Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 8
Phil Collins Jakkalaus eður ei - hefur aldrei verið betri Phil Collins er búin aö berja bumbur síöan hann var 5 ára. 14 árum síðar sótti hann um trommarastöðu í gegnum auglýsingu í Melody Makerog var þar með ráðinn í hljóm- sveitina Genesis. Fram að þeim tíma var það markverð- asta í lífi hans skemmtanavís að 14 ára aldri lék hann Hrapp í Ólíver Twist í uppfærslunni í West End í London, stofnaði sínafyrstu hljómsveit 1969, þá 18 ára. Flaming Youth hét hún, 5 manna hljómsveit, sem gaf út eina breiðskífu, Ark 2. Hún var kosin plata mánaðar- ins í Melody Maker en sneri þó skömmu síðar upp tánum. Fyrsta platan sem Phil Collins trommaði á með Genesis var Nursery Cryme, en þegar Peter Gabriel yfirgaf hljómsveitina 1975 bætti hann á sig söngnum og tókst þar með að halda Genesis lifandi, því að í ljós kom að hann var jafnvígur á raddbönd og trommukjuða. Meðfram því að- vera í Genesis hefur Phil lagt gjörva hönd á margt og er þar síðast að taka lagið Easy Lover sem vinsælt varð fyrir skömmu með honum og Phil Bailey úr Earth, Wind and Fire, en við látum fylgja þessu skrifi afreka- skrá Phils að öðru leyti. Nýlega kom út 4. sólóplata Phils Collins. No Jacket required heitir hún, Jakka ekki krafist. Titillinn er grínaktugur gagnvart reglum sumra hótela að hleypa ekki jakkalausum karlmönnum inn á barinn - og ekki nóg með það - heldur aðeins þeim sem eru í hefðbundnum jakkafatajakka. Og svo eru náttúrulega sumir staðir sem setja hálsbindið í efsta sæti. En hvað um það, jakkalaus eður ei, þá kemur Phil Collins líkt klæddur til dyranna á þessari plötu sinni og á fyrri sóló- plötunum, nema kannski heldur litdaufari. Ekki þar fyrir að No Jacket required er ljómandi vel gerð, mér finnst bara vanta ögn á e.k. léttleika eða leikgleði. Kannski eru það útsetningarnar sem bregðast og til dæmis má taka að harla lítið verður maður var við hörkusöngfólk sem syng- ur bakraddir í tveim lögum (Long long Way to go, Take me Home), þau Sting, Helen Terry og Peter Gabriel. Annars má ekki skilja þetta nöldur sem svo að hér sé lélega plötu að ræða miðað við meðalmennskuna, hins vegar finnst mér hún ekki standast sam- anburð við verk Phils Collins. Þeir sem spila með Phil Collins á No Jacket required eru bassa- leikarinn Leland Sklar, gítarleik- arinn Daryl Struemer, hljóm- borðsleikarinn David Franks (The System), The Phenix Horns og saxófónleikarinn Gary Barna- de. Sjálfur leikur Phil á trommur, hljómborð, bassa, og raftromm- ur og syngur auðvitað. Hann seg- ist þó líta á sig sem trommara fyrst og fremst, hins vegar sé miklu auðveldara að vera trommuleikari en söngvari, hið síðarnefnda krefjist miklu meiri aga. Þá vitum við það. Loks má geta þess að eitt laga umræddrar plötu er í 16. sæti á Rás 2 (komst hæst í það 6.), One more Night. A Afrekaskrá Phils Collins Sólóplötur Face Value (1981) Hello. I Must Be Gomg! (1982) Agamst All Odds (smgle) (1984) No Jacket Required (1985) Genesis Nursery Cryme (1971) Foxtrot (1972) Genesis Live (1973) Sellmg England by the Pound (1973) The Lamb Lies