Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 14
MENNING Verðkönnun á einkatölvum Tölvuþjónusta sveitarfélaga óskar eftir upplýsingum um einkatölvur og annan búnaö fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þeirra. Þetta er gert meö þaö fyrir augum aö ná samkomulagi viö einhvern söluaðila til aö lækka kostnað fyrir einstök sveitarfélög og fá fram samræmingu í tölvubúnaði. Miðað er viö, að vélbúnaður geti nýtt þann hugbúnað, sem nú er verið að semja fyrir Tölvuþjónustu sveitarfélaga auk ritvinnslu, töflureiknis og verkfræði- legra útreikninga. Reiknað skal með, að afhending 50 véla með mismunandi fylgibúnaði fari fram á 2 árum. Gögn verða afhent frá og með mánudegi 6. maí á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga að Háa- leitisbraut 11,3. hæð. Skýringarfundur verður haldinn 7. maí 1985 kl. 15 í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Háaleitisbraut 11, Reykjavík, 4. hæð. F.h. TÖLVUÞJÓNUSTU SVEITARFÉLAGA, Logi Kristjánsson. Dvöl í orlofshúsum Iðju Iðjufélagar sem óska eftir að dvelja í orlofshúsum félagsins í Svignaskarði, sumarið 1985, verða að hafa sótt um hús eigi síðar en föstudaginn 17. maí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félags- ins Skólavörðustíg 16. Dregið verður úr umsóknum á skrifstofu félagsins 20. maí kl. 16.00 og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir. Þeir félagar, sem dvalið hafa í húsunum á 3 undanförnum árum, koma aðeins til greina ef ekki er full bókað. Leigugjald verður kr. 2.500,00 á viku. Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt hús til ráðstöfunar handa Iðjufélögum, sem eru frá vinnu vegna veikinda eða fötlunar, og verður það endurgjaldslaust gegn fram- vísun læknisvottorðs. Stjórn Iðju Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ) sem lést að heimili sínu aðfararnótt 1. maí sl. verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. maí kl. 15.00. Friðmey Eyjólfsdóttir Gunnlaugur Astgeirsson Ósk Magnúsdóttir Kristín Ástgeirsdóttir Kári Gunntaugsson Ólafur Ástgeirsson Freyja Gunnlaugsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Þorgríms G. Guðjónssonar Rofabæ 29. Lilja Björnsdóttir Ragnheiður Þ. Anderson Mats Anderson Hrafnhildur Þorgrímsdóttir Rafn Kristjánsson Björn Ingi Þorgrímsson Jóhanna Jósefsdóttir og barnabörn Syngja í Austurbœjar- bíói Skagfirskasöngsveitin, sem nú hefur starfað í 15 ár, heldur afmælistónleika í Austurbæj- arbíói á morgun, sunnudag, og hefjast þeir kl. 14.30. Snæbjörg Snæbjarnardóttir var fyrsti söngstjóri kórsins og stjórnaði honum í 13 ár. Núver- andi söngstjóri er Selfyssingurinn Björgvin Valdimarsson. Olafur Vignir Albertsson hefur frá upp- hafi leikið undir söng kórsins og verið honum hin styrkasta stoð. Einsöngvarar með kórnum eru þau Guðbjörn Guðbjörnsson og Halla Jónasdóttir. Sigurður Dementz hefur annast raddþjálf- un. Á söngskrá kórsins eru bæði lög eftir innlend og erlend tón- skáld. Meðal þeirra er lag, sem Skagfirska söngsveitin á æfingu í vikunni. Mynd: E.