Þjóðviljinn - 17.04.1985, Side 2
FRÉTTIR
Hafnarfjörður
Stóralvarlegt mál
Hallgrímur Pétursson formaður Hlífar: Veit ekki hvað ráðamenn bœjarins eru að fara
Kannski loka þeir ráðhúsinu nœst. Hafa grafið undan BÚH. Ættu að koma sér í buri
Þetta er alvarlegt mál og það
stóralvarlegt. Ég veit ekki
hvað ráðamenn bæjarins eru að
fara. Það er eins og ioka eigi öllu
hérna í bænum. Þeir byrjuðu á
Lýsi og Mjöl, síðan Bæjarútgerð-
inni, þá er búið að loka Skiphól og
kannski loka þeir ráðhúsinu
næst.
Sennilega væri mesta vitið í
því að þeir kæmu sér þaðan út,“
sagði Hallgrímur Pétursson for-
maður Verkamannafélagsins
Hlífar í Hafnarfirði um atvinnu-
ástandið í bænum.
„Ef við fáum engin svör innan
tíðar frá bæjaryfirvöldum þá
hljótum við að krefjast fundar
með bæjarráði eða bæjarstjórn.
Við verðum að fá hrein svör við
spurningum okkar og það er ekki
annað hægt en þessir menn standi
fyrir máli sínu. Sannast sagna á ég
ekki von á öðru en einhverjum
skætingssvörum eftir því sem á
undan er gengið."
Áttir þú von á því að Bæjarút-
gerðin tæki til starfa á næstunni?
„Ég get ekki sagt til um það.
Bæjaryfirvöld stjórna ferðinni.
Þessi vinnubrögð þeirra ættu ekki
að koma neinum bæjarbúa á
óvart. Það hefur verið stefna
þessara manna að grafa undan
fyrirtækinu á liðnum árum og það
er liður í þeirri ætlan þeirra að
losa sig undan allri ábyrgð á
rekstri þess.“
í lok ályktunar verkalýðsfélag-
anna til bæjarstjórnar er tals
um að bæjarbúar fái að segja si
álit í kosningum. Eruð þið i
óska eftir því að bæjaryfirvö
segi af sér?
„Það er meiningin með þesi
orðalagi að yfirvöld hér í bænu
fari frá. Ef þeir eru ekki menn
að tryggja atvinnuástand í bæ
um þá eiga þeir að koma sér
burt. Það er okkar álit,“ sag
Hallgrímur Pétursson.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði sendir bœjarstjórn
harðorða ályktun. Hrikalegt atvinnuleysi á ábyrgð bœjaryfirvalda.
Ostjórn í atvinnumálum. Ný atvinnustefna, annars boðað til kosninga
Hrikalegt atvinnuleysi tröll-
ríður nú hafnfirsku atvinnu-
lífi. Nú þessa dagana eru um 200
manns á atvinnuleysisbótum og
að auki hefur fjöldi launþega
þurft að leita í ný störf sem að
verulegu leyti eru utan Hafnar -
'jarðar,segir í harðorðri ályktun
sem fulltrúaráð verkalýðsfélag-
aniía í Hafnarfirði hefur sent
bæjarstjórninni.
Atvinnuleysi í Hafnarfirði í
fyrra og það sem af er þessu ári er
um 50% meira að meðaltali í
landinu og er nú svo komið að
fjölmörg heimili eru algerlega á
vonarvöl og geta ekki staðið
undir þeim greiðslum sem
nauðsynlegar eru til framfæris,
segir í ályktuninni.
Eru ástæður þessa ástands fyrst
og fremst raktar til furðulegs
ábyrgðarleysis ráðamanna bæjar-
ins og ber þar hæst ótímabæra og
óskynsamlega rekstrarstöðvun
Bæjarútgerðarinnar, en öllu
starfsfólki um 200 manns var sagt
upp störfum 1. febrúar sl.
Mjólkurkýrin
geld
Benda verkalýðsfélögin á að
með þessari ráðstöfun hafi allir
tekjumöguleikar fyrirtækisins
verið felldir niður og bæjaryfir-
völd séu að gelda mjólkurkú sína
algerlega áður en hún verði boðin
til sölu. Á sama tíma séu afla-
brögð togara með besta móti en
togarar Hafnfirðinga liggja
bundnir við bryggju.
Talin eru upp dæmi um hvernig
bæjaryfirvöld og stjórnvöld bera
að stórum hluta ábyrgð á alvar-
legu atvinnuástandi í bænum.
„Ljóst má vera að ástandið nú er
slíkt að ekki verður þolað degi
lengur. Fulltrúaráð verkalýðsfé-
laganna mótmælir algerlega slíkri
óstjórn og krefst þess að bæjar-
stjórn grípi nú þegar til raun-
hæfra úrbóta. Slíkt verður ein-
ungis gert með því að senda tog-
ara BUH nú þegar til veiða svo
vinnsla í landi fari sem fyrst af
stað.“
- lg-
Guðríður Elíasdóttir formaður Framtíðarinnar: Hélt að það vœri að fá ráðningu hjá nýja
fyrirtækinu. Var þakkað fyrir að hafa sótt um vinnu. Ólíklegt að nokkuð gerist í sumar
Eg sé ekkert sem bendir til þess
að Bæjarútgerðin fari í gang í
surnar. Ég get ekki séð það. Það
má þá mikið breytast, sagði Guð-
ríður Elíasdóttir formaður
Verkakvennafélagsins Framtíð-
arinnar í Hafnarfirði og varafor-
maður ASÍ í samtali við Þjóðvilj-
ann. Um 100 verkakonur í bæn-
um eru nú á atvinnuleysisbótum
sem nema tæpum 3000 kr. á viku.