Down On Broadway (1974) Trick of the Tail (1976) Wmd <& Wuthermg (1977) Seconds Out (1977) And Then There Were Three (1978) Duke (1980) Abacab (1981) Three Sides Live (1982) Genesis (1983) Brand X (djass-fjúsjonsveit sem Phil hefur starfað með í meðfram Genesis) Unorthodox Behavior (1975) Moroccan Roll (1977) Livestock (1977) Masques (1978) Product (1979) Do They Hurt? (1980) ls There Anything About (1982) Flaming Youth Ark2 (1969) Annað The Secret Policeman's Other Ball (1983) Do They Know It's Christmas (single) (1984) Upptökustjóri John Martyn: Glorious Fool (1982) Frida: Somethmg s Gomg On (1982) Adam Ant Strip (1984) Philip Bailey: Chinese Wall (1984) Enc Clapton: Behind The Sun (1985) Sem aukamaður Brian Eno: Another Green World (1976) Thm Lizzy: Johnny the Fox (1976) Cafe Jacques Round the Back (1977) John Cale: Guts (1977) Elliott Murphy: Just A Story From America (1977) Brian Eno: Before and After Science (1978) Bnan Eno: Music For Films (1978) Rod Argent: Movmg Home (1978) Robert Fnpp. Exposure (1979) Peter Gabriel (1980) Robert Plant: Pictures at Eleven (1982) Robert Plant: The Principle of Moments (1983) Jónatan Garðarsson-. Kœmumst á landakortið , Ja, þessi keppni er svolítið tví- eggjuð, hún hefur bæði kosti og galla," sagði Jónatan Garðarsson er við spurðum hann um gildi Söngvakeppninnar. „Kostirnir eru held ég mun fleiri og felast einkum í þeirri landkynningu sem hvert það land sem sendir þátt- takendur fær úti í heimi. íslensku listamennirnir sem koma fram í keppninni kæmu í hverju einasta landi inná ansi mörg heimili og það yrði til þess að ísland sem land festist kannski í hugum fólks. Ég hef í mínum ferðum orðið var við hve lítið fólk veit um ís- iand, um sjálfstæða menningu okkarogþjóð almennt. Það held- ur að hér búi eskimóar í frum- stæðu samfélagi og veiði hvíta birni. Og að þessu leyti er það kostur að taka þátt í Söngva- keppninni, til þess að festa land íslands inná landakort þessa fólks. Það þarf einnig að sýna að hér er leikin tónlist sem er ekki síðri en úti. Það er ekki aðalatriðið að sigra, bara að vera með. Það muna allir eftir Noregi í keppn- inni, ekki fyrir hvað hann hefur sigrað oft, heidur öfugt; hann hefur tvisvar eða þrisvar fengið núll og það vekur verðskuldaða athygli. Og Norðmenn vilja vita- skuld meina að þetta sé vottur um þann háa standard sem ríkir í tón- hst þeirra.“ — Hvað með dekkri hliðarnar? „Þessi keppni er að mörgu Ieyti ómerkileg. I gegnum tíðina hefur það tíðkast að viss tegund af miðjutónlist ráði ferðinni og það er einsog þátttakendur hreinlega geri í því að syngja einhverskonar „middle of the road“ músík. Að því leyti er þessi keppni ekki sér- Íega skapandi og afar sjaldgæft að eitthvað frumlegt komi fram á sjónarsviðið, þó það hafi gerst stöku sinnum t.d. þegar ABBA sigraði. En maður er oft hissa á því hvað slær í gegn, það er oftast eitthvert Iag úr blámiðjunni og áður en árið er liðið man maður ekki eftir laginu sem vann. En íslenskt tólistarfólk er full- komlega frambærilegt úti í hinum stóra heimi og á keppni sem þessa.