Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR England Fimm Wat- fordmörk Watford gekk rækilega frá West Ham í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar í gærkvöldi. Eftir 16 mínútur var heimaliðið komið í 3:0, Lcs Taylor skoraði fyrst og síðan Luther Blissett tvisvar. John Barnes skoraði eftir sam- vinnu við Blissett á 75. mín, 4:0, og fimm mínútum síðar skallaði Colin West í mark West Ham, 5:0. Fyrsta mark hans eftir söluna frá Sunderland, í fyrsta heimaleik hans með Watford. Southampton komst í 4. sætið, en ekki með glæsibrag, marði sigur á fallbaráttuliði Luton 1:0. Luton var betri aðilinn lengi vel en Danny Wallace tryggði Sout- hampton stigin þrjú með marki 16 mínútum fyrir leiksiok. Oxford náði ekki að komast á topp 2. deildar, tapaði 3:0 í Barnsley. Cr. Palace og Brighton skildu jöfn, 1:1, og Notts County tapaði 1:3 fyrir Portsmouth sem þar með komst í þriðja sætið. - VS Handbolti Holbæk í Seljaskóla Handknattleiksflokkar frá danska félaginu Holbæk dvelja hér á landi um páskana á vegum Handknattleiksráðs Reykjavík- ur. Þar er um að ræða 2. og 3. flokk karla og 3. flokk kvenna og taka þeir þátt í mótum með nokkrum íslenskum félögum. Keppt verður í Seljaskólanum í Reykjavík. - VS Kópavogur Landsliðsval Fimm nýliðar Fjórir aðrir með 1:2 landsleiki. Torfi leikur 100. leikinn í vor. Torfi Magnússon og Pálmar Sigurðsson, tveir af lykilmönnum landsliðsins. Guði Torfi er langleikjahæstur og þó Pálmar sé ungur að árum er hann með reyndustu leikmönnum í landsliðshópnum. Sund „Það stefnir allt í 11:15 lands- leiki í vor. Luxemburgarar koma hingað síðar í þessum mánuði, við förum á Norðurlandamótið í Helsinki í byrjun maí og tökum þátt í sterku móti í Austurríki um mánaðamótin maí/júní. Þá eru ýmis fleiri teikn á lofti,“ sagði Einar Bollason landsliðsþjálfari í körfuknattleik í samtaii við Þjóð- viljann í gær. Einar hefur valið 16 manna hóp fyrir þessari verkefni og úr honum verða útnefndir tíu leik- menn strax eftir páska, en lands- liðshópurinn mun dvelja við æfingar í Borgarfirði um páskana - gista í Munaðarnesi og æfa í Borgarnesi. Hópurinn er þannig skipaður: Árni Lárusson, UMFN Björn Steffensen, fR Birgir Mikaelsson, KR Guðni Guðnason, KR Gylfi Þorkelsson, fR Hreiðar Hreiöarsson, UMFN Atján valin í Kalott Kalottkeppnin í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Þegar við sögðum í síðustu viku frá skólamóti í knattspyrnu sem lokið er í Kópavogi, rugluðust úrslitin talsvert. Við birtum því aftur nöfn þeirra skóla sem áttu lið í verðlaunasætum: 3. bekkur stúlkur: 1. Snælands- skóli, 2. Kópavogsskóli. 3. bekkur drengir: 1. Digranesskóli, 2. Hjalla- skóli. 4. bekkur stúlkur: 1. Snælands- skóli, 2. Kópavogsskóli. 4. bekkur drengir: 1. Digranesskóli, 2. Kársnesskóli. 5. bekkur stúlkur: 1. Snælands- skóli, 2. Kópavogsskóli. 5. bekkur drengir: 1. Snælandsskóli, 2. Digra- nesskóli. 6. bekkur stúlkur: 1. Kársnesskóli, 2. Digranesskóli. 6. bekkur drengir: 1. Digranesskóli, 2. Kársnesskóli. 7. bekkur stúlkur: 1. Digranes- skóli, 2. Þinghólsskóli. 