„Ég frétti af því í gær að verka-
fólkið hefði verið að fá sent bréf
frá bæjaryfirvöldum þar sem því
er þakkað fyrir að hafa sótt um
vinnu hjá Útgerðarfélaginu og
síðan fylgdu með reikningar yfir
rekstrarstöðuna. Það er ekki
hægt annað en að hlæja að þessu.
Fólk hélt fyrir að það færi að fá
ráðningu en þá var það einungis
þakkarbréf en ekki minnst á
hvort eða hvenær þetta fyrirtæki
tekur til starfa. Það er verið að
stinga upp í fólkið dúsu svo það
þegi.“
Hvernig hefur konum gengið
að fá aðra vinnu?
„Erfiðlega, því það er ekki í
margt að sækja hér í bænum. Það
var óskað eftir konum í vinnu hjá
ísbirninum í Reykjavík en stór
hluti af þessum konum á ekki
heimangengt. Þær verða að kom-
ast heim í hádeginu, og eins
treysta fullorðnu konurnar sér
ekki í nema hálfa vinnu, svo það
eru ekki margar sem geta nýtt sér
þennan kost. Fólkið vill fá á
hreint hvenær fyrirtækið fer aftur
af stað en eins og mál standa nú
þá sé ég ekkert sem bendir til að
það fari í gang í sumar,“ sagði
Guðríður Elíasdóttir. _ i„
Stinga dúsu
Bæjarútgerðin í Hafnarfirði
var aðeins rekin í 7 mánuði sl. ár
og í tæpan mánuð það sem af er þessu ári. Ráðamenn
bæjarins eru ábyrgir fyrir því ástandi sem ríkir í atvinnumálum
í bænum, segja þau Guðríður Elíasdóttir og Hallgrímur Pétursson
formenn verkalýðsfélaganna í bænum.
upp í fólk
Furðulegt ábyrgðarleysi
Einu sinni voru nokkrir Hafn-
firðingar kosnir í bæjarstjórn • • •
Alþingi
Bjórinn bíður
og útvarpið
líka!
Búist haföi verið við að tvö
mikil deilumál, bjórfrumvarpið
og útvarpslagamálið yrðu lögð
fram í neðri deild alþingis í þess-
ari viku. Á því verður þó enn
nokkur bið og fjölgar nú óðum
þeim málum sem þinginu er ætlað
að Ijúka afgreiðslu á á allra síð-
ustu starfsvikunum.
Boðaður hafði verið fundur í
menntamálanefnd neðri deildar
til lokaumfjöllunar um útvarps-
lagafrumvarpið í gærmorgun, en
honum var skyndilega aflýst að
sögn eins nefndarmanna. Er því
útséð um að útvarpslögin komi til
þriðju og síðustu umræðu í neðri
deild í þessari viku.
Þó allsherjarnefnd neðri
deildar hafi s.l. föstudag lokið
sinni umfjöllun um bjórmálið
hefur meirihlutinn, sem skipaður
er 5 nefndarmönnum ekki enn
komið frá sér nefndaráliti, og
verður málið því vart á dagskrá í
dag.
- AI
Rauð fjöður
Góðar heimtur
Þetta gekk alveg geysilega vel
sögðu Lionsmenn þegar blaðið
spurðist fyrir um það hjá þeim í
gær hvernig söfnunin sem kennd
er við rauða fjöður hefði gengið.
Enn er ekki vitað hver heildar-
upphæðin hefur orðið því skil eru
ekki allsstaðar komin utan af
landi.
Auk þess hafa margir hringt,
sem af einhverjum ástæðum náð-
ist ekki til söfnunardagana, og
óskað eftir að kaupa fjöður,
þannig að söfnuninni er ekki lok-
ið.
Á sunnudginn var „opið hús“
hjá Lionsmönnum í Sigtúni. Þar
koum á annað þúsund manns,
gæddi sér á kaffi og kökum og
keypti rauðar fjaðrir í stórum stíl.
Álafoss hf.
20.000 peysur
Þann 12. apríl sl. var undirrit-
aður viðbótarsamningur milli
Álafoss hf. og Sovétríkjanna um
kaup á 20 þús. peysum. Er
heildarsamningur Álafoss hf. við
Sovétríkin orðinn um 4 milj. doll-
ara á yfirstandandi ári.
Þessi samningur er svipaður
þeim, sem Álafoss hf. gerði við
Sovétríkin á sl. ári og hinn næst
stærsti, sem þessir aðilar hafa
gert með sér.
Hér er ekki um að ræða vöru-
skipti, heldur er varan greidd í
dollurum.
- mhg
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. apríl 1985