Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR Drengjalandslið íslands 1985: Aftari röð frá vinstri: Örn Gunnarsson, ÍA, Sveinbjörn Allansson, (A, Freysteinn Gíslason, Þrótti, Einar Páll Tómasson, Val. Heimir Guðjónsson, KR, Alexander Högnason, ÍA, Steinar Ingimundar- son, KR, Baldur Bjarnason, Fylki, og Lárus Loftsson, þjálfari. Fremri röð: Hlvnur Eiríksson, FH, Bjarki Jóhannesson, (A, Eiríkur Þorvarðarson, Breiðab- Þorsteinn „Setjum markið hátt“ Stefnum á Evrópumeistaratitilinn. liki, Páll Guðmundsson, Selfossi, Rúnar Kristinsson, KR, Egill Einarsson, Þrótti R, Arnljótur Davíðsson, Fram, Jón Þór Andrésson, Val og Þorsteinn Guðjóns- son KR, fyrirliði. Á myndina vantar Egil Þorsteinsson, Val, og Heimi Erlingsson, Stjörnunni. Mynd: E.ÓI. „Já, við erum farnir að ná mjög vel saman og maður er farinn að þekkja betur samherja sína í drengjalandsliðinu en samherj- anna hjá félagsliðinu, KR,“ sagði Þorsteinn Guðjónsson. _ys „Við setjum markið hátt og stefnum á Evrópumeistaratitil- inn. Þetta er kannski sterkt til orða tekið en það borgar sig að vera bjartsýnn - annars er hætta á að við berum of mikla virðingu fyrir andstæðingum okkar þegar til Ungverjalands kemur,“ sagði Þorsteinn Guðjónsson fyrirliði drengjalandsliðsins í samtali við Þjóðviljann. „Það er staðreynd að á þessum aldri á ísland mesta möguleika í alþjóðakeppni. Eftir því sem leikmenn eldast, þeim mun nær nálgast þeir atvinnumennskuna í flestum öðrum löndum og þá fer að draga í sundur með íslenskum og erlendum knattspyrnu- mönnurn." - Undirbúningur liðsins hefur verið umfangsmikill, ekki satt? „Jú, hann hefur verið mikill og góður. Byrjað var að æfa fyrir úrslitakeppnina þann 9. desemb- er. Til að byrja með kom hópur- Lárus m » „Oll vinnan inn saman einu sinni í viku og síðan var gert mánaðarhlé eftir áramótin. Síðan var byrjað aftur og æft vikulega fyrst en nú undan- farið hefur verið æft stíft, nánast daglega. Þetta hafa fyrst og fremst verið æfingaleikir, það er hlutverk Lárusar Loftssonar að byggja upp lið. Önnur þjálfun er í höndum félagsliðanna. Þann 14. maí verður farið til Danmerkur og þar leikinn einn leikur við úr- valslið en þaðan förum við í sjálf átökin í Ungverjalandi og leikum þar okkar fyrsta leik í úrslitum Evrópukeppninnar þann 17. maí - við Skota. - Ertu ánægður með undirbún- inginn? Þorsteinn Guðjónsson Pétur 1 ísland í úrslitum í Evrópu- keppni Þann 17. maí hefjast í Ung- verjalandi úrslit Evrópukeppni drengjalandsliða í knattspyrnu. ísland er meðal þeirra 16 þjóða sem eiga lið í úrslitunum, eftir að hafa sigrast á Dönum í undan- keppninni sl. haust. Þetta er í fyrsta sinn sem ísland kemst í úr- slit í þessari keppni en áður hefur unglingalandslið, 16-18 ára, nokkrum sinnum náð sambæri- legum árangri. Drengjalandsliðið er skipað leikmönnum 14-16 ára. Undirbúningur liðsins hefur verið óvenju mikill og er nú að komast á lokastig. Eins og Þor- steinn Guðjónsson fyrirliði segir í viðtali hér á siðunni þekkjast leikmenn liðsins orðið mjög vel, betur en þeir þekkja samherja sína í félagsliðunum. Mikið starf hefur verið unnið og enginn vafi á að það á eftir að koma íslenskri knattspyrnu til góða í framtíð- inni. Hér eru á ferðinni þeir sem landið erfa - hér eru á ferðinni 1. deildarleikmenn, landsliðsmenn og jafnvel atvinnumenn framtíð- arinnar - hér er verið að leggja grunninn að framgangi íslenskrar knattspyrnu á komandi árum. Þjóðviljinn hefur fylgst náið með undirbúningi liðsins undan- farið og ræddi fyrir stuttu við Þor- stein Guðjónsson fyrirliða og Lá?us Loftsson þjálfara um und- irbúninginn, liðið, Evrópu- keppnina og framtíðina, enn- fremur var rætt og við Pétur Ormslev sem lék með unglinga- landsliðinu í Ungverjalandi fyrir níu árum. -VS skilar sér“ Skemmtilegasta lið sem ég hef haft undir minni stjórn „Geta komið á óvart“ Sniðugri og skipulagðari en við vorum 1976 „Úrslitakeppnin i Ungverja- landi leggst vel í mig, ég get ekki annað