7. bekkur drengir: 1. Digranesskóli, 2. Þing- hólsskóli. 8. bekkurstúlkur: 1. Þinghólsskóli, 2. Digranesskóli. 8. bekkur drengir: 1. Digranesskóli, 2. Þinghólsskóli. 9. bekkur stúlkur: 1. Digranes- skóli, 2. Þinghólsskóli. 9. bekkur drengir: 1. Digranesskóli, 2. Þing- hólsskóli. Verðlaunaafhending fer fram í Þinghólsskóla miðvikudaginn 17. apríl kl. 17. Kalott-keppnin í sundi - keppni Islands og norðurhéraða Svíþjóðar, Finnlands og Noregs, fer fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Mótið verður sett kl. 14 á laugardag og síðan hefst keppnin en henni verður fram haldið kl. 15 á sunnudag og lýkur þá síðar um daginn. Þetta er í sjöunda sinn sem ísland tekurt þátt í Kalott-keppninni og hún hefur einu sinni áður verið haldin hér á landi, árið 1981. Hafþór B. Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 keppendur fyrir mótið. Þeir eru eftirtaldir: Anna Gunnarsdóttir, KR Árni Sigurðsson, (BV Bryndís Ólafsdóttir, HSK Eðvarð Þ. Eðvarðsson, UMFN England Lykilleikur á White Hart Lane Erla Traustadóttir, Armanni Helga Sigurðardóttir, Vestra Hugi Harðarson, Bolungarvík Ingibjörg Arnardóttir, Ægi Jens Sigurðsson, KR Magnús Ólafsson, HSK Martha Jörundsdóttir, Vestra Ólafur Einarsson, Ægi Ragnar Guðmundsson, Æai Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA Sigurlaug Guðmundsdóttir, lA Tómas Þráinsson, Ægi Tryggvi Helgason, HSK Þórunn K. Guðmundsdóttir, Ægi Sundfólkið kemur frá níu fé- lögum sem er óvenju mikið og sýnir hina vaxandi breidd sem er í sundíþróttinni hérlendis. _ yg Hreinn Þorkelsson, IR Isak Tómasson, UMFN (var Webster, Haukum Jón Kr. Gíslason, IBK Jón Steingrimsson, Val Ólafur Rafnsson, Haukum Pálmar Sigurðsson, Haukum Tómas Holton, Val Torfi Magnússon, Val Valur Ingimundarson, UMFN Fimm nýliðar eru í hópnum, þeir Björn, Gylfi, Hreiðar, ísak og Tómas. Árni lék einn lands- leik fyrir fimm árum og þeir Guðni, Birgir og Ólafur léku sína fyrstu landsleiki í janúar, gegn Norðmönnum. Torfi hefur leikið 92 landsleiki og er því nánast ör- uggur með að leika sinn 100. landsleik í vor. Valur stendur honum næstur með 40 landsleiki og Jón Kr. Gíslason á 25 lands- leiki að baki. Mótið í Austurríki sem ís- lenska liðinu hefur verið boðið á er geysilega sterkt. Þar keppa auk íslands landslið Austurríkis, Ungverjalands og Tyrklands sem öll eru framarlega í körfuknatt- leiknum í Evrópu. Engin þeirra íslensku körfu- knattleiksmanna sem dveljast í Bandaríkjunum getur leikið með liðinu í vor - nema hvað mögu- leiki er á að hinn hávaxni Matthí- as Matthíasson geti farið með til Austurríkis. - VS Borðtennis Kína vann tvöfalt Kínverjar tryggðu sér í gærkvöldi heimsmeistaratitilinn, bæði í karla- og kvennaflokki, í borðtennis. Kín- verjar sigruðu gestgjafana, Svía, 5:0, f úrslitaleik í karlaflokki og kínversku stúlkurnar sigruðu Norður-Kóreu 3:0 f úrslitaleik í kvcnnaflokki. Sigur karlasveitarinnar var sá þriðji í röð. - VS Lykilleikurinn í baráttunni um enska meistaratitilinn í knatt- spyrnu fer fram á White Hart Lane