Þjóðviljinn - 09.05.1985, Blaðsíða 21
Fyrir skömmu birtu tvö út-
breiddustu vikurit Bandaríkj-
anna skýrslur um það sem þau
kölluðu „heimsveldið illa”.
Þau áttu samt ekki við Sovét-
ríkin eins og Reagan forseti,
þegar hann tók sér þessa for-
múlu í munn, heldur við eitur-
lyfið kókaín. Það hefur breiðst
út með miklum hraða í Banda-
ríkjunum - og nú eru þeir
glæpaforingjar sem dreifjngu
stjórna óðum að leggja undir
sig Vestur-Evrópu.
t vetur leið voru tveir Kólumb-
íumenn handteknir í Madrid á
Spáni. Þeir bjuggu þar í glæsi-
húsnæði, brunuðu um á alls sex
Mercedes-Benz bifreiðum og
önnur útgerð þeirra var í sama
dúr. Skýringa á þessari auðlegð
var ekki langt að leita: í húsi ann-
ars Kólumbíumannanna fannst
viðskiptabók ef svo mætti kalla -
hún geymdi færslur yfir sölu á
meira en fjórum tonnum af kóka-
íni. Þetta magn, sem einn sölu-
kóngur frá Kólumbíu velti, er
fjórum sinnum meira en allt það
magn af kókaíni sem lögregla í
Vestur-Evrópu kom höndum yfir
árinu fyrr.
Kókaínneysla í Amsterdam: Mikið af sölunni fer um þá borg.
sé þegar orðin svo mikil í Vestur-
Evrópu, að menn séu fyrir löngu
búnir að missa af lestinni með að
stöðva þennan ófögnuð. Menn
hafa séð af heimildamyndum sem
m.a. hafa verið sýndar í íslenska
sjónvarpinu, að yfirvöld, hvort
sem væri í Hollandi eða Bret-
landi, fórna höndum og segja að
orustan við annað og enn
skæðara eiturlyf, heróín, sé
töpuð. Og nú segja menn að
einnig bardaginn við kókaínið sé
tapaður.
Svo mikið er víst, að árið 1982
náði lögreglan í um það bil 400
kíló af kókaíni í Vestur-Evrópu
Sérþjálfaðir hundar leita á Orleyflugvelli: Innan við tíu prósent finnast.
meðan eiturlyfjahákarlarnir eru
að „vinna markað”. Og kókaínið
er orðið algeng söluvara í nætur-
klúbbum, diskótekum, hóruhús-
um og á götum úti.
Framleiðslu-
aukning
Hvernig stendur á þessu mikla
flóði af hinu illræmda hvíta dufti,
Upp úr fyrri heimsstyrjöld var
hinsvegar farin allmikil herferð
til þess að útlista fyrir fólki skelf-
ingar kókaíns. Því var þá ekki síst
lýst sem aðferð til að ginna sak-
lausar stúlkur til hvíts þrælahalds
- m.ö.o. til vændis. Þessi áróður
mun ekki hafa borið teljandi ár-
angur. Að minnsta kosti er það
furðu útbreitt viðhorf enn í dag,
að kókaín sé vímugjafi sem ekki
Fíknilyf:
Kókaín breiðist hratt út í Evrópu
Bandaríski markaðurinn hefur ekki við aukningu framleiðslunnar -
Sérstaklega lúmskt fíknilyf - Er orustan þegar töpuð?
Nýr markaður
Handtökurnar í Madrid segja
eftirfarandi sögu: 1 fyrsta lagi:
enda þótt Bandaríkin með fjórar
miljónir heróínneytenda, séu
sem fyrr aðalneytandi kókaíns,
þá er Vestur-Evrópa orðin mikill
innflytjandi einnig. í öðru lagi
telja lögregluyfirvöld að neyslan
■ ■
Leioir
Aðalkókaínmarkaðurinn hef-
ur hingað til verið í Bandaríkj-
unum. Neytendur eru a.m.k.
fjórar miljónir og neyslan nemur
80 tonnum á ári eða meir.
Fátækir bændur sem margir
eiga fárra kosta völ og eru þar að
auki undir valdi spilltra hershöfð-
ingja og stjórnmálamanna, ef
ekki hreinna og beinna bófafor-
ingja, rækta um 300 þúsund ekrur
af kóka í Perú og Kólumbíu, Bol-
ivíu og Ekvador. í fyrra mun upp-
skeran hafa orðið um 135 þúsund
tonn af óunnu kókalaufi, sem selt
er fyrir um 160 kr. pundið.
Byrjað er að vinna kókaín úr
þeim þurra massa sem frá bænd-
um kemur í leynilegum vinnslu-
stöðvum í frumskógum Kólum-
bíu og víðar. Þaðan er svo reynt
að flytja efnið með skipum eða
flugvélum til Bandaríkjanna.
Millilendingarstöðvar eru eink-
um í Mexíkó og á Bahamaeyjum.
