Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
UÓDVIUINN
Miðvikudagur 17. apríl 1985 85. tölublað 50. árgangur
Hervœðingin
Risaradar á Islandi?
Bandaríkjamenn reyna nú að aðlaga risaradarkerfið norðlœgum slóðum
Utanríkisráðherra kemur af fjöllum
Bandaríkjamenn vinna nú að
því að aðlaga nýtt radarkerfl,
svonefnt OTH-kerfi aðstæðum á
Norðurslóð með það fyrir augum
að koma upp risaradar í Keflavík
eða á Skotlandi. Myndi slíkur ra-
dar ná allt til Norðurpólsins og
Kólaskaga og gjörbreyta bæði
eðli herstöðvarinnar í Keflavík og
stöðu Islands á taflborði risaveld-
anna.
Steingrímur J. Sigfússon upp-
lýsti utanríkisráðherra um þessi
áform Pentagonmanna í umræð-
um á alþingi í gær og sagði
ráðherrann að Steingrímur hefði
greinilega betri sambönd vestur
um haf en utanríkisráðuneytið.
Um þetta hefði hann ekkert
heyrt.
Steingrímur tók OTH-kerfið
sem dæmi um það hvernig íslend-
ingar mættu sífellt búa við að
fregna fyrst af alls kyns hernaðar-
áformum hér á landi eftir að búið
væri að möndla með þau mánuð-
um eða árum saman erlendis.
„Þetta er illþolandi," sagði hann.
Ratsjá af þessu tagi (Over The
Horizon) endurvarpar geislum
frá jónahvolfinu niður á jörð og
eykur það langdrægni hennar
margfalt miðað við venjulegar
ratsjárstöðvar. Nýlega hefur
Wesley McDonald yfirmaður
Atlantshafsflota Nató og Banda-
ríkjanna lagt mikla áherslu á það
fyrir þingnefnd í Washington að
kerfi af þessu tagi verði komið
fyrir á norðlægum breiddagráð-
um. Til þess þarf að komast fyrir
truflanir sem norðurljósin valda á
virkni þess og er það mál nú í
höndum General Electric vestra.
„Þvf miður,“ sagði Steingrím-
ur, „virðist sem sjónir Pentagons
beinist nú fremur að Keflavík en
Skotlandi en þessar tvær stað-
setningar hafa einkum verið til
athugunar hjá hermálayfirvöld-
um vestra. Ef þetta er rétt, er hér
um að ræða stærstu og alvarleg-
ustu breytingu á hernaðarupp-
byggingu Nató á íslandi sem
myndi gjörbreyta stöðu íslands í
tafli stórveldanna,“ sagði hann.
- ÁI
Hafnarfjörður
Bæjaryfir-
völd víki
Verkalýðsfélögin krefjast
kosninga tryggi bæjaryfirvöld
ekki atvinnulífí bœnum.
Bæjarútgerðin takiþegartil
starfa á ný. Ráðamenn
bæjarins hafa sýntfurðulegtá-
byrgðarleysi í atvinnumálum.
„Ef yfirvöld í bænum geta ekki
tryggt atvinnuástand hér þá eiga
þeir að koma sér í burt. Það er
okkar álit,“ segir Hallgrímur Pét-
ursson formaður Verkamannafé-
lagsins Hlífar í Hafnarflrði í sam-
tali við Þjóðviljann. Mjög alvar-
legt atvinnuástand hefur verið í
bænum undanfarna mánuði og
um 200 manns á atvinnuleysis-
skrá. Engar líkur eru á því að
útgerðarfélag Hafnfirðinga áður
Bæjarútgerðin taki til starfa á
næstunni en BÚH hefur verið lok-
að frá því í byrjun febrúar.
Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna í Hafnarfirði hefur sent frá
sér ályktun til bæjarstjórnar þar
sem hún er sökuð um að bera
ábyrgð á atvinnuástandinu í bæn-
um með furðulegu ábyrgðarleysi
ráðamanna og þá einkum ótíma-
bærri og óskynsamlegri rekstrar-
stöðvun BUH: Skora verka-
lýðsfélögin á ráðamenn bæjarins
að senda togara BÚH þegar til
veiða; núverandi ástand verði
ekki þolað degi lengur.
„Ég sé ekkert sem bendir til að
Bæjarútgerðin fari í gang í sumar.
Það má þá mikið breytast," sagði
Guðríður Elíasdóttir formaður
verkakvennafélagsins Framtíðar-
innar í samtali við Þjóðviljann í
gær.
-Ig-
Þráinn Bertelsson tekur við verðlaununum úr hendi Davíðs Oddssonar borgarstjóra.
Ljósm. E.ÓI.
Verðlaun fyrír tröllasögu
Práinn Bertelsson fékk verðlaun fyrir bestu barnabók ársins 1984. Brian Pilk-
ington fékk verðlaun fyrir myndskreytingar og Gunnar Stefánsson fyrir bestu
þýddu barnabókina
Dómnefnd sem skipuð var af
Fræðsluráði Reykjavíkur
komst að þeirri niðurstöðu að
besta barnabókin sem út kom á
síðasta ári hér á landi hafí verið
100 ára afmælið eftir Þráin
Bertelsson, saga um tröll sem
heimsækir mannheima. Var
Þráni veitt viðurkenning fyrir
bók sína við athöfn sem haídin
var í Höfða í gær.
