Þjóðviljinn - 03.04.1985, Qupperneq 14
Heilsugæslustöðin
á Akureyri
Lausar stöður.
Hjúkrunarfræðingur óskast í fullt starf viö Heilsu-
gæslustöðina á Akureyri frá 1. maí n.k. eöa eftir
samkomulagi.
Einnig óskast hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar til
sumarafleysinga viö heimilishjúkrun.
Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunar-
forstjóri í síma 96-24052.
Meinatæknir óskast í hálft starf sem fyrst.
Upplýsingar veitir yfirlæknir í síma 96-22311.
Ritarar óskast í heilt eða hálft starf frá 1. maí n.k. eöa
eftir samkomulagi. Góö vélritunarkunnátta nauðsyn-
leg og gjarnan þekking á ritvinnslu á tölvu.
Starfsmaður í móttöku óskast í heilt eða hálft starf
frá 1. maí n.k. Æskilegt er að viðkomandi hafi vélritun-
arkunnáttu.
Einnig óskast ritarar og starfsfólk í móttöku til sumar-
afleysinga.
Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir fram-
kvæmdastjóri í síma 96-22311 eða hjúkrunarforstjóri í
síma 96-24052. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k.
Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar
á Akureyri.
Ársæll Kristófer Jónsson
Fœddur 3. janúar 1913 - Dáinn 25. mars 1985
Deyr fé, deyja frœndur...
en orðstír deyr aldregi.
Fréttin um lát þitt, kæri frændi,
kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Ég veit að margir syrgja þig
sárt og finnast enn eitt mikil-
mennið horfið. Lífshlaup þitt var
breitt og stórt með djúpum gjám
og fjallstoppum. Margir muna
þig fyrir margra hluta sakir eins
og kanínuræktina fyrir þó nokkr-
um áratugum, manninn sem hjól-*
aði vítt og breitt um landið,
manninn sem kunni skil á mörg-
um tungumálum án skóla-
menntunar og síðast en ekki síst
kaupmanninn. Langflestir
Hafnfirðingar muna eftir þér sem
Kidda í Kiddabúð. Þá verslun
byggðir þú meira og minna upp
sjálfur og rakst með fjölskyldu
þinni.
Ég held að fáir kaupmenn hafi
rekið verslun eins og þú og í fáum
verslunum hafi verið tekið eins
vel á móti börnum og í þinni. Þau
fengu afgreiðslu eins og fullorðið
fólk og jafnvel betri. Yfirleitt
fengu þau líka sitthvað í
kaupbæti. Sum börn fengu gælu-
nöfn. Pokastelpan var eitt af
þeim, litlu systur minni líkaði
nafngiftin ekki en aldrei reiddist
hún, þó þú ávarpaðir hana þann-
ig. Að vísu setti hún upp svip en
hún fyrirgaf alltaf fljótt þegar
eitthvert góðgæti var rétt að
henni.
Mína fyrstu launuðu vinnu
fékk ég hjá þér, forsendurnar
fyrir henni voru all sérstakar, en
þú neitaðir mér ekki, en það
hefðu flestir gert og sagt mér að
ég væri of ung eða hefði enga
burði í slíkt. Eg þurfti að verða
fullorðin til að skilja bæði það og
ýmislegt annað, sennilegast hef
ég unnið meira af vilja en mætti.
Þú byrjaðir yfirleitt á því að
senda mig upp á loft til Jóhönnu
til að borða. Þegar vinnu lauk á
aðfangadag má segja að þú hafir
leyst mig út með gjöfum. Ég fór
með fangið fullt af ávöxtum og
ýmsu fleiru sem ég man ekki
lengur hvað var. Svo mikið var
það, að á leiðinni heim varð ég að
fá aðstoð við að bera vörurnar.
Svona varstu við marga og ótal
sögur og dæmi til um það. Það
eru ekki margir sem eru búnir
þeim mannkostum sem þú varst
búinn. Það skipti þig aldrei máli
hver manneskjan var, í þínum
huga voru allar manneskjur jafn-
ar en bjuggu við misjafnt hlut-
skipti, því varstu eins við alla.
Verslunin þín var ekki rekin
eftir gróðasjónarmiði, hún var
sniðin eftir þörfum þeirra sem
þar versluðu. Ég man ekki eftir
öðrum verslunum á þessum tíma
þar sem hægt var að kaupa í stór-
um pakkningum, sniðnum fyrir
stórar fjölskyldur t.d.
Þú gerðir líka ýmislegt fleira
sem ekki verður talið hér og ég
læt öðrum eftir. Þó þessi orð séu
bæði fá og fátækleg og nægi eng-
an veginn til að lýsa þeim manni
sem þú varst og verður í hugum
okkar, læt ég hér staðar numið.
Þú hefðir líklega sjálfur kosið að
þannig yrði það, því látleysið var
þitt aðalsmerki.