“ - Ef íslendingar tœkju þátt í þessari söngvakeppni, hvernig ætti að haga valinu á listamönn- unum? „Ég held að það gildi sama lög- málið í þessari keppni og öðrum samanber fegurðarkeppni og þess háttar. Það fer fram eins- konar forval og ég held að við breytum því ekkert hvernig þetta fer fram. En það er ekki alltaf víst að besta lagið verði valið til að taka þátt í keppninni sjálfri.“ - Hvað með þann gífurlega kostnað sem er óyggjandi samfara svona uppákomum, segjum t.d. ef íslendingar slysuðust nú til að vinna og yrðu að halda keppnina að ári liðnu? „Ég hugsa að kostnaður sé miðaður við stærð lands og þjóð- ar, en talandi um kostnað þá er ég viss um að peningum sé eytt í 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. maí 1985 „Þó fólki finnist söngvakeppnin frem- ur leiðinleg og ómerkileg, þá horfir það samt á hana til að geta verið með í umræðunni eftir á.“ ýmsa aðra hlutí sem vega miklu minna. Það eru líka dæmi þess að nokkrar þær þjóðir sem borið hafa sigur úr býtum hafa færst undan því að halda keppnina, t.d. ísrael, og Lúxemborg. En ég er á því að við myndum græða miklu meira en tapa á þátt- töku í Söngvakeppninni. Fóiki verður ljóst að hér er eitthvað að gerast í tónlist og menn fara að leita að öðrum íslenskum lista- mönnum. Ég er klár á því að þátt- taka Björgvins Halldórssonar og Jóhanns Helgasonar í söngva- keppninni á írlandi, (þeir tóku reyndar þátt í annarri keppni í Tékkóslóvakíu og lentu einnig í 2. sæti), þar sem þeir lentu í öðru sæti, hefur haft þau áhrif að fólk hugsar: Það er greinilega eitthvað að gerast þarna á íslandi í poppmúsík. Og ég held að það sjónarmið að menn séu hræddir við að vinna keppnina sé út í hött, vegna þess að líkurnar á því að við vinnum eru hverfandi litlar. Það má líkja þessu við að senda ekki íþróttalið út til keppni vegna ótta við að það ynni sigur á mótinu. Ég held að við ættum að hætta að slá höfðinu við stein.“ - Hefur þú einhvern sérstakan íslenskan listamann í huga sem senda mœtti í Eurovisionkeppn- ina? „Nei, ég held að við eigum töluvert af hæfu listafólki til að koma þarna fram, það mætti nefna Ragnhildi Gísladóttur eða Björgvin Halldórsson, en ég hef engar áhyggjur af því að fólk muni ekki spjara sig, ég treysti okkar listamönnum algerlega til að gera vel.“ - L. mar. Ragnhildur Vildi taka Við spurðum Ragnhildi Gísla- dóttur hvað henni fyndist um Eurovision Söngvakeppnina, og ekki átti hún bágt með að láta álist sitt í ljós: „Ég myndi ekki vilja taka þátt í þessari keppni vegna þess að mér finnst dómnefndirnar ekki hafa fylgst með því sem er að gerast í poppinu. Þetta er allt sami stíll- inn, sama lagið. Það er ekkert prógressíft að ske þarna, allavega ekki ennþá. Fólk sendir frá sínu landi lag sem það heldur að falli í sama farið, það er búið að plasta þessu öllu í eitt form. Við myndum t.d. aldrei senda Kuklið eða eitthvað frumlegt í svona keppni. Og það er alveg sama hvar þessi keppni er haldin, hún er alltaf eins.