Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 15
FRÉT11R íslandssaga Bandarísk innrás stóð til Bandaríska vikuritið Nation um hernaðaráform stjórnarinn- ar nú og fyrr: Aformin breytast máske, en hrokinn ekkert. 1949 samþykkti Öryggismálaráð Bandaríkjanna skýrslu um innrás í Island. Mátti ekki láta íslensk stjómvöld vita. Ætluðu að fá skandinaviska skœruliðaforingja til hjálpar and- kommúnistum til að steypa stjórninni. Áformin geta breyst, segir bandaríska vikuritið Nation í um- fjöllun um hernaðarmálefni Is- lands í síðustu viku, „en hroki áætlanaspekinga í Bandaríkjun- um er ávallt sá sami“. I greininni er m.a. rifjað upp að árið 1949 (Truman-stjórnin) hafi verið uppi áform um innrás í ísland ef af valdatöku „kommúnista" yrði og setti Oryggismálaráð stjórnar- innar saman skýrslu um barátt- una og innrásina þegar þar að kæmi: Orðrétt hljóðar greinin í Nation: „Þó að ísland sé í Nató, þá hef- ur ísland varnarsamning við Bandaríkin (frá 1951), þarsem segir að ríkisstjórn íslands verði að samþykkja hvers kyns banda- rísk kjarnorkuvopn á landssvæði sínu. Þið getið rétt hugsað ykkur áhyggjurnar sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hafl þegar kjarnorkuvopnasér- fræðingurinn William Arkin frá „Institute of policy studies“ sagði honum í fyrra að til væru banda- rlsk áform um að farið yrði með 48 kjarnorkusprengjur til íslands án þess að leyfis yrði aflað. Bandaríkjamenn eiga 900 B-57 kjarnorkuhleðslur í kafbáta en hver um sig jafngildir 10 kíló- tonnum. í yfirlýsingu Geirs Hall- grímssonar utanríkisráðherra sagði að jafnvel slík áform, þ.e. að fara með kjarnorkuvopn til ís- lands væru brot á varnarsamning- um frá 1951. Það sem íslenskir embættis- menn vita e.t.v. ekki, er það, að þetta er ekki fyrsta einhliða áætl- un Bandaríkjamanna um öryggi landsins, íslands. 1949 ákvað Or- yggismálaráð Bandau'kjanna íeynilega að Bandaríkin myndu gera innrás í landið ef hættuá- stand skapaðist. Samkvæmt skjali Öryggis- málaráðsins sem dagsett er 29. júlí 1949 er slíkt hættuástand skil- greint sem samsæri, valdataka kommúnista hvort sem hún væri að undirlagi Sovétríkjanna eða ekki. Skjalið segir að Bandaríkin myndu grípa í taumana og þar er bætt við: „Innrás á ísland yrði ekki eina úrræðið sem hugsan- lega yrði gripið til. Annað ráð en innrás væri að hefja pólitískt stríð, þarsem m.a. vopnum yrði komið inn í landið og neðanjarð- arleiðtogar, helst af öllu Skandin- avar, yrðu andkommúnistum á íslandi til hjálpar við að berjast gegn hinni kommúnisku ríkis- stjórn. Jafnvel þó að andkomm- únistar næðu ekki yfirhöndinni þá þegar, þá væri að minnsta kosti hægt að ráðast inní landið á þeirri forsendu að borgarastyrj- öld væri í landinu". Það kemur fram í þessu skjali að fulltrúar í Öryggisnefndinni áttu ekki að láta íslensk yfirvöld vita af þessu, því það myndi valda þeim óþarfa óþægindum að svo stöddu. „Áformin geta þannig breyst en hrokinn í bandarískum áætl- anaspekingi er ávallt sá sami,“ segir í niðurlagi greinarinnar í Nation. Þetta er eitt elsta viku- tímarit í Bandaríkjunum. Skjal það sem um ræðir mun að ein- hverju ieyti hafa komið fram áður árið 1975 og þar frá því sagt hér á landi. -óg Empire Brass Quintet, standandi frá vinstri: David Ohanian horn, Scott Hartman básúna, Charles Lewis trompett og Samuel Pilafian túba, fremstur situr Rolf Smedvig trompetleikari sem er norsk-íslenskur að uppruna. Tónlist Empire Brass Quintet Bandarískur málmblásarakvintett heldur tvenna tónleika í Reykjavík í kvöld, þriðjudag, kl. 21 held- ur bandaríski málmblásarakvint- ettinn Empire Brass Quintet tón- leika f Austurbæjarbíói á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Þessi kvintett hefur starfað í 14 ár og nýtur alþjóðlegrar viðurkenn- Prentvillupúki í forystugrein á laugardaginn var komist svo að orði um Samtök áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum að þau hefðu „sett fram gífurlegar kröfur um úrbætur, sem ekki verður betur séð en séu í alla staði mjög sann- gjarnar". Þarna vélaði prentvill- upúkinn heldur betur um, því í stað „gífurlegar kröfur" átti að standa „ýtarlegar kröfur“. ingar sem einhver besti kvintett af þessari gerð í heiminum. Kvintettinn skipa trompetleik- ararnir Rolf Thorstein Smedvig, sem er að hálfu leyti íslenskur, og Charles Lewis, John Ohanian sem leikur á horn, Scott Hartman leikur á básúnu og Samuel Pilafi- an leikur á túbu. Þeir hófu að leika saman árið 1971 fyrir til- stuðlan Leonard Bernstein. Framan af léku þeir jafnframt í ýmsum hljómsveitum, aðallega í Boston, en undanfarin ár hafa þeir helgað kvintettinum starfs- krafta sína. Meðfram því starfi kenna þeir við Boston háskólann og á sumrin staiida þeir fyrir námskeiðum á vegum skólans í Berkshire fjöllum. Empire Brass kvintettinn hef- ur farið í hljómleikaferðir um fjölmörg lönd og gefið út á annan tug hljómplatna. Hann hefur pantað verk hjá ýmsum þekktum bandarískum tónskáldum og verða nokkur þeirra leikin á tón- leikunum í kvöld. Auk þess eru á efnisskránni verk frá endurreisnar- og barokktímum, ma. eftir Albinoni og Bach, róm- antísk verk og svíta úr West Side Story eftir guðföður sveitarinnar, Bernstein. Annað kvöld, miðvikudag, verða aðrir tónleikar Empire Brass Quintet í sal Mennta- skólans við Hamrahlíð. Þeir tón- leikar eru tileiknaðir ári æskunnar og ári tónlistarinnar og efnisskráin sniðin fyrir ungt fólk. Verða þar leikin vinsæl tónverk frá 17.-20 öld. - ÞH Þriðjudagur 2. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 19 Londonlamb276,00 pr. kg. Svinabógur 269,00 Svínalæri 275,00 Svínakótelettur 379,50 Sítrónumareneraður Lambabógur 279,00 Ávaxtaskreytt Lambalæri 289,00 Kryddlegið Lambalæri 289,00 Peking endur 279,00 Þykkvabæjar Franskar 44,00 ORA grænar baunir 19,00 Vz dós Maískorn 49,00 V2 dós Rauðkál 26,00 V2 dps Jarðarber Bulgar 75,00 Vidósi Hollenskt rauðkál (í glösum) 49,50 r Noatun Nóatúni 17 sími 17261 NóatúnRofabæ 39 sími 71200 (var áður Árbæjarmarkaður) VogaverGnoðavogi sími 35990 ÁlfheimabúðinÁlfheimum 4 sími 34020 r S8& pÁSKA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.