Þetta er í 10. skiptið sem
verðlaun eru veitt fyrir barna-
bækur og í fyrsta skipti voru nú
veitt verðlaun fyrir bestu mynd-
skreytingar við barnabók. Þau
komu í hlut englendingsins Bri-
an Pilkington sem hefur mynd-
skreytt fjölda bóka hér á landi
undanfarin ár. Fékk hann verð-
launin fyrir skreytingar sínar á
bók Þráins.
Þá voru einnig veitt verðlaun
fyrir bestu þýðingu á barnabók
og komu þau í hlut Gunnars
Stefánssonar dagskrárstjóra út-
varpsins fyrir þýðingu hans á
bókinni Paradís eftir finnska
skáldið Bo Carpelan. Sú bók
segir frá tveimur unglingspilt-
um, öðrum andlega vanþro-
skuðum, hinum einmana, sem
hittast og verða vinir. Þetta er
önnur bókin um þá Jóhann og
Marvin sem Gunnar þýðir. Hin
bókin heitir Boginn og kom út
fyrir tveimur árum.
Það var Davíð Oddsson borg-
arstjóri sem afhenti verðlaunin
fyrir hönd fræðsluráðs en í dóm-
nefndinni áttu sæti Jenna Jens-
dóttir, Bragi Jósepsson og Sig-
ríður Ragnar Sigurðardóttir.
- ÞH
Kjarnorku-
skip gerð
útlæg
„Ég fagna því að tekin skuli
hafa verið af öll tvímæli um það
að herskip með kjarnorkuvopn
megi ekki sigla hér um efnahags-
lögsöguna eða koma til íslenskra
hafna. Þessi stefna, sem oftast
hefur verið kennd við Nýja Sjá-
land og Japan, er mikilvægur lið-
ur í friðarviðleitni þeirra þjóða
og það er ánægulegt að Island
skuli fylla þann flokk,“ sagði
Steingrimur J. Sigfússon þing-
maður í gær.
Geir Hallgrímsson svaraði í
gær nokkrum fyrirspurnum
Steingríms um framkvæmdir á
vegum bandaríska herliðsins og
einnig því hvort sú yfirlýsta stefna
stjórnvalda að hér skuli ekki vera
geymd kjarnorkuvopn næði einn-
ig til hafna landsins og efnahag-
slögsögu. Steingrímur benti á þá
gífurlegu hagsmuni sem íslend-
ingar sem fiskveiðiþjóð eiga
undir því að ekki verði kjarnork-
uslys í efnahagslögsögunni, hvort
heldur væri af völdum kjarnork-
uknúinna skipa eða skipa sem
bæru kjarnorkuvopn. Hann ítr-
ekaði þá skoðun sína að setja
þyrfti skýr ákæði í lög og stjórnar-
skrá landsins um að hér yrðu ekki
kjarnorkuvopn, hvorki á láði né
legi.
Geir Hallgrímsson sagði að sú
stefna stjórnvalda að hér yrðu
ekki geymd kjarnorkuvopn næði
einnig til herskipa í íslenskri lög-
sögu og höfnum. Sigling og koma
slíkra skipa til hafna hér væri því
óheimil og þeirri ákvörðun
myndi hann framfylgja. -ÁI
Skoðanakannanir
Lestur Þjóðviljans aukist um 9,2%
Þjóðviljinn í langmestri sókn á dagblaðamarkaði
Þjóðviljinn hefur aukið út- Þessar upplýsingar fást með dagblaðanna dregist saman. Var Lestur virka daga 1982 Lestur daglega og nokkrum
breiðslu sína um 9,2% á því að bera saman þær tölur um það ráðið af því, sem sagt var um sinnum í viku 1985
þremur árum samkvæmt nýbirt- lestur dagblaðanna virka daga daglegan lestur núna og tölur um
um upplýsingum frá Hagvangi árið 1982 við lestur dagblaðanna lestur virka daga árið 1982. Morgunbl. 69.9% . 73.3% (+3.4%)
um dagblöðin. „daglega og nokkrum sinnum í En samkvæmt þeim upplýsing- DV 64.2% . 63.3% (-5-1.4%)
viku“ sem fram komu í Morgun- um sem Morgunblaðið birti á NT (Tíminn) 29.0% . 26.4% (-5-9.0%)
A sama tíma hefur lestur blaðinu nú um helgina. laugardaginn má ráða, að lestur Þjóðviljinn 16.3%.. 17.8% (+9.2%)
Morgunblaðsins aukist um 3,4% { Þjóðviljanum á laugardaginn blaðanna „daglega og nckkrum
en lestur DV hefur dregist saman Var sagt að samkvæmt þeim upp- sinnum í viku“ núna sé jafn mikill (Tölurnar 1982birtust ífjölmiðlumímars 1983, en tölurnar 1985 eru
um 1,4% og NT um 9,0% miðað lýsingum sem lágu fyrir um hina og lestur „virka daga“ árið 1982. lagðar saman samkvæmt upplýsingum í Morgunblaðinu sl. laugardag)
við Tímann 1982. nýgerðu könnun, hefði lestur -óg