“ Gísladóttln ekki þátt - En hvað segir þú um þá kynningu sem landið fengi og flestir vilja meina að sé af hinu góða, ef við tœkjum þátt? „Persónulega myndi ég ekki vilja presentera landið í þessari keppni (og hvað ef lagið væri hundleiðinlegt..?) en það er ekki hægt að horfa fram hjá landkynn- ingu. Það kæmu fleiri syngjandi túristar til landsins... Ég er ekki fylgjandi þessum hugsunarhætti sem er ríkjandi í þessu í dag. Gott listafólk forðast þetta, það eru bara send einhver millistigs popplög, ófrumleg. Þetta gæti verið skemmtilegt ef sköpunargleðin væri meiri, og ef að hugsunarhátturinn breyttist til hins betra.“ - L. mar. Björgvin Halldórsson: Á alltaf rétt á sér „Söngvakeppni á alltaf rétt á sér,“ sagði Björgvin Halldórsson aðspurður um gildi Söngva- keppni evrópsku sjónvarpsstöðv- anna. „Það fara margar sögur af þessari keppni, það er til dæmis talað um klíkuskap og annað slíkt, en því er sjálfsagt þannig farið í allri keppni. Það væri mjög gaman fyrir íslendinga að taka þátt í söngvakeppninni, við eigum nógu mikið af góðum lagasmið- um sem ég er viss um að gætu auðveldlega staðið í þeim bestu erlendis, og mér þætti ekki ólík- legt að ef við tækjum þátt mynd- um við verða í einu af flmm efstu sætunum. En það eru viss skilyrði sem hvert land verður að uppfylla til þess að fá leyfí til þátttöku, t.d. verður forkeppni hér heima að hafa átt sér stað og cinnig þurfum við að hafa sérstök fjarskiptaskil- yrði til útsendinga osfrv. Ef að viðkomandi land vinnur keppnina má það afsala sér rétt- inum til að halda keppnina að ári liðnu í heimalandi sínu, það eru dæmi um það, t.a.m. ísrael og Lúxemborg. En flytjendur yrðu að vera vanir að koma fram og vanda yrði val á lagi, það þýðir ekkert annað en að tefla fram okkar besta fólki til svona keppni. Þetta myndi þýða mikla landkynningu fyrir okkur, og fóiki má verða það ljóst að við stöndum framar í þessum málum en það heldur.“ - En hvað finnst þér sjálfum um þau lög sem þarna eru sungin, þau hafa löngum verið talin held- ur dauf og ómerkileg? „Persónulega hef ég ekki gam- an af Iögunum í keppninni, þetta er allt uppá sömu bókina lært. Þetta eru týpisk miðevrópsk popplög, en það hafa þó komið góð lög í gegnum tíðina. Hins- vegar finnst mér þessari keppni hafa farið hrakandi með árun- um.“ - Pað er mikið talað um kostn- aðinn? „Já, það er náttúrlega gífurleg- ur kostnaður sem fylgir því að halda svona keppni, en menn greinir á um hvemig eigi að standa að þessu hér í svona litlu og fámennu landi. En í sambandi við forvalið þá þýddi ekki mikið ef t.d. þjóðinni litist á eitthvert lag sem dómnefndinni litist svo ekkert á og lagið væri kannski glatað fyrir þær milljónir sem fylgjast með keppninni. Það verður að vanda valið. Ég hef heyrt að það sé pólitík með í spilinu varðandi fram- kvæmd á svona söngvakeppni, en ég ætla að fara varlega út í þá sálma. Þá finnst mér ekki sniðugt ef hver þjóð er skyld til að syngja á sínu eigin tungumáli. Við hlæjum að finnum þegar þegar þeir syngja á sinni tungu alveg eins og þeir myndu hlæja að okkur ef við syngjum á íslensku. Það eru meiri möguleikar að fá stig frá öðrum löndum ef við syngjum til dæmis á ensku. En hvað sem öðru líður þá er alltaf talað mikið um viðkomandi land og