Þjóðviljinn - 19.04.1985, Blaðsíða 5
Spurt um...
...framkvæmd
þingsályktana
Jóhanna Sigurðardóttir hefur
lagt fram fyrirspurn til forsætis-
ráðherra um framkvæmd þingsá-
lyktana. Hún spyr hvaða afgreið-
slu þingsályktanir sem alþingi
hefur samþykkt s.l. 10 ár, hafi
hlotið hjá stjórnvöldum.
...sjávarútveg
á Suðurnesjum
Kjartan Jóhannsson og Karl
Steinar Guðnason hafa lagt fram
fyrirspurn til sjávarútvegsráð-
herra um úrbætur í sjávarútvegi á
Suðurnesjum. Þeir spyrja hvort
ráðherra sé reiðubúinn til að gera
ráðstafanir sem megi verða til að
endurbæta og endurreisa rekstur
sjávarútvegsgreina á Suðurnesj-
um, í ljósi þess uggvænlega
ástands sem þar ríki. Þá spyrja
þeir hvort ráðherrann sé tilbúinn
til að úthluta viðbótarkvóta til
Suðurnesjaskipa vegna óskar
sem fram hefur komið. Loks
spyrja þeir hvort ráðherra sé
reiðubúinn til að leita leiða til að
koma á miðlun afla til þessa
svæðis frá öðrum svæðum sem
verða að fá til sín erlent vinnuafl
til að geta ráðið við þann afla sem
á land berst.
....hvalveiðar
Valdimar Indriðason hefur
lagt fram fyrirspurn til sjávar-
útvegsráðherra um hvalveiðar.
Hann spyr hvort teknar hafi verið
ákvarðanir um framhald hval-
veiða og þar með hrefnuveiða við
ísland eftir þetta ár. Sé ekki svo:
Hvað hyggst sjávarútvegsráð-
herra leggja til í þessum efnum?
...útflutning
landbúnaðar-
vara
Eiður Guðnason hefur lagt
fram fyrirspurn til landbúnaðar-
ráðherra um útflutning niður-
greiddra landbúnaðarafurða.
Hann spyr hvernig háttað. hafi
verið útboðum á flutningi þessara
vara til útlanda 1983 og 1984,
hvenær útboðin hafi átt sér stað,
hvort þau hafi verið opin eða lok-
uð og hvernig flutningar þessir
skiptust á milli eftirtalinna aðila:
Eimskips, Hafskips, Skipa-
deildar SÍS, og annarra.
....lækninga-
mátt
Blá lónsins
Gunnar G. Schram hefur lagt
fram fyrirspurn til heilbrigðisráð-
herra um könnun á lækningamæti
jarðsjávar við Svartsengi. Hann
spyr hvað líði framkvæmt álykt-
unar um þessa könnun sem sam-
þykkt var á alþingi 1982.
Ekki bólar á frumvarpi
Málið búið að vera tœptár ínefnd. Alexander Stefánsson: Mun verða
afgreittfyrirþinglok. Halldór Blöndal: Liggur ekkertfyrir um hvaða
tillögur verða lagðarfyrirþingið
Spurt um...
....lögreglu-
varðstöð
í Garðabæ
Gunnar G. Schram hefur lagt
fram fyrirspurn til dómsmálaráð-
herra um lögregluvarðstöð í
Garðabæ. Hann spyr hvort ráð-
herra telji ekki tímabært að koma
lögreglustöð á fót þar og ef svo
er, hvenær búast megi við að hún
verði opnuð.
... rannsóknir
á hörpudiski
Sturla Böðvarsson, sem er
varamaður Friðjóns Þórðarsonar
á þingi, hefur lagt fram fyrirspurn
til sjávarútvegsráðherra um
rannsókn á hörpudisksmiðum í
Breiðafirði. Hann spyr hvort ráð-
herra hafi gert ráðstafanir til að
hörpudisksmiðin þar verði
rannsökuð, eftir að aflamark á
hörpudiski var aukið á þessu ári.
Sé ekki svo, spyr Sturla hvort
ráðherra muni þá beita sér fyrir
því að nákvæmar rannsóknir fari
fram á vegum Hafrannsókna-
stofnunar er tryggi að veiðisvæði
verði ekki ofveidd nú þegar sókn-
in er aukin.
Alexander Stefánsson fé-
lagsmálaráðherra lýsti því yfir
á alþingi í gær að nefnd sem
hann skipaði í júní í fyrra
myndi loks skila frumvarpi að
nýjum lögum um húsnæðis-
samvinnufélög og búseturétt-
aríbúðir fyrir 27. apríl nk. Jafn-
framt sagði ráðherrann að
stefnt væri að því að Ijúka af-
greiðslu frumvarpsins á þessu
þingi.
Þessi langi meðgöngutími á sér
sem kunnugt er rætur í ágreiningi
stjórnarflokkanna um húsnæð-
ismál og það var ekki fyrr en eftir
að fjórir þingmenn stjórnarand-
stöðunnar höfðu eggjað Sjálf-
stæðismenn til að lýsa sinni
skoðun á málinu að Halldór
Blöndal sté í stólinn. „Nefnd sem
félagsmálaráðherra skipaði 4
mönnum til að samræma sjón-
armið stjórnarflokkanna í hús-
næðismálum hefur ekki lokið
störfum. Meðan svo er ekki,
liggur ekkert fyrir um hvaða til-
lögur við munum leggja fyrir
þingið," sagði hann.
Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir hafði framsögu fyrirspurn
nokkurra þingmanna um þetta
efni. Hún rifjaði upp yfirlýsingar
Alexanders 14. maí í fyrra þegar
hann sagðist myndu skipa um-
rædda nefnd og lofaði því að
frumvaip yrði lagt fyrir strax í
þingbyrjun sl. haust. Fyrir5 mán-
uðum síðan hefði svo ráðherrann
í tilefni fyrirspurnar sagt að frum-
varpið væri rétt ókomið og þá
tekið skýrt fram að stjórnarflokk-
arnir væru sammála um þetta
mál. „Af hverju tekur svona
langan tíma að koma frá sér
frumvarpi sem stjórnarflokkarnir
eru sammála um?“ spurði hún.
Steingrímur J. Sigfússon sagði
það eftir öðru að þetta brýna
hagsmunamál skuli þvælast svo
lengi fyrir stjórnarliðinu og lenda
í málasúpunni á síðustu vikum
þingsins. Hann sagði ljóst að ekk-
ert væri að marka yfirlýsingar fé-
lagsmálaráðherra um húsnæðis-
mál, fyrir því væru ótal dæmi.
Þess vegna yrðu Sjálfstæðismenn
að lýsa afstöðu sinni hér og nú.
-ÁI.
... atvinnumál
Hafnfirðinga
Kjartan Jóhannsson hefur lagt
fram fyrirspurn til forsætisráð-
herra um úrbætur í atvinnumál-
um í Hafnarfirði. Hann spyr
hvort ríkisstjórnin hafi tekið hið
alvarlega atvinnuástand þar til
umfjöllunar í framhaldi af
áskorun verkalýðsfélaganna þar
um. Hann spyr einnig hvort ríkis-
stjórninni eða ráðherrum hafi
borist málaleitanir frá bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar varðandi
aðgerðir til að bæta atvinnu-
ástandið og þá einkum varðandi
stöðu BÚH og loks hvort ríkis-
stjórnin hafi einhver áform á
prjónum til úrbóta í atvinnumál-
um í Hafnarfirði.
...ábyrgðirvegna
fiskeldis-
stöðva
Bókmenntaverðlaun Jóns Sigurðssonar
Stofnskrá
í undirbúningi
Þrátt fyrir 300 þúsund króna
fjárveitingu alþingis var bók-
menntaverðlaunum sem kennd
eru við Jón Sigurðsson ekki út-
hlútað í fyrra. Frumdrög að
stofnskrá sjóðsins liggja ekki enn
fyrir, en forsætisráðuneytið hefur
málið nú til athugunar. Er ætlun-
in að tengja þessi verðlaun öðr-
um sjóði sem helgaður er minn-
ingu Jóns Sigurðssonar og nefnist
Gjöf Jóns Sigurðssonar. Mun
skammt að bíða endanlegra til-
lagna um þetta efni og þá verður
tiltækt fjármagn til verðlaunanna
þrátt fyrir að ekki er gert ráð fyrir
þeim á fjárlögum 1985.
Þetta kom fram í svari Ragn-
hildar Helgadóttur, menntamála-
ráðherra, í gær við fyrirspurn frá
Kristínu Halldórsdóttur. Kristín
sagði svör ráðherra og þá töf sem
orðið hefur á málinu hafa valdið
sér vonbrigðum. Hvatti hún
menntamálaráðherra til að hraða
framgangi málsins.
Það var sumarið 1983 að forseti
íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
setti fram hugmyndina að um-
ræddum bókmenntaverðlaunum,
þá stödd á fæðingarstað Jóns Sig-
urðssonar að Hrafnseyri við Arn-
arfjörð. Urðu nokkrar deilur
vegna þessa, en þær snerust um
formsatriði og fáir urðu til þess að
gagnrýna verðlaunin sem slík.
Alþingi samþykkti síðan sam-
hljóða fjárveitingu til þeirra á
fjárlögum næsta árs, þ.e. 1984.
Kjartan Jóhannsson og Karl
Steinar Guðnason hafa lagt fram
fyrirspurn til forsætisráðherra um
ábyrgðir Framkvæmdasjóðs ís-
lands vegna lána til fiskeldis-
stöðva. Þeir spyrja hvað tefji að
Framkvæmdasjóður veiti Fisk-
eldi Grindavíkur og íslandslaxi
hf. ábyrgð á láni hjá Norræna
fj árfestingarbankanum.
....Kolbeinsey
Stefán Guðmundsson hefur
lagt fram fyrirspurn til forsætis-
ráðherra um Kolbeinsey. Hann
spyr hvað líði framkvæmd þings-
ályktunar sem samþykkt var 20.
apríl 1982 um þar var
áskorun á ríkisstjórnina um að
koma upp sjómerki á eynni og að
kanna hvernig tryggja mætti að
eyjan standist heljarafl stórviðra
og fsa.
- AI.
Mengunarvarnir
Tillaga Helga felld
Tillaga Helga Seljan um að út-
vegað yrði 100 miljón króna lán
til að endurlána fiskimjölsverk-
smiðjum til mengunarvarna og
orkuspamaðar var felld í efri
deild alþingis á þriðjudag. Að-
eins 4 þingdeildarmenn studdu
tillöguna, 9 voru á móti.
Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra sagðist hafa mik-
inn skilning á þessum tillögu-
flutningi, en ekki væri hægt að
taka svo háa fjárhæð inn í láns-
fjáráætlun þessa árs. Stutt væri
hins vegar til undirbúnings fjár-
laga fyrir árið 1986 og yrði málið
þá tekið til athugunar.
-ÁI.
I