Þjóðviljinn - 19.04.1985, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL
Ólöf Briem: Vfirleitt koma konurnar gersamlega peningalausar í athvarfið.
(Mynd: Valdís).
Jafnréttislög
Ákvæðið
ekki pappírsins
virði
Alþingismenn deila á jafnréttismálaráðherra
vegna stöðuveitingar í félagsmálaráðuneyti
Kvennaath varfið
Stefnir í gjaldþrot!
Ólöf Briem, gjaldkeri: Fengum aðeins 60%
rekstrarkostnaðar í styrki. Vantar 1,4 miljón
til að endar nái saman
Nei, sá tími cr ekki kominn að
við getum bara lokað kvenna-
athvarfínu, því miður! Það er
ekkert lát á ofbeldi á heimilum þó
umræðan hafí vakið marga til
umhugsunar og eflaust haft sín
áhrif til þess að draga úr því. Að-
sóknin heldur hins vegar áfram
að aukast og reynslan hefur sýnt
að það er gífurleg þörf fyrir
kvennaathvarfið. Það stefnir í
gjaldþrot seinni part árs, en við
munum auðvitað leita eftir auka-
Qárveitingum frá hinu opinbera
en ekki loka þcgjandi og hljóða-
laust,“ sagði Olöf Briem, gjald-
keri Samtaka um kvennaathvarf.
Eins og fram kom í Þjóðviljan-
um í gær hefur orðið 70%
aukning á dvalardögum í athvarf-
inu á milli ára. Ólöf var spurð
hvaða áhrif þetta hefði á rekstur-
inn.
„Þetta þýðir meira en 100%
aukning á rekstrargjöldum. Það
segir sig sjálft að heimilisrekstur,
þar sem að meðaltali eru 12
manns í mat og fer stundum yfir
20 manns, er gífurlega þungur.
Það er afskaplega hæpið að spara
meira en þegar er gert í rekstri
heimilisins. Launakostnaður er
auðvitað mikill, enda er vakt í
athvarfinu allan sólarhringinn.
Þessi mikla fjölgun hefur líka
orðið til þess að við urðum að
bæta sérstökum starfsmanni við
vegna barnanna, enda eru þau að
jafnaði 6 á dag og eiga gífurlega
erfitt mörg hver.“
- Borga dvalarkonur ekki fæði
og húsnæði?
„Yfirleitt koma konurnar ger-
samlega peningalausar í athvarf-
ið og þær eiga margar erfitt með
að borga daggjaldið sem er 150
krónur á dag og óbreytt frá í júní í
fyrra. Við treystum okkur ekki til
að hækka þau vegna þess að
margar þeirra geta hreinlega ekki
borgað þetta eins og er. Ég vil
taka fram að það er ekkert borg-
að fyrir börnin. Kona með 4 eða 5
börn verður að eiga sama aðgang
að athvarfinu og kona sem er
með eitt barn eða barnlaus. Dag-
gjöldin hafa innheimst illa og
verst á síðustu mánuðum.“
- Hvernig er þá staðið undir
rekstrinum?
„Áætlaður rekstrarkostnaður
1985 er 3,4 miljónir króna og inni
í þeirri tölu er falið nauðsynlegt
viðhald á húsnæði athvarfsins.
Eigið fé samtakanna úr söfnun-
inni 1983 er nú uppurið enda fór-
um við útí að kaupa hús, og þess
vegna fórum við í fyrsta skipti
framá að opinberir aðilar stæðu
að fullu undir rekstrarkostnaði.
Eins og staðan er nú höfum við
aðeins fengið vilyrði fyrir 60%
þeirrar fjárhæðar eða um 2 milj-
ónir króna en í fyrra stóðu styrk-
irnir undir 70% rekstrarkostnað-
ar.“
- Hvaða fjárveitingar hafíð þið
fengið?
„Við fórum framá að ríkið
stæði undir 60% af rekstrinum en
40% skiptust á sveitarfélögin hér
í kring eftir íbúafjölda. Þannig
fórum við framá 2,1 miljón frá
ríkinu en fengum aðeins 1,4 og
frá borginni fengum við 625 þús-
und en fórum framá 837 þúsund.
