Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 13
Finnland
Minnihlutinn rekinn úr
Kommúnistaflokknum
Hinn bláhvíti meirihluti lætur knéfylgja kviði
Um næstliðna helgi hélt
Kommúnistaflokkur Finnlands
aukaþing í Helsinki og þar var á
opinskárri hátt en áður unnið að
því, að víkja úr flokknum minni-
hlutanum, sem er mjög Moskvu-
hollur, og hefur lifað sínu pólit-
íska lífl í trássi við meirihlutann í
næstum því tuttugu ár.
Þessi þróun er Sovétmönnum
lítt að skapi og meðal annars hef-
ur þróunin í finnska flokknum
verið gagnrýnd í Prövdu nýverið.
En Arvo Aalto formaður hefur
ekki látið það á sig fá og fékk
góðar undirtektir við þau um-
mæli sín á þinginu, að flokknum
væri nauðsyn að leysa sín innri
mál sem fyrst og þá með það fyrir
augum að frá öllu sé vel gengið
löngu fyrir þingkosningarnar
1987.
Uppgjörs-
aðferð
Vandi Aalto er sá, að minni-
hlutinn hefur ekki viljað yfirgefa
flokkinn af frjálsum vilja og í
meirihlutanum eru all margir hik-
andi við að reka minnihlutann og
efna þar með til meiri háttar
átaka við sovéska Kommúnista-
flokkinn.
Samt sem áður var það sam-
þykkt á aukaþinginu, að mið-
stjórn flokksins fái nú rétt til að
víkja úr flokknum 8 af þeim 17
héraðssamtökum flokksins þar
sem minnihlutinn hefur verið í
meirihluta. Meirihlutinn hefur
þegar byggt upp aðrar flokks-
deildir á eigin vegum í þessum
héruðum og þær munu yfirtaka
umboð flokksins eftir miðstjórn-
arfund í maí eða september. Þar
með verður flokkurinn í raun
klofinn í tvennt. En miðstjórnin
ætlar að láta þetta fara fram með
þeim hætti, að allir flokksmenn
verði að skipta um flokksskírt-
eini, en í raun fá ekki aðrir ný
skírteini en þeir sem fallast á að
vera í flokksdeildum sem meiri-
hlutinn stjórnar.
Aðdragandi að þessum klofn-
ingi hefur verið langur. Meiri-
hlutinn hefur haft tilhneigingar til
evrópukommúnisma, sem svo er
nefndur, hann hefur og verið
miklu fúsari en minnihlutinn til
að taka þátt í ríkisstjórnum.
Minnihlutinn er mjög sovétholl-
ur, sakar meirihlutann um að
vanrækja alþjóðahyggju og bylt-
ingarhugmyndir. A flokksþingi í
fyrra tók meirihlutinn af skarið
og kom í veg fyrir að minnihluta-
menn væru kosnir í miðstjórn
eftir einskonar kvótakerfi í sam-
ræmi við fylgi þeirra í flokknum.
Felldur var úr formennsku Kaja-
noja, sem hafði reynt að fara
„þriðju leiðina“ í flokksdeilun-
um.
Bréfið frá
Moskvu
Sovétmenn urðu mjög reiðir
þessari þróun. Þeir sendu einn
helsta talsmann sovéska Komm-
únistaflokksins, Grígorí Roman-
of, til Helsinki með bréf, þar sem
meirihlutinn var sakaður um að
fylgja stefnu sem skaðaði flokk-
inn í heild og svo samskipti
finnskrar alþýðu við Sovétríkin.
Stefnan var meira að segja talin
vatn á myllu þeirra hægriafla sem
væru andvíg stefnu forsetans,
Mauno Koivisto, en hann er, sem
kunnugt er, sósíaldemókrati.
Bréf þetta var birt seint í októ-
ber og vakti litla hrifningu
meirihlutamanna svo ekki sé
meira sagt. í kjölfar þess
heimtaði svo minnihlutinn auka-
flokksþing í þeirri von, að meiri-
hlutinn beygði sig fyrir hinni so-
vésku gagnrýni. En þegar það
kom í ljós að Aalto og hans menn
voru ekki á því að gangast inn á
málamiðlanir við minnihlutann
samkvæmt tilskipun, þá sneru
Moskvuvinir við blaðinu og
kváðust nú ekki vilja aukaþing.
Aukaþingið var samt haldið - að
minnihlutamönnum fjarverandi
- þeir höfðu sjálfir ákveðið að
hundsa það þing sem þeir báðu
um sjálfir.
