Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 4
LEHÐARI
Verðbætur á laun
Langt er nú síðan hérlendis hefur jafn víða
verið jafnt þröngt í búi og núna. Það er ekki einu
sinni að menh séu unnvörpum um allt land að
horfa á eftir húsum sínum og heimilum undir
hamarinn, heldur hefur það nú gerst að á íslandi
er að verða til hópur fólks sem hreinlega veit
ekki alltaf hvað það á að hafa til næsta máls.
Þetta hefur gerst á sama tíma og móðir náttúra
hefur fráleitt verið miður gjöfulli við landsmenn
en áður. Þannig var nýlega tilkynnt að þvert
ofaní hrakspár hefði þjóðarframleiðsla á síðasta
ári ekki minnkað, heldur vaxið, um 2,5 prósent.
Ástæðan fyrir hróplega slæmri afkomu alþýð-
uheimilanna er einföld: eitt fyrsta verk núver-
andi ríkisstjórnar var að afnema verðbætur á
laun en leyfa verðlagi og neysluvörum að klifra
upp í stjarnfræðilegar hæðir. Þetta hefur valdið
því, að meðan ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar hefur setið við völd hefur
kaupmáttur heimilanna hrapað um hartnær
30 prósent. Hrapinu er heldur ekki lokið: Þrátt
fyrir góðæri til lands og sjávar er spáð að á
þessu ári muni kaupmáttur enn hrapa um fjögur
prósent!
Það er einfaldlega staðreynd sem enginn
getur í móti mælt að bann ríkisstjórnarinnar við
verðbótum á laun hefur leitt yfir landsmenn ein-
hverja mögnuðustu kjaraskerðingu sem þekkst
hefur í sögu lýðveldisins. Innan verkalýðshreyf-
ingarinnar hafa menn gert sér Ijósa grein fyrir
þessu, og hvarvetna þar sem samningar eru í
undirbúningi eru menn sammála um að kröfuna
um kaupmáttartryggingu verður að setja á
oddinn. Þegar á þingi sínu seint á síðasta ári
samþykkti Alþýðusamband íslands ályktun, þar
sem sagði að „kröfur um verðbætur hljóti að
verða ófrávíkjanlegar í næstu kjarasamning-
um.“
Þetta er auðvitað hárrétt mat hjá Alþýðu-
sambandi íslands. Það er deginum Ijósara að
kjarasamningar án verðbóta hafa reynst hald-
laus vörn fyrir launafólk í landinu. Krafan í
næstu samningum verður því um verðbætt laun
í einhverju formi.
Á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins um
helgina var bent á þetta í ályktun, þar sem
sagði:
„Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar í
upphafi ferils síns, þar sem bann við verðbóta-
greiðslum á laun var eitt af lykilatriðum hag-
stjórnarinnar, hafa leitt yfir alþýðu landsins
mögnuðustu kjaraskerðingu sem þekkst hefur í
sögu lýðveldisins. Kaupmáttur launa hefur
hrapað á þessu tímabili svo skiptir tugum pró-
sentaog heldur áfram að hrapa, þrátt fyrir kjara-
samninga sl. haust, sem fólu í sér verulegar
prósentuhækkanir.
Á sama tíma og launin hafa verið óvarin, hef-
ur vísitölubinding verið í gildi á öllum öðrum
sviðum þjóðfélagsins. Sú meðvitaða hagstjórn
ríkisstjórnarinnar sem m.a. felst í því misgengi
sem átt hefur sér stað milli lánskjaravísitölu,
vaxta og kaupmáttar, hefur leitt svo hrikalega
skuldabagga yfir húsbyggjendur og íbúða-
kaupendur að örvæntingin blasir ein viö.
Þessa þróun verður að stöðva!
