Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Stríð og friður í Evrópu Þess er minnst nú, aö fjörutíu ár eru síöan þýskir herir gáfust upp fyrir herjum Banda- manna - þar meö var mestu styrjöld sem yfir Evrópu hefur gengiö lokiö. Bandamenn voru hver öörum ólíkir. En sterk nauðsyn batt þá saman í baráttu við þýska nasismann, sem leit á allar aðrar þjóöir sem hráefni í sitt risaveldi. Enginn gat átt sér þolanlega framtíö í skugga eða undir hrammi slíks veldis, sem ætlaði sér að brjóta Bretland og Frakkland á bak aftur, gera slavnesk lönd að nýlendum og þrælabúr- um, útrýma gyöingum og sígaunum og svo hverjum sem dirfðist aö andmæla hinni nýju skipan. Margir áttu um sárt að binda í stríðslok. Fjöru- tíu eöa fimmtfu miljónir manna höföu týnt lífi, stórborgir voru í rústum, ótal þorp höföu brunnið til ösku. Engu aö síður var þá vor í lofti í Evrópu. Ekki einungis vegna þess, aö þær þjóöir sem sviptar höfðu veriö sjálfstæðu sínu áttu von á aö fá það aftur. Enn stærri vonir höföu vaknað. Menn vonuöu aö frelsi undan nasismanum fylgdi frelsi nýrra þjóðfélagshátta. Menn vildu endurreisa lýðræöi eða koma því á í löndum þar sem pólitískt frelsi haföi lengst af verið af skornum skammti. Og um leiö vildu menn svipta eignum og völdum auöhringa, iðjuhölda og landeigendur, sem höföu meö ýmsum hætti drifið áfram hernaöarvél fasismans. Það lágu sterkir straumar til vinstri um alla álfuna, sterkir andkapítalískir straumar - eins og fram kom í mörgum löndum í fyrstu kosningum sem fram fóru eftir stríöiö. En tvískipting álfunnar og magnaöur fjand- skapur milli hinna nýju risaveida meöal sigur- vegaranna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, setti framvindu þjóöfélaganna mjög þröngar skorður. Sigurvegararnir umsköpuöu hvor sinn hluta Evrópu í sinni mynd eða aö sínum óskum meö misjafnlega sterkri blöndu af hervaldi og efnahagslegu valdi. Þjóöfélagsframvindan fór mest eftir því hvar herir sigurvegaranna námu staöar, miklu síöur eftir pólitískum aöstæöum í hverju landi. Þjóöir Austur-Evrópu áttu þess ekki kost aö móta sósíalisma eftir eigin höfði - stalínsk útfærsla á alræði kommúnistaflokks réö mestu um þá framvindu. í Vestur-Evrópu var bandarísku dollaraveldi beitt til að bola vinstrisinnum úr ríkisstjórnum og endurreisa í stórum dráttum þá sömu efnahagsskipan sem áöur haföi verið við lýöi. Þjóðfélög Evrópu hafa að sönnu breyst verulega síöan, þau hafa ekki orðið eftirmyndir stóru bræöra í þeim mæli sem menn gátu óttast um tíma. En það hefur samt ekki tekist að slíta þá fjötra, harða eöa mjúka, sem á Evrópu voru lagðir upp úr stríðslokum. Um þessar mundir er margt skrafað um það, hverjir hafi lagt fram drýgstan skerf til sigursins. Það er ekki ástæöa til aö fjölyröa um slíkt karp: Þaö er augljóst, aö Sovétmenn báru þyngstar byrðar í bardögum og færðu mestar fórnir í mannlífum. En miklu skiptir aö allir fái að njóta sannmælis sem lögöu sitt fram til aö kveöa niður nasismann. Fyrst og síðast er ástæða til aö minnast meö þakklæti allra þeirra nafnkenndra manna og óþekktra sem létu lífið í nafni frelsis og betri heims. Þeir sem eftir liföu og síðar fæddust eiga þeim skuld aö gjalda. Sú skuld veröur best goldin meö trúnaöi viö vonir þeirra sem féllu í bardögum eða týndu lífi í fangabúðum í hildarleiknum mikla, trúnaöi í starfi í þágu þess frelsis og þess lýðræðis sem ekki kafnar undir nafni. ÁB Ó-ÁUT ^ 0 3 o o ( -\i a> <í —— 1 0 L k ) Lí -—-— J \ m ^5 \ „Ég ætla bara rétt að vona að NT fari ekki á hausinn. Þá höfum við ekkert til að hneykslast á...” DIODVIUm Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgrelð8la: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjórl: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Roykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prontsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áakriftarverö á mónuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN[ Laugardagur 4. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.