þjóð, þarna eru þjóðir saman komnar og sameinast í tónum. Ég er ekki frá því að við verðum með í næstu keppni og ég vona að það komi skriður á þetta sem fyrst,“ sagði Björgvin að lok- um. - L. mar. „Persónulega mundi ég ekki vilja presentera landið í þessari keppni." „Égerekkifráþví að við verðum meðínaestukeppni ogégvonaað það komi skriður á þetta sem fyrst." í TILEFNI AF FORMLEGRI OPNUN HEWLETT PACKARD Á ÍSLANDI: KYNNUM VIÐ SKRIFSTOFUTÆKNI FRAMTÍÐARINNAR - TÖLVUSTÝRÐ TEIKNIKERFI - STÝRIKERFIÐ UNIX - MÆLITÆKI OG EINKATÖLVULAUSNIR - FRÁ HEWLETT PACKARD KYNNINGIN FER FRAM í NÝJUM OG GLÆSILEGUM HÚSAKYNNUM HEWLETT PACKARD Á ÍSLANDI AÐ HÖFÐABAKKA 9 SKRIFSTOFUTÆKNI FRAMTÍÐARINNAR: Fyrirlesari: Nigel Lanch frá Hewletl Packard, Englandi. Þar verður kynnt hvaða lausn- ir Hewlett Packard býður í dag og álit HP hvernig franrtíðar- skrifstofan verður. Tímalengd: 2 klst. TÖLVUSTÝRÐ TEIKNIKERFI: Fyrirlesari. Ove Holriiz frá Hewlell Packard, Danmörku. Sagt verður frá lausnum sem Hewlett Packard býður verk- fræðingum og arkitektum. Sýndur verður hugbúnaðurinn HP DRAFT og HP EGS. Tímalengd 2 klst. STÝRIKERFIÐ UNIX: Fyrirlesari: Sigurjón Sindrason frá Hewlelt Packard á fslandi. Kynnt verður saga UNIX og sagt frá hver staða þess er í dag. Hewlett Packard notar UNIX á HP 9000 tölvurnar. Margir telja UNIX vera stýri- kerfi morgundagsins. Tímalengd 2 klst. r Tími Miðvikudagur 8. Fimmtudagur 9. Föstudagur 10. I 9.30-11:30 [3 #. SALUR 1 Skrifstofutækni framtiöarinnar i SALUR 1 Einkatölvulausnir ! mHxíI SALUR2 (CAD/CAM) Tölvustýrð teiknikerfi SALUR2 Mælitæki og tölvunet SALUR 1 SALUP 1 ! 13:30-15:30 Skrifstofutækni framtiðarinnar Einkatölvulausnir ! fiui SALUR2 UNIX SALUR2 (CAD/CAM) Tölvustýrð teiknikerfii ' 16:00-18.00 SALUR 1 Mælitæki og merkja- meðhöndlun SALUR 1 Skrifstofutækni framtíðarinnar ♦ | SALUR2 (CAD/CAM) Tölvustýrð teiknikerfi SALUR2 UNIX imnll! L _ Ofangreindar kynningar fara flestar fram á ensku og þeir sem hafa áhuga á að sækja þær, vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00 n.k. þriðjudag í síma 671000. MÆLITÆKI FRÁ HEWLETT PACKARD. - BILUNARLEIT í TÖLVUNETUM: Fyrirlesari: Jens Bölling frá Hewlett Packard, Danmörku. Meðal þess sem fjallað verður um: Hvar er bilunin?: Útstöð modem-tölva - hugbúnaður. Hvað er „protocol" bsc hdle - sdlc? Sýnd verður notkun mælilækja frá Hewlett Packard við bilunarleit. Tímalengd: 2 klst. MÆLITÆKI FRÁ HEWLETT PACKARD - MERKJAMEÐHÖNDLUN: Fyrirlesari: Jens Bölling frá Hewlett Packard, Danmörku. Tölvustýringar, val á A/D breytum, hvernig má koma í veg fyrir truflanir, mælingar á hita og margt fleira. Sýnd verða ýmis sérhæfð mælitæki. Tímalengd: 2 klst. EINKATÖLVULAUSNIR FRÁ HEWLETT PACKARD: Fyrirlesari: Walther Thygesen, frá Hewlett Packard, Danmörku. Efni kynningar er meðal annars: Einkatölvumarkaðurinn í heim- inum i dag og framtíðarþróun. Kynnt ýmis tæki frá HP svo sem ferðatöivur, UNIX einka- Ntölvur og ýmis jaðartæki, prentarar og teiknarar. Tímalengd: 2 klst. FI3F HEWLETT PACKARD Á ÍSLANDI - HÖFÐABAKKA 9 - SÍMI 671000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.