Kókaínið kemur oft með litlum
flugvélum inn yfir landamærin,
en þrisvar sinnum meira ári síðar
eða um 1200 kíló. Sérfræðingar
telja að það náist aðeins í 10%
eða minna af því magni sem
smyglað er inn í álfuna. Og þeir
búast við því sem þeir kalla
„kókaínsprengingu” og muni
þetta eiturlyf þá hafa tekið sæti
heróíns sem „leiðandi” vímugjafi
af sterkasta tagi. Kókaínið
streymir inn eftir ótal leiðum,
litlum flugvélum sem geta lent
hvar sem er. Það kemur einnig
inn á syfjulegar hafnir þar sem
eftirlit er af mjög skornum
skammti. Verð á götunni er 2000-
5000 krónur grammið.
mest með flugi, og mest frá tveim
löndum, Bólivíu og Kólumbíu,
þar sem eiturlyfjakóngar hafa
lengi ráðið einskonar ríki í ríkinu.
Og neysluhættir hafa breyst mik-
ið - áður fyrr var kókaín eiturlyf
„fína” fólksins, poppsöngvara og
listamanna, enda dýrara en
margt annað sem á boðstólum
var. Nú hefur verðið verið lækk-
að stórlega - að minnsta kosti á
Upp á síðkastið hefur verslun
með kókaín í vaxandi mæli legið
um Brasilíu og um það land og
yfir til Spánar liggur leið mikils
magns af því kókaíni sem sett hef-
ur verið á Evrópumarkað.
sem unnið er úr kókablöðum?
Ástæðan er rakin til „umfram-
framleiðslu” ef svo mætti segja. í
fyrra óx framleiðslan í Róm-
önsku Ameríku um hvorki meira
né minna en þrjátíu af hundraði.
Svo stóraukið framboð var ekki
hægt að ráða við í Bandaríkjun-
um einum. Þess vegna hafa sölu-
menn frá Rómönsku Ameríku
lagt sig fram um að stækka mark-
aðinn í Vestur-Evrópu. Og þá er
verðpólitík mikilvæg sem og á
öðrum kapítalískum mörkuðum.
Til dæmis að taka gerðist það í
vor í London, að verð á einu
grammi af kókaíni sem á að duga
í 30 „inntökur” féll á einum mán-
uði úr sem svarar 2600 krónum í
1600 krónur. Þessi mikla verð-
lækkun minnir á annað ískyggi-
legt fordæmi: svipuð framleiðslu-
aukning á valmúa í Asíu og
Austurlöndum nær hefur leitt til
þess að stórauknu magni af heró-
íni hefur verið dreift í Evrópu
undanfarin fimm ár.
Þótti fínt
Kókaín á sér einkennilega sögu
- lengi vel naut það talsverðrar
virðingar og var notað meðal
annars í mörgum verkjalyfjum.
Ýmsa kann að reka minni til að
Sherlock Holmes hafi í hinum
þekktu reyfurum Sir Arthurs
Conans Doyle „sniffað” kókaín
til að skerpa hugann eins og það
átti að heita. Kókain var notað í
kókakóla allt til ársins 1903.
Flugkappar í fyrri heimsstyrj-
öldinni eru sagðir hafa hresst sig á
kókaíni áður en þeir flugu til or-
ustu.
hafi aukaverkanir og ekki leiði til
ávana. Og eins og fyrr var um
getið, þá hefur kókaín til þessa
verið eftirlætiseiturlyf hinna ríku,
sem telja sér óhætt meðan þeir
lenda ekki í heróíni eða einhverju
slíku sem menn eru nokkurnveg-
inn sammála um fyrirfram að
telja hættulegt.
Leynir
á sér
Kókaínið er reyndar einstak-
lega lymskt eiturlyf. Sá sem byrj-
ar að neyta þess verður framan af
ekki var við nein óþægindi, allt er
bjart og skemmtilegt, heimurinn
er honum sem kálfskinn eitt. Sem
dæmi um hin lymskulegu áhrif
kókaíns er þess getið, að það sé
eina eiturlyfið sem tilraunadýr
haldi áfram að gefa sjálfum sér
inn ef þau mega sjálf ráða. Til-
raunadýr geta drepið sig á kóka-
íni ef þau eru ekki stöðvuð - til-
raunadýr sem virðast annars hafa
innbyggða varúð gegn öðrum
eiturefnum.
í raun og sannleika er kókaín
vanabindandi og getur hæglega
leitt til þess að notendur verði
þrælar þess og gerist einæðingar í
fíkn sinni. Og of stórir skammtar
geta dregið menn beinlínis til
dauða.
Evrópuþjóðir reyna nú að
herða á eftirliti, herða á refsing-
um og þar fram eftir götum. En
við ramman reip er að draga:
miklir peningar eru í húfi, pen-
ingar sem meðal annars eru not-
aðir til að kaupa upp lögreglu-
menn, tollþjóna og aðra þá sem
þurfa þykir.
-áb tók saman.
hvfta duftsins
Kókalauf þurrkuð í Bolívíu: Hór hefst löng og blóðug viðskiptaleið.
Fimmtudagur 9. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21