sagt. Þetta er eitt efnileg- asta unglingalið sem við höfum teflt fram í svona keppni,“ sagði Lárus Loftsson þjálfari drengja- landsliðsins í samtali við Þjóðvilj- ann. „Stærsta málið fyrir okkur var að komast í úrslitakeppnina sem slíka. Síðan verður að ráðast hver útkoman verður þar. Ef við hefð- um ekki sigrað Danina sl. haust og komist í úrslitin þá hefði allt unglingastarfið legið niðri í vétur. í staðinn er þetta orðið heils árs starf og öll sú vinna sem lögð hef- ur verið í þetta drengjalandslið á eftir að skila sér. Ef ekki í Ung- verjalandi, þá í framtíðinni. Drengirnir fá geysilega reynslu með þátttökunni og einmitt í svona keppni hafa flestir okkar landsliðs- og atvinnumenn fengið dýrmæta reynslu. Þjálfarar og nefndarmenn læra líka mikið af þessu - ég er t.d. reynslunni rík- ari eftir að hafa stjórnað ungl- ingalandsliði þrívegis í svona keppni og veit nú betur hvernig ég á að bregðast við því sem uppá kemur.“ - Hversu sterkt er drengjalandslið- ið? „Þetta er skemmtilegasta lið sem ég hef haft undir minni stjórn, betur leikandi og „tekniskara" en þau fyrri. Áhuginn er ofsalegur og það er gam- an að vinna með strákunum. Þeir eru samviskusamir og vilja standa sig vel. Þá höfum við það framyfir andstæð- inga okkar að við höfum getað undir- búið okkur af kostgæfni síðan við unnum Danina í nóvember, allir leik- menn eru af Stór-Reykjavíkursvæð- inu, Akranesi og Selfossi þannig að auðvelt er að ná þeim saman. Að þessu leyti höfum við forskot, við ætt- um að vera betur samstilltir en hinir.“ - Nú eru fjórar þjóðir í riðlinum en aðeins ein kemst áfram í undanúrslit. Kallar það ekki á djarfar leikaðferð- ir? „Það má kannski segja það og allt kemur til með að velta á fyrsta Ieiknum, gegn Skotum. Reynsla okk- ar er sú að okkur hefur gengið vel í fyrsta leik í svona keppni en síðan hefur vandamálið verið að halda sér gangandi, oft við mikinn hita, þegar leikið er þétt.“ - Eitthvað að lokum? „Já, ég vil koma á framfæri hversu vel unglinganefndin hefur starfað í kringum þetta lið. Þeir Helgi Þor- valdsson, Sveinn Sveinsson og Steinn Halldórsson hafa skilað miklu og góðu starfi sem er ákaflega þýðingar- mikill hlekkur í öllum okkar undir- búningi," sagði Lárus Loftsson. - VS. „Það er kannski erfitt að bera drengjalandsliðið nú saman við okkar lið sem fór til Ungverja- lands 1976 því við vorum 1-2 árum eldri en þeir eru nú og vor- um flestir orðnir 1. deildarleik- menn. En mér sýnist á þessum leik sem við frá ’76 lékum gegn þessum piltum að þeir séu með fleiri sniðuga leikmenn en við höfðum og séu mun skipulagð- ari,“ sagði Pétur Ormslev, lands- liðsmaður úr Fram og Ungverja- landsfari með unglingalandslið- inu fyrir níu árum, þegar Þjóð- viljinn ræddi við hann um mögu- leika drengjalandsliðsins. „Við vorum frekar óheppnir með velli í tveimur leikjanna í Ungverjalandi, og okkur gekk ekki að skora mörk. Fyrst gerð- um við markalaust jafntefli við Sviss í leik sem við áttum að vinna og sömu úrslit urðu gegn Tyrkj- um, í hreinum slagsmálaleik. Gegn Spánverjum í lokaleiknum var allt lagt í sölurnar, við hefð- um komist í úrslit með sigri, en það gekk ekki upp og við töpuð- um 3-0.“ - Hvernig var að vera í Ung- verjalandi? „ Við vorum í 20 þúsund manna bæ og mér fannst við vera þarna einum of lengi þar sem ekkert var við að vera, ekkert hægt að fara í bíó eða annað. En það eru níu ár síðan og margt getur hafa breyst.“ - Hvað viltu ráðleggja Ung- verjalandsförum 1985? „Fyrst og fremst að bera enga virðingu fyrir mótherjum sínum, á þessum aldri er minni munur á leikmönnum okkar og annarra þjóða en þegar framí sækir. Þá er mikilvægt að halda góðum „mór- al“, ferðin hjá okkur var mjög skemmtileg og aðalmálið er að hafa gaman af því sem verið er að gera. Ef piltarnir halda liðs- heildinni og leika sína eigin knattspyrnu þá geta þeir svo sannarlega komið á óvart,“ sagði Pétur Ormslev. - VS. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.