Frá hinum sveitarfélögunum á
svæðinu frá Vestmannaeyjum til
Akraness leituðum við eftir ríf-
lega 500 þúsund krónum en við-
brögðin eru ansi misjöfn. Það má
segja að 5 sveitarfélög auk
Reykjavíkurborgar hafi alltaf
tekið vel í okkar beiðnir þó þau
hafi ekki treyst sér til að verða við
þeim að fullu. Þetta eru Kópa-
vogur, Hafnarfjörður, Mosfells-
sveit, Bessastaðahreppur og Sel-
foss. Hin hafa yfirleitt neitað.
Við teljum þessi sveitarfélög hins
vegar fyllilega ábyrg fyrir rekstri
kvennaathvarfsins, enda leita
konur þaðan oftlega til okkar. Ég
vil nota þetta tækifæri til að skora
á sveitarstjórnarmenn að sinna
nú umsóknum okkar, það veitir
ekki af.“
- Nú eiga samtökin líka hús í
byggingu, sem ætti að vera hægt
að selja?
„Það þjónar litlum tilgangi að
fara að éta það upp í ár, enda
skuldum við andvirði þess í Hús-
næðisstjórnarlánum og í eftir-
stöðvum af húsnæði athvarfsins
og verðum að halda þeirri trygg-
ingu. Hins vegar höfum við ekki
getað lokið byggingunni hvað þá
tekið húsið í notkun eins og til
stóðvegnafjárskorts. Peningarn-
ir sem til þess voru ætlaðir fóru í
þessa miklu rekstraraukningu í
fyrra,“ sagði Ólöf Briem að lok-
um.
-ÁI
Þessi stöðuveiting gerðist á
sama tíma og ráðherrann lagði
hér fram frumvarp um jafna
stöðu karla og kvenna. Hann
leggur á það áherslu í ræðu
sinni að tryggja verði konum
jafna möguleika til atvinnu og
stöðuhækkana og segist
binda vonir við frumvarpið að
því leyti. Vonir ráðherrans hafa
nú brugðist en þar getur hann
ekki sakast við neinn nema
sjálfan sig. Hann hefur með
gjörðum sínum staðfest að
ákvæðið í frumvarpi hans er
ekki pappírsins virði, sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir m.a. á al-
þingi á þriðjudag.
Langar umræður urðu um
veitingu skrifstofustjóraembættis
í félagsmálaráðuneytinu 1. mars
s.l. í tilefni af fyrirspurn þing-
manna Kvennalista. Þær spurðu
hvaða rök hefðu legið að baki
stöðuveitingunni og hvort ráð-
herra teldi að hún samrýmdist
jafnréttislögum.
Guðrún Agnarsdóttir vitnaði í
þau orð ráðherrans frá umræðum
um jafnréttisfrumvarpið að kon-
um hafi reynst erfitt að fá stöðu-
hækkanir. Hún sagði það væri
vissulega rétt, en spurningin væri
hvers vegna. Hún sagði að
ákvörðun ráðherrans um að ráða
karl í umrætt embætti en ekki
konu sem starfað hefði í ráðu-
neytinu árum saman sem deildar-
stjóri, krefðist skýringa.
Alexander Stefánsson rakti að-
draganda þess að ráðið var í
stöðuna að nýju og þau ákvæði
sem heimila ráðherra að skipa í
slíka stöðu án auglýsingar. Hann
sagði að Húnbogi Þorsteinsson,
fyrrverandi sveitarstjóri í Borgar-
nesi sem ráðinn var, væri sá sem
hann vissi bestan til þess. Hann
lýsti starfsferli Húnboga sem
sveitarstjóra í 16 ár og lagði
áherslu á að hann hefði notið
trausts allra pólitískra flokka,
ekki aðeins í sinni heimabyggð,
heldur hefði honum einnig verið
trúað fyrir störfum á vegum
sveitarfélaganna í kjördæminu og
á vegum Sambands ísl. sveitarfé-
laga. Þá hefði hann átt sæti í
stjórnarnefnd fatlaðara og væri
einn þriggja höfunda þess bók-
haldskerfis sem sveitarfélögin í
landinu nota. Alexander baðst
undan því að ræða eða bera sam-
an kosti annarra starfsmanna
ráðuneytisins og sagðist með
svari sínu hafa skýrt hvaða rök
lágu til grundvallar ráðningunni.