ÓI. Gunnar Reynir Sveinsson samdi í tilefni af 15 ára afmæli Skagfirsku söngsveitarinnar, við kostug- legan texta eftir Halldór Laxness, „Kærir bræður”, og annað eftir söngstjórann, Björgvin Valdi- mársson, við þjóðhátíðarljóð Tómasar Guðmundssonar, „Heim til þín ísland”. Kórinn er nú skipaður 72 söngmönnum og hafa allmargir þeirra sungið með frá upphafi. í sigti er að syngja á Selfossi á Uppstigningardag og hinn 28. maí er fyrirhuguð söngför til ítal- íu. -mhg. Síðari tónleikar Sinnhofer- kvartettsins Á sunnudaginn kl. 20.30 verða aðrir tónleikar Sinnhof- er strengjakvartettsins f rá Munchen í þessari heimsókn og verða þeir í Bústaðakirkju. Á efnisskrá tónleikanna verða Strengjakvartett nr. 3 í Es-dúr eftir katalónska tónskáldið Juan Chrisóstomo de Arriga y Balz- ola, Strengjakvartett í F-dúr ópus 96 eftir Ántonin Dvorak og Strengjakvartett í F-dúr ópus 59, 1 eftir Ludwig van Beethoven. Noregur Musica Nova Þrjú íslensk verk frumflutt Vls-a-vls í Osló er nú starfandi norsk- íslenskur vísnasönghópur sem kallar sig Vis-a-vis. I honum eru þrír íslendingar, þau Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Anna Pálína Árnadóttir og Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir ásamt norðmann- inum Geir-Atle Johnsen. Hefur hópurinn starfað í tæpt ár og ma. flutt dagskrá sem nefnist Island gjennom viser. Nú hefur hópnum boðist að koma fram fyrir íslands hönd á tveimur menningarhátíðum. Sú fyrri er í Stafangri í Noregi dag- ana 6.-12. maí og sú seinni í HangÖ í Finnlandi um miðjan júní. Að þessu loknu er Vis-a-vis væntanlegur hingað til lands. Kemur hópurinn fram á norrænu vísnamóti sem haldið verður hér á landi í lok júní en það hefur hlotið heitið Visland ’85. -ÞH. Bjarni H. Þórarinsson myndlistarmaður hefur opnað sýningu á 18 olíumálverkum í Gallerí Borg við Austurvöll. Þetta er þriðja einkasýn- ing Bjarna sem er reykvíkingur, fæddur 1947. Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1977 og starfaði fyrstu árin eftir það við Gallerí Suðurgata 7 sem nú hefur mátt víkja fyrir mannin- um með kúluna. Sýning Bjarna stendur til 13. maí og er opin virka daga kl. 12-18, en kl. 14-18 um helgar. íslenska óperan Hrönn syngur ó þriðjudaginn í hádeginu á þriðjudaginn eftir Brahms og Wagner auk þess verða tónleikar í íslensku óper- sem Hrönn syngur nokkrar óper- unni. Þar flytja Hrönn Hafliða- uaríur. Tónleikarnir hefjast kl. dóttir altsöngkona og Þóra Fríða 12.15 og standa í hálftíma. Sæmundsdóttir píanóleikari ljóð Á sunnudaginn kl. 17 verða fimmtu og síðustu tónleikar Musica Nova á þessu starfs- ári. Þarbertiltíðindaaðfrum- fiutt verða verk eftir þrjú ís- lensktónskáld, þau Misti Þor- kelsdóttur, Áskel Másson og Jón Nordal. Það er á stefnuskrá Musica Nova að efla íslenska tónlistar- sköpun og í því skyni hefur fé- lagið pantað tónverk frá íslensk- um tónskáldum. Þannig eru þessi þrjú verk tilkomin. Á tónleikun- um verða einnig flutt sönglög eftir Árna Harðarson sem ekki hafa áður verið flutt hér á landi. Loks verða flutt þrjú sönglög eftir Alban Berg. Flytjendur á tónleikum Musica Nova á morgun verða þau Páll Eyjólfsson, Roger Carlsson, * Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður I. Snorrason, Sigrún Valgerður Gestsdóttir, Hrefna Eggertsdóttir og Joseph Fung. -ÞH BORGARNESDACAR j LAUGARDALSHÖU 2.-5. MAÍ Það verður mikið um að vera í Höllinni nú um helgina. Bæði laugardag og sunnudag verða fjölbreytt skemmtiatriði. Þingmenn Vesturlands syngja á laugardagskvöld, tískusýningar verða bæði laugardag og sunnudag og tónleikar á sunnudagskvöld. Tívolí, golf, tölvufótbolti, vörukynning, bragðprufur, matur á einstöku kynningarverði og margir lukkugestir valdir. Það er sannkölluð fjölskylduhátíð í Höllinni. Opið kl. 13 - 22 laugardag og sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.