í London í kvöld. Þar mæt- ast Tottenham og Everton, tvö efstu lið deildarinnar, en þessum leik var frestað vegna vetrar- kulda þann 19. janúar sl. Everton stendur best að vígi í deildinni, hefur 63 stig úr 30 leikjum. Tottenham hefur 60 stig eftir 31 leik og má því alls ekki við tapi í kvöld. Þriðja liðið sem á möguleika á sigri í deildinni er Manchester United sem hefur hlotið 59 stig úr 32 leikjum. Tak- Reykjavíkurmótið Ekki aukastig Þrátt fyrir þunga sókn náðu Valsmenn ekki að krækja sér í aukastig gegn Ármanni í Reykja- vfkurmótinu í knattspyrnu í gær- kvöldi. Valur sigraði 2:0 og skoraði Kristinn Björnsson bæði mörkin. Það fyrra í byrjun seinni hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Grími Sæmund- sen og það síðara um miójan naif- leikinn. Það var virkilega fallegt, Kristinn sneri baki í markið, lyfti boltanum yfir sig, sneri sér við og skoraði með hörkuskoti. Valur lék án Kuwaitfaranna. Næsti leikur í mótinu fer fram á gervigrasinu á laugardaginn kl. 14. Þar mætast Fram og Þróttur. ist Everton að sigra f kvöld verð- ur erfitt að stöðva liðið þó enn séu margir leikir eftir. Þegar liðin mættust í Liverpool í fyrstu um- ferð 1. deildarinnar í haust vann Tottenham stórsigur, 1:4, og þá renndi vart nokkurn í grun að einmitt þau tvö lið myndu berjast um sigur í deildinni, eins og raun- in hefur orðið. - VS Frjálsar Góður árang- ur vestra íslenskt frjálsíþróttafólk var sigursælt á móti sem fram fór í Alabamafylki í Bandaríkjunum um helgina. Eggert Bogason, FH- ingur, sigraði í kúluvarpi og kringlukasti, varpaði kúlu 17,56 metra og kringlu 58,10 metra. Sigurður Einarsson úr Ármanni kastaði 82,70 m í spjótkasti og sigraði og íris Gröndfeldt úr UMSB sigraði í spjótkasti kvenna með 52,78 metra. Sund Vestrastúlkur í vígamóð Fjögur boðsundsmet í fyrrakvöld. Helga bætti met Guðrúnar Femu. Stúlknasveit Vestra frá ísaflrði var í miklum ham í sundmóti sem haldið var í Sundhöll Reykjavík- ur í fyrrakvöld. Sveitin setti tjögur Islands- og stúlknamet í fjórum greinum - glæsilegt afrek hjá stúlkunum ungu sem allar eru fæddar árið 1969. Sveitin synti 4x50 m fjórsund á 2:14,60 mín, en met Ægis var 2:15,1. Þá 4x50 m skriðsund á 1:59,80 mín - HSK átti metið, 2:01,0. Þriðja var 4x100 m bring- usund og þar synti Vestrasveitin á 5:29,0 mín. en met Ægis var 5:36,4 mín. og í 4x50 m bringu- sundi synti sveitin á 2:34,70 mín. en met var Ægis 2:37,0. Helga Sigurðardóttir setti í leiðinni íslands- og stúlknamet í 50 m skriðsundi - synti á 27,85 sek. Guðrún Fema Ágústsdóttir átti gamla metið, 28,58 sek. Ingólfur Arnarson úr Vestra setti piltamet í 50 m skriðsundi, synti á 26,0 sek. Þá jafnaði Hann- es Már Sigurðsson frá Bolungar- vík drengjamet í 50 m skriðsundi, 27,0 sek. Hann setti drengjamet í 100 m flugsundi á innan- hússmeistaramótinu um síðustu helgi, 1:05,0 mín. Glæsilegur árangur hjá vestfirska sundfólkinu í fyrra- kvöld og það er líklegt til enn frekari afreka í framtíðinni. - VS Miðvikudagur 3. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.