Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Ríkisstjórnin Óskalistinn í dag Situr þing fram í júní? r Idag verður á ríkisstjórnar- fundi gengið frá svonefndum óskalista, þ.e. lista yfir þau mál sem ráðherrar hyggjast afgreiða fyrir þinglok. Eitthvað mun list- inn hafa styst, frá því forsætis- ráðherra veifaði honum leyndar- dómsfullur í sjónvarpssal í vetur, en nógu langur mun hann samt að margra mati. Er jafnvel búist við að venjulegur þingtími muni ekki nægja til afgreiðslu mála, heldur muni þingið sitja a.m.k. viku af júní. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru á listanum: lánsfjár- lög, nýtt tollafrumvarp (sem enn hefur ekki verið lagt fram), út- varpslagafrumvarpið, frumvarp um viðskiptabanka og annað um Seðlabanka (sem heldur hefur ekki séð dagsins ljós), vegaáætl- un og loks þríliðan sem forsætis- ráðherra mælti fyrir í gær: um Þróunarfélagið, Byggðastofnun og Framkvæmdasjóð Islands. Stjórnarandstaðan hefur ítrek- að kvartað undan seinagangi í störfum alþingis, sem rekja má til ósættis stjórnarflokkanna og lýsir sér í því að mál koma seint og um síðir inn á borð alþingis. Þess munu t.a.m. ekki dæmi að láns- fjáráætlun hafi ekki hlotið af- greiðslu fyrr en í maímánuði eins og nú er útlit fyrir. _ÁI Garðrœkt Stinga upp, snyrta og snurfusa Ráð til garðeigenda: Bíðið með sumarblómin fram að mánaðamótum að er ýmislegt sem huga þarf að I görðum en kannski rétt að benda fólki á að láta ekki vor- hugann hlaupa með sig í gönur - við megum ekki gleyma að við lifum á íslandi, sagði Guðbjörg Kristjánsdóttir einn af eigendum Grænu handarinnar. En það er margt sem þarf að gera. Viðgetum byrjað ágrasinu. Sé ekki gras fyrir hendi er um tvennt að velja. Kaupa túnþökur en þá þarf að gæta þess að þær séu ekki fullar af fíflum og sóleyjum sem eru hreint illgresi. Sé hins vegar sáð þarf að slétta vel undir og ef jörðin er súr setja kalk og áburð á áður en sáð er. Grasfræin eru viðkvæm og taka sinn tíma en komi grasið upp of gisið má sá ofaní. Ef mosi er mikill í grasi er hægt að bera á hann sérstakan mosaeyði eða notast við svartan sand, það reynist oft vel. Runna þarf að klippa jafnvel þó ekkert sé kalið eftir veturinn. Þeir verða bæði þéttari og fallegri séu þeir klipptir og ekki látnir vaxa frítt. Þegar settar eru niður tréplöntur er gott að blanda skít í moldina en annars er það til vandræða að bera ofaná því oft er mikið af arfafræjum í skítnum. Gljávíðir er góður í hekk og ekki lúsasækinn. Hann er líka sterkur og lifir langt fram á haustið. Al- askavíðir er hins vegar fljótur til en hann og brekkuvíðir eru mjög lúsasæknir. Um grenitré og furu þarf lítið að hugsa nema helst þegar plönturnar eru litlar. Það er enn of snemmt að setja niður sumarblómin nema þá í ker og bakka sem má kippa innfyrir ef kólnar í veðri. Við mælum með Guðbjörg Kristjánsdóttir: Sumarblómin verða að fá að venjast íslenskri veðr- áttu smátt og smátt - annars fá þau sjokk. Ljósm. Valdís. því að bíða þangað til 20. maí eða fram að mánaðamótum. Þeir sem sá þurfa að gæta þess að sá dreift og að venja blómin smátt og smátt við útiveruna, hafi þau fyrst verið í stofuhita. Matjurtagarða má byrja að stinga upp og ekkert á móti því að setja strax niður gulrætur og þess háttar sem fer ofaní jörðina. Það er þó rétt að láta kál og þvíumlíkt bíða fram að mánaðamótum. Kryddplöntur má rækta úti, allar nema basiliku sem þolir ekki kuldann. Sumar kryddplönt- urnar eru fjölærar og geta orðið að fallegum runnum. Um tómata og gúrkur þýðir ekki að hugsa, til i þess er íslenska sumarið of stutt. -aró. ■£'«!&<'a9'0SQ Auglýsing Umbúðir utanum hugvit Auk þess upplag af elstu kennslubókum óskast i essi auglýsing er birt til að vekja athygli á því ófremdar- Alþingi: Þróunarfélagið til Akureyrar? Aðeins ein breytingartillaga hefur enn borist við frumvarp forsætisráðherra um Þróunarfé- lagið svokallaða og er hún frá fimm þingmönnum Alþýðu- bandalagsins í neðri deild. Leggja þeir til að á eftir 1. grein frumvarpsins komi ný grein sem orðist svo: „Heimili og varnar- þing hlutafélagsins er á Akur- eyri.” Flutningsmenn eru Steingrím- ur J. Sigfússon, Geir Gunnars- son, Hjörleifur Guttormsson, Guðrún Helgadóttir og Svavar Gestsson. -ÁI. ástandi sem ríkir í launamáium kennara. Á sama tíma og verið er að tala um að virkja hugvitið og taka upp nýtískulega kennslu- hætti, þá eru launamál kennara með þeim hætti að hæfustu kenn- ararnir hrekjast úr starfi. Því er sýnt að við munurn fara til baka niður á gamalt stig og þess vegna er nauðsynlegt að auglýsa eftir kennslubókum sem hæfa því stigi. Þetta sagði einn kennari við Menntaskólann í Hamrahlfð, en auglýsing frá Kennarafélagi skólans sem birtist í dagblöðun- um um helgina hefur vakið mikla athygli. í auglýsingunni er aug- lýst eftir upplagi af eldgömlum kennslubókum sem og umbúðum sem telja megi hentugar fyrir út- flutning á íslensku hugviti og sér- þekkingu. Við birtum svo auglýsinguna hér með fólki til frekari glöggv- unar. -S.dór. 0"" “n a' 5. W'9''a^o'0rr'í>ma('950or' Q ® B0" 4 S'fö' r' w" — 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þrlðjudagur 30. apríl 1985 Það eru ekki nema ráðherrar sem hafa efni á að búa sér til óskalista nú til dags. Viðeyjarstofa endurreist næsta sumar? Allsherjarnefnd Sameinaðs þings hefur lagt til að þingsálykt- unartillaga frá í haust um endur- bætur á Viðeyjarstofu og lending- arbætur á eynni verði samþykkt. Er miðað við að gerð verði áætl- un um verkið í samvinnu við borgarstjórn Reykjavíkur og að því verði lokið fyrir 18. ágúst 1986, en þá eru liðin 200 ár frá því Reykjavík fékk kaupstaðarrétt- indi. S.l. haust fluttu 10 þingmenn úr öllum flokkum þingsálykt- unartillögu um endurbætur á Viðeyjarstofu. Var miðað við að fjárveitingar gætu fengist strax í ár og að verkinu væri lokið fyrir 18. ágúst 1986. Upphaflega gerði tillagan einnig ráð fyrir að í Við- eyjarstofu mætti stunda veitinga- rekstur og ráðstefnuhald, en það atriði heftir allsherjarnefnd fellt úr tillögu sinni. Fyrsti flutnings- maður tillögunnar var Jón Bald- vin Hannibalsson. -ÁI. 1. maí í Reykjavík Hátíðarhöld með hefðbundnu sniði ísland úr NA TOog herinn burt, segir íávarpi 1. maí nefndarinnar. Hátíðarhöldin 1. maí í Reykja- vík verða með hefðbundnu sniði. Safnast verður saman á Hlemmtorgi kl. 13.30 og síðan gengið niður Laugaveg undir kröfum dagsins og safnast saman á Lækjartorgi. Þar verður síðan haldinn fundur, þar sem ræðu- menn verða Guðmundur Þ. Jóns- son formaður Landssambands iðnverkafólks og Einar Ólafsson formaður Starfsmannafélags ríkisstofnanna. Þá flytur Kristinn Einarsson formaður INSÍ ávarp. Fundarstjóri verður Björk Jóns- dóttir úr Verkakvennafélaginu Framsókn. Á fundinum mun sönghópurinn „Hálft í hvoru” flytja nokkur lög. „Það var full samstaða um ávarp 1. maínefndar eins og það birtist hér,” sagði Halldór Jónas- son formaður Fulltrúaráðs verka- lýðshreyfingarinnar. í ávarpinu segir m.a. „Við mótmælum áformum um uppsetningu ratsjárstöðva og önnur aukin hernaðarumsvif á landi okkar. Við lýsum yfir þeim vilja okkar að Island verði herstöðvalaust land, utan allra hernaðarbanda- laga.” Að öðru leyti vísast til þess að ávarpið, sem er mjög langt, verður birt í heild í Þjóðviljanum á morgun 1. maí. -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.