Með vísan til þeirra vildi hann
svara spurningunni um hvort
þetta samrýmdist jafnréttislögum
játandi.
Hjörleifur Guttormsson sagði
málstað ráðherra svo slæman að
við lægi að honum væri vorkunn
þegar hann nú kysi að verja hann.
Hann sagði einsýnt að hér hefði
verið vegið að jafréttislöggjöfinni
á áberandi hátt og það hlytu
menn að fordæma ef þeir meintu
nokkuð með yfirlýstum stuðningi
við jafnréttissjónarmið í sam-
bandi við -stöðuveitingar þegar á
hólminn væri komið.
Kristín Halldórsdóttir sagði að
ráðherrann hefði nú slegist í hóp
þeirra sem tala fagurt um að auka
hlut kvenna en opinbera síðan
blygðunarlaust að hugur fylgir
ekki máli.
Ólafur Þ. Þórðarson taldi
gagnrýnendur ráðherra halda því
fram að 16 ára starfsaldur í Borg-
arnesi kæmi ekki að gagni í
Reykjavík, og efaðist um að
gagnrýnin væri á heimildum
byggð. Hér væri fremur um póli-
tískt skítkast að ræða. Konan sem
hér um ræðir hefði aðeins 7 ára
starfsaldur sem deildarstjóri í fé-
lagsmálaráðuneytinu. Hvar eru
mörkin, spurði Ólafur, er það
lögfræðiprófið sem ræður?
Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir kvað þetta lýsandi dæmi
fyrir aðstæður kvenna yfirleitt.
Hér væri um hneyksli að ræða,
þegar sjálfur ráðherra jafnréttis-
mála viðhéldi þeim sjónarmiðum
að taka karla fram yfir konur þeg-
ar ráðið væri í störf.
Guðrún Agnarsdóttir kvað
svör ráðherra ófullnægjandi og
sagði þau gefa til kynna að hann
væri ekki fyllilega sáttur við
ákvörðun sína. Tilgangur með
fyrirspurninni hefði ekki verið að
hygla eða varpa rýrð á einstak-
linga, heldur vekja athygli á því
hvernig málum væri komið í
sjálfu jafnréttisráðuneytinu. Hún
benti einnig á að umrædd kona
hefði auk 7 ára starfa í ráðuneyt-
inu stundað dómarastörf í 13 ár,
þannig að starfsreynslan væri 20
ár, en ekki 7.
MINNING
Tyrfingur Þórarinsson
Fœddur 27. desember 1916 - Dáinn 12. apríl 1985
Okkur langar til að segja örfá
orð að Tyrfingi látnum. Hann var
68 ára að aldri er hann lést á
Borgarspítalanum í Reykjavík.
Við unnum með honum á bygg-
ingartíma Hrauneyjarfossvirkj-
unar og Sultartangastíflu. Hann
var alltaf svo lifandi. Það var eng-
in lognmolla þar sem hann var.
Stórbrotinn var hann, fróður,
skemmtilegur og góður. Hann
var okkur afar kær. Oft var farið
með Tyrfingi um vinnusvæðin er
hann vann sín eftirlitsstörf. Þá
voru rædd öll heimsins mál. Þetta
voru mjög lærdómsríkar ferðir
því að Tyrfingur hafði glöggt
auga og skilning á öllu er viðkom
slysa- og heilsuvernd. Við erum
þakklátar fyrir allar samveru-
stundirnar, öll spilakvöldin, öku-
ferðirnar heim og að heiman. Við
kveðjum Tyrfing með söknuði og
virðingu. Eiginkonu og fjöl-
skyldu vottum við okkar dýpstu
samúð.
Iða Brá og Jórunn.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. apríl 1985