Þjóðviljinn - 19.04.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Hafnarfjörbur
Bæjarráð storkar
verkalýðsfélögunum
Segir ályktun fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna fulla af
rangfœrslum, stóryrðum og smekkleysu
Það er óskiljanlegt ábyrgðar-
leysi nafngreindra forystu-
manna í verkalýðshreyfíngunni í
bænum að láta líta svo út að vandi
BUH sé ekki meiri en almennt
gerist í útgerð og krefjast þess að
togarar útgerðarinnar séu sendir
út hið fyrsta við óbreytt ástands,
segir m.a. í harðorðri samþykkt
sem bæjarráð Hafnarfjarðar
gerði í gær sem svar við ályktun
verkalýðsfélaganna í bænum
vegna hins alvarlega atvinnu-
ástand sem þar ríkir.
í samþykkt bæjarráðs segir að
ályktun fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna sé full að rangfærslum,
stóryrðum og smekkleysu. Full-
trúar Alþýðubandalags og Al-
þýðuflokks sem eru áheyrnarfull-
trúar í ráðinu bókuðu gegn álykt-
un meirihlutans. Sagði Rannveig
Traustadóttir í bókun sinni að
hún stæði ekki að slíkum ónotum
í garð verkalýðshreyfingarinnar
og lýsti jafnframt áhyggjum sín-
um yfir því á hvaða stig samskipti
aðila væru komin.
„Svo virðist sem forystumenn-
irnir loki augunum fyrir því að
þeir eiga fleiri umbjóðendur en í
bæjarútgerðinni," segir í ályktun
meirihluta bæjarráðs.
„Okkur hefur ekki borist þessi
ályktun í hendur ennþá og ég get
því ekkert um hana fjallað. Það
er hins vegar kannski í takt við
alla framkomu bæjaryfirvalda í
Hafnarfirði gagnvart verkalýðs-
hreyfingunni að láta okkur vita
síðast allra af þeim ályktunum
sem beint er í okkar garð,“ sagði
Sigurður T. Sigurðsson varator-
maður Verkamannafélagsins
Hlífar í samtali við Þjóðviljann í
gær. _ ig.
Sigur jon fór inn á
atkvæðum íhaldsins
Sigurjón Pétursson og Ágúst
Bjarnason voru í gærkvöldi
kjörnir fuiltrúar borgarstjórnar í
stjórn Sparisjóðs Reykjavikur og
nágrennis. Guðríður Þor-
steinsdóttir náði ekki kjöri. Vart
væri þetta í frásögur færandi ef
Sigurjón hefði ekki hlotið 6 at-
kvæði og hinn fulltrúi minnihlut-
ans Guðríður Þorsteinsdóttir 5
atkvæði. Skýringarinnar er að
leita í því að fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, Ágúst Bjarnason fékk
aðeins 8 atkvæði Sjálfstæðis-
flokksins, en 10 borgarfulltrúar
hans tóku þátt í kosningunni.
Fiskvinnsluskólinn
Flestir
frá Stór-
Reykjavík
Frá því að Fiskvinnsluskólinn í
Hafnarfírði tók til starfa hafa út-
skrifast þaðan um 200 fískiðnað-
armenn og fisktæknar. Af þeim
eru nær 40% frá höfuðborgar-
svæðinu.
Petta kom fram í erindi Lárus-
ar Björnssonar kennara við
skólann á námsstefnu Fiskiðnar
fagfélags fiskiðnaðarins á dögun-
um.
Brautskráðir nemendur skól-
ans frá Vesturlandi eru 5% af
heildarfjölda, 13.3% frá Vest-
fjörðum, 14% frá Norðurlandi,
9% af Austfjörðum, 4% frá Suð-
urlandi og Vestmannaeyjum,
12% af Suðurnesjum og 3% af
brautskráðum nemendum hafa
komið frá Færeyjum. Það vekur
óneitanlega athygli að nær jafn
margir Færeyingar hafa stundað
nám við skólann, þeir sem koma
frá einni stærstu verðstöð lands-
ins, Vestmannaeyjum. - Ig.
Allharður árekstur varð um klukkan hálftíuleytið í fyrrakvöld á mótum Austurstrandar og Norðurstrandar. Nokkur meiðsl urðu á fólki. Mynd E.ÖI.
Olíuverðið
Ráðheira
leiðréttur
Vissi ekki að olían er
dýrari hér en í
nágrannalöndunum!
í umræðum á alþingi á þriðju-
dag hélt Matthías Mathiesen við-
skiptaráðherra því fram að gas-
olíuverð til fískiskipa væri síst
hærra hér á landi en í nágranna-
löndunum, en eins ogmenn rekur
minni til upplýsti LIÚ í desember
að verðið hér á landi væri 30%
hærra.
Ráðherra sagði að olíuverðið
væri tæpar 11 krónur á lítrann í
Bretlandi, ívið hærra í Dan-
mörku og mun hærra eða um 13
krónur í Þýskalandi.
