Þjóðviljinn - 19.04.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Tímamotayfirlýsing Geirs Hallgrímssonar
Geir Hallgrímsson gaf I vikunni þá ótvíræðu yfirlýs-
ingu á Alþingi í svari við fyrirspurnum frá Steingrími
J. Sigfússyni, að herskipum sem hefðu kjarnorku-
vopn innanborðs væri ekki heimilt að komatil hafnar
á Islandi né heldur sigla um íslenskt yfirráðasvæði.
Þessi yfirlýsing Geirs Hallgrímssonar markar
tímamót. Með henni hafa íslenskir friðarsinnar sem
um árabil hafa barist gegn því að kjarnorkuvopn
væru í eða færu gegnum íslenska lögsögu, náð
geysilega mikilvægum áfanga. Þessi yfirlýsing sætir
því ekki einungis stórtíðindum hér á landi, heldur
hvarvetna þar sem fólk berst fyrir friði. Það er því ekki
að undra að mörg stórblöð veraldar, svosem Was-
hington Post í Bandaríkjunum og The Guardian í
Bretlandi gerðu þessu máli ýtarleg skil í gær.
í tengslum við yfirlýsingu utanríkisráðherra er rétt
að geta þess að Bandaríkjastjórn hefur þá reglu að
neita að gefa upplýsingar um hvort tiltekin herskip á
hennar vegum hafi kjarnokuvígtól innanborðs. Hins
vegar þarf sérstakan búnað um borð í skipunum til
að þau geti flutt kjarnorkuvopn og því er auðvelt að
greina slík skip frá öðrum og listar með nöfnum
þeirra eru fyrirliggjandi. Næsta skref hjá ríkisstjórn-
inni hlýtur því að vera að verða sér úti um slíka lista
og banna umferð allra skipa, sem þar er að finna, um
íslenska lögsögu.
Þessa reglu hafa Nýsjálendingar tekið upp eftir
síðustu stjórnarskipti og mátt þola fyrir vikið kulda og
glósur frá stjórn Bandaríkjanna, sem hafa litið á
gjörning þeirra sem ósigur fyrir sig og Nató. Vel
þekktarfréttastofur, sem meðal annars Morgunblað-
ið skiptir við, túlkuðu ummæli Geirs Hallgrímssonar
réttilega á þann veg, að hann ætti að sjálfsögðu við
að íslendingar myndu fylgja hinni nýsjálensku leið. Á
annan veg var einfaldlega ekki hægt að túlka yfirlýs-
ingu hans, einsog sést mæta vel þegar orðaskiptí
Geirs og Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi eru
skoðuð.
Vinir Geirs utanríkisráðherra í Pentagon brugðust
að sjálfsögðu ókvæða við og voru snöggir að gefa út
allt aðra línu. Bernard Kalb, talsmaður bandarískra
stjórnvalda var fljótur að setja fram túlkun sína á
yfirlýsingum ráðherrans, sem voru að sjálfsögðu
víðs fjarri sanni. Eftir höfðinu dansa limir og dagur
var ekki að kveldi kominn þegar Geir Hallgríms-
Frammistaða
Frammistaða sjónvarpsins í þessu máli er svo
kapítuli út af fyrir sig. Geir Hallgrímsson fékk þar
nægan tíma til að setja fram seinni tíma skýringar á
eigin orðum án þess að Steingrímur J. Sigfússon,
upphafsmaður málsins fengi nokkurt tóm til að setja
fram sín viðhorf. Nú er það út af fyrir sig umhugsun-
arvert hvort það sé rétt stefna hjá ríkisútvarpinu að
sonar, í stíl við fyrri reisn, var kominn í sjónvarpssal,
önnum kafinn við að túlka sjálfan sig frammi fyrir
landsmönnum á allt annan veg en hann hafði sjálfur
látið uppskátt í sölum Alþingis.
