Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.05.1985, Blaðsíða 7
UMSJÓN: ÞftÖSTUR HARALDSSON Laugardagur 4. maí 1985 ÞJÓÐVILJlfiN - SfÐA 7 Eigum við að vera með? ofan í þrjá þekkta menn úr ís- lensku tónlistarlífi og spyrja hvort þeim finnist rétt að við tökum þátt. Einnig slógum við á Útvarpsráð hefur til athugunar hvort fslendingar eigi að taka þátt í söng- vakeppninni sem tugmiljónir evrópu- búa fýlgjast með á hverju ári. Deildar meiningar meðai tónlistarfólks um gildi keppninnar í kvöld klukkan 19 geta ís- lensklr sjónvarpsáhorfendur kveikt á tœkinu og slegist f hóp tugmiljóna evrópubúa sem fylgjast með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í belnni útsendingu frá Skandin- avium íþróttahöllinni í Gauta- borg í Svíþjóð. Þar stíga á pall tónlistarmenn frá 19 evrópu- löndum og keppa um hylli dómnefnda f jafnmörgum evr- ópskum höfuðborgum. Það land sem fer með sigur af hólmi getur svo farið að búa sig undir nœstu keppni þvf hún er haldin f landi sigurvegaranna. Þetta verður í þrítugasta skipti sem keppnin er haldin. Undan- farin ár hefur oft komið til tals hvort íslendingar eigi að skrá sig til þátttöku en ekki hefur enn orðið af því. Nú hefur verið stigið skrefi lengra en áður því Hinrik Bjamason forstöðumaður LSD er í Gautaborg á vegum útvarps- ráðs til að fylgjast með undirbún- ingi og framkvæmd söngva- keppninnar. Hann mun svo skila skýrslu um það sem fyrir augu ber og eftir það verður rætt í alvöru um hvort við eigum að vera með. Löngum hafa verið deildar meiningar um þessa söngva- keppni. Ekki þarf að draga í efa að margir hafa töluverða skemmtun af henni en þeir eru hka margir sem fussa og sveia. Þeir síðamefndu halda því fram að keppnin sé vettvangur hinnar fullkomnu lágkúru í tónlist, að þar sé öllu úthýst sem heiti fmm- leg sköpun og þjóðleg einkenni. Núverandi gestgjafar, svíar, sigruðu einnig árið 1974 þegar hljómsveitin ABBA sló í gegn. Upp úr því risu miklar deilur. Fylgjendur keppninnar bentu á frama fjórmenninganna í ABBA á alþjóðavettvangi og sögðu að þarna sæist hver áhrif keppnin gæti haft á möguleika tóniistar- fólks til að komast á hinn alþjóð- lega topp. Andstæðingamir tóku sig hins vegar til og héldu svonefndar „alternativ festival“, þe. öðruvísi hátíð þar sem alþýðutónlist af ýmsu tagi reið húsum. Þangað fóru frá Islandi Þrjú palli, Þokka- bót, Megas, Örn Bjarnason og stórsveit undir forystu Gunnars Þórðarsonar. Var hátíðin haldin á sama tíma og söngvakeppnin og í sömu borg, þe. Stokkhólmi. Þótt gagnrýnisraddir um söngvakeppnina hafi verið held- Framlag norðmanna hefur löngum vakið athygli og ekki alltaf fyrir að hala inn mörg stig. Að þessu sinni gera þeir sór góðar vonir með þessar tvær sem nefna sig Bobbysocks. Þess er getið í norsku pressunni að óvenju margar konur séu meðal keppenda í ár og að vanda er kynnirinn af kvenkyni, sænska söng- og leikkonan Lill Lindfors. ur hljóðari hin síðari ár er þó langt í frá að allir séu búnir að taka hana í sátt. Okkur fannst því tilvalið í tilefni dagsins að hlera þráðinn til Hinriks Bjarnasonar i Gautaborg og spurðum hvernig undirbúningi liði. - ÞH/- L. mar. Hinrik Bjarnason: Vœri óneitanlega gaman Á fimmtudagskvöldið slógum við á þráðinn til Hinriks Bjarna- sonar forstöðumanns Lista- og skemmtideildar sjónvarps þar sem hann var í Gautaborg að fylgjast með undirbúningi söngvakeppninnar. Við báðum hann fyrst að segja hvernig þeim undirbúningi miðaði. „Þetta er að verða nokkuð gott allt saman og svíarnir standa vel að verki. Það er mikið umstang í kringum svona útsendingu en mér sýnist allt stefna í prógramm sem rennur liðugt enda er ekkert til sparað. Keppnin verður haldin í Skandinavium höllinni sem margir íslendingar kannast við vegna íþróttamóta sem þar hafa verið haldin. Það er gert ráð fyrir um 10 þúsund áhorfendum. Hvað tónlistina áhrærir þá var ég að fylgjast með æfingum í dag og mér sýnist þetta ætla að verða jöfn og hörð keppni. Þama verða þátttakendur frá 19 löndum en mér finnst norðurlandaþjóðirnar standa vel að vígi.“ - Þú varst sendur til Gauta- borgar til að fylgjast með keppn- inni, ekki satt? „Jú, það var ákveðið í fram- haldi af umræðum í útvarpsráði um hugsanlega þátttöku okkar í keppninni að ég færi út, fylgdist með keppninni og skilaði skýrslu til ráðsins um framkvæmd henn- ar. Það var svo ákveðið að nota tækifærið og láta mig lýsa því sem gerist eftir því sem tilefni er til.“ - Og hvernig líst þér svo á? Eigum við að vera með? „Um það get ég ekkert sagt að svo stöddu eins og gefur að skilja. En það er ljóst að það er ekki hrist fram úr erminni að halda svona keppni. Það er harla óvenjuleg staða að þora ekki að taka þátt í keppninni af ótta við að sigra. En þótt óneitanlega væri gaman að sjá íslenska þátttak- endur í keppninni verðum við að gera okkur grein fyrir þeim skuldbindingum sem fylgja þátt- töku. Það eru nokkrir augljósir erfiðleikar sem við yrðum að yfir- stíga. Við verðum fyrst að gera okk- ur grein fyrir kostnaðinum við svona keppni og hvort við ráðum við slíkt. í öðru lagi er þetta spuming um nægilega stórt hús og hvort við eigum þau tæki og þann búnað sem þarf. Loks eru það spumingar eins og hvort við getum tekið við 7-900 gestum. Sænska sjónvarpið þurfti að út- vega hótelpláss fyrir 900 gesti vegna þessarar keppni hér í Gautaborg. Á móti kemur svo að þátttöku fylgja ýmsir kostir. Þar má nefna auglýsingu á landi og þjóð og þessum ákveðna menningar- þætti. Einnig má benda á að allt „Það er harla óvenjuleg staða að þora ekki að taka þátt í keppninni af ótta við að sigra." það umstang sem keppninni fylg- ir gefur talsverðar óbeinar tekj- ur.“ - Hver ber kostnaðinn af keppninni? „Hver þátttökuþjóð greiðir ferðakostnað og uppihald síns hóps en gestgjafinn ber kostnað af sjálfu keppnishaldinu. Þó koma vissar tekjur frá hinum löndunum í formi greiðslna fyrir sýningarrétt,“ sagði Hinrik Bjamason í Gautaborg. - ÞH Meira um söngvakeppnina - sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.