarfélagið strik-
að út úr lánsfjáráætlun og 500
þessari iðgjaldahækkun bifreiða-
trygginga. Forráðamenn FIB
hafa átt fund með tryggingamála-
ráðherra Matthíasi Bjarnasyni
um málið og vænta svars frá hon-
um innan tíðar.
FÍB segir í fréttatilkynningu
miljónir fluttar yfir á Fram-
kvæmdasjóð.
Fulltrúar Alþýðubandalags,
Alþýðuflokks og Samtaka um
kvennalista lögðu sameiginlega
fram minnihlutaálit um lánsfjárá-
ætlun í gær. Ragnar Arnalds lýsti
andstöðu Alþýðubandalagsins
við áætlunina í heild og einstaka
greinar hennar, einkum skerð-
ingu á framlögum til Fram-
sem félagið hefur sent frá sér um
málið, að hækkun iðgjalda bif-
reiðatryggingasl. 3ár sé 260%. Á
sama tíma hefur kaup í landinu
hækkað um 119%, að því er
Þjóðviljinn fékk uppgefið hjá
Kjararannsóknanefnd.
kvæmdasjóðs fatlaðra, þjóðvega
í kaupstöðum og kauptúnum og
til Kvikmyndasjóðs. Þá lagði
Ragnar áherslu á að mjög kæmi
til álita að draga enn frekar úr
framkvæmdum Landsvirkjunar
en áætlunin gerir ráð fyrir. í áliti
stjórnarandstöðunnar segir að
áætlunin sé ófullkomin og tæpast
marktæk.
-ÁI
Að sögn Jónasar Bjarnasonar
varð tjónaukning á árinu 1984
14% miðað við árið á undan. Aft-
ur á móti bera tryggingafélögin
því við að tjón séu meiri og alvar-
legri en nokkru sinni fyrr.
- S.dór
Hanna Lóa Friðjónsdóttir, 13 ára (slandsmeistari í fimleikum kvenna
Fimleikar kvenna
Æðislega gaman
að er æðislega gaman að vera
w íslandsmeistari,“ sagði
Hanna Lóa Friðjónsdóttir, 13
ára, við Þjóðviljann í gær. Hanna
Lóa varð um helgina íslands-
meistari í fimleikum kvenna,
samanlögðum greinum og er jafn-
framt yngst þeirra sem hlotið
hafa þennan titil.
„Greinarnar eru 4, það er
stökk, tvíslá, slá og gólf. Stigin úr
hverri grein eru svo lögð saman.
Ég fékk bikar og gullpening og
svo lítinn bikar til eignar.“
Ertu búin að œfa lengi?
„Ég byrjaði að æfa 1980 og hef
alltaf æft með Gerplu. Þjálfari
minn er Valdimar Karlsson sem
er pólskur en flutti hingað fyrir
nokkrum árum. Þetta byrjaði
alltsaman þannig að foreldrar
mínir stungu upp á þessu og við
fórum 2 systurnar. Hún hætti
fljótlega en ég hélt áfram og þykir
þetta alveg jafn skemmtilegt og í
byrjun. Fyrir utan skólann og
æfingar er ekki tími fyrir neitt
annað áhugamál. Ég æfi samtals
8 sinnum í viku, tvisvar á föstu-
dögum. Inní þessu eru svo æfing-
ar með landsliðinu sem eru þrisv-
ar í viku.“
„Hvað tekur við núna?
Við keppum við Belgíu um
næstu helgi, þær koma hingað og
í lok apríl er Norðurlandamót í
fimleikum í Danmörku. Svo æfi
ég í allt sumar en veit svo ekkert
meir,“ sagði þessi efnilega fim-
leikakona hún Hanna Lóa. aró
Bifreiðatryggingar
HB mótmælir gögnum tryggingafélaga
Jónas Bjarnason framkvæmdastjóri FÍB: Höfum átt fund með
tryggingamálaráðherra og bíðum eftir svari.