Þessi framkoma er að sjálfsögðu í rökréttu fram-
haldi af fyrri undirlægjuhætti ýmissa forystumanna
Sjálfstæðisflokksins við Bandaríkjamenn. En eftir
langvarandi veislur við kjötkatla hermangsins vita
þeir vel hvað til þeirra friðar heyrir og æpa eftir nótum
yfirboðarans í vestri þegar mikið liggur við. Þrátt fyrir
óburðugar tilraunir Geirs Hallgrímssonar til að túlka
nú upp á nýtt þau orð sem hann lét falla í umræðum á
Alþingi, þá verður þeim ekki breytt: Þau þýddu ein-
faldlega að íslendingar verða að setja hafnbann á öll
skip sem hafa kjarnorkuvopn innanborðs - eða bún-
að til að flytja þau.
sjónvaipsins
færa fyrirspurnartíma Alþingis inn í sali sjónvarpsins.
En fyrst það hefur á annað borð orðið ofan á hjá þeim
sem þar ráða húsum, þá er það lágmarkskrafa að
báðir aðilar fái að viðra skoðanir sínar í jöfnum mæli.
Þeta væri forráðamönnum ríkisútvarpsins hollt að
íhuga í næsta skipti þegar Geir Hallgrímsson pantar
tíma hjá þeim. ÖS
KUPPT OG SKORID
Reagan forseti við jarðsetningu óþekkta hermannsins frá Víetnam í heiðursgrafreit bandaríkjahers: Við hefðum sigrað
ef....
Fyrir réttu tíu árum tóku síð-
ustu herþyrlurnar sig upp af þaki
bandaríska sendiráðsins í Saigon
og skildu eftir fjölda víetnamskra
áhangenda, sem ætluðust til þess
að þeir yrðu teknir með. Lokið
var mikilli styrjöld sem hófst á því
að Bandaríkjamenn fóru að
greiða sívaxandi hluta af kostn-
aðinum af nýlendustríði Frakka í
Indókína, hélt áfram með við-
leitni Bandaríkjamanna til að
styrkja með fé, vopnum og hern-
aðarráðgjöfum stjórn í Suður-
Víetnam, sem átti bersýnilega
litlu fylgi að fagna, og lauk með
því að um hálfrar miljón manna
her bandarískur barðist í Víet-
nam. Gegn skæruliðum Þjóð-
frelsishreyfingarinnar fyrir sunn-
an og sveitum úr her Norður-
Víetnams, sem komu þeim til að-
stoðar eftir ýmsum leiðum. Áður
en lauk voru um 60 þúsundir
bandarískra hermanna fallnir og
að minnsta kosti hálf önnur milj-
ón Víetnama.
„Sakleysið“
Þetta var mannskæð styrjöid
og langvinn og dýr. Nú er sagt
sem svo að hún hafi svipt Banda-
ríkin ,rsakleysi“ sínu. Það er
óvenjulega kurteist feluorð um
hernað eins og þann sem rekinn
var í Víetnam, þar sem notuð
voru í stórum stíl eiturefni til að
eyða gróðri, þar sem illræmd
fjöldamorð voru framin, hernað
sem einkenndist ekki síst af því,
að yfir bæi, akra og þorp landsins
rigndi sjö miljónum smálesta af
bandarískum sprengjum - en það
er meira en þrisvar sinnum meira
af sprengjum en kastað var á
Þýskaland og svæði sem Þjóð-
verjar höfðu á sínu valdi á árum
heimsstyrjaldarinnar síðari.
Þetta stríð vakti upp mestu
mótmælahreyfingu gegn stefnu
stjórnvalda sem Bandaríkin hafa
kynnst, hreyfingu sem - með
ýmsu öðru - sneri almennings-
álitinu gegn stríðinu. Þetta var
stríð sem hafði mikil áhrif á upp-
reisn æskunnar, sem svo hefur
verið nefnd, bæði í Bandaríkjun-
um og í Vestur-Evrópu.
Minnisleysi
Og af því þetta var fyrsta meiri-
háttar styrjöldin sem Bandaríkin
áttu í og töpuðu, þá varð það
mjög áberandi tilhneiging strax
að því loknu, að reyna að gleyma
því sem fyrst. Ýmislegt hefur ver-
ið sagt og skrifað um þau ein-
kenni minnisins - og er þá sama
hvort rætt er um einstaklinga og
þjóðir - sem ýta út úr vitundinni
því sem óþægilegt er. Og þetta
virtist takast furðu auðveldlega.
„Það var eins og heil þjóð missti
minnið," sagði New Ýork Times
Magazine. Víetnam var eitthvað
sem hefði ekki átt að vera. Og
menn sneru baki í hermennina
sem sneru heim, sumir örkumla-
menn, aðrir niðurbrotnir af and-
legum skakkaöllum og eiturlyfj-
um. Vildu helst ekki hlusta á slíka
menn heldur snúa sér að öðru.
Og þegar Víetnamstríðið var rifj-
að upp í kvikmyndum sem mikið
var borið í, þá varð niðurstaðan
kannski sú (eins og í Hjartar-
bana) að stríðið væri einhver
óskilj anleg og grimm rúletta, sem
hægt væri að bjarga sér frá með
því að treysta á tryggð við sína
vini og athvarfið heima: „Guð
blessi Ameríku" er sungið í lokin.
Og það minnisleysi, sem fyrr
var nefnt var fyrir skemmstu
mælt í könnun í Bandaríkjunum,
sem leiddi það í ljós að um þriðj-
ungur Bandaríkjamanna veit
ekki hverjir áttust við í Víetnam
eða hvað bandarískur her var að
gera þar. Þeir sem þó vita að
Bandaríkin voru að hjálpa
Saigon-hernum segja sem svo, að
í Víetnam hafi verið barist við
kommúnista, kommúnisminn sé
slæmur og því hafi stríðið verið
réttmætt.
Vond endur-
skoðun
Það sem nú síðast var nefnt er
tengt þeirri „endurskoðun" sem
nú fer fram á Víetnamstríðinu í
tilefni tíu ára afmælis ósigursins
þar. Svo er nefnilega mál með
vexti, að allt í einu eru bandarísk-
ir fjölmiðlar farnir að rifja stríðið
upp með ítarlegum greinum. Og
einatt fylgja upprifjuninni spurn-
ingalistar um það, hvað menn
hafi lært af Víetnamstríðinu.
Svörin eru á ýmsan veg, en
mörg eru heldur hrollvekjandi.
Endurskoðun þeirra atburða,
sem menn fyrir áratug skömmuð-
ust sín fyrir, hefur nefnilega
gengið í þá átt helsta, að réttlæta
stríðsreksturinn. Uppgjafarher-
mennirnir eru ekki lengur vand-
ræðabörn þjóðfélagsins, það er
búið að dubba þá upp í hetjur.
Reagan forseti segir að þeir hafi
barist fyrir göfugum málstað. Og
hver hershöfðinginn af öðrum sit-
ur við skrifborðið sitt og er að
„leiðrétta“ þar þær orustur sem
hann tapaði: Við hefðum unnið,
ef við hefðum lokað landamær-
unum alveg og látið stjórnarher-
inn í Suður-Víetnam um af-
ganginn. Við hefðum sigrað ef
við hefðum ekki ofnotað flugher-
inn og þar með gert sveitirnar
fjandsamlegar okkur. Sharp að-
míráll segir í sínu yfirliti:
„Við sigruðum ekki vegna þess
að okkur var ekki leyft að greiða
úrslitahöggin með aðstoð hins
gífurlega flota- og flugherstyrks
okkar".
Og þar fram eftir götum. Þessi
„endurskoðun“ er nokkuð svo
hrollvekjandi, ekki bara vegna
þess að hún er full með sjálfsrétt-
lætingu. Heldur miklu fremur
vegna þess, að hún virðist fyrst og
fremst beinast að því að smíða
kenningar fyrir framtíðina: um
það hvernig stjórnmálamenn og
hershöfðingjar eiga að vinna ný
Víetnamstríð. Og þá er ýtt til hlið-
ar þeirri spurningu sem kannski
mestu varðar þegar spurt er um
Víetnamstríðið: hvernig mátti
það vera, að fátæk þjóð í þriðja
heiminum sigraði gífurlega hern-
aðarmaskínu mesta stórveldis
heims? Hver var hinn mannlegi
þáttur?
Nei, segja hershöfðingjarnir,
við hefðum unnið ef við hefðum
mátt kasta fleiri og stærri sprengj-
um...
-ÁB
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóöinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndir: Einar ólason, Einar Karlsson.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgreiðsiustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Ðergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verö (lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mónuði: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Föstudagur 19. apríl 1985