í gær leiðrétti Hjörleifur Gutt-
ormsson viðskiptaráðherra og las
upp fyrir hann nýjar tölur frá
skrifstofu LÍÚ. Sýna þær að verð-
ið hér á landi er um 23% hærra en
í þessum löndum, 8 kr. 95 í Dan-
mörku, 9,20 í Þýskalandi og 9,10 í
Bretlandi. f gær kostaði gasolía
til íslenskra fiskiskipa 11 kr. 10
aura.
-ÁI
Vígbúnaðarkapphlaupið
Risaratsjá á Islandi
Wesley McDonald fór fram á fjárveitingu þingsins í febrúar s.l.
Iumræðum á Alþingi s.I. þriðju-
dag benti Steingrímur J. Sig-
fússon þingmönnum á að í Banda-
ríkjunum hefðu komið fram vís-
bendingar um að bandaríski
flotinn hyggðist setja upp risarat-
sjárstöð hér á landi, sem getur séð
yfír sjóndeildarhringinn um 1800
sjómílna vegalengd eða allt
austur að Kolaskaga. Vísbend-
ingar þær, sem hér um ræðir, eru
komnar frá Wesley McDonald,
æðsta yfírmanni bandaríska flot-
ans á N-Atlantshafí. í vitnaleiðslu
fyrir nefnd Öldungadeildar
Bandaríkjaþings hinn 23. febrúar
s.l. rökstuddi hann beiðni flotans
um fjárveitingu til slíkrar ratsjár-
stöðvar með þessum orðum:
Uppsetning OTH-ratsjár-
stöðvar (ratsjárstöðvar sem sér
yfir sjóndeildarhringinn) mun
skapa víðáttumikla könnunar-
getu og vernd fyrir samgöngu-
leiðir á sjó innan varnarkerfis N-
Atlantshafsins (North-Atlantic
Defence System) bæði fyrir
Norska hafið og norðaustanvert
Atlantshafið á næsta áratug.
Þingið tafði fjárveitingar til
rannsókna og smíði á þessu verk-
efni frá fjárlögum flughersins á
árinu 1985. Fjárveiting til þessa
verkefnis á fjárhagsárinu 1986 er
nauðsynleg til þess að koma eftir-
litsstarfinu á réttan kjöl á ný.“
Það hefur komið fram, meðal
annars í riti Gunnars Gunnars-
sonar um Keflavíkurstöðina, að
bandaríski flotinn hafi haft áform
uppi um staðsetningu risaratsjár
á Skotlandi. Það sem bendir til
þess að sjónir flotans beinist nú
frekar að íslandi í þessu sam-
bandi eru fyrst og fremst þessi
orð Wesley McDonalds, sem eru
sögð í beinu framhaldi af lýsingu
hans á mikilvægi þeirra tveggja
ratsjárstöðva sem Bandaríkja-
menn hyggjast setja upp hér á
landi fyrir bandaríska flotann.
Og risaratsjáin er nefnd sem hluti
af NADS-kerfinu sem samkvæmt
hefðbundnum skilningi tekur til
Grænlands, íslands og Færeyja.
Umræður um upsetningu risa-
ratsjár á íslandi hafa reyndar ver-
ið í gangi í Bandaríkjunum allt frá
1983, því í ágúst það ár var gefin
út á vegum bandarska þingsins
(Congress Research Service) rit-
gerð eftir Burt H. Cooper, sér-
fræðing í varnar- og utanríkismál-
um þar sem hann segir meðal
annars: „Til dæmis hafa rann-
sóknir á þörfum fyrir varnir á
samgönguleiðum í N-Atlantshafi
sýnt að stórlega vantar upp á loft-
varnir og staðbundinn viðhalds-
búnaður á íslandi séu fullnægj-
andi, t.d. hvað varðar skort á
eldsneytisbirðarými, lágmarks
AIM-birgðir (?), takmarkað
flugskýlarými og varnarleysi
gagnvart sovéskri árás. Einnig
hefur verið stungið upp á því að
koma fyrir OTH-ratsjám á landi,
þótt truflanir frá norðurljósunum
takmarki verulega notagildi þess-
arar tækni á allra nyrstu svæðum
yfir vetrarmánuðina.“
Neðanmáls í grein þessari er
sagt að búist sé við því að ratsjár
þessar verði teknar í notkun eftir
1985.
Það er því ekki að ástæðulausu
að Steingrímur J. Sigfússon
minntist á þetta mál á Alþingi.
Risaratsjá á fslandi myndi gera
ísland að þeirri fjarskiptamið-
stöð er samhæfði og stýrði öllum
hernaði og herflutningum
Bandaríkjanna á N-Atlantshafi.
Hver eru viðbrögð íslenskra
stjórnvalda við þessum óskum
Wesley McDonalds fyrir Banda-
ríkjaþingi um risaratsjá á íslandi?
-ólg.