Þjóðviljinn - 03.04.1985, Page 8

Þjóðviljinn - 03.04.1985, Page 8
MENNING Grátóna- regnbogi Grátónaregnboginn heitir Ijóðakver eftir Sigurlaug Elíasson sem út er komið í sjálfútgáfu á Sauðárkróki. Höfundur er fæddur 1957 í Borgarfirði eystra. Hann stund- aði myndlistarnám á árunum 1979-83 og stundar myndgerð þessar vikumar. Nokkur ljóðanna í þessari fyrstu bók höfundar hafa áður birst í Tímariti Máls og Menning- ar. Hið sjónræna er drjúgur þátt- ur í þessum kvæðum eins og búast má við af myndlistarmanni. Til dæmis um yrkingarnar skal tekið þetta dæmi hér: hœttur að heyrafyrir myrkrislærhann nær og nær ogþá reyni ég aðfæra mig upp á hrífuskaftið og öskra HEY EKKILENGRA í KVÖLD þó ég viti að stráin sem falla sofaframeftir á morgun. Sigurlaugur Elíasson. Sporaslóð Aðalheiðar Sporasióð heitir Ijóðabók eftir Aðalheiði Krist jánsdóttur sem nýkomin er út. Aðalheiður er fædd að Gafli í Víðidal og er komin af Bólu-Hjálmari. Lengst af var hún búsett í Skíðs- holtum í Hraunhreppi. Hún orti í stopulum frístund- um um menn og minni í hefðbundnum stíl, eins og bókin ber vitni, einnig hefur hún samið allmikið af lögum sem öll eru óprentuð. Aðalheiður býr nú hjá dóttur sinni í Svíþjóð en hugsar stundum heim eins og þetta erindi úr kvæðinu Heimþrá vitnar um: Mig dreymir heim í dalafriðinn djúpa laut og mosató heyra Ijúfan lækjarniðinn láta hugann hvíla í ró. Hér er allt svo stórt í sniðum stendur huga mínum fjœr allt er hér með öðrum siðum engin lind við sjónum hlær... Stökur Jósep Húnfjörð þekkja flestir þeim sem unna vísnagerð og góðri hagmælsku. Hann var fæddur á Illugastöðum á Vatns- nesi 7. janúar 1875. Hann andað- ist í Reykjavík 27. nóvember 1959. Hann gaf út ljóðabókina „Hlíðin mín“ og þrjá bæklinga, „Sambandið“, „Skáld Rósa og Agnes“ og „Tíu alda minning ís- lenska ríkisins". Jósep var erf- iðisvinnumaður alla sína tíð. Lítum þá á nokkrar vísur eftir Jósep Húnfjörð. Volæði í ljóðum hefur ekki verið að skapi hans, ef marka má þessa vísu: Hnugginn mœlir harmamóð handa vœluskjóðum. Aldrei hœlir þroskuð þjóð því að skæla í Ijóðum. ...og hann heldur áfram í aiin- arri stöku: Veiklun uppí vana kemst, við að kvarta og œja, var ég ekki fyrst og fremst fœddur til að hlæja? Þannig kveður Jósep um Jó- hann Garðar: Ekki skortir að mér finnst ytri glæsileika. Þessi drengur er þó innst ekki verr til reika. Þegar Jósep lítur um öxl yrkir hann: Snauður lengi, fánýt föng fékk í engu lagi. Fram þó geng með gleðisöng, gamla strengi fægi. Hún er falleg þessi vísa: Augun kynna málgull margt mótað í sinniseldi. Sé ég inní sólskinsbjart sálar þinnar veldi. Þá er ekki síður skáldskapur í þessari vísu: Ósk við strandar óláns sker, yndi grandar sálin, þegar anda’ að þér og mér þyngstu vandamálin. Þessa vísu kallar Jósep „Ilmur frá blómreit": Kalt þó andi um mannleg mein, margt, og vandinn saki, ilmi blandast gróin grein Guðs frá handataki. Síðan kemur listilega gerð ást- arvísa: Oft í leiðslu leiða mann Ijúfust brosin kvenna. Fljóðs í örmum œtíð fann eldinn heitast brenna. Jósep kallar næstu vísu „Sigl- ingu“. Nafnið segir ekki mikið en vísan þeim mun meira: Lífdagsfleyið lét í haf laugað báruföllum, sigldi veginn, sökk á kaf síðar gleymdist öllum. Hér á eftir kemur svo nafnlaus staka: Blikni fjóla í blómhlíðum, blási gjóla að kveldi, er mitt skjól gegn illviðrum andans sólarveldi. Jósep hefur verið orðinn nokk- uð gamall þegar hann orti þessa stöku, en góð er hún: Bauðst mér heldur betra en frægð, blíðuveldi kvenna, man ég kvelda gleðignœgð. Gamlir eldar brenna. í næstu