Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 13
Leiklistarnemar stilla sér upp fyrir Valdísi Ijósmyndara en þeir voru að æfa Ijóðadagskrána Heill sé þér þorskur Listnemar Salí-dagar hefjast í dag NemendurfimmlistaskólaíReykjavíksameinastíiistahátíð SALÍ-dagar nefnist hátíð sem nemendurfimm listaskóla í Reykjavík gangast fyrirfráog með deginum í dag fram á næstaföstudagskvöld. Þar gefst almenningi kostur á að sjá og heyra við hvað listnemar eru að fást þessi misserin. Aðdragandi þessarar hátíðar hófst í Bandalagi íslenskra sér- skólanema (BÍSN) en þar fæddist hugmyndin um að fara í kynning- arherferð og gera almenningi grein fyrir starfi þeirra skóla sem aðild eiga að bandalaginu. Innan þess eru 15 skólar sem skiptast í þrjú svið: listaskólar, uppeldis- skólar og skólar sem kenna sjó- mennsku og aðrar greinar sem snúa að atvinnulífinu. Ekki hefur farið mikið fyrir þessari herferð fyrr en nú að nemendur Myndlista- og handíðaskóla íslands, Tónlistar- skólans í Reykjavík, Leiklistar- skóla íslands og Söngskólans í Reykjavík tóku sig saman og fengu til liðs við sig nemendur úr Listdansskóla Þjóöleikhússins sem ekki er aðili að BÍSN. Út- komuna fá menn að sjá næstu daga á ýmsum stöðum í borginni. Að sögn Gylfa Garðarssonar úr undirbúningsnefnd Salí- daganna er tilgangurinn með þessu samstarfi listnema tvíþætt- ur. Annars vegar er ætlunin að kynna skólana, aðstöðu þeirra og aðbúnað og reka á eftir því að hann sé bættur. Hins vegar að gefa nemendum skólanna fimm tækifæri til að vinna saman yfir þá múra sem oft vilja aðskilja list- greinarnar. Sagði hann að mikill áhugi ríkti á slíkri samvinnu og hefði hún raunar átt sér stað í svolitlum mæli. Þannig hafa myndlistarnemar tekið að sér að mála leiktjöld fyrir leiklistar- nema, tónlistarnemar samið lög og flutt í leiksýningum osfrv. Alls munu nemendur í þessum fimm skólum vera á bilinu 6-700 talsins en þar af eru uþb. 100 beinir þátt- takendur í Salí-dögunum. Það eru fyrst og fremst þeir sem komnir eru vel áleiðis í námi en ekki þeir sem eru að ljúka námi, þeir eru allir á kafi í lokaverkefn- um. Salí-dagarnir hefjast í dag með tvennum tónleikum. Kl. 16 halda nemendur í Söngskólanum tón- leika í Gamla bíói þar sem þeir syngja íslensk sönglög og kl. 17 verður boðið upp á raftónlist eftir nemendur Tóniistarskólans og nýtt dansverk eftir nemendur Listdansskóla Þjóðleikhússins í Norræna húsinu. í kvöld verður svo Salí-ball í Félagsstofnun stúd- enta við Hringbraut þar sem Oxmá, Abdou og kompaní hleypa lífi í ganglimina. A morgun, sunnudag kl. 17 halda nemendur í Tónlistarskól- anum tónleika í Gamla bíói þar sem blandað efni verður á boð- stólum og á mánudaginn kl. 19 verða vortónleikar sama skóla í Austurbæj arbíói. Á þriðjudaginn kl. 16 flytja nemendur í Leiklistarskólanum ljóðadagskrá um sjóinn og hafið undir stjórn Guðrúnar Ásmunds- dóttur. Þar verður boðið upp á ljóðaflutning, söng og leik sem byggður er upp í kringum smá- sögu eftir Jónas Árnason. Heill sé þér þorskur er yfirskrift dag- skrárinnar. Þessi dagskrá verður flutt þrisvar, á þriðjudag kl. 16 og miðvikudag og fimmtudag kl. 21 í Norræna húsinu. Á þriðjudagskvöldið verður svo boðið upp á Salí-kokkteil í Norræna húsinu og stendur hana- stélið yfir frá 20.30-23. Ekki er hægt að segja til um innihald drukksins því þarna munu nem- endur úr skólunum fimm verða með óvænta uppákomu. Um næstu helgi, nánar tiltekið á sunnudag, verður svo opnuð sýning á verkum nemenda úr Myndlista- og handíðaskólanum í Gerðubergi og verður hún opin allt fram á þjóðhátíð, 17. júní. -ÞH. 1É7V7V OG ÝEGLEGUR Ergo-data stóllinn frá Drabert er stíl- hreinn og sterkur. Hann verndar heilsu þína. Hann er veglegur og óskaplega vœnn vinnufélagi. Þú situr rétt í Ergo-data stól. Hann passar höfuð, herðar, hné og tœr og allt þar á milli. ISKRIFSJOFU HUSGOGN j:I HALLARMÚLA 2. SÍMI 83509

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.