Miðstjórn Alþýðubandalagsins skorar á öll
framsækin öfl í þjóðfélaginu, að sameinast um
það verkefni að koma í veg fyrir að lögin um
banri við verðbótum verði framlengd eftir 1.
júní.“
Krafan um kauptryggingu eða einhvers konar
verðbætur á launin er nú útbreidd í verkalýðs-
hreyfingunni. Þannig lýsa forystumenn hennar
því yfir í Þjóðviljanum í dag að verðbætur í ein-
hvers konar formi séu óhjákvæmilegar.
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður
Dagsbrúnar sagði: „Kaupmáttartrygging er
fyrsta og síðasta krafan." Kristján Thorlacíus,
formaður BSRB sagði sömuleiðis að óhjá-
kvæmilegt væri „vegna allra aðila í þjóðfélaginu
að tekin verði upp verðtrygging í einhverri
rnynd" og Stefán Olafsson formaður launamál-
aráðs BHM tók í sama streng. Benedikt Davíðs-
son formaður Sambands byggingarmanna
klykkti út með því að segja: „Ein af okkar megin-
kröfum er að laun verði verðtryggð."
Það er því alveg Ijóst að krafan um verðbætur
á laun í einhverri mynd fagnar miklum byr meðal
verkalýðshreyfingarinnar. Alþýða þessa lands
lætur ekki lengur bjóða sér dauðann úr skel -
frekari kjaraskerðingar verða ekki þolaðar.
Þess vegna verður krafan um verðbætur í
einhverri mynd sett á oddinn í komandi kjara-
samningum.
KUPPT OG SKORHE)
Þriðji hver
ólæs
Bandarísku vikublöðin hafa
verið að skrifa um bók eftir mann
að nafni Jonathan Kozol um
ólæsi í Bandaríkjunum og DV
setur saman pistil um þetta mál í
gær. Bókin hefur vakið mikla at-
hygli vegna þess að þar er því
haldið fram að
„um þriðjungur allra fullorð-
inna í Bandaríkjunum er ólœs eða
því sem nœst. Þá er átt við um
sextíu miljónir manna í Banda-
ríkjunum geti ekki leitað uppi
númer í símaskrá, lesið sér til
gagns leiðbeiningar á neytend-
aumbúðum, stautað sig framúr
húsleigusamningi eða talið hvort
þeir hafi fengið rétt gefið til
baka".
Á það er raunar bent í þessu
sambandi, að Bandaríkin séu
ekki nema í 49nda sæti í röðinni
yfir ríki heims, þegar lagt er mat á
íestrarkunnáttu þegnanna, en
alls eru í Sameinuðu þjóðunum
um það bil hundrað og sextíu ríki.
Kozol þessi hefur að sönnu
ekki nákvæmar athuganir til að
styðjast við en leitar hér og þar
fanga í ýmislegar opinberar
skýrslur.
Versnandi
ástand
Tvennt er öðru fremur athygl-
isvert í frásögnum af þessari bók.
Annað er það, að Kozol hefur þá
kenningu, að ástandið fari
versnandi, þeas, hinum ólæsu fari
fjölgandi „eftir því sem þjóðfé-
lagið er minna háð lestri í fjöl-
miðlum, þegar það er matað á
fréttum með tali og mynd”. Hér er
semsagt um að ræða það „nýja
ólæsi” sem svo margir tengja við
ofneyslu á sjónvarpi. Þetta mikla
sjónvarpsgláp, telja margir, gerir
menn með mörgum hætti verr í
stakk búna til að lesa texta en
ella, og eins líklegt að glápið geri
hálflæsa menn ólæsa aftur. Þar
fyrir utan er sjónvarpið að sjálf-
sögðu afkastamikið við að kiippa
á tengslin milli afþreyingar og
lestrar, sem áður hafa verið
nokkur hvati á menn að koma sér
upp lestrarkunnáttu og viðhalda
henni.
Má vera að Jonathan Kozol ýki
eitthvað í sínum niðurstöðum.
En vafalaust er ólæsið miklu
stærra í þessu ríka landi en menn
hafa almennt gert sér grein fyrir.
