Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 14
HEIMURINN
AÖalfundur
Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1985 verður
haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00,
föstudaginn 12. apríl 1985.
Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf
samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta
bankans.
Aðgöngumiðar að fundinum verða af-
hentir hluthöfum eða umboðsmönnum
þeirra í aðalbanka að Lækjargötu 12, 3.
hæð, dagana 3.,9.,10. og 11. apríl.
Reikningar bankans fyrir árið 1984, ásamt
tillögunri þeim sem fyrir fundinum liggja,
verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Reykjavík 25. febrúar 1985.
Bankaráð
IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF.
Iðnaöarbankinn
Húsafriðunarnefnd auglýsir hér með eftir umsóknum
til húsafriðunarsjóðs, sem stofnaður var með lögum
nr. 42/1975, til að styrkja viðhald og endurbætur húsa,
húshuta og annarra mannvirkja, sem hafa menningar-
sögulegt eða listrænt gildi.
Umsóknir skulu sendar fyrir 1. september nk. til Húsa-
friðunarnefndar, Þjóðminjasafni íslands, Box 1439,
Reykjavík á eyðublöðum, sem þar fást.
Húsafriðunarnefnd.
Frá menntamálaráðuneytinu
LAUSAR STÖÐUR
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Staða skólameistara er laus til umsóknar og veitist frá 1. ágúst
næstkomandi.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Við nýstofnaðan fjölbrautaskóla í Garðabæ eru lausar til umsóknar
kennarastöður í eftirtöldum greinum:
Islensku, dönsku, ensku, frönsku, þýsku, stærðfræði, efnafræði,
líffræði, sögu og félagsfræði, viðskiptagreinum og íþróttum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu fyrir 1. maí næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið,
29. mars 1985.
A
Áskorun
til greiðenda fasteignagjalda
í Kópavogi
Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa greitt
gjaldfallin fasteignagjöld ársins 1985 að gera skil
innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar.
Hinn 5. maí nk. verður krafist nauðungaruppboðs skv.
lögum nr. 49/1951, á fasteignum þeirra er þá hafa eigi
gert skil.
Innheimta Kópavogskaupstaðar.
Einbýlishúsalóðir
Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar lóðir í Setbergi.
Um er að ræða allt að 30 lóðir, einkum fyrir einbýlis-
hús. Lóðirnar verða byggingarhæfar á sumrinu 1985.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræð-
ings Strandgötu 6, þar með talið um gatnagerðargjöld,
upptökugjöld, byggingarskilmála o.fl.
Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum
sem þar fást, eigi síðar en 15. apríl nk.
Bæjarverkfræðingur.
Gro Harlem Brundtland: í miskunnarlausum fjölmiðlaheimi finnur hún ekki þann rétta árásartón...
Tvísýn staða Verka-
mannaflokksins norska
Fylgi hans vex ekkiþótt margir eigi harma að hefna á hœgristjórninni.
Kosningabandalag við Sósíalíska vinstriflokkinn? Öryggisþörfog
íhaldssemi
Ef allt væri með felldu, hefði
Verkamannaflokkurinn í Noregi
verulega sigurmöguleika í kosn-
ingunum í haust. Borgarastjórn
þriggja flokka er ekki neitt sér-
lega vinsæl, svo mikið er víst.
Engu að síður hefur fylgi flokks-
ins farið dalandi sl. tvo mánuði úr
41-42% í 38-39% og er þetta út-
skýrt bæði með því að formaður-
inn, Gro Harlem Brundtland,
standi sig ekki nógu vel á fjöl-
miðlaöid og svo því, að flokknum
hafi ekki tekist að móta sér skýra
stefnu í veigamiklum málum svo
eftir verði tekið.
Eftir að þríflokkastjórnin
borgaralega hefur stjórnað í þrjú
og hálft ár er atvinnuleysið komið
í 4,5% og hefur það aldrei verið
meira í Noregi eftir stríð. Margir
reyna á eigin skinni afleiðingar af
niðurskurðarstefnu stjórnar
Káre Willochs á sviði félagslegrar
þjónustu. Stjórnarflokkarnir
standa uppi í hárinu hver á öðrum
í skattamálum og varnarmálum.
Minni flokkarnir, Miðjuflokkur-
inn og Kristilegi þjóðarflokkur-
inn, eru dauðhræddir við að þeir
hverfi í skuggann á stóða bróður,
Hægri flokknum.
Og samt hefur staða Verka-
mannaflokksins heldur versnað.
Vinstra
kosninga-
bandalag
Einn af þeim sem hefur þungar
áhyggj ur af þessari stöðu er Einar
Gerhardsen, sem enn í dag er sá
maður í flokknum sem mest er
eftir tekið, þótt hann sé 86 ára
gamall og hafi sagt af sér forsætis-
ráðherradómi fyrir tuttugu árum.
