Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 8
MANNLÍF Starfskynning Bjarni Þór og Ingimundur „trésmiðir“ íspjalli við starfskynningarblaðamann Þjóðviljans Bjarni Þór og Ingimundur: höfum mikinn áhuga á trésmíði og völdum þess vegna að kynna okkur þetta. (Ljósm.: E.ÓI.). í síðustu viku voru krakkar í 9unda bekk Æfingaskólans í starfskynningu á hinum ýmsu vinnustöðum borgarinnar, einnig voru nokkrir úti á landi. Ég skellti mér á spjall við nokkra þeirra sem voru innan borgarmarkanna og árangurinn af því erfiði kemur fram hér á eftir. Fyrst fór ég á trésmíðaverk- stæði Ingvars og Gylfa og spjall- aði við þá Bjarna Þór Ólafsson og Ingimund Gestsson. Hvers vegna völduð þið að fara á trésmíðaverkstæði? Bjarni: Ég hef áhuga á tré- smíði. Ingimundur: Ja, það sama og Bjarni, ég hef áhuga á þessu. Hvar getiði lært trésmíði? Bjarni og Ingimundur: í Iðn- skólanum. Hef áhuga á snyrtingu Sísíspurð spjörunum úr Síðan var það næsta skref að fara í snyrtingu á snyrtistofu Jónu og þar hitti ég hana Sesselju Ól- afsdóttir (Sísí) og spurði hana spjörunum úr. Jæja, Sísí, hvers vegna vald- irðu þér nú að fara á snyrtistofu? Bara, ég hef áhuga á snyrtingu og að vera snyrtileg. Hvernig geturðu lært snyrt- ingu? Sesselja Ólafsdóttir: ætla mér að vinna við snyrtingu ef ég næ þessum hræðilegu samræmdu í skólanum. Ljósm.: E.ÓI. Næsti og síðasti vinnustaður- inn var saumastofan í Þjóðleik- húsinu og þar spjallaði ég við Önnu Þóru þar sem hún sat við sauma. Hvers vegna valdirðu þér að fara á saumastofu? Afþví að ég hef áhuga á fata- hönnun og að sauma föt. Hvernig geturðu lært fata- hönnun og sauma? Ég held að það sé hægt að læra hjá klæðskera í Iðnskólanum og svo er hægt að fara út að læra og ég býst við að svona nám taki svona ca. 3-4 ár. Hefurðu hugsað þér að vinna við þetta í framtíðinni? Ég gæti vel hugsað mér það en ég er ekki viss um að ég muni vinna við þetta. Hvernig finnst þér nú að vera í starfskynningu á þessari sauma- stofu? Bara mjög þægilegt. - H.G. Langarí fatahönnun Spjallað við Önnu Þóru á saumastofu Þjóðleikhússins Hafiði hugsað ykkur að vinna við þetta í framtíðinni? Bjarni: Ég hugsa það. Ingimundur: Já, já það vona ég- Hvernig er að fara í starfskynn- ingu í eina viku? Bjarni: Það er mjög gott eða bara aldeilis ágætt. Ingimundur: Mér finnst það bara alveg þrælskemmtilegt. - H.G. Sko, eins og er þá er þetta 2ja ára námskeið á Hótel Sögu og svo er 1 ár kauplaust á snyrtistofu, en þetta er að færast í Iðnskólann og verður þá töluvert meira nám. Hefurðu hugsað þér að vinna við þetta í framtíðinni? Já, já ef mér gengur vel í skól- anum og næ góðum prófum þ.e.a.s. í þessum hræðilegu sam- ræmdu. Hvernig finnst þér nú að vera í starfskynningu í eina viku? Mér finnst það mjög gott og líkar mjög vel á þessari stofu sagði Sísí að lokum um leið og hún sparkaði í Ijósmyndarann. - H.G. Anna Þóra: býst við að svona nám taki 3-4 ár. Ljósm.: E.ÓI. B SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. apríl 1985 Kínverskir réttir Lambá mongólska vísu Austrið er rautt heitir gagnmerkt tímarit Kínversk- íslenska menningarfélagsins. Þar kennir margra grasa en sakir áhuga okkar á kínverskri matar- gerðarlist, sem mun víðfræg, birt- um við hér ágæta uppskrift sem kennir oss að matreiða lamb að þarlendra sið. Það sem þarf í réttinn er: Beinlaust lambakjöt t.d. úr læri, 650 g. Kjötið er sicorið í ferninga uþb. 2,5 sm x 5 sm og 0,4 sm þykkt. Einn meðalstór laukur, skorinn í tvennt að endilöngu og síðan í hálfhringi um 0,4 sm þykka. Sósan sem marinerað er úr: 3A teskeið sykur, 3A teskeið salt, 1 matskeið sojasósa, IV2 matskeið kartöflumjöl, lA teskeið sesam olía eða 1 matskeið ristuð hvít sesamfræ, pipar að geðþótta. Smáttskorin salatblöð, 2 mat- skeiðar matarolía, t.d. jarðhnet- uolía. Aðferðin er sem hér segir: 1. Marínerið kjötið í sósunni í 2 til 3 klukkustundir. 2. Hitið wok (kínverskan pott) eða pönnu við háan hita. Setjið 1 matskeið af matarolíu á pönn- una. Bætið lauknum á pönnuna, steikið í um 1 mínútu, takið þá laukinn af pönnunni og geymið. 3. Þvoið pönnuna. Hitið að nýju við háan hita, setjið þá 1 mat- skeið af matarolíu á pönnuna. Setjið marínerað lambakjötið á pönnuna. Steikið í 2 til 3 mínútur og hrærið í . Setjið síðan lok á pönnuna í 2 mínútur, bætið síðan lauknum í og hrærið vel, lokið því næst pönnunni og látið krauma í V2 mínútu. 4. Setjið niðurskorin salatblöðin á matarfat og bætið steiktu kjöt- inu þar á ofan. 5. Ef þess er óskað að hafa kjötið . bragðsterkara en hér er stungið upp á, þá stráið Chile-pipar eða cayenne pipar á kjötið meðan það marinerast. Er fyrir fjóra. Verði ykkur að góðu! , ,Alveg þræl- skemmtilegT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.