Fylgistap
og áform
Meirihlutamenn líta svo á, að
tvískiptingin í flokknum hafi
flæmt marga frá honum og komið
í veg fyrir að hann tæki á málum í
takt við kröfur tímans. Rétt eftir
stríð hafði flokkurinn fylgi um
fjórðungs finnskra kjósenda, árið
1979 var fylgið (boðið er fram
með vinstrisósíalistum í Lýðræð-
isbandalaginu sem svo heitir)
komið í 17,9% og í kosningum
1983 var fylgið aðeins 13,4%.
Flokkurinn fékk svo nokkuð
skárri útkomu í bæjarstjórnar-
kosningum í haust leið. Og Aalto
gerði mikið stáss með það á auka-
þinginu á dögunum, að eftir að
línur fóru að skýrast og nýjar hér-
aðsdeildir flokksins voru stofnað-
ar, þá hafi meðlimum í flokknum
tekið að fjölga aftur.
Granninn
í austri
Minnihlutinn er gjarna kennd-
ur við Moskvuhollustu, en það
þýðir ekki endilega að meiri-
hlutinn sé gagnrýninn á Sovétrík-
in í þeim mæli sem t.d. ítalskir
kommúnistar hafa verið. Engu
að síður er meirihlutinn á svipuð-
um brautum um margt og t.d. ít-
Framhald á bls. 18
____Svíþjóð_
Deilt um auglýsingasjónvarp
Verðurþriðja rás tekin upp með málamiðlun?
Kosið verður í Svíþjóð í sept-
ember og eitt af þeim málum sem
kemur allmikið við sögu í kosn-
ingabaráttunni er deilan um
auglýsingar í sjónvarpi. Svíar
hafa nú tvær sjónvarpsrásir ríkis-
reknar og hafa ekki leyft auglýs-
ingar í þeim - ekki í útvarpi held-
ur. Tilraunir hafa verið gerðar
með staðbundnar útvarpsstöðvar
á vegum samtaka og ýmissa aðila,
en sjónvarpið er allt ríkisrekið
enn.
Afstaða
flokkanna
Stefna hægri manna, svo-
nefnds Hófsemdarflokks, er sú
eins og annars staðar, að það eigi
að fjölga sjónvarpsdagskrám
með því að leyfa auglýsingar. í
leiðinni er skotið á sósíaldemó-
krata fyrir að þeir séu íhaldssamir
og á móti fjölmiðlafrelsinu -
kannast menn vel við það allt.
Annar borgaraflokkur, Þjóðar-
flokkurinn, hefur tekið undir við
þá Hófsömu. En Miðflokkurinn,
flokkur Fálldins, fyrrum forsætis-
ráðherra, er sem fyrr andvígur
auglýsingum, bæði í útvarpi og
sjónvarpi. Sama má segja um
bæði Sósíaldemókrata og VPK,
Vinstriflokkinn kommúnista.
Fálldin veit hins vegar að sá
áróður gengur vel í marga að það
megi fjölga sjónvarpsmögu-
leikum og láta auglýsendur
borga. Því hefur hann sagt, að
hann sé „persónulega" með
auglýsingasjónvarpi og skír-
skotar þá óspart til þess sem hann
kallar „ný staða fjölmiðlamála“ -
með því að þeim sjónvarps-
hnöttum fjölgar sem Svíar ná og
frá þeim berast auglýsingar.
Hvað gerir
Palme
Sósíaldemókratar hafa ekki
gefið andstöðu sína við sjón-
varpsauglýsingar upp á bátinn.
Þeir eru samt ekki alveg á einu
máli um það hvað gera skuli.
Sumir vilja styrkja þær tvær rásir
sem fyrir eru, aðrir vilja bæta
hinni þriðju við og láta notendur
borga fyrir hana áskriftargjald.
Það er líka talið hugsanlegt að
upp úr kosningum verði efnt í rás
þrjú með .sérstæðri málamiðlun.
Opnuð verði rás þrjú, sem verði
utan ríkissjónvarpsins og verði
rekin bæði fyrir auglýsingar og
svo áskriftargjald. Borgaraflokk-
arnir fengju þá því framgengt að
fleiri sjónvörpuðu en ríkið eitt,
•en Sósíaldemókratar gætu sagt,
að þeir hefðu ekki opnað upp á
gátt fyrir viðskiptasjónvarp -
menn yrðu sjálfir að gera það upp
við sig, hvort þeir vildu borga
peninga til að sjá meðal annars
auglýsingar.
Þessi umræða er að því leyti
sérstæð, að engum virðist detta í
hug að ríkissjónvarpið fari að
taka upp upplýsingar líka. Það
hefur reyndar komið fram í um-
ræðum um þessi mál í Noregi, að
Hægriflokkurinn þar vill láta
reka einkastöðvar fyrir auglýs-
ingar en vill áfram banna auglýs-
ingar í ríkisfjölmiðlum!
áb tók saman.
Þrlðjudagur 2. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17