Það undarlega er, að það virðist
ekki duga til þess að skera niður
ólæsi, að velgengni manna á vinn-
umarkaði er í vaxandi mæli háð
vissri færni í lestri. Það er satt að
segja svo augljóst óhagræði að
því að kunna hvorki að lesa né
skrifa í nútíma samfélagi, að
maður verður hissa á því að milj-
ónir manna eða tugmiljónir rétt-
ara sagt, skuli komast hjá því - í
landi þar sem til eru mjög öflugar
æðri menntastofnanir og skóla-
hald á sér alllanga sögu.
Víta-
hringur
Bókarhöfundurinn Kozol talar
um ákveðinn vítahring í þessu
sambandi. Ólæsir foreldrar geta
ekki hjálpað börnum sínum við
upphaf skólanáms. Þeir geta
heldur ekki sett á blað kvartanir
um skóla sem mistekist hefur að
kenna börnum þeirra að lesa. í
samantekt DV um málið segir
m.a.:
„Kozol tekur svo djúpt í árinni
að segja að ólæsi sé ekki slysni.
Hann álítur að of mörgum pólit-
íkusum þyki það fremur til bóta
að þetta fólk eigi óhœgt með að tjá
sig á opinberum vettvangi eða á
stjórnmálavettvanginum”.
Þetta er í raun engin smá-
ásökun. Það er sagt beinum orð-
um, að stjórnmálamenn telji sér
það í hag, að ólæst fólk (sem hlýt-
ur þá væntanlega yfirleitt að vera
um leið fátækasta fólkið, þótt
undantekningar séu frá því) geti
ekki látið til sín heyra. Óg sé þá
væntanlega að miklu leyti útilok-
að t.d. frá þátttöku í kosningum
(varla fara þeir að láta skrá sig á
kjörskrá, sem eiga það á hættu að
upp komist að þeir kunni ekki að
lesa eða draga til starfs). Menn
hafa einatt verið að útskýra litla
kosningaþátttöku í Bandaríkjun-
um með því, að fólk þar væri búið
að fá leiða á pólitík. Kannski er
ástæðan miklu frekar sú, að
drjúgum hluta þjóðarinnar er
haldið utan við kosningakerfið
með fáfræði.
Áhrif
einkaskóla
Þessi umræða um ólæsi í
Bandaríkjunum má vel tengjast
við umræðu um kosti og galla rík-
isskóla og einkaskóla. Vafalaust
er að ólæsið er að miklu leyti
tengt vondum skólum. En kann-
ski verða ríkisskólarnir verri en
þeir annars væru, ef millistéttir
I og þaðan af efnaðra fólk ætti ekki
marga kosti á að kaupa börnum
sínum betri kennslu í einka-
skólum en aðrir hljóta. Ef að
verulegur hluti sæmilegra og vel
stæðra foreldra veit af börnum
sínum í einkaskólum, sem tryggja
aldrei minna en góða lestrar-
kunnáttu, og ef þetta sama fólk
ræður pólitíkinni: er þá ekki enn
líklegra en ella að ríkisskólar
verði vanræktir, vanbúnir og
kennarar þeirra iíla launaðir eftir
því?
Það er meira en ómaksins vert í
skólamálaumræðu dagsins að
gefa gaum að þeirri svikamyllu
bandarískri, sem gerir einnig
börn þeirra sem atvikin dæmdu
til ólæsis, eins og ómynduga
þegna með mjög takmarkaða
möguleika á að nota sér þá mögu-
leika, sem þau hafa formlegan
rétt til. - ÁB.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéöinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fréttastjórl: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friöriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstofuatjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgroiðslustjóri: Baldur Jónasson. 'cj\s
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, KristlnYr ""lóttir.
Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Hú8mœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjórl: ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgrelðsla, auglýslngar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
• Áskriftarverð á mónuði: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 2. apríl 1985