Þjóðviljinn - 09.05.1985, Blaðsíða 1
LANDHÐ
GARÐAR
OG GRÓÐUR
HEIMURINN
Togarar
Nær tuttugu í frostið
Nú eru 4frystitogarar íútgerð en breytingar a. m. k. á 12 skipum standafyrir dyrum.
Sjávarútvegsráðherra: frystiskipin nýtaþorskinn verr enfrystihúsin.
Framkvœmdastjóri SH: hœtta áferðum.
Anæsta ári má gera ráð fyrir að
hátt í tuttugu frystitogarar
stundi veiðar á Islandsmiðum eða
um fimmtungur íslenska togara-
flotans. Fjórir stunda nú veiðar,
sex togurum er verið að breyta
yflr í frystitogara og hafinn er
undirbúningur að breytingu á sex
öðrum skipum í frystitogara.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra segir í samtali við
Pjóðviljann að hann telji
nauðsynlegt að beina þessum
Orka
Hlutafélag
um boranir
Bormenn ríkis og borgar
íeinasœng. Reykjavík
leggur út50 milljónir,
ríkið tekur á sig 119
milljóna skuldir.
Samningur milli borgar og rík-
is um nýtt borahlutafélag verður
undirritaður í vikunni með fyrir-
vara um samþykki aðila, alþingis
og borgarstjórnar. Gert er ráð
fyrir að Jarðboranir ríkisins og
Gufuboranir ríkisins og Reykja-
víkurborgar sameinist í nýju fé-
lagi.
I samningum er kveðið á um að
borgin leggi fram 50 milljónir í
reiðufé til hlutafélagsins en ríkið
tekur á sig núverandi skuldir
Jarðborana, um 119 milljónir.
Engir einkaaðilar koma enn við
sögu.
Samningurinn var kynntur í
borgarráði í fyrradag. -m
nýju togurum meira í grálúðu og
karfa því frystiskipin nýttu þorsk-
inn ekki eins vel og frystihúsin.
Hjalti Einarsson framkvæmda-
stjóri SH segir að koma verði
stjórn á þessi mál því ákveðin
hætta sé á ferðum ef allir fara út í
rekstur frystitogara.
Frystitogararnir sem nú eru
gerðir út eru Örvar frá Skaga-
strönd, Hólmadrangur frá
Hólmavík, Akureyrin og
Siglflrðingur. Örvar og Hólma-
drangur voru upphaflega smíðað-
ir sem rækjutogarar, en síðan
breytt í frystiskip.
Þau skip sem þegar er byrjað
að breyta yfir í frystitogara eru:
Stakfell sem er upphaflega smíð-
að sem frystitogari, Sigurbjörg
frá Ólafsfirði, Merkúr og Freri
fyrrum togarar BÚR, Jón Kjart-
ansson frá Eskifirði sem verður
búinn vinnslubúnaði fyrir Jap-
ansmarkað ásamt rækjuflokkun
og Þorleifur Jónsson frá Hafnar-
firði sem einnig mun frysta fyrir
Japansmarkað.
Til viðbótar þessum togurum
er vitað um 6 aðra sem verið er að
undirbúa að breyta í frystitogara.
Það eru Már Ólafsvík, Asþór
Reykjavík, Sjóli frá Hafnarfirði,
Arinbjörn Reykjavík, Vest-
mannaey og Júní frá Hafnarfirði
sem Hvalur h/f er að semja um
kaup á þessa dagana.
Þá má geta þess að 9 rækjutog-
arar voru gerðir út á liðnu ári.
Þremur þeirra er verið að breyta í
frystitogara en þremur skipum á
móti til rækjuveiða. Það eru
loðnuskipin Hilmir Fáskrúðs-
firði, Sjávarborg Sandgerði og
Eldborgin frá Hafnarfirði. _ig.
Sjá bls. 3.
Framkvœmdastofnun
Matarholum
lokað
Aukakjarasamningum lögfrœðinga sagt upp.
að er rétt, ég hef sagt upp
þessum aukakjarasamningi
við fastráðna lögfræðinga Fram-
kvæmdastofnunar, sem forveri
minn í starfl hafði gert. Ég tel að í
samningnum sé um að ræða ýms-
ar sporslur sem séu óeðlilegar
miðað við fastráðningu, sagði
Gunnlaugur Sigmundsson for-
stjóri Framkvæmdastofnunar
ríkisins í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Gunnlaugur vildi ekki tíunda
nákvæmlega í hverju þessar
sporslur væru fólgnar, en nefndi
þó sem dæmi að ef lögfræðingur
stofnunarinnar fór úr bænum á
fullum launum að sjálfsögðu, þá
fékk hann dagpeninga samkvæmt
taxta Lögfræðingafélagsins. í dag
er sú upphæð 4025 krónur á dag
að því er starfsmaður Lögfræð-
ingafélagsins tjáði Þjóðviljanum í
gær. Ýmsar aðrar greiðslur voru í
þessum sérsamningi að sögn
Gunnlaugs, sem hann sagðist
telja óeðlilegar.
Þjóðviljinn hefur fyrir því
heimildir sem hann telur áreiðan-
iegar, að fastráðnir lögfræðingar
ríkisbankanna hafi sömu kjör og
lögfræðingar Framkvæmdastofn-
unar höfðu og í sumum tilfellum
jafnvel betri.
-S.dór
Siglufjörður
Rússamir strönduðu
Svífðu seglum þöndum. Ljósmyndari Þjóðviljans á ferð með siglingafólki úr Nauthólsvík. Ljósm. E.ÓI.
Sjá bls. 5.
Rússneskt rækjuflutningaskip tók niðri í höfninni á Siglufirði
Rússneskt flutningaskip, sem skipið skemmdist ekkert. Farið skip, sennilega verksmiðjuskip
var að koma með rækjur til var að fjara út þegar óhappið átti sem flytur rækju til Siglósíldar og
Siglósfldar á Siglufirði fór aðeins sér stað og átti að reyna að losa rækjuverksmiðjanna á ísafirði.
of langt þegar það var að leggjast skipið á háflæði um miðnætti sl. Um borð er 71 maður.
að hafnarbryggjunni í gærdag og Að sögn lögreglunnar á Siglu- -S.dór
sat fast. Þarna er leirbotn og firði er um að ræða 2400 lesta