Kæri frændi, far þú í friði og
friður guðs þig blessi og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Guðfínna Halldóra
Friðriksdóttir.
g Laus staða
Lektorsstaða í tölvufræðslu og tölvunarfræði við
Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar. Um-
sækjandi þarf að hafa háskólapróf í tölvunarfræði eða
sambærilega menntun. Uppeldis- og kennslufræði-
menntun er áskilin. Kennslureynsla og þekking í
starfsháttum grunnskóla er æskileg.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu hafa
borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, fyrir 1. maí 1985.
Menntamálaráðuneytið, 1. apríl 1985.
Laus staða
Lektorsstaða í kristnum fræðum og trúarbragðasögu
við Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar.
Kennslureynsla er æskileg. Auk háskólaprófs í
greininni er uppeldis- og kennslufræðimenntun
áskilin.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og námsferil sinn og störf.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. maí 1985.
Menntamálaráðuneytið, 1. apríl 1985.
M Lausar stöður
Við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands
eru lausar til umsóknar nokkrar kennarstöður. Um er
að ræða:
Stöður fastráðinna æfingakennara, m.a. með áherslu
á kennslu í móðurmáli í efstu bekkjum grunnskóla, og
nokkrar stöður almennra kennara, m.a. íþróttakenn-
ara (Vfe staða). Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins.
Umsóknir, ásamtítarlegum upplýsingum um námsfer-
il og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. maí n.k.
Menntamálaráðuneytið, 2. apríl 1985.
Auglýsið í Þjóðviljanum
FRÁ LESENDUM
íslenska Hnallþórutertan
íslenskt launafólk hefur verið í
brennidepli núna fyrir og eftir
áramótin. Öll þjóðin hneykslað-
ist þegar B.S.R.B. fólk samdi í
haust um launahækkanir sem
voru svo teknar aftur með einu
pennastriki áður en fólkið hafði
fengið hækkunina í launaums-
lögin. Síðan komu sjómenn og
núna hafa kennarar gengið út úr
skólunum. Þeim hefur verið
lofað að tekið skuli sérstakt tillit
til þeirra ef þeir fara aftur að
kenna. En þeir treysta bara ekki
þessum loforðum, sporin hræða
samanber B.S.R.B. fólk Það er
oft búið að hrópa „úlfur úlfur“.
Fólk er hrætt að trúa og lái því
það hver sem vill. Ríkisstjórn
sem býr svona að launafólki ætti
að hrópa niður. íslenska þjóðin
er rík þjóð, það er ekki bara flat-
kaka sem hægt er að skipta á milli
fólks, nei, það er
Hnallþórustríðsterta og það á að
skipta henni mikið jafnar en gert
er. Sumir eiga ekki að fá allan
rjómann en aðrir bara sultuna og
sumir hvorki sultu né rjóma, en
til þess að skipt verði jafnar verð-
ur launafólk að standa saman og
fylkja sér um þann flokk sem
vinnur fyrir verkalýðinn og trygg-
ir að merki hans sé haldið hátt á
lofti. Almennt launafólk, látið
ekki litlu flokkana sem ekkert
þora og eru með örfá afmörkuð
mál á sinni stefnuskrá slá ryki í
augu ykkar, þeirra málflutningur
gengur ekki upp. Þetta fólk,
flokkar eða listar sem sumt að
þessu fólki kýs að kalla sig verður
að taka afstöðu til allra þátta
þjóðfélagsins, annars er það ekki
ábyrgt afl heldur sundrandi og
fullt af skinhelgi. Stöndum því
saman og fylkjum okkur um Al-
þýðubandalagið, eina flokkinn
sem getur ef hann verður sterkur
lyft lífskjörunum á ný, því að
sameinaðir stöndum við en sund-
raðir föllum við, og ef við föllum
frá verður það hátt lífskjarafall
hjá almenningi sem engir vilja
kjósa yfir sig og börn sín.
Ebba
Vegna forsíðugreinar: Húðflúr
ekki æskilegt. Kannski hefur
Heilbrigðiseftirlits takmarkaða
þekkingu á húðflúrun? Ég hef
stundað söfnun á húðflúri á lík-
ama minn undanfarin tólf ár án
nokkurra sjúkdóma því viðvíkj-
andi. Heilbrigðiseftirliti eða
Húðflúr
öðrum er velkomið að rannsaka
áhrif húðflúrs í mínu tilfelli. Húð-
flúrun hefur verið stunduð um
aldaraðir í flestum þjóðfélögum,
ótal bækur og greinar skrifaðar
um þetta efni, félagssamtök starf-
rækt í mörgum löndum og mót og
keppnir haldin, þjóðleg sem al-
þjóðleg. Húðflúrun hefur tíðkast
meðal manna frá ómunatíð og
mun gera áfram. Skilningur yfir-
valda ræður miklu um að vel tak-
ist til hér í Reykjavík.
Yðar einlægur,
Jón Dagsson.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN