Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 2
auglýsingastofan hl. 95 STOR- VINNINGAR 9.MAÍ 4S tS 4S SHARP R 6200 FIATUN045S SHARP VC 481 ÖRBYLGJUOFNAR Á KR. 17.600 Á KR. 280.000 MYNDBAfflCTÆH Á KR 44.900 Hjálparstarf á íslandi nútímans kostar mikið fé. Eins þótt það sé allt unnið í sjálfboðavinnu. Hjálparsveitir skáta e&ia því til stórhappdrættis með hvorki meira né minna en 95 stórvinningum. Þeir verða þvi margir sem detta í lukkupottinn 9. mai. En hjálparsveitimar bjóða enn betur, vinning sem við skulum þó vona að fæni þurfi á að halda þó að reynslan bendi til annars: VELBÚNAR HJÁLPARSVEITIR í VIÐBRAGÐSSTÖÐU LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA Blaðbera vantar víðsvegar um borgina frá 1. mai. TSES!!I!E!1lL FRETTIR Hafnarfjörður Askorun ítrekuð Verkalýðsfélögin í bœnum vísa rógburði og dylgjum bæjarráðs á bug. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur í engu svarað áskorun verka- lýðsfélaganna í bænum um raun- hæft samstarf og samráð um at- vinnumál og mótun stefnu í þeim efnum til skemmri og lengri tíma litið. Verkalýðsfélögin hafa í ný- samþykktri ályktun ítrekað áskorun sína um viðræður um mótun atvinnustefnu til að „slys á borð við það sem nú er orðið varðandi Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar endurtaki sig ekki,” eins og segir í ályktuninni. Verkalýðsfélögin í Hafnarfirði hafa átt í miklum deilum við bæjaryfirvöld vegna atvinnu- ástandsins í bænum og lokunar BÚH. í ályktun félaganna er svarað ýmsum fullyrðingum úr ályktun meirihluta bæjarráðs frá því fyrir skömmu þar sem harð- lega var vegið að verkalýðsfélög- Skák Karl orðinn meistari Karl Þorsteins vann sér titilinn alþjóðlegur meistari í næstsíð- ustu umferð alþjóðaskákmótsins í Borgarnesi sem tefld var í gær. Gerði hann jafntefli við Sævar Bjarnason og náði þar með 6 vinningum sem hann þurfti. Hann bætist því í hóp þriggja stórmeistara og þriggja alþjóð- legra meistara sem Islendingar eiga fyrir. Önnur úrslit í mótinu í gær urðu þau að Janza og Mokry gerðu jafntefli og sömuleiðis Lein og Lombardy og Guðmund- ur og Curt Hansen. Magnús vann Hauk og Margeir van Dan Hans- son. Fyrir síðustu umferð og að óloknum nokkrum biðskákum er staðan þannig að Janza er efstur með 7 vinninga, næstur er Curt Hansen með 6VÍ vinning og bið- skák. í þriðja sæti er Mokry með 6V2 vinning en í 4.-5. sæti eru Guðmundur og Karl með 6 vinn- inga. KfŒSingar hverjum degí eru á boröum í Goöheimum, veitingasal okkar. Viö bjóöum: Staögóöan morgunverö. léttan hódegisverö og glœsilegan kvöldverö. Einnig miödegis- og kvöldkatfi meö bœjarins bestu tertum og kökum. Goöheimar er tilvalinn óninga- staöur, þegar veriö er í verslun- arleiöangri eöa þreytandi útréttingum. ■f-lóiet-ljcrk RauÖaiárstía Í8 RauÓarárstíg 18 Sími 28866 unum. Vísa verkalýðsfélögin á bug sem dylgjum og rógburði fullyrðingúm um að þau séu að leggja stein í götu bæjaryfirvalda við að koma málum í betra horf. Félögin gagnrýni aðgerðarleysi bæjaryfirvalda og að þau hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna rekstrarvanda BÚH. Forsætis- ráðherra hafi upplýst að bærinn hafi ekki leitað til ríkisstjórnar- innar á sl. ári um aðstoð. Bent er á að mýmörg matsatriði eru varð- andi niðurstöður reikninga fyrir- Mér þykir Tíminn halda upp á aldarafmæli Hriflu-Jónasar með frumlegum hætti. tækisins, og ma. sé söluverð tog- ara fyrirtækisins áætlað 150 milj- ónum krónum hærra en bókfært verð. Varðandi atvinnuástand í bæn- um benda verkalýðsfélögin á að það geti ekki verið viðunandi meðan hjólin snúast ekki hjá Bæjarútgerðinni jafnvel þó fólk bjargi sér frá gjaldþroti með því að leita annað í vinnu. -|g. Blœbrigðamunur? Vilja afnema þingræðið Bandalag jafnaðarmanna: Við œtlum að hafa endaskipti á kerfi sem getur afsér pólitíkusa einsogJB yið viljum afnema þingræðið og kjósa oddvita ríkisstjórn- ar í sérstökum kosningum, segir í opnu bréfi Bandalags jafnaðar- manna til Jóns Baldvins Hanni- balssonar. „Það er hlutverk Al- þingis að setja landinu lög og fylgjast með framkvæmd þeirra.” í bréfinu segir m.a.: „Þú segir að enginn munur sé á stefnu Bandalags jafnaðarmanna og Al- þýðuflokksins og ert reiðubúinn til þess að breyta nafni flokksins þíns til að auðvelda samruna. Þessi afstaða þín byggist á mann- fyrirlitningu, vanþekkingu og er Iýðskrum.” Síðar segir: „Við ætlum ekki að standa í almennu siðbótarhjali. Við ætlum að hafa endaskipti á því kerfi sem getur af sér pólitík- usa eins og þig.” Segir þar að skoðanir BJ séu ekki til sölu og Jóni Baldvini boð- ið að svara þjóðinni og sjálfum sér hvort enginn munur sé á Al- þýðuflokknum og Bandalagi jafnaðarmanna. -óg- Mánudagur Svavar í Breiðholti Öllum Breiðholtsbúum er boð- ið á fund Breiðholtsdeildar Alþýðubandalagsins á mánu- dagskvöldið klukkan hálfníu. Fundurinn verður í Gerðubergi. Fyrst verður venjulegum aðalf- undarstörfum hespað af en því næst mun formaður Alþýðu- bandalagsins, Svavar Gestsson ræða um stjórnmál líðandi stund- ar. Ekki er að efa að fjölmarga mun fýsa að heyra álit formanns- ins og rekja úr honum garnirnar að lokinni tölu hans. Að sjálf- sögðu geta aðrir en Alþýðu- bandalagsmenn litið inná fund- inn langi þá til að heyra viðhorf Svavars. A Garðleigjendur i Kópavogi Leiga á garölöndum í Kópavogi er hafin. Úthlutun garöa ferfram íGróörarstööinni Birkihlíö, Birkigrund 1, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 9.30-11.30 fram til 17. maí n.k. Greiðsla fyrir garða er sem hér segir: 300 m2 kr. 794,00 200 m2 kr. 693,00 150 m2 kr. 556,00 100 m2 kr. 442,00 Garðyrkjuráðunautur Kópavogs sími 46612.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.