í viðtali við Arbeiderbladet segir
sá gamli „landsfaðir”, að eini
raunverulegi möguleikinn, til að
koma borgarastjórninni frá
núna, sé að Verkamannaflokkur-
inn taki upp kosningasamstarf
við SV, Sósíalíska vinstriflokk-
inn. SV er miklu minni flokkur en
Verkamannaflokkurinn, og enn
smærri á þingi en fylgið segir til
um, vegna þess að norsk kosn-
ingaskipan vinnur gegn smærri
flokkum og bætir á þá stóru. Með
kosningabandalagi er hinsvegar
hægt að nýta mjög vel atkvæðin
sem á vinstrivænginn falla. Um-
mæli Gerhardsens segja reyndar
þá jákvæðu sögu, að betri for-
sendur eru taldar á samstarfi
norskra sósíaldemókrata og
vinstrisósíalista en áður - en for-
ysta Verkamannaflokksins hefur
lengi haft tilhneigingu til að af-
greiða SV sem óábyrgan smá-
flokk yfirboðanna.
Forystu-
kreppa
Fréttaskýrendur tala um að
Verkamannaflokkurinn sé í vissri
forystukreppu enda þótt enginn
muni reyna að steypa formanni
og varaformanni, Gro Harlem
Brundtland og Einar Forde, af
stóli. Enginn efast um dugnað og
kunnáttu Gro Harlem Brundt-
land. En hún verður stundum
óskiljanleg í sjónvarpsstreitu og
það er víst höfuðsynd á fjölmiðla-
öld. Auk þess þykja hún og aðrir
forystúmenn ekki hafa fundið
þann einfalda og áleitna tón í
kosningamálflutning, sem gæti
sannfært kjósendur um að
eitthvað væri að gerast í Verka-
mannaflokknum.
PlÚS
Og
mínus
Verkamannaflokkurinn nýtur
mest trausts þeirra sem setja á
oddinn fulla atvinnu og baráttu
fyrir velferðarríkinu. En á hinn
bóginn er talið að einmitt þessar
„jákvæðu” hliðar geri flokkinn
lítt spennandi í augum annarra -
og þá ekki síst ungra kjósenda.
Margir líta á flokkinn sem íhalds-
saman, að hann sé í því fyrst og
fremst að slá skjaldborg um það
sem var, að hann sé hræddur við
breytingar og treysti alltof mikið
á forsjá ríkisins. Með öðrum orð-
um: norskir sósíaldemókratar
eru hér og þar taldir helst til var-
færnir menn í varnarstöðu, þeir
hafi eins og tæmt möguleika hins
skandinavíska velferðarríkis og
viti ekki í hvaða heima skal nú
halda.
Fyrrverandi leiðtogi flokksins,
Reiulf Steen, er einn þeirra, sem
telur mjög nauðsynlegt að flokk-
urinn losi sig við þessa ímynd og
það skriffinnskuorð sem af hon-
um fer.
Kjaramál
og
friðarmál
Verkalýðshreyfingin er að sínu
leyti óánægð með að flokkurinn
skuli ekki hafa tekið sem skyldi
undir hugmyndir hennar um
stytta vinnuviku, lægri eftirlauna-
aldur og breytingar á reglum um
frádrátt til skatts, sem nú koma
þeim sem betur eru settir einkum
til góða.
Verkamannaflokkurinn hefur
og látið sér mistakast að gera
friðarmálin að sínu trompi, þótt
hann hafi sýnt nokkurn lit þar á.
Hann er ólíklegri til þess til dæm-
is að samþykkja afdráttarlaust að
Noregur skuli kjarnorkuvopna-
laus í stríði og friði en t.a.m. sjálf
verkalýðshreyfingin. Hin borg-
aralega stjórn hefur verið sjálfri
sér sundurþykk í afstöðu til
stjörnustríðsáforma Reagans
forseta. Þótt Verkamannaflokk-
urinn sé á því, eins og mikill
meirihluti Norðmanna, að and-
æfa slíkum áformum, er hann tal-
inn hafa glutrað því máli úr hönd-
um sér og látið Sósíalíska vin-
striflokkinn um að reka það á
þingi, það frumkvæði sem eftir
var tekið.
Fer nú vaxandi í flokknum
óþolinmæði þeirra sem kunna illa
við sig í samtökum glataðra tæki-
færa.
AB tók saman.
Minnihlutinn rekinn
Framhald af bls. 17
alskir kommúnistar og reyndar er
alllangt síðan finnskir kommún-
istar tóku úr sínum stefnuskrám
byltinguna og alræði öreiganna.
Nú er um það spurt, hvort so-
véskir kommúnistar kjósi að efla
minnihlutann til að reka sérstak-
an flokk - eða hvort þeim sýnist
skárra að vita í Finnlandi af til-
tölulega sterkum kommúnista-
flokki og óháðum en af litlum og
veikburða flokki, sem er hlýðinn
eins og hann er langur til.
Það kemur svo inn í þetta dæmi
allt, að í raun fylgja flestir ef ekki
allir finnskir stjórnmálaflokkar
þeirri stefnu að virða beri sam-
nefnara í utanríkispólitík, sem
byggist á vinsamlegum sam-
skiptum við grannann í austri.
Þetta er grundvallaratriði í
finnskri pólitík - eins þótt sumir
flokkar séu „vinsamlegri” en aðr-
ir.
áb tók sama.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. apríl 1985