Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.04.1985, Blaðsíða 9
ÞJÓÐMÁL Margir tóku til máls í umræðunum um verkalýðsmálin. Hér er Sigurjón Pétursson að messa yfir lýðnum. Mynd -eik. Miðstjórnarályktun AB Við viljum verðbætur á laun Ein magnaðasta kjaraskerðing ísögu lýðveldisins. Örvœntingin blasir við hjá íbúðakaupendum. Þessa þróun verður að stöðva! Almennum félögum verkalýðsfélaga gert kleift aðfylgjast með gangi viðrœðnafrá upphafi. Velferðarþjónustan verði varin. Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins skorar á öll fram- sækin öfl í þjóðfélaginu að sameinast um það verkefni að koma í veg fyrir að lögin um bann við verðbótum verði framlengd eftir 1. júní, segir m.a. í harðorðri álykt- un um verðbætur á laun, sem miðstjórn Alþýðu- bandalagsins samþykkti á fundi sínum um verkalýðs- mál nú um helgina. Auk á- lyktunar um verðbætur á laun voru samþykktar ályktanir um kjarabaráttuna og velferðarþjónustuna. Orðrétt eru ályktanirnar svohljóðandi: Pessa þróun verður að stöðva Þann 1. júní nk. falla úr gildi lög um tveggja ára bann við verðbótum á laun. í tilefni af því vill miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins, haldinn í Reykja- vík 29.-30. mars, taka eftirfar- andi fram: Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í upphafi ferils síns, þar sem bann við verðbóta- greiðslum á laun var eitt af lykil- atriðum hagstjórnarinnar, hafa leitt yfir alþýðu landsins mögnuð- ustu kjaraskerðingu sem þekkst hefur í sögu lýðveldisins. Kaupmáttur launa hefur hrapað á þessu tímabili svo skiptir tugum prósenta og heldur áfram að hrapa, þrátt fyrir kjarasamninga sl. haust, sem fólu í sér verulegar prósentuhækkanir. Á sama tíma og launin hafa verið óvarin, hefur vísitölubind- ing verið í gildi á öllum sviðum þjóðfélagsins. Sú meðvitaða hag- stjórn ríkisstjórnarinnar sem m.a. felst í því misgengi sem átt hefur sér stað milli lánskjaravísi- tölu, vaxta og kaupmáttar, hefur leitt svo hrikalega skuldabagga yfir húsbyggjendur og íbúða- kaupendur að örvæntingin blasir ein við. Þessa þróun verður að stöðva! Miðstjórn Alþýðubandalags- ins skorar á öll framsækin öfl í þjóðfélaginu, að sameinast um það verkefni að koma í veg fyrir að lögin um bann við verðbótum verði framlengd eftir 1. júní. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins bendir á, að þýðingarmikil forsenda fyrir því að krafan um verðbætur á laun nái fram að ganga er, að á bak við hana standi heildarsamtökin, bæði ASÍ og BSRB, sem einhuga heild. Að mati fundarins eru allar hlutlægar forsendur fyrir því að svo geti orðið. Þing ASÍ markaði afar skýra stefnu í þessum efnum, þar sem segir m.a. að „kröfur um verðbætur hljóti að verða ófrá- víkjanlegar í næstu kjarasaming- um“. Eins hefur BSRB gert sam- þykktir sem ganga mjög ákveðið í Guðrún Helgadóttir alþingismaður not- aði tímann vel á fundinum. Mynd -eik. sömu átt. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins vill undirstrika þá skoðun sína, að kjarasamningar án verð- bóta hafa reynst afar haldlítil vörn fyrir launafólk, - reynslan að undanförnu sýnir þetta ljósara en nokkuð annað og telur kröfur um verðbætur á laun nú nauðsyn- legri en nokkru sinni fyrr.“ Kjarabaráttan Miðstjórn Alþýðubandalags- ins samþykkir á fundi sínum 29.- 30. mars 1985 eftirfarandi: 1. Eitt aðalmarkmið verkalýðs- hreyfingarinnar er að ná valdi á tekjuskiptingunni í landinu. Til þess að svo geti orðið verð- ur hún að sameina krafta sína gegn atvinnurekenda- og rfkis- valdi. 2. Virkja þarf allt launafólk til þess að standa á rétti sínum og knýja atvinnurekendur og ríkisvald til þess að taka mið af þörfum þess. 3. Verkafólk á vinnustöðum verði hvatt til þess að móta kröfugerð nú þegar. Efnt verði til vinnustaðafunda til þess að fá fram vilja almenns launa- fólks. 4. Samstilla þarf sem flest samtök launafólks um hina ýmsu þætti kjaramála sem hægt væri að bera fram sam- eiginlega. í því sambandi má benda á að nauðsynlegt er að a) móta stefnu um verðtrygg- ingu á laun; b) móta kröfu um verulega launahækkun í pen- ingum; c) móta stefnu í skatt- amálum; d) móta stefnu í lán- akjörum; e) móta stefnu gagnvart réttindum til vinnu. 5. Miðstjómin hvetur til þess að í komandi viðræðum við ríkis- stjörnina geri forysta samtaka launafólks hinum almenna fé- laga kleift að fylgjast með gangi mála frá upphafi. Að verja velferðarþjónustu Á valdatíma þessarar ríkis- stjórnar hafa alvarlegar atlögur verið gerðar að íslensku velferð- arþjóðfélagi, og er nú svo komið að á öllum sviðum er þrengt að opinberri þjónustu, en einka- reksturinn blómstrar. í heilbiigðis-, félags- og menntakerfinu eru dæmin fjöl- mörg: Heilar deildir sjúkrahúsa standa auðar og sjúklingar eru sendir á einkastofur út í bæ. Sálfræðingar og félagsráðgjaf- ar starfrækja eigin ráðgjafar- og meðferðarþjónustu, þar sem al- menningur verður að greiða háar fjárhæðir, því að opinbera kerfið getur engan veginn boðið þá þjónustu sem þarf. Kennarar flýja skólana og dag- heimilauppbygging er nær stöðv- uð. Hvert sem litið er sjást sprung- ur í undirstöðum velferðarþjóð- félagsins og almenningur býr við stórskerta þjónustu en stöðugt meiri fjárútlát. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins hafnar því algjörlega, að þjónusta hins opinbera sé skert og færð til einkaaðila á kostnað almennings og skorar á launafólk að standa vörð um velferðar- þjóðféiagið. Niðurrifsstarf frjáls- hyggju- og gróðraaflanna verður að stöðva áður en óbætanlegt tjón hlýst af. Þriðjudagur 2. april 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.