vísum horfir skáldið til baka: Alla mótar umhverfið eins til bóta og galla, það er Ijóta lögmálið, lýjast, hnjóta og falla. xxx Varnar þrotum sálarsjóðs sagna notið dýrra. Gneistabrot frá glóðum Ijóðs gjöra kotið hlýrra. Kvikmyndir Eldsmiðurinn á Evrópuhátíð Kvikmyndin Eldsmiðurinn sem Friðrik Þór Friðriksson gerði um Sigurð Filippusson eld- smið á Mýrum við Hornafjörð hefur verið valin til keppni á kvik- myndahátíð sem Evrópuráð gengst fyrir í Dortmund í Vestur- Þýskalandi. Eldsmiðurinn tók þátt í undan- keppni 300 kvikmynda víðs vegar að úr Erópu og var meðal 40 mynda sem sluppu inn í keppnina en alls verða 80 myndir sýndar á hátíðinni. Sá siður er hafður á að helga hverja hátíð vissu þema og að þessu sinni ber hún yfirskrift- ina „Iðnaður og umhverfi“. Auk kvikmyndasýninga fara fram umræður um umhverfismál og ástand þeirra í Evrópu og víðar. Taka þátt í þeim ýmsir náttúrufræðingar og umhverfis- verndarfrömuðir. Þetta er í Mál og þriðja sinn sem hátíð af þessu tagi er haldin. Eins og áður segir er Friðrik Þór leikstjóri myndarinnar, kvik- myndatöku annaðist Ari Krist- insson og Jón Karl Helgason hljóðsetti. Myndin Eldsmiðurinn var frumsýnd í sjónvarpinu í fe- brúar 1982 og fékk lofsamlega dóma. _ þu menning Út úr vítahringnum Gefur út barnabœkur, Ijóð og kennslubók þótt langt sé til jóla Bókaútgáfa á vorin (jú það er komið vor) hefur fram til þessa verið eins og sumargjöf um miðj- an vetur. Jólabókavítahringurinn hefur haldið útgefendum í herkví og staðist flestar tilraunir þeirra til að brjótast út úr honum. En það má alltaf reyna, og það gerir Mál og menning þessa dag- ana. Fyrir nokkrum dögum kom út ný barnabók eftir Andrés Ind- riðason og nefnist hún Elsku barn! Þessi bók er ætluð börnum á aldrinum 4-10 ára. Hún gerist á einu sumri í Reykjavík og segir frá Ólafíu sem er 7 ára. Hún fær að fara í sirkus og heillast af trúðnum Tobba sem síðar kemur oft upp í huga hennar og deilir með henni ýmsum ævintýrum, allt í þykjustunni. Höfundinn þarf vart að kynna. Hann hefur áður skrifað fimm barna- og unglingabækur og er skemmst að minnast bókar hans Töff týpa á föstu sem var ein sölu- hæsta bókin fyrir síðustu jól. Auk þess hefur hann skrifað fullorð- insskáldsögu og leikrit fyrir út- varp, leiksvið og sjónvarp. Myndaskreytingar í Elsku barn! gerði Brian Pilkington. Bókin er 118 bls. að stærð. Með þessari bók rær Mál og menning á það gamla mið sem er að gefa börnum sumargjafir. Reyndar er önnur bók á leiðinni ætluð börnum. Það er endurút- gáfa á Elsku Míó minn eftir Ast- rid Lindgren sem verið er að prenta í kiljuformi í Danmörku. Hún mun eitthvað hafa tafist í nýafstöðnum verkföllum þar í landi en kemur von bráðar á markað. Þá hefur Mál og menning hleypt af stokkunum nýjum bókaflokki sem ber heitið Mál- fræðirit MM. Fyrsta bókin er þegar komin út og fjallar hún um setningafræði. f formála bókar- innar segir höfundur, Ása Sva- varsdóttir, að bókin sé „tilraun til að setja saman hentugt kennslu- efni í setningafræði handa fram- haldsskólanemendum". Eins og á öðrum sviðum málvísinda hafa ný viðhorf rutt sér til rúms í setn- ingafræði og þörfin á nýrri kenns- lubók því orðin brýn. Þessi bók ber svipmót af þessum nýju við- horfum. Hún er 98 bls. að stærð. Loks má geta þess að Mál og menning hyggst halda þeim upp- tekna hætti að gefa út ljóðabækur á vorin. Verða þær að þessu sinni eftir Gyrði Elíasson og Sigfús Bjartmarsson. _ 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN MI6vikudagur 3. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.